Tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 8
8
T í MI N N, fimmtudaginn 8, september 1960.
— Ég er frá Héðinsfirði,
sem er næsti f jörður við Siglu-
f jörð. Þar býr nú onginn leng-
ur, sagði Sigurpáil, og þó há-
karlaskipið, sem ég var á væri
frá Siglufirði, þá voru nú bæði
skipstjórinn og stýrimoðurinn
frá Héðinsfirði. — Ég er
fæddur árið 1903 í Ólafsfirði
heldur Sigurpáll áfram og fór
í fyrsta hákarlaúfhaldið 1920.
Christána, héf hún, einmöstruð
jakt frá Danmörku. Þó merki-
legf só, þá bor tnönnum ekki
saman um það, hvenær hún
var smíðuð. Þoir hafa sfimplað
í almanakið, að hún sé byggð
1887, en ekki er ég nú á því,
og tcl míg hafa nokkuð fit
míns máls.
Svo var mál með vexti, að afi
minn var á henni fyrst eftir að
hún kom upp , en hún var keypt
hingað til lands fyrir bændurna í
Dalabæ við Siglufjörð, því í þann
tíð gerðu bændur út á íslandi.
Skírði afi minn barn sitt, móður
irJna eftir jaktinni, og mun hún
hafa fæðst íyrsta árið, sem gamli
maðurinn var þar. Núna eru liðin
86 ár síðan móðir mín fæddist, svo
ekki kemur til mála, að skútan
hafi verið smíðuð 1887. Helzt er
ég á því, að fcún hafi verið smíðuð
1867. Þess má til gamans geta, að
systir mín og systurdóttir heita
cinnig eftir skútunni, Christiana.
Gömul hákarlaskúta við Oddeyri.
skömmu síðar rak hann á lánd í
fjóruna. Skipverjar komust í land
á jullunni, því það var ekki enn
orðið svo siæmt í sjóinn. Skömmu
seinna fór að reka úr honum og
von bráðar fór hann í tvennt um
nriðjuna, eða rptt fyrir aftan
mastrið. Undruðust menn, hvað
skipið var lélegt, að liðast svona
sundur á sandinum.
Robert rekur á land
Þessi fjögur skip, sem hér hafa
verið talin, rak öll á land. Robert
varð næstur. Skipstjóri þar var
E:ður Benediktsson, landsfrægur
dugnaðarþjarkur. Eiður mun vera
enn á lífi. Þegar hann var 18 ára
gamall, var hann háseti á Tjörfi,
er hann strandaði í Rekavík bak
Látrum. Óð hann þá í land með
enda, og þótti mikið afrek. En
skipverjar björguðust síðan á vaðn
um í land.
En það var af Robert að segja,
að þeir fengu á sig brot, þegar þá
rak upp. Stýrimanninn tók fyrir
torð, en við sáum skipshöfnina
hanga í reiðanum allt flóðið. Eng
an annan íók út, og skipverjar á
Robert komust í land á fjörunni.
Þá rak Bjöminn á land. Hann
var, eins og áður var sagt, aðeins
14 tonn. Gríðarhátt mastur var á
bonum, og hjuggu þeir það af, til
að forðast rekið, en það kom fyrir
ekki.
Þegar veðrið herti, fór Christi-
ana að taka í festamar svo um
munaði. Við höfðum lagzt fyrir
báðum akkerum og hafði skipstjór-
inn látið okkur taka festaraar upp
á dekk, eftir að lagzt hafði verið,
„Ætlarðu að hafa þennan með þér?“
Rætt vit! Sigurpál Sigurþórsson, sjómann,
um hákarlaveiÖi
Fyrsta hákarlalegan
Ég var 17 ára, vorið sem ég
reðs-t á Christiana. Heldur var ég
xýr í vexti, og varla mikill fyrir
mann að sjá. Man ég, að Andrés
Háfliðason, kuninur Siglfirðingur
kom að mér og Birni Sigurðssyni,
skipstjóranuin, þar sem við vorum
að vinna eitthvað á bryggjunni.
Segir Andrés sisona: Ætlarðu að
hafa þennan með þér? Bjöm játti
því. — Er búið að ferma hann?
spurði Andrés þá. Svo þú getur
séð, að ég hef verið aumingjalegur.
Ekki var þetta nú uppörfandi, og
það bætti iieldur ekki úr skák fyrir
rxig, þegar lögskráð var. Guð-
rnundur Hafiiðason var þá hrepp-
stjóri á Sigiufirði, því þetta var
áður en bæiinn fékk kaupstaðar-
réttindi. Þegar hann var að færa
inri í sjóferðabókina lýsingu á
mér, svo ssm venja var, hæð,
augnalit o. s. frv. gekk allt eins og
í sögu, unz kom að vextinum.
Venja var að segja um menn: lít-
i!i, meðal, eða srtór. Þá horfir Guð-
rnundur á mig og segir svo: Ég
held að það taki því ekki að skrifa
vöxtinn. Er svo enn, að eyða er
þarna í sjóferðabókinni. Mér þótti
þetta allt heldur niðurlægjandi,
sem von var, en sem betur fór
braggaðist ég fljótt á skútunni.
Það er annars merkilegt með há-
karláskip. Það virtist vera alveg
sama hvaða ræflar fóru á þau. Þeir
bókstaflega blésu út og hjörnuðu
al)ir við. Ekki veit ég hvernig á
þ\i stendur, því ekki þætti viður-
giörningurinn sérlega merkilegur
á nútímavísu. Menn höfðu með sér
kost að heiman: Saltkjöt, hangi-
kjöt, harðfisk, smjör og kökur, og
svona eitt og annað. Skipið lagði
svo til grjón, baunir og kaffi. Eng-
inn matsveinn var á skipunum,
menn mölluðu þetta bara sjálfir.
Þegar komið var inn til að landa
lifrinni, þá iögðum við land undir
fct, úr Siglufirði yfir í Héðinsfjörð
eftir mötunni og bárum svo á bak-
inu til baka.
AS veiðum
í hákarlaiegu voru tvískiptar
sex tíma vökur. Skipstjóiinn hafði
dagvaktina, en stýrimaðurinn
næturvökuna Þetta hljóp nefni
lega ekki tií, eins og á skakinu.
Setið var undir fjórum vöðum í
senn. Einn á vað. Tveir voru þó
stakir á vaktinni, og nefndust þá
h'.usingjar. Ég var lausingi fyrstu
vertíðina, en sat undir eftir það.
Vaðurinn var fjórsnúin þriggja
punda lína og það gat verið erfitt
að standa við dráttinn. Tíðast
hafði maði'r tvenna vettlinga á
höndunum, en maður skarst samt.
Beitt var selspiki, sem skorið
var sérstaklcga. Sumir dyfu því í
koníak, því hákarlinn var víst
fyrir það. Þegar hákarlinn kom á
krókinn, þá var dregið, og þegar
hann kom upp á yfirborðið, var
hann stungmn með sérstöku áhaldi
sem nefnist drepur. Er það 12
t'jmmu tvíeggja blað, fest á þriggja
áina skaft. Með þessu var hákarl-
inn drepinn og svo hífður með
hausinn upp, með sérstakri kraft-
biökk. Þegar nógu mikið af kviðn-
um var komið inn fyrir, var rist á,
og féll þá iifrin inn á skipið, en
dauðum hákai'Iinum var rennt
íyrir borð aítur. Aflinn var nokk-
uö misjafn, en aíls fengum við 450
tunnur af lifur fyrsta vorið. Hlut-
ur úr því varð 960 krónur, sem
þótti mjög gott. Mest var veiið
cljúpt af Hornbjargi. Venjulega
byrjuðu hákarlalegurnar svona um
raiðjan marz og stóðu fram í 12
viku sumars. Skipverjar voru vel-
flestir bændui', og gátu ekki verið
lengur frá heimilunum vegna hey-
skaparins.
Fjögur skíp stranda
Síðasta hakarlaúthaldið mitt var
1923, um vorið. Reyndar lögðust
hákarlalegur niður þar um. Að
visu var reynt að halda þeim
áiram, en tókst ekki, því enginn
hákarl fékks:
Raunar varð þetta ekki fullt út-
hald, því við misstum skipið í
fyrstu feröinni. Hleyptum á land
í Hornvík í norðaustan fárviðri.
Þegar við náðum í Hornvík voru
þar þrjú skip fyiir, sem leitað
hófðu vars undan óveðrinu, Sigur-
farinn frá Súðavík, Robert frá Ak-
ureyri og Björninn frá ísafirði,
sem var aðeins 14 tonn. Þessi skip
voru ekki á hákarlaveiðum, heldur
skaki. Skipin lögðust fyrir akkeri.
Seinni part föstudagsins herðir
hann á veðrinu. Jókst þá sjógang-
uiinn að mun og skipin tóku að
rykkja í íestarnar. Seinni part
fcstudagsins verður karl einn sem
var að skera sér neftóbak um borð
í Sigurfararu'.m, var við að skipið
tekur niðri. Brugðu þeir þá við,
að reyna oð koma vélinni í gang.
Þetta var glóðarhaus. Réru þeir yf-
ir til okkar, til þess að reyna að
fá lampna, en vélamaðurinn hjá
cxkur þorði ekki að lána þeim, þar
eð sýnt var að við þyrftum þá og
þegar að n.c-ta þá. Réru þeir þá
aftur um borð í Sigurfarann og
til þess að geta orðið fljótari að
sleppa lausu, ef með þyrfti. 15
hesta Dan var í skútunni og var
hún keyrð í 36 tíma á festarnar,
nteð fullri ferð. Ekki dugði það til,
því allt í einu fegnum við ólag á
skipið og önnur festin kubbaðist í
sundur. Nú voru góð ráð dýr. Skip-
sijóri hafði séð þetta fyrir, því
hann skipaði þegar að sleppa hinni
festinni lausri og lagði á stýrið
hart í borð. Það passaði til, að tek-
izt hafði aö snúa skipinu beint á
land upp, þegar það tekur niðri —
eða það tókst semsé að hleypa því
á land. Þar sat hún svo og hagg-
aðist ekki. Við komumst fljótlega
í land á kaðli og lágum í hlöðunni
á Höfnum yfir nóttina, ásamt skip-
verjunum aí' Robert.
Heimleiðis
Við urðuin að dvelja þarna í
viku. Bjuggum við í skútunni allan
tímann, þar sem hún stóð í fjör-
unni. Loksins kom Helgi Magri frá
Akureyri og flutti okkur og þá á
Robert heim.
Eitt skipið, Eir frá ísafirði, rak
e.cki á land, það hafði nægilega
sterka vél til að hamla gegn storm-
irurn. Christiana náðist á flot. Afl-
inn, sem var um 70 tunnur var
seldur til ísafjarðar. Christina var
lerigi við iíði eftir þetta. Hún var
síðast þegar ég vissi til, gerð út
frá Patreksfirði, ekki á hákarl,
h.eldur venjulegar fiskveiðar. Hét
hún þá orðið Sigurfari. Seinna fór
hún svo víst til Hólmavíkur og þar
varð hun til, sagði Sigurpáll að
lokum.
— En skipshöfnin?
— Hún er á tvisrt og bast. Ekki
er nú lengur búið í Héðinsfirði.
Allir bæirnir komnir í eyði. Fólk-
ið út um allt. Mikið er á Siglufirði,
en þó er margt annars staðar. Ég
t. d. hef Icgheimili í uppdölum
Sxagafjarðar, og starfa sem háseti
á varðskipinu Albert. — Nú veíð-
ir enginn hákarlinn lengur.
Jónas Guðmundsson.
SIGURPÁLL SIGURÞÓRSSON