Tíminn - 19.10.1960, Síða 14

Tíminn - 19.10.1960, Síða 14
14 T f M I N N, miðvikudaginn 19. október 1960. í Alsír. En >nú fer ég fljótlega heim aftur. Hún leit upp: — Varstu að segja eitthvað', Richard? — Afsakaðu, sagði Treve- lyn. — Eg sagði bara, ag Mar ía væri matar þurfi. Hann gaf þjóni bendingu. — Hún er töfrandi, þessi frú Marsham, finnst yður það ekki? sagði frú Raoul þegar þau voru sezt við borðið. — Eg held ég hafi aldrei séð eins fallega konu. Hafið þér séð einhverja af myndum, sem hún lék í, frú Carrlng- ton? Elísabet hristi höfuðig og hugleiddi, að frú Raoul væri siðasta manneskjan, sem þyrfti að öfunda aðra konn af fegurð sinni. — Mér þykir vænt um að hafa kynnzt Maríu. Við búum rétt hjá hvor annarri sagði Elísabet, og var um leið undr andi að hún skyldi tala svona opinskátt við bláókunnnga manneskj u. — Já, John hefur minnzt það, sagði frú Raoul. — Við vissum um „Corinne" og mað urinn yðar hefur tekið á leign hús þar skammt frá er ekki svo? — Jú reglulega indælt hús. — Vinnur maður yðar í borginni, frú Carrington? Elísabet hikaði. — Já, hann hefur skrifstofu þar. — Undarlegt að ég skuii ekki hafa hitt hann, sagði frú Raoul og hristi hugsandi höf uðið. — Carrington? Svo brosti hún. — Þér verð ið að afsaka mig. Eg er svo forvitin. Eg þekki bókstaf- lega alla í borginni og þegar nýir bætast í hópinn heim- sæki ég þá strax. Þér skiljiö — það er út af stofunni minni — ég geri ráð fyrir að þér hafig heyrt um hana? — Því miður hef ég ekki haft tíma til að kynna mér nema fátt eitt, sagði Elísa- bet og reyndi að tala rólega. Hvað var nú þetta? Frú Raoul sagðist aldrei hafa hitt Davíð. Hafði Davíð ekki sagt sjálfur að hann hefði talað við hana, þegar gimsteinun- um hennar var stolið . . . ? — Þér verði® endilega að koma og heimsækja mig, sagði frúin hvetjandi og reif Elísabetu upp úr hugleiðing um sínum. — Takið eigin- mann yðar með, kannski hann vilji láta eitthvað af hendi rakna til stofnunarinn ar . . . — Hlustaðu ekki á hana, skaut hún inn í og hallaði sér yfir borðið — anars piokk ar hún Davíð inn að beini. — Og í hvaða tilgangi, sagði Elísabet brosandi. — Eg hef stofnag sjóð til að byggja sjúkrahús, sagði frú Raoul. Nætur ! lögreglan hér ekki sérlega ’ slyng. — Þér ættuð að hitta Davíð, sagði .John og brosti. — Er það eiginmaður yðar, frú Carrington? spurði fru Abdul Raoul. — Davíð . . . skaut María inn í, hann er eiginlega ekki í lögreglunni Hann er háif- gildings .... — Einkalögregluþjónn, sagði Elísabet fljótmælt. — Jæja, einkalögreglu- þjónn? sagði frúin og undar legur hreimur var í röddnini. — Þér megið ekki misskilja Algeirsborg Eftir George Alexander — Og mestan hluta fjár- ins hefur hún sjálf gefið, sagði John. Svo varð hann alvarlegur á svip; — Já, hvernig er það, nokkuð frétt um gimstein- ana? Elísabet hrökk við. Frú Raoul sagði rólega: — Tryggingarfélagið hefur greitt mér skaðann. En rann sókninni er vitanlega haldið áfram. — Og þér hafið náttúrlega gefið tryggingarféð í sjúkra- hússjóðinn? sagði Trevelyn. — Já, hvað annað. Mér þótti bara verst, að það var ekki enn meira. Eg ætlaði að selja gimsteinana í Ameríku. Þ.ar hefði ég fengig helmnigi meira fyrir þá en trvgging- arfélagið borgaði mér. Hún yppti öxlum og sneri sér að Elísabetu: — Annars eru það ekki mínir peningar, sem ég hef gefið. Það eru fjármunir eiginmanns míns heitins. Eg hef ekki snert eyri af þeim. — Þag er sannarlega göfug mannlega gert af j'ður, sagði Elísabet full aðdáunar. — Og þér hafið engan grun aðan? spurði John. — Nei, alls ekki. Mér finnst 16. ! okkur, sagði John, — hann i hefur ekkert með skilnaðar- mál og slíkt að gera. Satt bezt að segja, svo vitum við ekki, hvaða verkefni hann hefur. Davíð talar sjaldan um starf sitt. Elísabet barðist við að halda tárunum í skefjum, þeg ar hún hlustaði á vini sína. Hve þau voru trygg og trú eiginmanni hennar! — Já, hann er lítig fyrir að tala um sjálfan sig, sagði María og hló tærum hlátri. — Mér líkar vel við svoleiðis menn. — Ef hann er eiginmaður yðar, þykist ég viss um að hann sé prýðis maður, sagði frú Raoul og horfði vingjarn lega á Elísabetu. — Ef þér viljið gefa mér upp, hvar hann hefur skrifstofu, gæti vel komið til mála að ég heim sækti hann. — Og þá man ég eftir að nú situr hann líklega aleinn heima og fær ekkert að borða, hrópaði Elísabet. — Taktu með þér fáeina mola héðan, sagði John og hló. — Langar yður til að koma með okkur í hraðbátn um, frú Raoul? bætti hann við. — Hamingjan góða! Svona klædd. Nei, kærar þakkir, vinur minn. Þá vil ég heldur minn gamla góða mótorbát. Hún sneri sér brosandi að Elísabetu. — Ef ég leita mann yðar uppi, frú Carrington, væri hann kannski tilleiðan- legur að reyna að hafa upp á gimsteinunum mínum? Og kannski ég reyndi að plokka hann, eins og John segir, í leiðinni. — Eg . . . ég veit satt að segja ekki, stamaði Elísabet. — En það getur ekki skað að neitt að spyrja hann, sagði fallega ekkjan undrandi. — Já, ertu á móti því Elísa- bet? spurði John. Á móti því, hugsaði Elísa- bet bitur. Þag lágu margar ástæður fyrir þvi, að hún kærði sig ekkert um að Davíð og frú Raoul hefðu einhver skipti saman, En upphátt sagði hún: — Nei, þag er auðvitað ekkert athugavert við að spyrja hann. En ég veit að hann hefur ákaflega mikið ag gera núna. — Ja . . . við sjáum til, sagði frú Raoul, ýtt istólnum frá borðinu og stóð upp. Hún leit út um einn af stóru glugg unum á borðsalnum. — Og nú verð ég því miður að fara, ef þið viljið hafa míg afsakaða. John notaði tækifærið til ag segja: — Kannski þú vilj- ir verða frúnni samferða upp, Elísabet, þá geturðu skoðað skipið. — Já, mig langar til þess, sagði Elísabet og bætti við ertnislega: — Og María get- ur haldið áfram að borða á meðan. Hún skildi að þetta var tækifærið til ag ræða við eig inmann vinkonu sinnar. 15. kafli. John og Elísabet gengu hægum skrefum yfir þilfarið. Engin var uppi við þessa stundina. — Og nú geturðu leyst frá skjóðunni, sagði John og leit hörkulega á hana. — John . . . hefur þú heyrt nefndan mann, að nafni Andrew Soames? John horfði hugsandi á hana, kveikti sér í sígarettu og púaði. — Já, svaraði hann. — Hvenær? — Hann fórst þegar Gambiaflugvélin sprakk, sagði hann. — Hvernig veiztu það, spurði hún hraðmælt. — Þag er á allra vitorði, sagði hann. — Eg hef ekki séð neitt um það í blöðunum. Það var Davíð, sem sagði mér að Andrew Saomes, sem gekk undir nafninu Brownlee, hafi farizt með vélinni. — Nú og hvað er ag þér, sagði John ásakandi. — Trú- irðu ekki, því sem maðurinn þinn segir. — Jú, sagði Elísabet hægt, eftir nokkra umhugsun. — En segðu mér, hvernig fréttir þú ag Soames hefði farizt? — Á sama hátt og þú — Davíð sagði mér það. Og hann skýrði einnig frá því við réttarhöldin. Allir, sem voru þar viðstaddir fengu að vita það. Og ég sá það raunar í öllum helztu blöðunum líka. — Ekki sá ég það, sagði Elísabet. — En þag er kann- ske ekki að marka. — Þú ættir að lesa blöðin vandlegar, stúlka mín, sagði John og brosti. En hvers UTVARPIÐ 8.00 MO'rgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Óperettulög. 20.00 Fréttir. 20.30 „í Svartaskóla hjá Indrlða miðli“; greinaflokkur eftir Guð mund Hannesson prófessor; III. (Anna Guðmundsdóttir flytur). 21.00 Spænsk þjóðlög: Polyfón-kór- inn í Barcelona syngur. 21.10 Samfelld dagskrá frá Hollandi £ umsjá Ólafs Gunnarssonar sálfræðings. 22.00 FréttLr og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Canterville-draug urinn" eftir Oscar Wilde, í þýðingu Jóns Thórs Haralds- sonar cand. mag.; I. (Karl Guð- mundsson leikari). 22.35 „Um sumarkvöld": Earl Bailey, Povel Ramel, Les Compagnos de la Chanson, Alma, ogan, Art Tatum, Amalia Roderigu- ez, Los Panchos, Mahalia Jack- son, Danielle Darrieux, Ingi- bjöirg Þorbergs og Smárakvart- ettinn í Reykjavík skemmta. 213.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI o g FÓRN SVÍÞJÓÐS 44 liSWU HJfcW Svíþjóður hefur runnið á hljóð- ið. Hann slær Sörla til jarðar og snr sér ýað Ragnari sem horfir furðu lostinn á aðfarirnar. — Ég hef víst koimð á heppilegri stundu segir Svíþjóður og br’osir háðslega. — Og áður en þá ferð að spyrja um barnið. .... er hægt að segja þér að það er koimð á ör’uggan stað. En ég þarf að fá vitneskju um dverg- inn. — Hvaða dverg? segir Ragnar undrandi, ég hef ekki séð aðkomu- menn hér — segðu mér heldur hver þú ert. — Ég er ármað.ur og ráðgjafi Eiríkis konungs, og ég er kominn til að frelsa konung minn og son hans! Svíþjóður skýrir nú frá barns- ráninu í stórum dráttum og lofar sjóræningjahöfðingj anum ríkuleg- um launum ef þeim takist í sam- einingu að sleppa frá eynni sem stríðsmenunirnir frá Bóhúsléni hafa umkringt. Ragnar kinkar kolli: — Ég trúi þér, ókunni með- ur, en Sörli er kominn til með- vitundar og grípur frammí fyrir honum: — Látt.u hann ekki snúa á þig, Ragnar!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.