Tíminn - 04.01.1961, Síða 14

Tíminn - 04.01.1961, Síða 14
14 T í MIN N, miðvikuilaginn 4. janúar 1961. fótum drungalega. Eg lokaði á eftir mér, setti skóna á gólf ið og horfði á hann. Hann horfði einnig á mig. — Það var þá kvenmaður, sem ég talaði við í gærkvöldi, sagði ^ann aftir langa þögn. — Já, það var ég. Hvernig sváfuð þér? Hann gaut augunum á rúm ið, eins og hann vænti þess að svarið kæmi haðan. — Eg veit — Við fáum sent kaffi upp. Eg pantaði það. Hann fálmaði með óstyrkri hendi um andlit sitt og sagði: ----Þér eruð mjög alúðleg- ar við mig. Eg leyfði honum að vera í friði meðan hann drakk kaff- ið. Svo setti hann bollann frá sér á gólfið Eg rétti ^onum slgarett.m’ «em ég hafði kom HVER VAR Eftlr Cornell Woolrich Eg fór aftur upp í borgina, inn í hinn heiminn. Eg lá and vaka alla nóttina og hugsaði og hugsaði. — Hafði hann myrt hana? Hann var eiginmaður hennar og hann hafði elskað hana br'jálæðislegri ást, og nú var hann brjálaður út af henni í bókstaflegri merkingu orðs- ins. Hann keypti áfengi handa henni og setti fram stól fyrir hana á hverju kvöldi. í undirdjúpi borgar- innar gekk hann undir nafn- inu Ástarsorg. Mia Mercer hafði strikað yfir nafnið hans og það var eina nafnið i bók- inni, sem hafði verið strikað yfir. Og hann hafði staðið fyr ir utan húsið hennar og þegar elskhugar hennar komu út, gekk hann sæll á brott og í- myndaði sér að nú væri hún hans aftur. Og einn daginn hafði hann ekki lengur sætt sig við ímyndunina eina, held ur hafði hann farið inn til hennar og krafist hennar í al vöru.... Þannig hlaut það að hafa verið. — Marty, ég veit hvað þú gerðir Miu. Eg ætlaði að segja það umsvifalaust, án nokkurs undirbúnings og sjá hvernig honum yrði við. Nei, það var ekki hægt. Hann mundi bara neita; jafnvel hann í allri sinni eymd og volæði myndi hafa rænu á að neita. Og til þess að ég gæti farið til Flood varð ég að hafa áþreifanlega sönnun. Eg hafði fundið ástæðu til að hann gat hafa myrt hana. Og vaktir hans fyrir utan gluggann hennar. Nú vantaði bara játningu frá honum sjálfum, en það varð að vera meira en hræðslulegt augna- ráð og hikandi neitun. En kæmist ég þó svo langt áleið- is gat ég farið á fund Flood og hann sæi um eftirleikínn. En skyndilega fann ég ráð- ið — ég var alveg að festa blund þegar ég fékk hugmynd ina og ég gleðvaknaði á svip- stundu. Játningin eða neitun in varð að koma ósjálfrátt, án þess að hann yrði þess eigin- lega var. Eg ætlaði að ákæra annan og sjá hver yrðu þá viðbrögð hans. Morguninn eftir tók ég skóna hans hjá vikapiltinum og gekk með þú upp og bank- aði að dyrum. Hann svaraði ekki og mér flaug í hug, að nú hefði ég misst hann aftur. En hann var þar. Hann var alklæddur og sat á rúmstokkn um og dinglaði höndum og 20 ekki almennilega, sagði hann þreytulega. — Eg er svo van- ur að sofa á hörðum bekkjum að ég saknaði þeirra hálft í hvoru. — Hérna eru skórnir yðar. Hann spurði ekki hvers- vegna ég tók þá; hann virtist engan áhuga hafa á því. — Eg skildi ekki hvað af þeim var orðið, sagði hann sljó- lega. Eg virti hann gaumgæfi- lega fyrir mér. Eg hafði ekki séð hann í dagsbirtu áður. Og þó að ég væri hingað komin til að heyra morðjátningu hans og láta hann taka út sína refsingu fyrir glæpinn, sá ég nú enn ljósar hvað hún hafði gert honum óendanlega mikið illt. Einhvern tíma fyr ir langalöngu hafði hann ver ið glæsimenni. Og augun sönnuðu mér að hann hafði verið gáfaður. Hún hafði eyði lagt hann. Eg spurði sjálfa mig, hvaða óheillastjarna hefði ráðið örlögum hans og látið hann fella ást til ein- mitt Miu Mercer. Og svarið var einfalt. Það sem heilar huga okkar er ekki raunveru leikinn, heldur sú mynd, sem við sköpum okur af honum. Hann rétti sig upp þegar ég lauk við að binda skóreim- arnar. Eg sagði: ið með. Svo sagði ég: — Langar yður til að líta í blað? Lesið þér nokkurn tíma blöð? Hann hrissti höfuðið og ég endurtók síðari spnrninguna, sem ég áleit skipta miklu máli: — Þér lesið yfirleitt ekki blöð, eða hvað? — Nei, það er ekkert í þeim sem kemur mér við. Svo leit hann á mig og spurði kæru- leysislega: — Hvað viljið þér mér eig- inlega? — Þér vitið það. Eg þekkti Miu. Sársaukasvipur kom á and lit hans. Hann sýndi ekki lit á að segja neitt, svo . að,n4g varð að halda áfram: — Við vorum svo miklar vin konur. Eg hélt að ég gæti kannske kert eitthvað fyrir yður. — Hvað svo sem? spurði hann. Eg sneri mér eilítið til svo að ég sæi andlit hans í spegl- inum, án þess hann yrði var við að ég virti hann fyrir mér. — Síðast þegar ég hitti hana — ja, það hljóta að vera að minnstá kosti þrjár- fjórar vikur síðan — bað hún mig að.... Hann stirnaði upp og herpti saman munninn. — Hún er dáin, sagði hann. Eg hélt áfram rólegri röddu eins og ég hefði ekki heyrt hvað hann sagði: — Eg veit það. En hvernig vitið þér það. Þér sögðust aldrei lesa blöðin. Hann sýndi enga sektartil- finningu, en hann lokaði aug unum stundarkorn eins og hann væri að rifja eitthvað upp fyrir sér. Eg gaf honum góðan tíma til að hugsa sig um. Svo sagði ég enn: — -Eg hélt að þér sæuð aldrei blöðin. Og hvernig vit- ið þér þá að hún er dáin? Hann strauk hendinni um ennið, en minnið kom ekki aftur. — Hvernig vitið þér það? — Hættið þessu stundi hann hjálparvana. — í hvert sinn sem þér spyrjið gleymi ég því aftur. Það var alveg að koma, en þér rekið það alltaf burt aftur. — Fóruð þér kannske upp til hennar og sáuð hana eftir að það gerðist. Þér sku’u" 'kki vera hræddur við að viður- kenna það, ekkert er sak- næmt við það, sagði ég og bandaði með hendinni. — Var það ekki svona, Marty? Þér fóruð upp til hennar að heimsækja hana og funduð hana þar sem hún lá með silkisokk reyrðan'um hálsinn, var það ekki þannig? — Nei, hún var — hún var kæfð með púða. Eg hélt áfram jafn hirðu- leysislega og fyrr: — Þarna sjáið þér. Þér fór- uð til hennar. Og þess vegna vitið þér að hún er dáin. Þetta er allt í lagi og engin ástæða til að vera órólegur. Þér opnuðuð dyrnar og sáuð hana liggja á gólfinu í fremri stofunni og þá lokuðuð þér aftur og fóruð og enginn get ur áfellzt yður fyrir það. Hann sagði með barna- legri þrjózku í röddinni: — En hún var ekki í fremri stofunni. Hún var i hinu her berginu, svefnherb°rginu sínu .... — Þarna sjáið þér, sagði ég stillilega. — Þér vitið þetta allt. Þér segist ekki lesa blöðin, svo að þér hljót ið að hafa farið til hennar og séð hana. Hvernig komust þér annars inn í íbúðina? Hann hristi höfuðið, fyrst máttleysislega eins og allar hreyfingar hans voru, síðan ákveðnara og spurnarsvipur færðist yfir andlit hans. — En ég fór ekki upp til henn ar, tautaði hann. — Eg gerði það aldrei, því að henni var illa við það. Síðast þegar ég fór til hennar, kastaði hún mér út. Hún skammaðist sín víst fyrir mig. Hún sagðist skyldu hringja í lögregluna ef ég dirfðist að koma aftur til hennar. Og eftir það stóð ég bara á gangstéttinni og horfði upp í gluggann henn- ar. Hann andvarpaði, en hélt á*ram að hrista höfuðið. Eg leit ofan í veski?" mitt og lét eins og ég sæi ekki síga retturnar, sem eftir voru. Svo smellti ég töskunni aft- ur: — Okkur vantar siga- rettur, sagði ég. — Eg skrepp niður og kaupi nokkrar i við bót. Eg ætlaði að hringja í Flood. Honum þætti að tala við þennan mann. Hann myndi kunna lagið á honum og neyða hann til að segja sannleikann. — Á ég að vera hér og bíða eftir yður? spurði Marty á sinn vonleysislega hátt. — Já, ég kem eftir stutta stund, sagði ég og opnaði dyrnar. \ Miðvikudagur 4. janúar: 8,00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ný saga: „Átta börn og amma þeirra í skóginum" eftir Önnu Cath Westly, I. Stefán Sigurðs son kennari þýðir og Ies. — Sagan er framhald bókarinnar „Pabbi, mamma, börn og bíll“, sem Stefán las í útvarpið fyrir tveimur árum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Anna Karenina: Framhalds- leikrit eftir Leo Tolstoj og Old field Box, X. kafli. Þýðandi: Áslaug Árnadóttir. — Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Leikend- ur: Helga Valtýsdóttiir, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Ævar Kvaran, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Jón Sig- urbjörnsson og Jóhann Páls- son. 20.35 Giuseppe Taddei syngur óperu aríur. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örnólfur Thorlacius fil. kand. kynnir starfsemi Rannsókna- ráðs ríkisins. 21.10 Ungversk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúkas“ eftir Taylor Caldwell. Ragnheiður Hafstein les XXVI. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Austur-Afríka: Erindi flutt af Baldri Bjarnasyni magister. 22.30 Harmonikuþáttur. Henry J. Eyland og Högni Jónsson stjórna þættinum. 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga 47 Ervin bíður undir eikinni. Hon- um er ekki rótt eftir hina síðustu atburði. Eftir langa bið ke-mur Svemr. — Hér getum við talað óáreittit, segir hann. Ég þarf að segja þér margt, Ervin, hlustaðu nú á .... í sama bili heyrist braka í grein og Tjali gengur fram úr runna. — Hvað ert þú að gera með þessum manni? spyr hann Ervin illskur á svip. — Bíddu, Tjali, lofaðu okkur að skýra fyrir þér ætlun okkar, segir Sverrir. Hann talar við Tjala lágri röddu ob Tjali hlustar með sívax- andi áhuga. — Þetta er stórkostlegt! hrópar Tjali að lokum, — ég skal ábyggi- lega aðstoða þig.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.