Tíminn - 29.12.1960, Side 8

Tíminn - 29.12.1960, Side 8
8 T f MIN N, miðvikudaginn 28. desember 1960. ★ Vormorgunn Þá var ég ungur að árum. Sauðburðurinn stóð sem hæst, og ég átti að fara til ánna að morgni eins og venja var tO. Það var hvítasunnudagsmorg- unn. Ég var snemma á fótum því mér hafði verið sagt, að hvíta- sunnusvefninn væri óhollur. Má vera að annað hafi þó legið að baki þeim ummælum, sem sé hvatning um að verða ekki of seinn til starfa. Þá var ekki mulið undir unglingana. Það var blæjalogn og hvergi sást skýhnoðri á lofti. Öll jörðin var þakin dögg sem glitraði eins Og perlur á hveiju strái í skini morgunsólarinnar. Og austurfjöll- in, Hekla og Tindafjallajökull, í sinni miklu tign og veldi gulli brydduð. Svo allur hinn voldugi og fagri fjallahringur sem breiðir faðm sinn um Suður'landsundir- lendið eins og hlýr og sterkur móðurfaðmur umvefur barn sitt til að skýla því og vernda það. — Aldrei hef ég orðið jafn snort írn á vormorgni af dásemdum og mikilleika náttúninnar. Ég var alklæddur og stóð á stéttinni utan dyra, lilbúinn að hlaupa um mýrar og móa í leit að nýfæddum lömbum. Ég ætl- aði þó varla að komast úr stað; fannst það ekki sæmandi að ganga niður þessar dásamlegu perlur sem alfaðir hafði skreytt jör'ðina með þennan hvítasunnu- morgun. En ekki varð hjá því komizt. Þegar út í hagann kom tóku fuglarnir að vekja eftirtekt mína með kvaki sínu og greinilegri hræðslu um að hin ránsfengna mannshnöd mundi svifta þá eggj um sínum. En ekkert slíkt mátti henda á þessum morgni. Lóan flutti s»inn alkunna dýrðarsöng. Spóinn skauzt álútur og feluleg- ur í þögn milli þúfnanna eða hann hóf sig til flugs og byrjaðij vellandi tóna, ýmist um að núj væri lokið vorhörkum og vetrarj þraut. Þá voru tónarnir fleiri og lengri, og þá „vall hann graut“. Stundum „vall hann ost“, _ en þá var eftir meira frost. Þá voru tónarnir fáir og stuttir. Náttúran var öll að lifna við eftir stutta lágnættishvíld þegar hún líktog tekur sér ofurlítinn blund eftir dagsins önn. Bergmál Nú var eftir að komast á eftir- sóttan stað í landar'eign míns æskuheimilis, um leið og lamb- fjárins var gætt. Það var kletta- brún og þar undir vatnsdæludrög, þar sem kunningi minn, jaðrak- inn, hélt til og hafði yfir sinn þrotlausa sama söng: — vaddu, vaddu; og ég hlýddi honum og óð milli þess að ég skrapp undir brúnina til að láta hana berg- mála það sem mér var efst í huga. Og hefur eflaust margt af því verið barnalegt sem ég sagði þá. En hvað um það, mér þótti gaman að láta það sem ég sagði bergmála útí geiminn. Hugsaði ég þá ekki útí að til væri annað bergmál en það sem heyrðist frá hæðum og klettabrúnum. En þegar ég eltist skynjaði ég annað bergmál, bergmál mann- legs lífs. En þá er það ekki kletta brúnin mín sem endurvarpar, heldur við sjálf en viðtakendurnir menn sem við umgöngumst og hugsum til. Því áhrif verka, orða og hugsana okkar svilfra heyrum ÞORSTEINN þorsteinsson frá Ásmundarsföðum: ÞANKABROT við og sjáum hjá öðrum mönnum. Varla er nokkur sá maður til sem ekki hefur eínhver áhrif á aðra menn, annað hvort til góðs eða ills. Af hverju mótast maðurinn? Að miklu leiti af áhrifum fi'á öðrum. Upplag hans á auðvitað nokkurn þátt í því hvað hann verður en þó lít ég svo á að upp eldið og umgengni annarra ráði sízt minnu um, því „smekkurinn sá er kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ Þó skal það játað að í öllum mönnum er'u frjóangar sem stefna að einhverju sérstöku. — Frjóangar sem vaxa og verða manninum til gagns eða ógagns eftir því hvað nær undirtökunum en vöxturinn fer eftir því hvernigj að er hlúð. Góðu óhrifin glæða frjóanga þá sem stefna að því að göfga manninn og lyfta hon- um uppávið móti ljósi og sönnu lífi; lífi kærleiks og göfugra hugs ana. En lakari áhrifin hlúa aðj illgresis frjóöngum mannsins og i magna þá svo þeir ná ef til vill undirtökunum. En hverjir eru það sem skapa' þessi þroskaakilyrði? Það erumj við með áhrifum okkar á þá sem j við umgöngumst. Á ég þar sér-j staklega við börn og æskulýð á gelgjuskeiði, en þá er mannfólkið næmast fyrir utanaðkomandi á- hrifum. Það er því einn ábyrgðar mesti þátturinn í star'fi þjóðanna að vinna uppvaxandi kynslóðum gagn: að gera allt sem getur göfgj að þær og bætt. Þar verða allirj að leggja fram sinn skerf meðj framkomu sinni, orðum og at- höfnum. Hinn andlegi akur unglinga er. oft misjafnlega góður en þar er líka oft slæmu sáð. Það er ekkij úvanailegt að heyra börn atyrti fyrir að viðhafa orð sem eru þó oft höfð fyrir þeim eða bannai þeim og láta þeim svo eftir það sem bannað er í sömu andrá. Það er leiðinlegt að heyra smábörn róta úr sér runu af blótsyrðum, en „því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“. Ég mani það vel að ef ég heyrði Ijóta vísui' þegar ég var barn, þá langaðij mig ekki til að læra hana, síður en svo. Ég gerði allt sem ég gat til að reka hana burtu, en hún kom samt, kom í hugann og mótj aðist þar þótt hún væri óvelkom, in. Skildu ekki fleiri geta sagt1 það sama? En það eru ekki einungis börn sem verða snoi'tin eða mótast af framkomu annarra og áhrifum. Við vitum oft ekki' af því sjálf þó vaxin séum úr grasi, þegar við erum að taka stórbreytingum vegna áhrifa annarra. Flestir hafa víst orðið varir við mismunandi áhrif í návist manna. Sumir eru einsog nokkurs konar Ijósgeislar, sem verma og hressa. Aði'ir eru kaldir og hrjúfir, hrollvekjandi og hafa því gagnstæð áhrif. Þessu valda auðvitað mismunandi skap- gerð en fyrst og fremst hugsanir manna. Ég held að það sé góð og gild staðreynd, að það sem maðurinn hugsar, það verður hann. Nanna Thorne segir um sér- stæðar hugsanir: „Ég set svo að ég sendi kærlelkshugsun til ein- hvers vinar míns með þeirri ósk, að vernda hann. Hugsunin flýgur til hans einsog elding og heldur til í lífshjúp hans sem verndandi vera og er þá oft lik rósrauðum væng og reynir að hjálpa honum hvenær se.n er. Hún styrkir alla góða krafta í lifshjúpnum en lam ar alla hina illu. Þannig getum vér skapað verulega verndarengla með hugsunum vorum í kringum þá sem oss þykir vænt um“. Ef góðu hugsanirnar verka nú á þennan veg sem ég efast ekkert um, þá hljóta slæmar og haturs- fullar hugsanlr að verka á gagn- stæðan hátt; gei'a þá menn verri sem þær eru sendar og magna þá til hins verra. Mennirnir eru einsog nokkurs konar rafgeymar sem við hvert um sig hlöðum með ’hugsunum okkar og athöfn- um. Margir eru vantrúaðir á hugs anaflutning og mátt hugsana, en Þorsteinn Þorsteinsson hvort tveggja er staðreynd. Ótrú- legra, og er þó talið staðfest, er að hægt sé að ör'fa vöxt blóma með hljómlist. Hvað þá um hugs anaflutninginn sem getur verkað samstundis ef til þess er stofnað af alhug og skilyrði eru sæmileg til viðtöku. Alltaf er verið að stagast á því, að æskan sé slæm. En ef svo er — sem ég get ekki borið henni — þá á gamla kynslóðin þar sína sök. Afhrotabörn og vandræða- unglingar, sem vissulega eru til, koma undantekningarlítið frá ein hvers konar vandræíla'heimiljum. Þannig er unga kynslóðin oftast að miklu leyti bergmál þeirrar eldri, „því feðranna dáðleysi er barnanna böl, og bölvun í nútíð er framtíðarkvöl“. Skyldan Margir kannast eflaust við sög- una um Hassan speking þar sem segir frá því að hann sá þrjá æsku menn skunda útí lífið alla leit- andi sinn að hverju: þann elzta að gleðinni, næsta að auðæfum og yngsta að skyldunni. Seinna hitti hann aftur þessa menn. Þegar þeir komu til baka eftitr leit sína spurði hann þá hvernig ferðin hefði gengið. Sá sem leitaði gleðinnar kvaðst að .v,ísu hafa fundð hana — en hún hvarf mér sem skuggi jafnan er ég þóttist hafa hana höndum gripið. Sá sem leitaði auðæfanna fann þau, — en ég varð hvorki ríkari né ánægðari fyrir það. Sá sem leitaði skyldunnar kvaðst enn ekki hafa fundið hana til fulls, — en ég fann bæði gleðina og daglegt brauð, sagði hann. Margir eru þeir, sem sífellt leita gleðinnar og hyggja sig stundum hafa fundið hana en þeg ar þeir ætla að njóta hennar’ reyn ist hún ekkert nema skuggi og þeir horfa í tómar hendurnar. Hvílík vonbrigði! Æskan horfin og hvorki gleði né ánægja, ekkert eftir nema vonbr'igði. Raunalegar eru þvílíkar hugsanir en þannig hljóta þær samt að verða hjá þeim sem kemst að því að hann hefur elt skugga, ef til vill öll beztu ár ævi sinnar. Skyldi slíkur maður hafa farið rétt af stað? Nei, vissulega ekki. Hann mun hafa leitað gleðinnar einungis handa sjálfum sér. En sanna gleði veitir ekki sá kærleikur, sem aðr- ir auðsýna, heldur sá, sem öðrum er auðsýndur. Og alls staðar eru menn, sem þr’á og þarfpast hlý- leika og vinsemdar frá öðrum. Eitt vingjarnlegt orð eða hlýlegt handtak getur ráðið miklu og yljað hugann. Sá, sem leitaði auðæfanna kvaðst að vísu hafa fundið þau, -— en ég varð hvorki ríkari né ánægðari fyrir það. Ég býst við að skoðan- ir manna um hver sé rétta leiðin til að finna auðæfi sem veita sanna ánægju, séu æði skiptar. Honum tókst þetta ekki, unglingnum, sem Hassan talaði við. Hann hef- ur víst ekki farið rétt af stað. En hver er þá rétta leiðin? Fyrst verður mér að hugsa um hvort auður geti veitt sanna ánægju. Jú, vissulega, sé hans aflað með heið- arlegu móti og notaður réttilega. En margir gefa of mikið fyrir auðinn, sumir allt það, sem þeir eiga bezt, jafnvel manngildi sitt. Nú er sá aldarandi að naumast þar'f annað en eiga fé til að vera álitinn mikill maður og það vilja allir sem von er. Fátækt er oft höfð í óverðskuldaðri fyrirlitningu. Það er leiður og öfugsnúinn hugs unarháttur að meta meir auðæfi, gull og silfur en góða mannkosti og hæfileika, enda segir Edison að þeir tímar komi innan skamms að auðmaðurinn verði fátækur en fátæklingurinn auðugur, þegar menn geti búið til „rauða málm- inn“. Vitaskuld er auðurinn „afl 'þeirr'a hluta, sem gera skal“. En of mikið má gefa fyrir það afl, ekki síður en annað. Enginn skildi gefa neitt af manngildi sínu fyrir fjármuni því betri er peningalaus maður en mannlausir peningar, og þrátt fyrir það þótt sumir met orðamenn virðist hafa glatað tölu- verðu af manngildi sínu en halda virðingu sinni eftir sem áður. Það virðist því miður of oft svo að þeir sem mest hafa brotið af sér sleppi bezt; fljóti áfram með lögin að baki en svik í fyr'ir, en þeir, sem ekki hafa lag á því eða aðstöðu til að fara kringum lögin, þótt þeir hafi lítið brotið, þori ekki að líta upp á nokkurn mann, jafnvel þótt þeir hafi tekið út hegningu fyrir sín brot. Illa fenginn auður getur varla veitt sanna ánægju. En það er virðingarvert að afla auðs með heiðarlegu starfi án þess að gleyma mannúðinni og skyldunni. Ég meina ekki aðeins hina laga- legu skyldu, heldur hina siðferðf legu, — en þær fara ekki alltaf saman — sem ef henni er full- nægt, veitir miklu meiri ánægju en hin lagalega skylda. Þá kem ég að síðasta unglingn um, sem Hassan átti orðastað við, þeim, sem leitaði skyldunnar. Finnst ykkur það ekki eftirtektar- vert og lærdómsríkt að einmitt hann skyldi finna það, sem hinir leituðu að en fundu ekki, einungis af því að þeir hugsuðu eingöngu um að fullnægja sínum eigin og að sumu leyti ímynduðu þörfum en tóku ekki tillit til annarra. En skyldurnar eru margar og víðtæk ar og byggjast að nokkru á starfs- sviði manna, þótt hinn raunveru- legi grunnur sé einn og samur. Skyldan býður svo ótal margt, en geri menn sér far um að leita hennar og uppfylla hana, verður starfið mikið og gott. Að vera skyldurækinn er einn af beztu kostum hvers manns. Enda kom það i ljós hjá unglingnum í ævin- týrinu, þar sem hann fann bæði gleðina og daglegt brauð vegna þess að hann rækti skyldu sína. Það er’ auðvitað ekkert fátítt að menn finni daglegt brauð en það er sjaldgæfara að finna jafnframt gleðina, þá sönnu gleði, sem gerir menn farsæla. En til farsællar gleði getur sá einn fundið, sem gert hefur skyldu sína. Það veitir manninum ió og vellíðan. Eg held að íslenzka þjóðin hefði gott af því að endurskoða skyldu- ræknj sína og reyna að finna hana frekar en er, af því mér er ekki grunlaust um að á því sviði sé okkur að hraka, en það er hættu- legt og leiðir margt slæmt af sér. Ef okkur tækist að finna hina raun verulegu og sjálfsögðu skyldu, þá mundi margt breytast í þjóðlífinu og margir verða farsælli en þeir eru nú. Höfum ævintýrið af Hassan spek ing að leiðarljósi í lífi og starfi. „Hið staðlausa flýðu og trúð’ei á tál, en tem þig við guðdómsins eúífðarmál, og treystu hið stað- fasta stöðugur á, sem styrkleikur enginn má taka þér frá“. Trú og siðgæði Trú og siðgæði eru stei'kustu þættirnir, sem halda þjóðerni voru við. En nú heyrast háværar raddir frá sumum um að við séum að fara þar aftur á bak. Sumir taka svo djúpt í árinni aið þeir segja að við séum að týna sálinni, samanber ritgerðina „Þögn á himni — dómsdagur", sem ég las í einu dagblaði fyrir allmörgum árum. Þar er Drottinn látinn spyrja: — Hvað hafa mennirnir gert við sálina, sem ég gaf þeim? — Týnt henni, er svarið. En hvað er sál? Er það ekki hið andlega lífsmagn, sem með manninum býr, sá andlegi máttur, sem menn stjórnast af ýmist til góðs eða ills. Alli'a sálir eru iþví ekki eins, og þar af leiðandi eru mennirnir mjög ólíkir. En enginn týnir sál sinni svo framarlega sem andi mannsins lifir einS og a. m. k. flestir trúa. Séu einhverjir á ann airi skoðun, þá hugsa ég að „þeim bregði í brún, blessuðum, nær þeir deyja“. Prestar þurfa að vera bjart- sýnismenn og mála lífsmyndir sín ar með björtum litum. Þótt lífið sé ekki alltaf fallegt, þá er hið góða sem betur fer yfirgnæfandi. Og fáir sannir sigrar vinnast með því að draga fram það sem verst er og Ijótast í mönnum og málefn- um. Oft er líka verið að stagast á trúleysi manna, en „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“, sagði frels arinn. Sannleikurinn er held ég sá, að enginn maður sé í raun og veru trúlaus. En trúarskoðanirnar eru margar. Annars held ég að sið- gæðið sé veigamesti þátturinn og af því megi í i'aun og veru marka hina sönnu trú, spegilmynd henn- ar. Því trú og siðgæði hljóta að vera nátengd. Sem betur fer er maðurinn ekki að týna S'álinni, það sýna hin miklu og heOlaríku líknarstörf víða um heim. Þótt víða í heiminum séu nú sem fyrr ljótar aðfarir, þá er það ekki að vilja þjóðanna í heild, heldur stafar það af ofurvaldi æstra þjóðarleiðtoga og hervaldi, sem búið er að skapa, þjóðunum þvernauðugt. Hver myndi nú vilja hverfa aft- ur í tímann um mannúðai’mál, þó ekki væri lengra en ég man? Hvernig var farið með vandalausa unglinga fyrir ca. 70 árum? Þeir voru flengdir ef þeim varð eitt- hvað á og sums staðar settir hjá í mat, og það svo að til voru dæmi (Framhald á 13. siðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.