Tíminn - 25.11.1960, Page 8

Tíminn - 25.11.1960, Page 8
8 T í MIN N, föstudaginn 25. nóvember 1960. í vor og haust hefur bor- ið talsvert á lús á sitka- greni í görðum, og hefux hún sums staðar valdið nokkrum skemmdum. Lýsn ar sjúga barmálarnar, og koma þar fram gulleiitir blettir og verður nálin öll gráfjólublá er frá líður. Sitkalúsin er örsmá, græn eða blágræn að lit, og get- ur verið erfitt að sjá hana nema með stækkunargleri. Því verður hennar oft ekki vart fyrr en mikið er orðið um hana, og hefur hún þá valdið talsverðu tjóni. Sjaldnast drepur sitkalús- in tréð, en dregið getur úr vexti þess fáein ár, og eru trén ekki til mikillar prýði á meðan. Auðvelt er að drepa sitkalúsina með lyfj um, og hefur t. d. metasys- Sitkagreni í Fljótshlíð Er lús á sitkagreninu? tox reynst ágætlega. Ef tið arfar verður eins og undan farið, er sjálfsagt að úða þar sem vart hefur orðið við sitkalúsina. Ekki er sennilegt, að mikið verði um lúsina að vori, nema veturinn verði mildur. En verði hennar vart þá, verð ur að úða snemma, helzt áður en fer að sjá á trján- um. Af sitkalúsinni (Liossom aphis abietina) hafa ein- göngu fundizt kvendýr. All ar kynslóðir hennar eru vængjalausar nema ein, er fram kiemur á vorin. Vængjalausar lýs hreyfa sig lítið úr stað, en hinar geta borizt víða. Lýsnar fæða lirfur án æxiunar, (partenogenetiskt, „jómfrú fæðing"). Minnstar eru lirfurnar 0.55 — 0.80 mm. Fullvaxnar vængjalausar lýs eru 1.2 — 1.4 mm. að lengd, en hinar vængjuðu allt að 1.8 mm. Þroski lirf anna fer eftir hitastigi. Við 16°C nær lirfan fullum þroska á þremur vikum og byrjar þá að fæða lirfur. Vængjalaus si'tkalús fæð ir að meðaltali 12 lirfur hver, en vængjuð 4. og rek ur síðan hver kynslóðin aðra. Meðan ekki er mikið um lúsina heldur hún sig mest á neðra borði barrnálanna neðst og innst í krónunni, en fjölgi henni mikið fer hún um alla trjákrón- una. Framan af sumri ræðst hún eingöngu á eldri nálar. Sitkalúsin lifir af kulda og frost, en þolir hins vegar illa snöggar hitabreytingar, þegar frost og blíðviðri skiptast á. í Evrópu hefur ekki borið á sitkalúsinni nema eitt ár í senn, jafnan eftir sér staklega milda vetur. Fjölg ar henni þá ört á vorin en fækkar svo aftur á sumrin, á haustin fjölgar henni svo aftur að nýju og hún deyr svo út að mestu um vetur- inn. Þetta hefur verið skýrt þannig: Lúsin getur aukið kyn sitt þegar vetur er mild ur, og undir eins og hlýnar um vorið skapast skilyrði fyrir mikilli fjölgun henn- ar. Þá eru hinir náttúru- legu óvinir hennar enn ei vaknaðir af dvala vetrar- ins, en þegar þeim fer að fjölga fækkar lúsinni. Á haustin leggjast þær í dvala að nýju, og þá get- ur lúsinni fjölgað hindrun arlaust. Sé veðurfarið þá hagstætt lúsinni, getur fjölgunin orðið afar mikil, en svo fer það eftir veður- 'fari vetrarins hvemig henni reiðir af. (Frá Skógræktarfél. íslands). | — AÐVESTAN — í Patreksfirði, 14. nóv. Síðastliðinn laugardag minnt- ist Kvenfélagið Sif a Patreksfirði, 4i ára afmælis síns með myndar- legu og tjölmennu samkvæmi í spmkomuhúsinu Skjaldborg á Pat- reksfirði. Hófið sóttu um 120 manns, kvenfélagskor ur og gestir þeirra. Formaður télagsins frú Ilelga Guðmundsdóttir, bauð gesti veikomna, setti samkvæmið og st.iórnaði því. Flutt) síðan ávarp og rakti sögu félagsins frá upp- hr.fi. starfsemi. Meðai annars sauma- námskeiðum fyrir húsmæður Meðan setið var undir borðum í samkvæ.n.nu, fóru fram ýmis konar skemmtiatriði, sem féiags- konur önnaðust Ellefu kvenna kór annaðist söng undir stjorn Jóns Björnssonar, kirkjuorgamsta. Sýndrr voru þjóð- dansar undir stjórn Magnúsar Gunnlaugssonar, kennara. Frú Þór- ey Aðalsteinsdóttir las upp. í sam kvæminu voru fluttar margar ræð- ur. Jónas Árnason fyrrverandi Kvenfélagið Sif á Pátreksfirði 45 ára Félagið er stofnað 24. október 1515. Það hefur alltgí starfað með miklum blóma cg ávallt beitt sér fyrir ýmsum framfara-. líknar- og menningarmálum. Um 20 ára skeið hafði það árlega jóiaskemmtanir fyrir börn, og um nokkur ár hafði það á hendi handavinnukennslu fyrir telpur. en félagskonur önn- uðust kennsluna. Það hefur alltaf sýnt kirkjunni sérstaka ræktar- semi og látið málefni hennar til sín taka. Árið 1932 gaf það vand- •aða steinsteypta girðingu um- hverfis kirkjugarðinn og hefur æ siöan haldið þeirri girðingu við og árlega þrifið og prýtt kirkju- garðinn. Fyrir tveimur árum gaf það mósaík myndskreytingu á prédikunarstól kirkjunnar og 10 þúsund krónur gaf féiagið til kaupa á pípuorgeli fyrir kirkjuna Einn- íg hefur félagið gefið kirkjunni kyrtla á fermingarbörn. Þá befur félagið síðari árin gefið sjúkra- húsinu á Patreksfirði stórgjafir. Þ.ið var aðaihvetjandi þess, að haf- iii var söfnun í héraðinu til kaupa á fullkomnum röntgentækjum fyrir sjúkrahúsið, og gaf til þeirra 50 þúsund krónur. Þá hefur fé- iagið gefið íampa við hvert sjúkra nim í sjúkrahúsinu og nú síðast í tilefni þessa afmælis, 20 vand- aða stóla á sjúkrastofurnar. Auk þessa hefur félagið haldið uppi margs konar félags- og skemmti- skólastjóri flutti félaginu árnaðar- óskir og færði því sérstakar þakkir íyrir það, sem félagið hefir gert fyrir börnin. Ari Kristinsson, sýslu maður færði félaginu sérstakar þakkir frá sýsluneind Vestur- Barðastrandarsýslu, fyrir miklar og stórhöfðinglegai gjafir til sjúkrahússins á Patreksfirði. Séra Tómas Guðmundsson sóknarprest- ui flutti innilegustu þakkir fyrir þann hlýhug og sérstakan velvilja, sem félagið hefir ætíð sýnt kirkj- unni og málefnum hennar. í samkvæminu voru tvær konur gerðar að heiðurstélögum, frú Sigríður A. Þórarinsdóttir og frú Ingibjörg Guðmundsdóttir. En báðar þessar konur •• oru stofnend ur félagsins og hafa lengst af verið í stjórn þess og nú síðari ítrin í varastjórn þess. Þeim voru afhent heiðursskjöl. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu fröken Sigríður Sigurðardóttir, for maður, fröken Sigríður Einars- dóttir frá Munaðarnesi, ritari og frú Þóra J. Bjórnsson, gjaldkeri. Núverandi stjórn félagsins skipa frú Helga Guðmuaidsdóttir, for- maður, frú Sigríður O. Hansen rilari og frú Brynhildur Garðars- dóttir, gjaldkeri. Samkvæmið fór mjög vel fram og allar veitingar voru með mikl- um myndarbrag. Fréttaritari. W.V.V.V.VAV.V.VW.V.V, iV.V.V.V ,*.wwv.v -,-,-V.V.V. I■■■■■■■■■■■■■■■■■ '."..V.V.V.V.V.V.V.V I ■ ■ ■ ■ I ,vv ..■■■■ ... Skc' 'ræktin virðist hafa eignaztj folald, svo lygilegt sem það er. Og þetta virðist vera lygið folald, og ekki fara nema villigötur. Nú upp- hefur það sína raust í Morgunblað- nu og hneggjar um fjárrækt á villi- götum. Féð er alltaf að verða rýr- ara og rýrara, segir folaldið, af því að það langar til þess, eins og skóg- ræktina að ljúga öllu, sem það get- ur á sauðfé. En svo breytt sé um tón og tal í þessu efni, þá má segja það, að erfitt er að taka alvarlega því líka ritsmíð og hér er um að ræða og höfundinn er bezt að nefna ekki, frekar’ en þá, sem náðu í tóbakið í Akraborgarhúsunum. Hér er byrjað á einfeldnislegum bolialeggingum um vænleika fjár- ins á þessu góða ári. Höfundurinn fær ekki aðrar fréttir frá bændum um vænleika fjárins, en hann sé sæmilegur, í meðallagi og þar fram eftir götunum. Enginn segir að hann sé ágætur, og þetta virðist höfundurinn hafa fyr’ir vísindaleg- ar niðurstöður um vænleika fjárins. Á slíkum forsendum eru vísindin sauðamálinu byggð — botnlaus kjaftháttur út í loftið. Þetta er náttúrlega meinlaus, og þó ekki meinlaus barnaskapur, því mörgu illu hefur rógurinn á fætur komið, ejida herðir höfundurinn á náragjörðinni og segir: „Staðreynd er það, að undanfarin ár hefur meðalþungi dilka víðast farið lækk Orðið er frjálsf: Skógrækt Benedikt Gíslason frá Hofteigi: og sauðfé andi, en ýmsu er kennt um, tíðar- fari, vetrarhirðingu eða þrengslum í haga. Sennilega getur tíðarfarið haft einhver áhrif frá ári til árs, en naumast dugir það til að skýra hinn árlega rýrnandi fallþunga, o. s.frv.“ Skyldi greinarhöfundi geta verið sjálfrátt? Opinberar skýrslur eru til um fallþunga fjárins í land- inu, sundurgreindar milli dilka, geldfjár og annars fjár, sem faigað er í sláturhúsum bænda hringinn í kringum allt land, og birtar árlega í Árbók landbúnaðarins, með fleiri ára samanburði. í Árbók land búnaðarins árið 1959 stendur eftir- farandi skýrsla um meðalvigt dilka í landinu í tólf ár, frá og með 1947: 1947 dilkar 14.07 kg. 1948 — 14.58 — 1949 — 13.46 — 1950 — 14.41 — 1951 — 14.06 — 1952 — 14.59 — 1953 — 14.91 — 1954 — 14.10 — * 1955 — 14.16 — 1956 — 14.85 — 1957 — 15.04 — 1958 — 14.12 — Hér eru hinar vísindalegu niður- stöður um vænleika fjárins, sem vísindamaðurinn kærir sig ekki um að nota, og sést á því að ríkari hefur róghneigðin orðið höfundi en vísindamennskan. Sýna þessar tölur ekki undravert litlar sveifl- ur á vænleika fjárins frá ári til árs? Og sakar ekki að geta þess, að árið 1917, er framleiðsla dilkakjöts í landinu 4,330 þús. kr. en 1958, 9.124 þús. kg. Margar athuganir um fjárhaldið í landinu má gera í sambandi við þessar tölur, en þær ber að gera, þar sem alvarlegar er unnið að málinu, en hýða strák. Hér má aðeins spyrja: Er ekki mál til komið að bændur sæki þá menn til ábyrgðar, sem fara með vísvitandi fals og lygi um atvinnu- veg þeirra? Þekkist það nokkurs staðar' í siðuðu landi, að opinber málgögn fari með rakalausa lygi um atvinnuvegi þjóðarinnar? Eru íslenzkir bændur svo skaplausir eða sinnulausir um atvinnuveg sinn, að idíótar' geti haft það fyrir sport að niða hann? Aumast er þó, að til skuli vera opinber málgögn í landinu, sem virðast flytja með fögnuði þennan óþverra og ríkisfé notað í heilar statiónir, til að stunda atvinnu við í landinu. En svo kemur að því, sem að mér snýr, fyrir tvö lítil útvarpserindi um búskap í landinu. Höfundinum fer þó eins og þeim í Akraborgar- húsinu, að dyljast fullkomlega af því, sem hann er hér að vinna. Hann ber sinn auð út í myrkrinu eins og slíkum kempum er títt, en hér kemur tóbakið: „Á móti þessu og sérstaklega þessari síðustu skýringu (skýringu, þegar búið er að ljúga forsendun- um!) mæla svo einstaka „snilling- ar“, sem enn trúa á höfðatöluiegl- una og lýsa því jafnvel yfir að á ís- landi sé engin ofbeit, hafi aldrei verið og geti víst aldrei orðið. En sannleikurinn er sá, að slíka menn hefur dagað uppi í hirðingjahugs- unarhætti fýrri alda. Samkvæmt svona „fræðimönnum" mundi lausn vandans vera fóigin í því: að hafa bara meira fé, því að féð mundi alltaf skilja eftir sig ein- hver merki, ef ekki moldarbörð og deyjandi gróður, þá eina, kannske tvær eða þrjár pínulitlar klessur, sem kannske gætu orðið að nær- ingu fyrir fáein grasstrá, sem svo næsta kind á eftir gæti étið, og þannig á það víst að geta gengið koll af kolli unz komin væri heil hjörð af „fallegum og feitum“ kindum, gangandi í halarófu og ét- andi stráin, sem næsta kind á und- an var búin að bera á“. Hefur nokkur maður á íslandi nokkurn tíma hugsað og látið út úr sér aðra eins endileysu! Og þetta er allt byggt á vísindunum, sem hann er búinn að ljúga forsendunum fyrir. Það er sjálfsagt gaman og kannske gagnlegt að geta orðið svona heimskur, þegar á þarf að halda — svona fróður þegar andinn kemur yfir mann. Sauðkindin skítur einu sinni, tvisvar eða þrisvar á ári, pínulitlum klessum! Og nærir fá- ein grasstr’á!! Og svo kemur hver kindin á eftir annari og étur þessi grasstrá, koll af kolli í halarófu!!! Það virðist vera að bændur þyrftu að koma sér upp fjölleikahúsi, þar semi þeir gætu skemmt sér við að horfa á apa. Af svona manni má hafa mikla skemmtun í sveit. í hinum elztu búreikningum bænda, og jafnan síðan, var áburð- urinn undan húsdýrunum metinn til peninga. Þessi skemmtikraftui virðist enga hugmynd hafa um á- burð, en til skamms tíma í sögunn: í þessu landi, hefur ekki verið urr annan áburð að r'æða en húsdýra- áburð, enda skeit þá búfénaðui oftar en þrisvar mest á ári . Á hús- Bramhald á 13 síðu. .

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.