Tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 9
T í MIN N, fimmtudaginn 8. september 1960. 9
„Landtakan" á Austurstræti 14. (Ljósm.: Tíminn, K.M.)
„Relif’ á byggingum í Reykjavik
Hús í Reykjavík eru snauð
að „illústratívu" mynd-
skrauti sem mikið hefur
tíðkast erlendis bæði á
smærri og stærri byggingum.
Þær fáu utanhúss lágmyndir
eða „relíf" sem til eru í höf-
uðstaðnum eru ííka þannig
settar að fáir taka eftir þeim.
Við viljum leyfa okkur að
benda á tvær (án þess að
fara útí listfræðilegar spek-
úlasjónir), ef ske kynni að
einhver hefði gaman af.
Uppundir þakbxúninni á
Austurstræti 14, Pósthús-
strætismegin, er lágmynd
eftir Guðmund Einarsson
frá Miðdal og nefnist hún
„Landtakan". Þar er kaup
skip komið að landi og
bóndi gengur ofan til að
heilsa kaupmanni. Jón Þor
láksson byggði húsið Aust
urstræti 14 um 1930 og gerði
Guðmundur Einarss. mynd
þessa skömmu síðar. j
Fjallkonan
Á Edinborgarhúsinu í
Hafnarstræti, efst og fyrir
miðju, er fjallkonumyndin,
sem hér gefur að líta, ásamt
ártölunum 1895—1925. —
Gamla Edinborgarhúsið
brann um 1916 en nýja hús
ið mun hafa verið fv>búið
um 1925. Yfir myndinni
i
_ " “ |
Þriðji umsækj- |
andinn
i
Akureyri — 6. sept.
Nú hefur þriðji umsækjandinn
um prestsembættið á Akureyri
bætzt við, cg er þac séra Birgir
Snæbjörnsson, sóknarprestur í
Laufási. Eins og kunnugt er, voru
tveir aðrir búnir að sækja um,
þeir séra Sigurður Haukur Guð
jónsson, sóknar prestur á Hálsi, og
Jón Hnefill Aðajsteinsson, cand
theol. og fil. kand IJmsóknan j
frestur er til 21. sept. og kosningar {
líklega um mánaðamótin, en þeim i
hefur ekki verið valinn dagur enn.:
E.D. |
stendur Edinborg með gulln
um stöfum en fjallkonu-
myndin er í bláum lit.
Þessi fjallkonumynd er
sennilega gerð með hlið-
sjón af Gröndalsmyndinni
Hugmyndin er ekki runn
in úr fornsögum eða goða-
fræði, heldur mun hún eign
uð þeim Eggert og Gröndal.
Þó segir Bjarni Thoraren-
sen:
Eldgamla ísafold
ástkæra fósturmold,
fjallkonœn fríð.
Hér er þvi um síðartíma
fyrirðœri að rœða.
(Lárus Sigurbjömsson
skjala- og minjavörður
Reykjavíkurbæjar hefur góð
fúslega látið blaðinu þess
ar upplýsingar í té).
■
Fjallkonumyndin á Edinborgarhúsinu.
gömlu en hann er höfundur
að fjallkonumyndinni 1874
í tilefni þúsund ára íslands
byggðar. Hugmyndin er þó
komin frá skáldinu Eggert
Ólafssyni en hann gerði
uppdrátt að fjallkonumynd
er hann orkti erfiljóð, „Of-
sjónir við jarðarför Lovísu
drottningar 1752“, að tilhlut
an íslendinga í Khöfn, sem
vildu auðsýna samúð við frá
fall drottningarinnar. Þar
líkir Eggert íslandi við konu
sem harmar og grætur að
þessu tilefni. í kvæðinu eru
þessar hendingar:
Bragö er að fyrst baulur
þekkja líka,
að ísland bregður sínum
sið,
svoddan nautin kannast
við.
Ekki varö fjallkonumynd
Eggerts fullgerð sem mál-
verk þar eð fé skorti til. En
fjallkcvnuhugmyndin nær
ekki almenningshylli fyrr
en með uppdrætti Benedikts
Gröndal sem flestir þekkja.
Hér sjást dansklr hjólrelðamenn, félagar hins látna hjólreiðamanns, Knud Enemark, bera kistu hans frá ítalskri
herflugvél, sem flutti líkið til Kaupmannahafnar,