Tíminn - 31.12.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.12.1960, Blaðsíða 9
rÍMINN, laugardaglnn 31. desember 1960. 9 MÖTIN Tiltækar skýrslur sýna stórfelldan samdrátt. — Og hver treystir sér til að byrja búskap með þeim tilkostn- aði, sem „viðreisnin" hefur valdið? Hvað er um iðnaðinn? Samdráttur — stórfeldar uppsagnir starfsfólks. Hvað segir verzlunin? Sömu sögu og iðnaðurinn. Hvað er um verzlunarfrels ið? — Menn verða lítið var ir við það. — Hvað er um 6pariféð, sem viðreisnin átti að auka? Minna en áður.— Hvað er um eftirspurn eft ir lánum, sem háu vextimir áttu að draga úr? Aldrei meiri. Því með minnkandi tekjum og hærri vöxtum er mönnum nauðugur einn kost ur, að taka lán til þess að reyna um skeið að missa ekki eignir sínar. Og ríkisstjóm in hefur orðið að grípa til þess að lána atvinnurekend um aukin lán til þess að koma í veg fyrir að vaxta- okrið sem átti að draga úr lánum sligi framleiðsluna. En svo kórónar stjórnin vaxtaokurhneykslið með því að skrökva því í opinberri tilkynningu, að háu vextirn ir hafi nú lagað svo mikið efnahagskerfið, að rétt þyki og fært að lækka þá. — Flest ir landsmenn vita, að vaxta -okrið hefur unnið stórtjón — og var stórskissa frá upp hafi. Stjómin veit, að þetta er á vitorði svo margra að hún þorir ekki annað en hopa. — Vinnufriðinn hefur ekki skort Hvað segir launafólk? — Það hefur þá sögu að segja að kjör þess hafa verið skert um 12% síðan haustið 1958, að stjómarflokkamir lofuðu bættum lífskjörum. Gjaldeyrisstaðan við út- lönd ætti þó sannarlega að hafa batnað? Svo átti að vera, þvi hin stórfelda kjara skerðing dregur úr kaupum og margir höfðu byrgt sig upp af ýmsu á góðu árun- um og geta þvi dregið úr kaupum um skeið. — Öll kurl í þessu máli liggja ekki fyrir, fyrr en eftir ára mót. Skal því ekki fullyrt um þetta atriði, sem fer um tvennum sögum. — Þessari upptalningu skal lokið, þótt af miklu fleira sé að taka, — enda miklu einfaldara að spyrja: Hvað hefur tekizt af því sem stjórnin lofaði með „viðr eisninni" ? Menn leiti að þvi — og svari sér sjálfir. — Ekki getur stjórnin borið því við að hana hafi skort vinnufriðinn. — Hvers vegna aftur íhaldspólitík? Það verður ljósara með hverjum degi sem líður, að núverandi ríkisstjórn notaði nauðsyn þess að gera nokkr ar breytingar á efnahags- málunum haustið 1959, sem yfirskinsástæðu til þess að gera gjörbyltingu á efna- hagskerfi þjóðarinnar — byltingu, sem miðar að þvi að færa efnahagskerfið um 30 ár aftur í tímann. Ef þið grandskoðið ráðstaf anir núverandi ríkisstjórn- ar, getið þið ekki komizt hjá því að sjá og skilja, að þær hafa eitt og eama markið: Hagsbætur fyrir auðstéttim ar, vaxandi álögur á herðar fjöldans. — í síðustu 30 ár hefur Sjálf stæðisflokkurinn ekki haft aðstöðu til að reka íhalds- pólitík, vegna þess að hann var í samstarfi við aðra flokka — og vegna þess að hann var alltaf að reyna að ná meirihluta á Alþingi og varð því neyddur til að leika umbótaflokk til þess að freista þess að ná meirihluta í nógu mörgum kjördæmum, sem hann vissi að vildu um bóta- en ekki íhaldspólitík. Alþýðuflokkurinn, sem fyrir löngu er horfinn frá stefnu Jóns Baldvinssonar og orð inn sömu skoðunar og Sjálf stæðisflokkurinn, varð að leika umbótapólitík til þess að geta lifað. — Eftir kjördæmabreyting- una telja þessir flokkar sig sloppna úr pólitískri herkví og geti þeir því nú rekið póli tík í samræmi við skoðarir sínar og eðli.---- Ýmsir Sjálfstæðismenn hafa sagt þetta berum orð um. — Forsætisráðherrann réði sér ekki af kæti — þeg ar „viðreisnin“ var í burð- arliðnum og kvað nú vera að endurfæðast „hina góðu- gömlu tíma“, sem ýmsir höfðu lengi sárt saknaö og þráð. Þetta er ástæðan fyrir því, að við höfum enn á ný aft- urhaldspólitík á íslandi, !ika þeirri, sem hér var fyrir um 30 árum, áður en það um bótatímabil hófst, sem hef ui; skapað hið nýja-ísland. Oftrú á íhalds- hagfræði Eg held því ekki fram að þessi pólitík sé rekin vegna algers skeytingaleysis um velferð almennings. Þeir, sem nú ráða mestu, hafa sjálfir 6taðnað i hinum „góða gamla tíma“ og virð ast trúa því, að lögmál hans sé bezta fjárhagskerfið og bezta læknismeðalið á ejúk dómi núverandi efnahags- ástands. — Það er auðvitað mjög þægilegt fyrir sam- vizkuna að geta í einu og öllu stutt hag hinna ríkustu, sinna eigin skjólstæðinga, í þeirri trú, að þetta sé hin eina rétta leið til að bæta kjör þeirra fátæku. — Því hin sanna ihaldstrú er, að mestu skipti fyrír þjóðfé- lagið að eiga fáa stóra at- vinnurekendur, sem sjái um það, af einskonar eðiisávís- un, samkvæmt lögmáli framboðs og eftirspurnar, gróða og taps, að þjóðfélag ið gangi af sjálfu sér eins og hnattkerfi, og umfram allt án afskipta ríkisstjóm ar, sem á að geta setið róleg uppi í Stjórnarráði og lesiö „Manninn frá Suður-Amer íku“. Að vísu þarf — segja þeir, sem tekið hafa þessa trú á íhaldshagfræðina, að hafa hæfilega litlar fram- farir, hæfilegan samdrátt, aímenningur hæfilega litla atvinnu, hæfilega litlar tekj ur og hæfilega litla kaupgetu — til þess að allt gangi vel. Þá eru allar búðir fullar af vörum, eem nógu fáir geta keypt, gialdeyrisstaða við útlönd góð. Þá er allt í lagi. En sumir orða þetta þannig, að þar sé atvinnuleysið og sultarólin svipa, skorturinn skömmtunarstjóri. Oft hafa íhaldsbjóðfélög blómstrað um skeið — með sínum hætti — undir þessu skipu- lagi. Við, sem ekki höfum tek ið þessa trú, bendum á, að fávíslegt sé að krefjast þess arar þjáningar- og fórnar göngu af almennlngi. — Þessi stefna, draumur í- halds allra landa, er svo til gangslaus, að 1 stað þess að bæta efnahagsástandið, veld ur hún samdrætti og kyrk ingi í framleiðslu og við- skiptum, sem verður ott or sök þess að hjólin stöðvast hvert af öðru. — Það veldur kreppu — stundum hruni. Fórnirnar verða því oft til þess að færa yfir almenning ennþá meiri þrengingar. Það er hægt að benda á tugi dæma um þessa þróun, bæði á hinum ..aóðn '’^mlu tímum“ og í nútímanum. — í Bandaríkjunum hefur set ið ríkisstjórn, sem hefur þessa íhaldstefnu, — og hef ur stjórnað samkvæmt henni. Bandarikin hafa nú nokkrar milljónir atvinnu- leysingja. Þar framleiða verk smiðjur í sumum iðngreinum um helming af því, sem þær hafa getu til. Hafa menn gert sér þess grein, hvemig mundi ástatt hér á landi, ef hér væru 3— 4 þús atvinnuleysingjar. Það samsvarar þeirri tölu at- vinnuleysingja, sem hin nýja stjórn Bandaríkjanna tekur við úr hendi íhalds- stefnunnar þar. — Þannig leikur þessi stefna, eem hér er nú mest lofsung in, þjóð, sem er auðugasta þjóð heims og hefur mesta tækni. — Og ennþá óskaplegra var þó ástandið, sem Roosevelt forseti tók við úr hendi þeirrar íhaldsstjórnar, sem sat á undan honum. — Fréttir berast nú af lovi, á sama tíma og við erum að apa eftir íhaldskreppustjórn Bamdaríkjanna, muni það verða eitt af fyrstu verkum hins nýja forseta að taka upn gagnstæða vinnuaðferð. í stað samdráttarstefnunn ar, sem allt á hér að lækna, en endar með kreppu — ætli hann að láta ríkið blása nýju lífi og auknu fjöri í framleiðslu og viðskipti og lækna ástandið með þeim leiðum. — Ef þetta er nauðsyn fyrir Bandaríkin, mundi það þá ekki vera enn meiri nauð- syn fyrir landnámsþióð eins og okkur íslendinga, sem sannarlega þurfa að keppa að því, að fullnýta auðlind ir og vinnuafl, til þess að hafa meira, en ekki minna, að skipta? — Betra þjóðfélag Við þurfum að hverfa frá úreltri ihaldsstefnu, sam- dráttarstefnunni — happa- og glappastefnunni, sem nú verandi stjórn hefur sett í hásætið. — í stað þess þarf að gera áætlun nokkur ár fram í tímann, um þær framfarir og framkvæmdir, sem við setjum okkur að gera á til teknum tíma. — Förum eins hratt og við getum, en stil! um þó öllu I hóf. Þessi áætlun verður að styðjast við þá fullkomnustu tækniþekkingu — og sér- þekkingu að öðru leyti, sem við eigum völ á. — Happa- og glappaaðferðin, hefur mörgum þjóðum orðið dýr, en líklega fáum dýrari en okkur fslendingum. Síðasta dæmið af mörgum eru 4—5 nýir togarar, sem kostuðu um 40 milljónir hver, eða viðlíka mikið hver og talið er eftir að lána 6 þúsund bændum á ári til allra fram kvæmda. Erlendir útgerðar menn og sérfræðingar um útgerð kalla þessa togara „nýtísku brotajárn,,. — Gam allt dæmi er Faxaverksmiðj an, að ótalinni ringulreið- inni í byggingu frystihúsa o. fl. o. fl. — Frá þessari stefnu verðum við að hverfa. Sú grýla, að kommúnistar geri áætlanir, er löngu úrelt orðin, því ýmsar þjóðir, sem eru andvígar kommúnisma, telja slíkar áætlanir sjálf- sagðar. Hitt er jafnljóst, að þessi vinnuaðferð er and- stæða stefnu núverandi stjórnar. Það verður einnig að gera fullkomna áætlun um það, hvaða vinnuafli þjóðin ræð- ur yfir á hverjum tíma •— og um fullnýtingu þess, þannig að komið verði ann ars vegar í veg fyrir atvinnu leysi og hins vegar offram- kvæmdir, er valdi óheil- brigðu ástandi i efnahagslíf- inu. Atvinnuleysi er, auk þess að vera ómannúðlegt, dýrasta óhófseyðsla hvers þjóðfélags. Við verðum að vinna að því á skipulegan hátt að auka tæknimenntun og full- nýta hana í þágu fram- kvæmda, framleiðslu og til að rannsaka og gera áætl- anir um nýjar framleiðslu- greinar. Innan þess ramma, sem þannig er settur, á að stuðla að því að framtak sem allra flestra einstaklinga eða sam taka þeirra geti notið sín sem bezt. Ef viö gerum það ekki, ef við höldum áfram núverandi kyrrstöðu á þessu sviði, erum við dæmdir til að verða am- lóðar langt á eftir öðrum. Ótalin eru þau andlega lamandi áhrif, sem samdrátt arstefnan hefur á þjóðina. Hins vegar er með fyrirfram gerðri áætlun sett stórhuga mark til að keppa að og ná fyrir tiltekinn tíma. Með þjóðinni lifir von og vissa um bjartari framtið. Það örv ar og hvetur til átaka. Þjóð in þarf, eins og einstakling- urinn, að hafa ákveðið mark til að keppa að. — Hún þarf að vera sannfærð um að hún sé að byggja upp betra, full- komnara og réttlátara þjóð- félag, þar sem hver og einn leggi sig fram og fái fyrir réttmætan skerf. Ef til vill er nú á fáu meiri þörf en að vekja og efla með þjóðinni þessa tilfinningu, þessa trú. Því hafi okkur ver ið einhvers ávant í þessu efni — og það held ég að hafi verið mikið — þá hefur fyrst keyrt um þverbak við valdatöku núverandi stjórn- ar — störf hennar og stefnu. — Henni hefur tekizt að skapa nýja kreppu, vonleys- ið, sem er blóðtaka hverri þjóð. Þess vegna er fyrsta og nauðsynlegasta takmarkið, sem þjóðin getur sett sér að sinni, að losna sem fyrst við núverandi ríkisstjórn. Meðan hún ræður, mun ólánsstefna hennar halda áfram að færa myrkur sí- versnandi lífskjara yfir þjóð ina, eins og hún hefur gert, og því meir sem lengra líð- ur. — Vikjum þessari óláns- stefnu til hliðar sem fyrst. Að lokum sendi ég Fram- sóknarmönnum um land allt beztu kveðjur og óska þeim og landsmönnum öll- um árs og friðar. — ^ermann sjónaííon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.