Tíminn - 01.10.1960, Síða 16
Skákmót með þátttöku
tveggja stórmeistara
— Bobby Fischer kominn til Islands og teflir
á skákmótinu, sem hefst um helgina.
Bandaríski skáksniilingur-
inn Bobby Fischer kom hingað
til lands í gær — og má segja,
að heimsókn hans hingað hafi
komið flestum á óvart, en
Fischer stóð í þeirri góðu trú,
Bobby Fischer
að hann myndi taka þátt í því
skákmóti — Minningarmóti
Eggert GiSfers — sem lauk í
gærkvöldi. Fischer mun dvelja
hér í tæpan hálfan mánuð og
verður efnt til skákmóts með
þátttöku Fischers og Friðriks
og fjögurra annarra skák-
manna.
Þegar Skáksambandið und
irbjó Gilfersmótið reyndi það
að fá Fischer á mótið — en
einhver dráttur varð á því
máli, hverjum sem það er að
kenna, svo Fischer kemyr nú
í mótslokin, og varð hann fyr
ir talsvejðum vonbrigðum,
þegar hann frétti, að hann
gat ekki teflt á mótinu.
Annað mót
Blaðamenn ræddu í gær
við sjórn Skáksambandsins
og þá stórmeistarana Friðrik
og Fischer. Ásgeir Þór Ásgeirs
son, formaður sambapdsins,
gat þess að vegna komu Fisch
ers yrði efnt til sex manna
skákmóts, en ekki er enn af-
ráðið hvar þaö verður eða
hvenær þag hefst. Fischer og
Friðrik tefla á mótinu, og auk
þess sennilega íslandsmeistar
inn Freysteinn Þorbergson,
tveir efstu menn á Gilfersmót
inu, auk Friðriks, og Guð-
mundur Pálmason. Ekki var
búið að ræða við Norðmann
inn Johannesen í gær hvort
möguleiki væri á þátttöku
hans í mótinu — en þegar mót
ið hefur verið endanlega á-
kveðig verður skýrt frá því
hér í blaðinu. Þá þakkaði Ás
geir Uppl.þjónustu Bandaríkj
anna fyrir aðstoð við að fá
þennan skáksnilling hingað.
Stórmeistari 15 ára
Þótt Bobby Fischer sé ekki
nema 17 ára er hann einn
kunnasti skákmeistari heims
— og þetta mun merkasta
skákmannsheimsókn síðan dr.
Euwe, fyrrum heimsmeist-
ari var hér á ferðinni, þótt
menn eins og Tal hafi teflt
hér síðan, en það var í sveita
keppni. Síðustu þrjú árin hef
ur Fischer verið Bandaríkja-
meistari í skák og hann hlaut
stórmeistaratitil 15 ára, fyrir
hinn ágæta árangur sinn í
svæðakeppninni í Júgóslavíu.
Fischer hefur ferðast víða
um heim, til Rússlands, Suð
ur-Ameríku, og margra Evr-
ópulanda og teflt, en þetta
er fyrsta heimsókn hans til
einhvers af Norðurlöndunum.
Hann getur aðeins dvalið hér
í hálfan mánuð, þar sem
hann teflir á fyrsta borði fyr
ir Bandaríkin á Ólympiu-
mótinu, sem hefst í Leipzig
16. október. Forráðamenn
skáksambandsins gera sér
vonir um, ag eftir að skák-
mótinu lýkur hér, muni Fisch
er ef til vill fara til Akur-
(Framhald á 15. síðu).
Gola
í dag á að vera austan gola,
hálfskýjað en úrkomulaust
að mestu samkvæmt upp-
lýsingum veðurstofunnar.
En svo bregðast krosstré
iem önnur tré.
Nei, gólfið er ekki svona vel bónað, þótt svo kunnl að virðast við fyrstu sýn, heldur er þetta vatn, og það meira
að segja Gvendarbrunnavatn. Þessi mynd var tekin í gærmorgun f kjallaranum í Hátúni 35, en þar var allt á
floti, og eins i öllum húsum frá Hátúni 29 að 47. Ástæðan fyrir þessu flóði var sú, að vatnsleiðsla mun hafa
sprungið í Suðurlandsbrautinni, og flæddi vatnið niður yfir Hátúnið. Fjögur hús urðu þó hvað verst fyrir
því, Tunga, Hátún 35 og tvö hús þar sitt hvoru megin við. Hafði vatnsborðið náð um 30 cm upp á veggi
þvottahússins í Hátúni 35, er verst var, og þar sem vatnið kom upp um klóakið að verulegu leyti, var sumt
ófagurt er þar flaut með. — Að því er Gunnar Vllhjálmsson, Hátúni 35, tjáði blaðinu í gær, er skaði að því
hve skolpleiðslur við Hátúnið eru láréttar, auk þess sem þær eru of grannar til þess að anna, ef um skyndi-
lega aukningu vatns er að ræða. Sagði hann, að þetta væri þriðja flóðið, sem þarna kemur og langversta. Hið
fyrsta var vegna rigningar, næsta vegna heitavatnsborsjns, og loks þetta. — (Ljósm.: TÍMINN KM).
Kjörstjórnin neitar að
auglýsa atkvæðagreiðslu
íhaldsblöðin Moggi og Vísir
og litla íhaldsblaðið Alþýðu-
blaðið hafa nú geri harða hríð
að „kommúnistum" i stjórn
Trésmiðafélags Reykjavíkur,
vegna „kúgunaraðgerða“. sem
þeir hafi staðið fyrir í sam-
bandi við væntanlegt kjör full-
trúa á þing Alþýðusambands
fslands. Samkvæmt þeim frá-
sögnum hafa „kommúnistar"
beitt „lýðræðissinna“ hræði-
legu ofbeldi með því að leggja
undir sig. valdsvið kjörstjórn-
ar. Virðast íhaldsmenn enga
grein gera sér fyrir því, hvert
valdsvið Iqörstjórnar er, og
þaðan af síður hverjir eru
,,kommúnistar“ og hverjir
ekki.
íhaldið hefur alltaf haft þá ár-
áttu að kalla alla kommúnista, sem
ekki eru boðair og búnir að hlýða
hverju kalli íhaldsins og pjóna því
i blindni. Að þessu sinni eru
„Kommúnistarnir“ allt óflokks-
bundnir menn nema tveir, og er
annar þeirra Framsóknarmaður en
hinn Sósíalisti. Hinir .kommúnist-
-:rnir“ eiga þá sök eina, að þeir
eru andvígír íhaldinu og þora að
síanda á móti því.
„Lýðræðissinnar" eru fð vanda
ekki feimnir að hrópa það uþp á
torgurn og gatnamótum að þeir
hafi verið beittir kúgun og hvers
kyns meinbægni. Við skulum líta
nanar á hvernig allt er í pottinn
búið:
S. 1. mánudag kallaði stjórn Tré-
srniðafélags Reykjavíkur kjör-
sljórn félags ns á sinn fund, en
iormaður hsnnar er „iýðiæðissinr
inn“ Þorvaldur Ó. Karlsson. Skýrði
sljórnin kjörstjórninni frá því, að
nú væri undirbúningi að útgáfu
kjörskrár lokið, og væri hún til-
búin til prentunar. Kjörstjórnin
var kölluð á fundinn, til þess að
hún gayti kynnt sér kjörskráina
áður en hún yrði prentuð, ef hún
vildi gera athugasemdir við hana.
Þá krafðist föi'maður kjörstjórnar
þess að fá að bera kjörskrána sam-
an við spjaldskrá félagsins, en
formaður Trésmiðafélagsins, Jón
Snorri Þorleifsson svaraði þvi til,
að Þorvaldur gæti ekki gert neina
kröfu í því efni, því stjórnin væri
eini aðili félagsins, sem aðgang
hefði að nauðsynlegum gögnum til
þess að semja kjörskrá. Þá brást
Þorvaldur reiður við, og sagði að
kjörstjórnin mundi ganga af fundi
og ekki yrði rætt meira um þetta
mál, því kjörstjórnin ætti að semja
kjörskrána.
Til þess að koma í veg fyrir að
slitnaði upp úr þessu samstarfi,
sem stjórnin stofnaði til við kjör-
stjórn með því að kynna henni
kjörskrána aður en hún var gefin
úi, var kjörstjórn gefinn kostur á
að bera kjörskrána saman við
spjaldskrá félagsins.
Síðar á þessum sama fundi
spurði formaður, hvorf kjörstjórn
hefði nokkuð við þá ákvörðun
stjórnarinnar að athuga að kjör-
fundur færi fram helgina 1.—2.
okt. — Já, formaður kjörstjórnar
hafði ýmislegl við það að athuga.
í fyrsta lagi væri það á valdi kjör-
st.iórnar einnar að ákveða, hvenær
kosið væri, og auk þess gæti hann
ekki sinnt kosningu þá vegna per-
sónulegra ástæðna, sem hann til-
gí.eindi frexar. Var honuro þá bent
á, af öðrum Kjörstjórnarmanni, að
r'nrsónulegai ástæður eins manns
' ekki að ráða íyrii 600 manna
félag. Sú fullyrðing, að kjörstjórn
ætti að ákveða kjörfund er heldur
eKki rétt, því kjörstjórn á einungis
að auglýsa fundinn. Auk þess er
tekið fram i 15. grein laga félags-
ins, að „stjórnin hefur á hendi
aHa yfirstjórn félagsmála milli
funda.“
Það er dálítið broslegt, að hér
er um að ræða sömu menn í kjör-
stjórninni og stóðu fyrir söfnun
undirskrifta um allsherjaratkvæða-
greiðslu í félaginu, en á fundi með
sijórn félagsins á þriðjudaginn
harðneituðu þeir að auglýsa at-
kvæðagreiðsluna og öllu samstarfi
við stjórn féiagsins
Þetta varð tii þess að stjórn
Trésmiðafélagsins leitaði til stjórn-
ar ASI, og sendi henni eftirfarandi
öréf:
Reykjavík, 27. sept.
Vi5 undirbúning kosninga á full-
trúum félagsins til 27. þings A.S.Í.
hefur komið í Ijós aS um allmik-
inn ágreining er að ræSa milli
kjörstjórnar og stjórnar félagsins,
meSal annars hefur kjörstjórn neit
að að auglýsa kosningu á þeim
tíma sem félagsstjórn hafði ákveð-
ið, þrátt fyrir að í 15. þr. félags-
laganna eru skýr ákvæði um að
stjórn félagsins hafi á hendi yfir-
stjórn allra félagsmála milli funda.
Af framanrituðu er sýnt, að meiri
hluti kjörstjórnar ætlar sér að fara
sínar eigin götur án samráðs við
stjórn félagsins um framkvæmd
kosninganna.
Það eru því tilmæli sfjórnar Tré-
smiðafélagsins til mlðstjórnar
A.S.Í. að hún tilnefni fulltrúa frá
Alþýðusambandinu til að fylgjast
með að fulltrúakjörið og undirbún
(Framhald á 2. síðu).