Tíminn - 04.01.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.01.1961, Blaðsíða 16
 Miðvikudaginn 4. janúar 1961. 2. blað. Brezk list hefur aldrei átt slíkan hæfileikamann sag<$i Su'nday Times um myndhöggvarann Moore Fyrir nokkru var i White- chapel listasafninu í Englandi haldin miKil sýning á verkum myndhöggvarans fræga Henry Moore. Sýning þessi vakti geysilega athygli og var brezk um blöðum tíðrætt um hana. Á sýningunni voru höggmynd ir, sem Moore hefur gert frá 1950, og hafa gagnrýnendur látið svo um mælt að nú hafi brezkum almenningi í fyrsta sinn gefist kostur á að virða fyrir sér og kynnast hinum miklu og nýjustu verkum, er marki nýjan áfanga á leið lista mannsins til fullkomnunar iist sinni. The Sunday Times sagði m. a. um Moore við þetta tæki- færi, að aldrei fyrr hefði brezk list eignast slíkan hæfileika- mann sem Henry Moore, hæfi- leikar hans væru fjölbreyttir og í stöðugri þróun. Aðrir gagnrýnendur fóru svipuðum orðum upi myndhöggvarann og listaverk hans. Hér til hægri á siðunni get- ur að líta iistamanninn, svo og nokkrar höggmyndir eftir hann. Hér að ofan get- ur að líta Henry Moore. Til vlnstri er mynd frá 1952, sem ber nafnið „Hjálmur, höfuð og axlir". Að neðan sést „Móðir og barri við opinn yegg", frá árinu 1956. Þessi mynd var á Whitechapel- sýningunni nú fyrir áramótin. — Til vinstri er högg- mynd í tveimur hiut um, gerð 1960. Á ensku heitir sú mynd „Reclining Figure II". ☆ Stórkostleg álfa- brenna Fáks á föstud. Grýla kemur á hrossi og situr í söðli Áður fyrr var það föst venja, að álfabrennur voru haldnar á íþróttavellinum á þrettándanum Síðustu árin hefur þetta alveg lagzt niður og mun þar hafa valdið mestu, að íþróttavöllurinn hefur ekki fengizt til þessarar starfsemi. Nú hefur Hestamannafélag- ið Fákur ákveðið, að endur- vekja þennan góða sið og mun halda stórkostlega álfa- brennu á skeiðvelli sínum við Elliðaár nú á þrettándanum 6. janúar kl. 20,30. Mun Þor- steinn Hannesson óperusöngv ari leika álfakóng, en Unnur Eyfells álfadrottningu. Grýla í söðli. Rúmir 100 álfar úr Þjóð- dansafélaginu munu dansa í kringum brennuna ásamt til- heyrandi púkum og drísil- djöflum. Grýla og Leppalúði munu einnig mæta og koma ríðandi, Grýla í söðli. Þá mun Vetur konungur einnig koma ríðandi ásamt 16 helztu ridd- urum landsins og fagna Álfa- konungi. 10—20 frægustu kór söngvarar landsins munu og láta til sín heyra. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur allan tím ann. Stjórn Fáks vonar, að þess- ari nýbreytni í starfsemi fé- lagsins verði vel fagnað og (Framhald a í siðui

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.