Tíminn - 14.12.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvikudaginn 14. desember 1960.
ING
FRETTIIRI
Ríkistjórnin er eins og fluga í flöskn út af
öngþveitinu, sem af „viðreisninni" hefur leitt
Frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um að láta 2t4% útflutn-
ingsgjaldið renna upp í
greiðslu á vá-
tryggingarið-
gjöldum útvegs
ins fyrir 1960
var til fyrstu
umræöu í neðri
deild í gær. —
Emil Jónsson
sjávarútvegs-
málaráðherra
fylgdi frumvarpinu úr hlaði
með nokkrum orðum. Sagði
ráðherrann að svo mjög syrfi
nú að útgerðinni, að ekki væri
komizt hjá að fella niður út-
flutningsgjaldið frá og með
1. jan. n.k. á þær vörur, sem
framleiddar væru á þessu ári,
en þar sem eftirstöðvar út-
flutningssjóðs myndu hrökkva
skammt til þess að greiða öll
vátrygingargjöldin, hefði ver
ið horfið að því ráði að inn-
heimta gjaldið áfram af þeim
sjávarafurðum, sem framleidd
ar væru á þessu ári, þótt þær
væru ekki útfluttar fyrr en á
þvi næsta.
Eysteinn Jónsson kvaddi sér
hljóðs. Sagði hann meðal
annars, að er
ríkisstj. hefði
beitt sér fyrir
setningu efna-
hagslaganna,
hefði hún sagzt
miða það fyrst
og fremst við
það að tryggja
útflutningsat-
vinnuvegunum heilbrigðan
rekstursgrundvöll, þannig að
ekki yrði þörf á að grípa til
uppbóta eða styrkja í nokk-
urri mynd á ný.
Flóttinn hófst strax
Jafnframt var ætlunin að
legeja á 5% útflutningsgjald,
sem renna átti í halla á út-
flutningssjóði. Sagði ríkisstj.
að útflutningsatvinnuvegun-
um væri ætlaður svo rúmur
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að útflutningsgjaldið renni upp
í greiðslu á vátryggingariðgjöldum bátaútvegsins til 1. umræðu.
Viðaukasölu-
skatturinn
Fjörugar umræður voru við
2. umr. um viðaukasöUiskatt-
inn í efri deild í gær. Til máls
tóku Ólafur Björnsson, Ás-
geir Bjarnason, Karl Krist-
jánsson, Jón Þorsteinsson,
Ólafur Jóhannesson og Gunn
ar Thoroddsen. Var deilt hart
á stjórnina fyrir framleng-
ingu skattsins og var fátt um
varnir. — 2. umr. lauk í gær
og voru greinar frumvarps-
ins samþykktar með 10 atkv.
gegn 9, að viðhöfðu nafna-
kalli og frv. vísað til 3. umr.
kostur að hann myndi auðveld
lega geta tekið á sig þetta
gjald í 2 ár. Reyndar kom fljót
lega í ljós að ríkisstjórnin
varð að draga í land með áætl
anir sínar í þessum efnum, því
að hún var svo til strax að
lækka útflutningsgj aldið um
helming.
Kallar yfir sig enn
þyngri álögur
Það blasir nú ljóslega við
hverjar efndir hafa orðið á
því loforði ríkisstjórnarinnar
að koma framleiðsluatvinnu-
vegunum á heilbrigðan
grundvöll. Allir atvinnuveg
ir landsmanna eru þegar lam
aðir og höfuð útflutnings-
atvinnuvegurinn hefur dreg
izt veru'e^a saman. Það hef
ur haft í för með sér minnk
andi gjaldeyris- og þjóðar-
tekjur og rýrnandi lífskjör al
mennings. Þessi þróun hefur
svo orðið til þess að ekki hef
ur verið unnt að Iétta álög
um á almenning, þótt því
hafi verið staðfastlega lofað,
heldur kallað á enn þyngri
álögur.
Stjórnarandstæðingar eru
ekki einir um þá skoðun að
„viðreianln" hnfi algjörlega
misheppnast. Stuðningsmenn
stjórnarinnar taka undir
það, og segja að efnahags-
ráðstafanirnar hafi leitt til
lömunar þjóðarlíkamans. —
Atvinnuvegir landsmanna eru
komnir í þrot eftir nokkurra
mánaða rekstur við hið nýja
kerfi.
„Aflaleysi“?
Þetta nýja kerfi átti að vera
sjálfvirkt og laga sig eftir öll
um áföllum. Svo vel var talið
fyrir útgerðinni séð að hún
var talinn full fær um að
standa undir 5% útflutninss
gjaldi í tvö ár, en þrátt fyrir
það að gjaldið var strax af-
numið að hálfu, hrökk það
skammt til að bjarga útgerð-
inni. Vaxtaokrið, lánasam-
drátturinn, verðhækkanirnar
og hinar geysilegu nýju álög
ur, sáu fyrir því.
Að vísu er borið við afla-
leysi. Afli bátanna hefur ver
ið svipaður og heldur betri
þó en í fyrra. Síldarvertíðin
var svipuð og hún hefur ver
ið undanfarin ár, að undan-
skildu árinu 1959. Það er rétt
að afli togaranna hefur verið
rýr. En það er fyrst og
fremst efnahagslöggjöf ríkis
stjórnarinnar, sem að verki
er. Afleiðingar „viðreisnar-
innar“ hlutu að|verða strand
framleiw"’uunar.
Eins og fluga í flösku
Ríkisstjórninni er nú að
verða þetta ljóst og hún er
eins og fluga í flösku, flögrar
um og reynir að klóra sig á-
fram án þess að alltof mikið
beri á þeirri staðreynd að hið
nýja efnahagskerfi fái hvergi
staðizt.
Ýmislegt kák er á döfinni
og hefur verið í framkvæmd.
Ráðstafanir hafa verið gerð
ar gegnum bankanna til að
bjarga ýmsum framleiðslu-
fyrirtækjum frá algjörri stöðv
un, í bili. Sagðist Eysteinn
vilja beina þeirri fyrirspurn
tl ráðherra, hverjar ráðstaf-
anir væri verið að sera, eða
ríkisstjórnin hyggist gera.
Svo virtist sem talsvert víð-
tækar ráðstafanir væru í und
irbúningi varðandi lánastarf
semi til útvegsins með hag-
kvæmum lánskjörum til langs
tíma.
Þrotabúsyfirlýsing
í þessu frunivarpi felst
þrotabúsyfirlýsing frá ríkis-
stjórninni, því samkv. efna-
hagsmálafrumv. áttu litflutn
ingsgjöldin að ganga til
greiðslu á halla útflutnings
sjóðs 09 síðan falla niður.
Þrotabúsyfirlýsingin felst í
því, að hún telur ekki ann-
að fært en grípa til upp-
bóta, sem hún þó var búin
að fordæma, til að forða
stöðvun útvegsins. Ef allt
hefði verið með felldu þá
hefði þessa ekki verið nokk
ur nauðsyn, en sjávarútveg-
urinn er lamaður af þeim
höggum, sem efnahaesað-
gerðirnar hafa greitt hon-
um.
Að óbreyttri efnahagsstefnu
er ekki nokkur von til þess
að framleiðsluatvinnuvegir
landsmanna geti staðizt þessi
áföll til lengdar. Enn reynir
ríkisstjórnin að dragnast á-
fram á sömu braut. enda þótt
það sé þegar orðið hverju
mannsbarni í landinu ljóst,
að stefnt er út í hyldýpið.
Hvernig stóð
útflutningssjóður?
En hver er hagur útflutn-
ingssjóðs, sem nú á að taka
á sig greiðslurnar á vátrygg
ingargjöldunum? Upphaflega
var efnt til 120 milljón króna
álagana og þjóðinni sagt að
þær skyldu renna upp í halla
á útflutningssjóði. Var það
kannski bara tilbúin saga til
að reyna að sætta þjóðina við
hinar geysilögu álösur? Fi’am
sóknarmenn bentu strax á
það er efnahagslögin voru
sett. 5% útflutningsgjaldið
myndi ríkisstjórnin ætla að
nota til að geta gripið til upp
bóta í einhverri mynd að
nýju. Sú hefur raunin orðið
á. Ríkisstjórnin hyggst nota
gjaldið til uppbóta meðan
hún er að venjast ósigrinum,
meðan hún er enn feimin við
að viðurkenna að viðreisnin
hafi farið út um þúfur.
Ríkisstjórnin segist nú engu
hafa lofað um það, að greiða
vátryggingariðgjöld útvegs-
ins. Það er meir en lítið út-
breiddur misskilningur með-
al þeirra útvegsmanna, sem
sátu aðalfund L.Í.Ú., að rík-
isstjórnin hafi lofað því.
Vextir lækki strax
Framsóknarmenn lögðu fram
í þingbyrjun frumvarp um að
fyrsta skrefið til að bæta úr
því böli, sem efnahagsráð-
staf anir ríkisstj órnarinnar
hafa valdið, verði þegar stig
ið. Það er að lækka vexti í
sama horf og þeir voru og
hætta að frysta sparifé og
lina meö því lánsfjárkrepp-
una. Vaxtaokrið og lánsfjár-
samdrátturinn hefur orðið
einna þyngstur í skauti fram
leiðslunnar að öllu öðru ó
gleýmdu. Þessu frumvarpi
Framsóknarmanna hefur ekki
verið hreyft í þeirri nefnd
sem því var vísað til, þrátt
fyrir ítrekuð tilmæli fulltrúa
Framsóknarflokksins í nefnd
inni. Sagðist Eysteinn nú
skora á rikisstjórnina, að
hafa í sér manndóm til að
byrja á byrjuninni og lækka
þegar í staö vextina. Það hlýt
ur að verða fyrsta raunhæfa
skrefið og mun greiða mjög
úr til að komast út úr því
öngþveiti, sem stofnað hefur
verið til.
Forsendur „viðreisnarinnar“
falsaðar?
Lúðvik Jósepsson kvaddi sér
næstur hljóðs. Rakti hann
all glögglega hag útflutnings
sjóðs, eins og hann hefur ver
ið sagður vera af ríkisstjórn-
inni. Er efnahagslögin voru
sett var sagt að skuldahali
útflutningssjóðs myndi nema
270 milljónum, en beinn halli
sjóðsins myndi nema nokkuð
á annað hundrað milljónum
þegar allt væri komið inn, sem
inn í hann átti að fara. Fyrst
var lagt til að leggja á 5%
útflutningsgjald, sem talið
var að næmi 120 milljónum
króna á ári. Það var þó lækk
að niður í 2V2% eða 60 millj.,
fljótlega. Nú er upplýst að út
flutningssjóður muni eiga um
88 milljónir kr., en áður en
viðreisnin tók gildi var búið
að greiða 30 mllj. kr. út úr
honum tl togaranna. Samkv.
þeim útreikningum, sem nú
eru gefnar upp, hefur því eng
inn skuldahali verið á útflutn
ingssjóði, heldur sjóður upp á
58 miliónir króna. — Annað
hvort hafa útreikningar hag
fræðinga stjórnarinnar verið
með eindæmum heimskuleg-
ir og rangir, eða þá að nú er
tekinn upp nýr reikningsstokk
ur til að reikna tekjur inn í
útflutningssjóð.
Emil Jónsson, sjávarútvegs
málaráðh. tók til máls og end
urtók, að ríkisstjórnin hefði
aldrei gefið loforð um að
greiða vátrygeringargjöld bát
anna að fullu. Sagðist ráð-
herrann viðurkenna það, að
útreikningar á útflutnings-
sjóði hefðu verið mjög á reiki.
Treysti ráðherrann sér ekki
til að reyna að bera á móti
því að „viðreisnin hefði farið
út um þúfur, en sagði að erf
iðleikar útvegsins nú stöfuðu
ekki af efnahagsaðgerðum
ríkisstjórnarinnar. Kvað hann
það ekki ólíklegt að gengis-
fellingin hefði ekki verið nógu
mikil og virtist sem ráðherr-
ann væri að gefa í skyn, að
aðeins nýtt gengisfall gæti
bjargað útgerðinni. Sagði
hann þó, að hann væri þess
ekki ófýsandi, að vextir yrðu
lækkaðir í áföngum. en eng-
in ákvörðun hefði verið
tekin um vextina í ríkisstjórn
inni ennþá Að lokum kveink
aði ráðherrann sér undan bví,
að Eysteinn Jónsson skyldi
hafa líkt ríkisstjórninni við
flugu í flösku.
Oaírskrá Albmris
DAGSKRÁ efri deildar Alþingis miS-
vikudaginn 14. des. 1960, kl. IV2 mlS-
degis.
1. Kosning tveggja fulltrúa og jafn-
margra varafulltrúa úr hópi þlng-
manna í NorSurlandaráS, aS viS-
hafSri hlutfailskosningu, samkv.
þingsályktun, samþykktri á Al-
þingi 29. jan. 1953, um kjör full-
trúa í NorSurlandaráS. Gildir kosn
Ingin þar tll ný kosning hefur
fariS fram á næsta reglulegu Al-
þlngi.
2. Söluskattur, frv. — Frh. 3. umr.
3. Heimild til aS veita Friedrich Karl
Liider atvinnurekstrarleyfi, frv.
— 2. umr.
4. Réttindi og skyldur hjóna, frv. —
3. umr.
DAGSKRÁ neSri deildar Alþingis,
miSvikudaginn 14. des 1960, kl. IV2
miSdegls.
1. Kosning þriggja fulitrúa og jafn
margra varafulltrúa úr hópi þing
manna í NorSurlandaráS, aS viS
hafSri hlu'tfallskosningu, samkv
þingsályktun, samþykktri á Al
þingi 29. jan. 1953, um kjör full
trúa í NorSurlandaráS. Gildir kosn
Ingin þar til ný kosning hefur
fariS fram á næsta reglulegu Al-
þlngl.
2. Ríkisreikningurinn 1958, frv. — 2.
umr.
3. FræSslumyndasafn ríkisins, frv. —
Frh. 2. umr.
4. Ríkisborgararéttur frv. — 2. umr.
5. Menntaskóli VestfirSlnga frv. — 1.
umr. (Ef deildin leyfir).
6. VeS, frv. — 2. umr. (Ef leyff
verSur).
7. Efnahagsmál, frv. — 2. umr. (Ef
leyft verSur).