Tíminn - 14.12.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1960, Blaðsíða 2
2 T f MIN N, miðvikudaginn. 14. desernber,1960. Belgískt mál fyrir dómstóli ýr bátur til landsins Robert McNam- ara landvarna- ráðherra Kennedys Washington—NTB, 13. des. — John Kennedy útnefndi í dag McNamara í emhætti land- varnaráðherra í stjórn sinni. McNamara er 44 ára að aldri, írskur að ætt eins og Kennedy sjálfur. Hann hefur nú um skeið verið einn af forsetum Ford-stofnunarinn- ar og var sá fyrsti utan ætt- arinnar, sem tók þar við slíkri ábyrgðarstöðu. Hann var liðs- foringi í flughernum á stríðs árunum, en að stríðinu loknu hóf hann starf hjá Fordstofn uninni hjá áætlana- og stað- töludeild hennar. McNamara hefur ekki tekið virkan þátt í stjórnmálum í Bandárikjun- um. Vextir lækki (FYamh aí 1 síðu). vaxtaokrinu hefur nú iegið í salti í netnd frá þingbyrjun og stjórnarliðið ekki fengizt til að hreyfa því þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Framsóknar- flokksins. Skoraði Eysteinn á ríkisstjórnina að sýna nú manndóm og byrja á byrjun- inni við að leysa framleiðsluna úr helfjötrum viðreisnarinn- ar. Nánar er sagt frá umræð- unum á þingsíðu blaðsins, bls. 7. Laos á barmi uppreisnar (Framhald af 1. síðu). mönnum Nosavans að gera árás á höfuðborgina, en hann sakar þá um að standa á bak við Nosavan og menn hans. Auknir vopnaflutningar Síðustu fregnir herma, að Rúss- a>- hafi enn aukið vopnaflutninga sina í lofti til Laos í dag, m.a. fiutt mikið af léttum vélbyssum fyrir hermenn stjórnarinnar Sam- timis því berast þær fregnir, að htrlið Nosavans sé þegar komið inn í höfuðborgina Vientiane og hafi þegar tekið mikinn hluta hennar. Erfitt sé þó að átta sig á vígstöðunni því báðir aðilar beri sömu einkennisbúninga, eini mun- urinn sé sá, að hermenn Nosa- vans beri svört bindi um hand- legginn, en hermenn Pathet Lao rauð. Rödd frá Moskvu Moskva-útvarpið skýrði frá því i kvöld, að leiðtogar Pathet Lao, en þeir eru taldir hlynntir komm- únisitum, hafi í kvöld gefið út skip vn til allra sinna manna um að befja allsherjar skæruhernað um r.llt lamd gegn „heimsvaldasinn- um Bandaríkjanna og Thailands, sem nú reyni að hrifsa voldin í landinu.“ Fastafulltrúar SEATO — Suð- austur-Asíubandalagsins — mættu í dag til skyndifundar í Bangkok tii að ræða ástandið í Laos Aðal- íramkvæmdastjóri bandalagsins Pote Sarasin sagði í Bangkok í clag, að íhlutun Rússa í Laus með síðustu vopnasendingunum myndi chjákvæmilega verða til þess að auka á ringulreiðina í landinu og lengja það stríð er hafið væri í lsndinu. Talsmaður franska utanríkisráðu neytisins sagði í París í dag, að ráðherrar Vesturveldanna myndu sennilega koma saman um helg- ina til að ræða ástandið í Laos. Mannrétlindadómstóll Evr- ópu tók til starfa fyrir nokkru, eins og áSur hefur verið skýrt frá. Fyrst var tekið fyrir mál írans Lawless. Er flutningi þess enn ekki lokið, en dóm- stóllinn hefur fyrir nokkru hafnað þeim röksemdum ír- lands, sem vörðuðu formhlið málsins. Nú hefur öðru tnáli verið skotið til dómstólsins. Er það mál varð- andi belgiskan togara, de Becker' að nafni, sem sakfelldur var fyrir samvinnu við óvinaríki á stríðsár- unum. De Becker var m. a. dæmdur fyrir brot á ákvæðum í belgiskum hegningar'lögum um menn, sem eru með dómi sviptir frelsi í 5 ár eða lengur vegna brots gegn ytra öryggi rikisins á styrjaldartímum. Á fundi bankaráðs Búnað- arbankans fyrir helgina var samþykkt að ráða Magnús Jónsson, alþm. frá Mel sem bankastjóra frá næstu ára- mótum. Magnús Jónsson lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1940. Settist hann síðan í lög- fræðideild háskólans og lauk það- an prófi 1946. Tók hann síðan við ritstjórn blaðsins íslendings á Ak- ureyri, og gegndi því starfi til ár's- ins 1948 er hann gerðist fulltrúi í fjármálaráðuneytinu. 1953 varð hann framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og hefur verið það síðan. Magnús tók sæti á Alþingi 1951, sem varamaður Stefáns Stef- ánssonar frá Fagraskógi, en var Skipbrotsmenn (Framhald af 1. síðu). komst fólk og fénaður þar í land en báturinn sökk. Mun klukkan hafa verið um 4,30 er þetta gerðist. Var nú ekki nema eitt ráð fyrir hendi til þess að freista að láta menn vita í landi í hvert óefni var komið og það var að kynda neyðarbál. Vildi svo vel til, að nóg rakatimbur var í eyjunni og benzínbrúsi við hendina, svo auðgert var að tendra bál ið. Björgun gekk greiðlega Heimamenn á Korp’V.fsstöð um komu brátt auga á neyð arbálið 08 höfðu þá þegar sam band við Slysavarnarfélagið, sem sendi Gísla J. Johnsen á vettvang. Tókst björgunin vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður veðurs vegna og komu skip- brotsmenn heim kl. 2,30 um nóttina. Varð þeim ekki meint af volkinu þótt kaldsamt væri nokkuð að bíða holdvotir klukkutímum saman úti í Þerney, en bálið bætti, einnig þar, nokkuð úr. Báturinn hefur enn ekki sézt. Slí-kir menn eru ævilangt sviptir m. a.: — r'étfi til hvers konar starfa við blöð eða afskipta af ann- arri útgáfustarfsemi; — rétti til afskipta af menning- arlegum sýnmgum, íþrótta- sýningum eða skemmtistarf- semi; — rétti til afskipta af leikhús-, kvikmynda- eða útvarps- rekstri. De Beeker telur þessi ákvæðr brot á 10. gr’. Mannréttindasátt'mála Evrópu, sem fjallar um skoðana- ogtjáningarfrelsi. íslenzki dómarinn í mannrétt- indadómstólnum, Einar Arnalds, mun ekki taka þátt í meðferð máls þessa, en 8 af 15 dómendum fjalla um hvert mál. (Fréttatilkynning frá upplýs- iingadeild Evr'ópuráðsins 13.12. 1969.) kjörinn apnar þingmaður Eyfirð- inga 1953 og hefur setið á Alþingi síðan. Hann hefur átt sæti í fjár- veitinganefnd og verið formaður nefndarinnar sl. tvö ár. Tvær barnabækur Frá Bókaútgáfunnr Björk eru nú komnar út tvær barnabækur, Snati og Snotra og Börnin hans Bamba. Snati og Snotra er ein af vinsæl- ustu barnabókum Steingríms Ara- sonar, en hún hefur nú um langt skeið verið uppseld og ófáanleg. Þessi nýja útgáfa bókarinnar er með teikningum eftir Tryggva Magnússon. Börnin hans Bamba er fr’amhald bókarinnar Bambi, en báðar þess- ar barnabækur eru gerðar af Walt Disney og hafa hlotið miklar vin- sældir. Eru þær um Bamba, hjart- arkonunginn í skóginum, og fjöl- skyldu hans. Segir þar frá æfintýr- um dýranna og baráttu þeirra við manninn. Félag bóka- og skjalavarða Sunnudaginn 4. des. komu rokkrir bóka- og skjalaverðir úr Reykjavík og nágrenni saman í Bókasafni Hafnarfjarðar til að ganga frá stofnun félagsskapar þeirra manna, sem hafa á hendi bókavörzlu í bóka- og skjalasöfn- nm, sem eru kostuð af almannafé. Var félagið stofnað með um þrjátíu félagsmönnum og stjórn kosin: Formaður var kjörin Her- borg Gestsdótíir, varaformaður Anna Guðmundsdóttir, ritari, Har- aidur Sigurðsson, féhirðir Ólafur Hjartar og meðstjórnandi Hilmar Jónsson. í varastjórn voru kosin Hulda Sigfúsdóttir og Páll Jóns- son. Endurskoðendur: Bjarni Vil- hjálmsson og Björn Sigfússon. Hádegisklúbburinn á venjulequm sfað og tíma í dag, stundvíslega kl. 12 Skömmu eftir miðnætti s.l. laugardag kom til Sandgerðis nýr 120 rúmlesta stálbátur. Eigandi hans er Guðmundur Jónsson, útgerðarmaður á Rafnkelsstcðum. Nafn báts- ins er Jón Garðar. Ber hann nafn sonar Guðmundar, hins kunna og fengsæla skipstjóra og aflamanns, er fórst í. jan- úar s.l. með áhöfn sinni á v.b. Rafnkeli. Báturinn er smíðaður hjá skipa- smíðastöð í Hollandi. Er hann bú- ir.n 8 strokka 500 hestafla Krom- c-nt aðalvél, sem einnig er fram- leidd í Hollandi, og 110 volta raf- ai, sem knúinn er 50 ha aflvél fiá sömu framleiðendum. I bátn- um eru fullkomin siglingatæki, m.a. Decca-radar og tveir Simrad- clvptarmælar. Jafnframt verður sett í bátinn á næstunni japönsk miðunarstöð af fullkomnustu gerð. Vannst ekki tími til að setja hana í bátinn í Hollandi, þar sem af- bendingu bátsins hefði nokkuð seinkað við það. í fiskverðssamningum er gerðir voru í ársbyrjun 1959, var ákvæði um, að skipuð yrði 6—10 manna nefnd af samn- ingsaðilum til þess að reyna að ná samkomulagi um báta- kjarasamninga, þannig að gerður yrði einn samningur fyrir landið allt, en eins og kunnugt er, hafa samningar verið nær því jafnmargir og útgerðarstaðir, og þá einnig mjög mismunandi. Hin sameiginlega nefnd hefur r.ú lokið störfum og var undirritað 7 des. s.l. samkomulag það er hér fer á eftir: „Sameiginleg nefnd s'jómanna- samtakanna innan A.S.Í. og Lands sambands ísl. útvegsmanna. sem skipuð var samkvæmt ákvörðun 7 gr. fiskverðssamnings dags. 3. janúar 1959, hefur í störfum sín- um komizt að eftirfarandi niður- stöðum: Við athugun á ýmsum gögnum, som nefndin hefur viðað að sér, svo sem kjanasamningum vel- flestra félaga, skiptareikningum báta fyrir vetrarvertíð 1960 úr verstöðvum sem hér segir: Vestmannaeyjum, Grindavik, Keflavík, Reykjavík, Hafnarfirði, | Grafarnesi, Patreksfirði, ísafirði, Akranesi, Neskaupstað, Fáskrúðs- f.rði og Hornafirði, hefur nefndin komizt að raun um, aö þrátt fyrir mjög mismunandi aðferðir við að finna út ‘kaup sjómanna, starf- andi á vélbátum á vetrarvertíð, að litlu munar í útkomu heildartekna miðað við hlutfallstölu hvers manns, hvort heldur sem miðað er við skiptaverðmæti eða heildar- verðmæti (brúttósöluverð) af afla. Telur nefndin bví, með hl'ðsjón ai þessum gögnum, sem liggja hjá sjómannasamtökunum innan A.S.Í. Skipstjóri á bátnum á heimsigl- ingu var Eggeit Gíslason, hinn kunni skipstjóri og aflamaður á 'víði II, og stýrimaður var Jó- hann Gunnar Jónsson, Hafnarfirði. 1. vélstjóri var Ásmann Guðmunds son, Ólafsfirði. Skipstjóri á Jóni Garðari verður Sigurður Bjarna- son, Sandgerði. Siglingin heim til Sandgerðis tók 5 sólarhringa. Ganghraðinn var 10—11 sjómílur að meðaltali, þrátt fyrir vont sjóveður, oftast um 8 vindstig, og allmikinn sjó. Skipverjar telja skipið hafa reynzt njjög vel og segja það muni vera eitt hið bezta þeirra fiskiskipa, sem íslendingar hafa eignazt að undanförnu. Er það og óvenjulega traustbyggt. Margt manna úr Sandgerði og annars staðar að skoðuðu skipið í Sandgerði í fyrradag. Luku allir upp einum munni um, að það væri hið vandaðasta. Guðmundur Jónsson tjáði blað- inu, að ákveðið væri að Jón Garð- ar hæfi síldveiðar með hringnót næstu daga. og Landssambandi ísl. útvegs- reanna, að ekki sé ástæða til að vera' með hina mörgu mismun- andi samninga í hinum ýmsu ver- stöðvum, og leggur til að stefnt verði að því í komandi kjarasamn- irgum, að gerður verði aðeins einn bátakjarasamningur, sem gildi fyrir landið allt.“ Að loknu starfi nefndarinnar hélt nefndarhluti sjómannasam- takanna fundi og vann að því að gera drög að frumvarpi að heild- arsamningi, sem gerður verði í því formi, að sjómenn hafi ákveð- inn hundraðshluta af heildarafla- verði, frítt fæði, ákveðna þóknun mánaðarlega vegna sjófataslits og mánaðarlega hlutatryggingu Er með þessu stefnt að því, að horfið sé frá, að sjómenn taki þátt í útgerðarkostnaði skips, og að sjómönnum sé reiknað sama verð fyrir hluti sína og útgerðarmenn fa á hverjum tíma. Samningsfrumvarp þetta hefur r,ú verið sent öllum samningsað- údarfélögum innan Alþýðusam- bandsins, til athugunar og um- Scgnar, og leggur nefndin áherzlu á að svör félaganna beris það fljótt, að samningaviðræður við L.f.Ú. geti hafizt, ekk isíðar en 16.—18. þ.m. Ákveðið er, að af hálfu sjó- mannasamtakanna verði 10 r, anna nefnd, er fari með samn- i.igsviðræður og verði nefndin skip i <) sem hér segir: Einn fulltrúi frá Alþýðusam- bandi íslands, þrír fyrir sjómanna samband íslands, einn fyrir Breiða fiarðarfélögin, einn fyrir Aiþýðu- samband Vestfjarða, einn fyrir Alþýðusamband Norðurlands, einn fyrir Alþýðusamband Austurlands og tveir fyrir félögin í Vestmanna eyjum. (Frá sjómannasamtökunum inn- an. A.S.Í. — stytt.) Nýr bankastjóri við Búnaðarbanka íslands Samningar sjómanna gildi um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.