Tíminn - 31.12.1960, Blaðsíða 3
3
Her Norður-Vietnam
hefur innrás í Laos
Stjórn Laos hyggst leita eftir aíJstotS
STjN, Iaugardaginn 31. desember 1960.
Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, hélt ungur Siglfirðingur, Ragnar Páll Einarsson, málverkasýningu
á Siglufirði skömmu fyrir jól. Sýningin stóð aðeins í þrjá daga og kom þó fullur helmingur bæjarbúa á sýning-
una og obbi myndanna seldist. Sýnir það glöggt hverjar viðtökur hinn ungl listamaður hefur fengið á þessari
fyrstu málverkasýningu sinnl. Áður hafði Ragnar Páll reyndar sýnt í glugga Morgunblaðsns og seldi þá fleiri
myndir en nokkur annar er þar hefur sýnt. Hér kemur mynd af Ragnari Páli og einu listaverka hans, Tungl-
skinsnótt. Allar myndir Ragnars Páls á sýningunni voru málaðar í sumar og eru frá Sigluf. (Ljsm.: Ól. Ragn.)
Ríkisstjórnin fær 6
millj. dollara óaftur-
kræft framlag frá USA
Er endurgjald fyrir gengislækkunina
í gær barsf blaðinu svo-
hljóðandi fréttatilkynning frá
ríkisstjórninni:
Þegar ríkisstjórnin á síðast liðn-
um vetri lagði fram frumvarp til
lr.ga um efnahagsmál, benti hún
á það, að breyting gengisskráning-
a'únnar mundi leiða til mikillar
lækkunar gjaldeyristekna frá
varnarliðinu frá því sem ella hefði
orðið. Var talið í afhugasemdum
víð frumvarpið, að slík breyting
h.yti að eiga sér stað, þegar efna-
hagsmálum þjóðarinnar væri kom-
ið í eðlilegt horf, en, á hinn bóg-
ir.n teldi nkisstjórnin sanngjarnt,
að Bandaríkjastjórn fyrir sitt leyti
stuðlaði að því að draga nokkuð
úr þeim erfiðleikum, sem þessi
breyting hefði á gi-eiðsluviðskipti
þjóðarinnar. Var einnig frá því
skýrt, að um þetta atriði hefðu
þegar átt sér stað viðræður milli
fulltrúa frá ríkisstjórnum beggja
lunda og að ríkisstjórnin teldi, að
viðunandi íausn þessa máls mundi
fást þannig, að komið yrði í veg
fyiir þá byrjunarörðugleika, sem
lækkun gjaldeyristekna frá varn-
arliðlinu ella myndi hafa í för
n.eð sér.
Fór fyrsti þáttur viðræðnanna
f.am í janúar siðast liðnum, og
voru þá gefin vilyrði um allt að
6 millj. dollara, sem nánar skyldi
semja um síðari hluta ársins.
Voru því viðræðurnar teknar upp
afíur í lok ágúst s.l., og var þá
af hálfu bandaríska utanríkisráðu
neytisins fallizt á 6 milljón doll-
ara framlag.
í dag hefur verið endanlega frá
Enn framin ódæð-
isverk í Kongó
rnáli þessu gen^ið með erindaskipt
um á úi\ÍTi li'táriríkisráðuneytis
Bandaríkjárina ög sendiráðs ís-
lands í ’ Washington, þar sem
Eandaríkjastjórn ákveður að veita
ís.andi 6 milljón dollara óaftur-
kræft framlag til þess að styrkja
gjaldeyrissíöðu landsins og stuðla
að því, að jafnvægi geti náðst í
efnahagsmálum þess. Verður fé
þetta notað til að greiða innflutn-
irg margvíslegra vörutegunda á
sama hátt og lán þau, sem á und
ar.förnum árum hafa fengizt frá
Einahagssamvinnusíofnun Banda
rikjanna (ICA). Til þess að
tryggja, að framlagið hafi tilætluð
áhrif á gjaldeyrisstöðuna og jafn-
vægi efnahagsmálanna yfirleitt,
mun mótvirði fjárins í íslenzkum
krónum verða geymt á sérstökum
reikningi í Seðlabankanum.
Reykjavík, 30. des. 1960.
Utanríkisráðuneytið
Leopoldville 30.12. 'NTB)
Mobuto oíursti í Kongó er
sagður haía snúið sér tii Dag
Hammarskjöld aðalritara S.Þ.
og beðið hann íeyfis um að
mega senda hersveitir ti> Ru-
anda-Urundi en faaðan hyggst
Mobuto komast til Kivuhéraðs
í Kongó, sem nú er á valdi
stuðningsmanna Lumumba tor
sætisráðherra
í Leopoldville hafa menn iyrir
satt, að Mobuto hafi borizt njálp-
arbeiðni frá Bukavo höfuðborg
K'vuhéraðs. Er þar sagt, að her-
menn vinveittir Lumumba fremji
iuyðjuverk i borginni, sem sé á
þeirra valdi.
Mobutu er nú staddur ásamt
Kasavubu forseta í Kasai héraði.
Sagt er að ofurstinn hafi margar
flugvélar til búnar til liðsflutn-
inga. Hins vegar er nú mikið af
flugvélum, sem eru nú uppteknar
við að flytja nauðsynjar til svelt-
andi fólks í Kasaihéraði.
Enn er allt á huldu um árásina
á lestina mUli Elisabethville og
Kamina í Katangahéraði. Tals-
maður héraðsstjórnar Tshombe
sagði i Elisabethville í dag, að
alls hefðu 34 verið vegnir af Bal-
ubamönnum og hefðu það ver’ið
farþegar með tveimur lestum.
Beggja lestanna hafði verið gætt
af írskum hermönnum.
Ekki rætt um
forstjóraskipti
Einar Baldvin Guðmundsson, for
maður stjómar Eimskipafélags
íslands, hefur veðið blaðið að
geta þess í sambandi við skotspóna
frétt í gær, að forstjóraskipti hjá
Eimskip hafi ekki verið rædd enn.
Brotizt inn hjá
Kr. Kristjáns-
syni
f fyrr'inótt var brotizt inn í húsa-
kynni Kr. Kristjánssonar við Suð-
urlandsbraut. Stolið var nokkru
af verkfærum af lager, að verð-
mæti um 2—3 krónur. — Þetta er
í annað sinn á skömmum tíma sem
fyrirtækið verður fyrir barðinu á
innbrotsþjófum.
Vientiane 30.12. (NTB) —
Stjórnin í Laos birti þá til-
kynningu í útvarpinu í Vient-
lane í dag, aS hersveitir frá
Norður-Vietnam hefðu ráðizt
inn yfir landamæri Laos. Segir
i tilkynnineunni. að hér sé um
að ræða fimm velbúnar her-
sveitir og hafi þær þegar gert
áhlaup á nokkra bæi í austur-
hluta landsins. Það eru komm
únistar, s?m fara með völd í
Norður-Vietnam.
í tilkynningunni er getið um tvo
staði Xieng Khouang og Ban Ban,
sem ráðizt riafi verið á og nokkrir
menn muni hafa særzt. Ríkis-
sljórnin í Laos lét þess getið í
lck orðsendingar þessarar til
í jóðarinnar, að með þessum að-
gerðum vaéni erlend afskipti af
málefnum iandsins orðin að beinni
innrás. Stjórn Laos væri að vísu
ekki jafn sterk hernaðarlega og
innrásarherinn en stjórnin er
h.ns vegar ákveðin í að verja
kndið fyrir innrásarher sem hún
negnar.
Munu leita aðstoðar
Stjórn Laos hefur sent mikið lið
á vettvang gegn innrásarherjunum,
en í tilkynningu stjómarinnar er
þess getið, að megni her landsins
ekki að reka innrásarmenn af
böndum sér, muni stjórnin leita
hjálpar hjá vinveittum ríkjum um
að verja landamærin.
Stjórn Laos nú nýtur stuðnings
Bandaríkjanna. Forsætisráðherra
er Boum Oum prins en hermála-
ráðherra Phoumi Nosavan. Her-
sveitir hans hröktu á dögunum
lið Kong Lae höfuðsmanns burt
frá Vientiane en sá hafði stutt
lilutíeysisstjórn Souvanna Phouma
prins. Sou/anna Phouma flúði
land eftir að ljóst var að hægri
menn vildu ekki una stjórn hans.
Kcng Lae hefur dvalið með lið
sitt í norðurhluta Laos og að hon-
um hafa safnazt skæruliðasveXir
kommúnista í landinu — Pafhet
I,ao. Hafa klögumál gengið á víxl
að undanförnu milli Band,.ríkja-
manna og Rússa þess efnis, að
þcir fyrrnefndu sendi hægri mönn
um vopn en hinir síðarnefndu her
gögn til Kong Lae höfuðsmanns.
Greinir á um lausn
Erlendir fréttamenn í Laos
segja, að ekki hafi aðrar fregnir
en tilkynning ríkisstjórnar I.aos
borizt um innrásina í landið.
Benda fréítamenn á, að norður-
hluti landsins hafi alla tíð verið
á valdi Pathet Lao — einnig bæ-
irnir Ban Ban og Xieng Khouang.
Talsmaður brezka utanríkisráðu
neytisins sagði frá því í dag, að
sfjórnir Breta og Bandaríkja-
manna væru ekki á einu máli um
lausn vandans í Laos. Hann sagði
þó, að aðeins greindi á í auka-
atriðum. Báðar væru stjórnirnar
sammála í grundvallaratriðum þ.
e.a.s. að verja sjáhstæði landsins.
Hins vegar greinir stjórnirnar
á um, hvort kalla skuli saman La-
os-eftiríitsnefndina. Stjórn Bret-
lands er hlynnt því en stjórn
Eandaríkjanna ekki. Brezka stjórn
in. kveður atriði þetfa nú komið
uedir núverandi stjórn Laos en
f;á henni hafa engar fregnir bor-
izt. Bretar munu vera hlynntir
hiutleysisstöðu Laos en Banda-
rikjastjórn hefur stutt hægri öflin
þar með ráöum og dáð.
Árekstur á
Keflavíkurvegi
Um hálf sjö leytið í fyrrakvöld
varð allharður árekstur á Kefla-
víkurvegi, en þar rákust á Ö 617
og bíll frá bandaríska sendiráðinu
í Reykjavík. Nokkrar skemmdir
urðu, einkum á Ö 617, sem flytja
varð á brott með kranabíl. Hálka
olli árekstrinum.
Áukin skemmdarverk
og óspektir í Belgíu
Brussel 30.12. (NTB) Verk-
föllin mikíu í Belgíu í mót-
mælaskyni við efnahagsað-
gerðir ríkisstjórnarinnar hafa
nú staðið ellefu daga. ! dag
náðu óeirðirnar í sambandi
við verkföllin hámarki og
Ijóst er að hinir róttækustu
í hópi verkfailsmanna ráða
þar mestu. í Brussel hrópuðu
verkfallsmenn m.a. í gálgann
með Baldvin konung — í
gálgann með Eyskens forsætis
ráðherra.
Eyskens forsætisráöherra
sagði í dag, áð kommúnistar
stæðu á bak við verkföllin í
Belgíu, en stjórnin myndi ekki
kvika um fet frá áætlunum
sínum.
Finn maður veginn
Eyskens sagði í ræðu sinni,
|að hann fagnaði heimkomu
| konungs. Hins vegar hefði
ístjórnin ekki beðið hann að
I koma.
! Skemmdarverkin og óspekt
jirnar aukast jafnt og þétt.
iÞessu stjórna harðvítugir er-
I indrekar kommúnista, sagði
forsætisráðh. Stjórnin mun
gera allt til þess að koma í veg
fyrir skemmdarverk. Herliði
verður beitt til þess að koma
á friði og spekt.
í dag tilkynnti ríkisstjórn-
in, að einn maður hefð iverið
skotinn til bana í Brussel í
sambandi við mótmælagöngu
þar. Er þetta fyrsti maðurinn
seni veginn er í róstunum.
Þessi atburður var með
þeim hætti, að maöur nokk-
ur skaut á mótmælagöngu
verkfallsmanna til þess að
hefna meðferðar þeirra á lög
regluþjóni daginn áður.