Tíminn - 04.01.1961, Side 5

Tíminn - 04.01.1961, Side 5
TÍMINN, miðvikudaginn 4. janúar 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18805 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. ___________________________________________________________1 Takahlekkingar Það verður augljósara og augljósara eftir því, sem málin skýrast betur, að ,viðreisnarinnar“ var ekki þörf og að hún hefur fullkomlega misheppnazt, ef miðað er við þau fyrirheit, sem gefin voru af feðrum hennar, er henni var hleypt af stokkunum. Slíkt þarf ekki heldur neinn að undra. Það er nú orðið fullljóst, að rökin. sem voru færð fyrir upp'-eisn- inni, hafa fyrst og fremst verið byggð á talnablekking- um. Og þessum talnablekkingum er nú haidið áfram til að reyna að afsanna strand „viðreisnarinnar“. Ein aðalrökin fyrir víðreisninni voru þau, að úttlutn- ingssjóður væri svo illa stæður að leggja þyrftí 5% gjald á útflutninginn 1960 til að bæta upn hallann frá 1959, en tekjur af gjaldi þessu voru áætlaðar 120 millj. kr. Nú er upplýst, að sjóðurinn hafi ekki þurft neitt á bessu gjaldi að halda, heldur hafi haft a. m. k. 40 millj. kr. tekjuafgang án þess. En þó talnafalsanir sannist þanmg á höfunda „við- reisnarinnar“, eru þeir síður en svo af baki dottmr. Nú er gripið til nýrra talnablekkinga til að afsaka strand ., viðr eisnarinnar “. Seinasta dæmið um þetta er það að Ólafur Thors hélt því fram í áramótaræðu sinni, að útflutningsverð- mætið hefði rýrnað á árinu 1960 um 500 millj. kr. vegna aflabrests og verðfalls. Samkvæmt þessu áttu menn að álykta, að útflutningsverðmætið hefði orðið svona miklu minna en á undanförnum árum og stjórnin orðið fyrir miklum búsifjum af þeim ástæðum. Sann- leikurinn er sá, að fyrstu ellefu mánuði ársins 1960 varð útflutningsverðmætið 80 millj. kr. meua en á sama tíma 1959. Álíka hrikalegar voru blekkingar Ólafs um aukna sparifjársöfnun og bætta gjaldeyrisstöðu. Sannleikurinn er sá, að „viðreismn“ heíur ekki mis- heppnazt vegna neinna sérstakra erfiðleika, heldur ein- faldlega af þeirri ástæðu að hún hJaut að þrengia að framleiðslunni og kjörum almennings Hinn raunverulegi tilgangur hennar var ekki sá að bæta hlut framieiðsl- unnar, heldur að endurreisa hér þióðfélag hins gamla tima — þjóðfélag hinna fáu ríku og mörgu fátæku. Þetta má hins vegar ekki segjast opinberlega Þess vegna hefur verið gripið til hinna mestu tamablekkmga, sem eru þekktar á landi hér Ef til vill verða einhverjir blekktir um stund, en tainablekkingarnar munu þó reyn- ast „viðreisninni“ skammgóður vermir til iengdar. t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ------- -----------ERLENT YFIRLiT --------------------- Hver var maður ársins 1960 ? Frelsistaka Afríkuþjót$anna var de Gaulle sérstaklega aS bakka ÞAÐ ER orðin nokkuð al- geng áramótavenja margra er- lendra blaða og tímarita að velja mann liðna ársins, en þá er átt við þann mann, sem hafi öðnim fremur sett svip sinn á það með starfi sínu og athöfn- um. Nú eins og áður hafa ýmsir verið tilnefndir í þessu sam- bandi, því að ekki eru allir á einu máli uim gildi atburða eða störf manna. Slí'kt mat er líka mikill vandi, því að gildi og áhrif atburða, verða oft ekki rétti- lega metin á árinu, sem þeir gerast. Atburðir, sem vekja um stund mikla athygli og þykja þýðingarmiklir, geta verið gleymdir eða hálfgleymdir eftir stuttan tíma. Atburðir, sem vekja litla athygli, þegar þeir gerast, geta hins vegar reynzt hinir þýðingarmestu, þegar stundir líða fram. EF LITIÐ er yfir sögu árs- ins 1960, kennir þar vissulega margra sögulegra atburða, en ætla má þó, að flestir þeirra séu þannig, að þeir muni fljótt gleymast. Þetta gildir t.d. um hinn misheppnaða fund æðstu manna í París, setu Krustjoffs á þingi S.Þ., U—2-málið o.s. frv. Nýir atburðir í sambúð stórveldanna munu brátt setja þessa atbur'ði ársins 1960 í skuggann. Hins vegar er enn erfitt að segja fyrir um áhrif atburðar eins og kosningu Kennedys eða þá breytingu, sem hefur orðið á byltingu Castros á Kúbu. Kennedy er enn óskr;ifað blað, en spáir þó heldur góðu. Breytingin, sem hefur orðið á byltingu Castros og fært hefur hann nær komm- únistaríkjunum, getur orðið orðið uphaf sögulegra atburða í Suður-Ameríku, en Castro getur líka steypzt af stóli fyrr en varir. Þannig má rekja þetta lengi áfram. Örðugleikinn við að meta gildi atburðanna, byggist ekki sízt á því, að menn sjá oftast svo skammt fram I tím- ann. ÞEIR ATBURÐIR ársins 1960, sem sennilega eiga eftir að hafa mesta þýðingu og setja munu mestan svip á það í sög- unni, er tilkoma^ hinna mörgu ríkja í Afríku. Árið 1960 mun senndega eiga eftir að kallast ár Afríku í sögunni. Ekki færri en 17 nýlendur hlutu þá sjálf- stæði sitt í Afríku. Öll þessi ríki eru byggð blökkumönnum, sem höfðu búið að nýlendu- DE GAULLE kúgun hvítra manna um lengra skeið. Að sönnu má búast við því, að sumum þessara ríkja muni farnast misjafnlega. En hvern- ig, sem framvinda mála verður í Afríku, er hitt samt víst, að hlufur Afríku verður hér eftir annar og miklu meiri en verið hefur.og að stórt skref hefur verið stigið til að afnema ný- lendukúgunina í þeirri heims- álfu, þar sem hún hefur verið einna verst. Ái'ið 1960 verður því stórt ár í sögu Afríku. í ÞEIM sögulegu atburðum, sem hafa gerzt í Afríku árið 1960, á einn maður miklu meiri þátt en nokkur annar. Það er Charles de Gaulle forseti Frakk lands. Langflestar þær nýlendur Afríku, sem hlutu sjálfstæði á seinasta ári, hafa áður lotið franskri nýlendustjórn. Fyrir frumkvæði de Gaulle var íbú- um þeirra' gefinn kostur á að öðlast fullt sjálfstæði, ef þeir æsktu þess, án þess að því væru látnar fylgja nokkrar kvaðir af hálfu Frakka. Niður- staðan- varð sú, að þessar ný- lendur kusu frelsið en hafa jafn framt ákveðið af fr’jálsum vilja að láta tengslin við Frakka haldast áfram, a.m.k. fyrst um sinn. Sjálfstæðistakan í öllum þess um nýlendum hefur farið fram með friðsamlegum hætti. Frakk ar hafa nefnilega ekki gert neitt t>l að viðhalda áfram völdum sínum þar með grímuklæddum hætti, eins og Belgíumenn hafa gert í Kongó. Þess vegna hefur sjálfstæðistakan gerzt jafn frið samlega í þessum löndum og hún hefur gerzt með óhugnan- legum hætti í Kongó. Það er raunsæi og víðsýni de Gaulle, sem hér hefur fyrst og fremst ráðið. Vafalaust hefðu þessar þjóðir fyrr en seinna fengið frelsi, en vegna atbeina hans hefur það orðið miklu fyrr og kostað miklu minni bar- áttu en ella. f ÞEIRRI samkeppni milli kommúnismans og lýðræðis- stefnunnar, sem nú stendur yfir í heiminum, er frelsistaka frönsku nýlendnanna í Afríku bezti árangurinn, sem lýðræðis- sinnar geta bent á af atburðum ársins 1960. Þeir geta tilfært hann sem sönnun þess, að vest- r'ænar þjóðir eru að gefa kúg- uðum þjóðum frelsi á sama tíma og kommúnistar reyna víða að koma kúgunarfjötrum á þjóðirnar. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið greindar, myndi sá, sem þetta ritar, helzt tilnefna de Gaulle, ef svara ætti spurn- ingunni hver væri maður ársins 1960. Þótt sitthvað megi finna að stjórn de Gaulle heima fyrir, dregur það ekki úr verki hans í Afríku. Þess ber líka að gæta, að de Gaulle býr við óvenjulegt ástand heima fyrir, þar sem átökin um Alsír geta hvenær sem er, leit’t til hinna hættuleg- ustu átaka. De Gaulle hefur nú stigið örlagaríkt skr'ef í Alsírmálinu, þar sem hann hefur nú hafið baráttu fyrir því að veita Alsír- búum sjálfsákvörðunarrétt um framtíð sína. Þar hefur hann við ramman reip að draga, því að þjóð hans er mjög klofin í málinu og áhrifamiklir aðilar beita sér gegn honum. De Gaulle hefur þar enn einu sinni sýnt, að hann mefur meira að gera það, sem hann álítur rétt, en að sækjast eftir ivðhvili til að geta haldið völdum. Alsír- málin eru nú tvimælalaust ei't mesta vandamál hins ve«træna heims Ef de Gaulle tekst að leysa það farsæileea. eiga ekki aðein« Frakkar. heldur vestrm" ar þjóð'r yfirleitt honum mivi^ þökk að gjalda. Þ.Þ. ) ) ) ) ) ) ) ) ) • í ) ) ) ) ) ) ) ) ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) 'j ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / / / f '/ f f Hvað hefði MU. sagt þá? Hvað hefði Mbl. sagt í tíð vinstn stjórnarinnar, ef hún hefði fengið 6 millj dollara óerdurkræft framiag frá Bandaríkjastjórn eins og núv ríkisstjórn fékk um áramótin til styrktar .viðreisninni“? Já, hvað hefði .Mbl. þá sagt um slíka ,,gjöf“, þegar það kallaði það landsölu ef lán voru tekin i Bandaríkj- unum með venjulegum skilyrðum? Ekki væri óeðlilegt að álykta að gjöfum fylgi meiri kvaðir en lánum. Þó segir Mbl. nú ekki neitt. Hvað veldur þögninm? Félagsbréf Almenna bókafélagsins Félagsbréf Almenna bóka- félagsins, 20. hefti, er nýkom ið út. Efni þess er sem hér seg ir: Minnzt er dr. Þorkels Jó- hannessonar háskólarek'or: Þá er grein eftir Helga Sæm undsson um Guðmund Dan íelsson rithöfund Njörður P. ‘Njarðvik skrifar þátt, er hann nefnir finnskt ævintýri. Ævar R. Kvaran grein um leiklistar mál. Þá er í heftinu dagbók sr. Gunnars Gunnarssonar í Laufási, sú er hann ritar, með an Jörundur hundadagakon- ungur var hér, en sr. Gunnar var þá biskupssveinn og fylgd ist vel með öllu. Hefur Jón Gíslason búið dagbókina til prentunar og ritar um ævi- atriði sr. Gunnars og skýring ar við dagbókina. Kvæði eru í ritinu eftir Hannes Péturson og Jóhann Hiálmarsson, og allmargar stökur eftir Kristján Ólafs- son skrifstofustjóra í Húsavík. Saga er í ritinu eftir banda- i ríska nóbelsskáldið William i Faulkner í þýöingu Kristjáns Karlssonar. Um bækur skrifa þeir Benedikt Tómasson, Njörður P. Njarðvík, Andrés Björnsson og Þórður Einars- son. Þá er tilkynnt um næstu mánaðarbækur AB, en þær eru: Febrúarbókin Á strönd- inni eftir ástralska höfund- inn Nevil Shute, þýðandi Njörður P. Njarðvík. Marzbók in er Hafið alþýðlega fræði- rit eftir Unnstein Stefánsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.