Tíminn - 05.01.1961, Qupperneq 5
TÍMINN, fimmtudaginn 5. janúar 1961.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—19305
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
ERLENT YFIRLlT
Á vaxtaokríð að
stöðva útgerðina?
Svo er nú komið, að útgerðin hefur stöðvazt í nokkr-
um helztu verstöðvunum, m.a. í Vestmannaeyjum og á
Hornafirði, vegna óánægju útgerðarmanna yfir fi.?k-
verðinu. Útgerðarmenn telja sér ekki unnt að hefia
róðra, noma þeir fái hærra verð fyrir aflann. Lengra
framundan virðist svo vofa stöðvun útgerðarinnar í flest-
um eða öllum verstöðvum, ef ekki takast nýir samning-
ar milli útvegsmanna og sjómanna innan skamms tíma.
Ef ekki verður reynt að kippa þessum málum tafar-
laust í lag, mun hljótast af þessu mikið tap fyrir þjóðar-
búið. Mikil verðmæti fara nú þegar forgörðum vegna
þess að róðrar hafa fallið niður í stórum verstöðvum,
eins og t. d. Vestmannaeyjum.
Því fordæmanlegra er það líka ef þessum málum
verður ekki kippt í lag, að það, sem veldur áorðnum og
yfirvofandi stöðvunum, er sjálfskaparvíti.
Það er m. ö. o. stefna stjórnarinnar í vaxtamálunum.
Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra birti í ára-
mótagrein sinni upplýsmgar, sem gefa til kynna. að
vaxtahækkunin í fyrra hafi lækkað fiskverðið um ca. 28
aura. Ef öll vaxtahækkunin væri feiid niður ætti fisk-
verðið nú að geta hækkað sem þessu svarar Stjór.im
hefur aðeins fellt niður helming hennar.
Mjög sennilegt væri, að alger niðurfelling vaxta-
hækkunarinnar, ásamt einhverjum hliðstaeðum lagfær-
ingum á kjörum útgerðarinnar, myndu nægja til þess
að fullnægja óskum útgerðarmanna um bætt fiskverð
og óskum sjómanna um lagfæringar á kjörum þeirra.
Það er þannig viðhald vaxtaokursins, sem fyrst og
fremst orsakar áorðnar og yfirvofandi stöðvanir út-
gerðarinnar.
Ef vel ætti að vera ættu útgerðarmenn og sjómenn
ekki að vera að deila um kjörin. Þessir aðilar, sem hata
svo margra sameiginlegra hagsmuna að gæta, ættu í
staðinn að fylkja saman liði og beita sér fyrir því að fá
vaxtaokrið afnumið. Mikið vantar á, að forvígismenn út-
gerðarmanna hafi lagt nægilega áherzlu á þetta í skipt-
um sínum við ríkisstjórnina. Það er þó gegn vaxtaoKr-
inu, sem þeir eiga fyrst og fremst að beina spjótunum.
Aiþýðublaðið og Ólafur
Eins og vænta mátti varð Alþýðublaðið fyrra til þess
en Mbl. að taka upp vörn fyrir Ólaf Thors vegna talna-
blekkinga hans í áramótaræðunni.
Alþýðublaðið segir, að Tíminn sé skrítið blað vegna
þess, að hann fellst ekki á þá skýringu Ólafs, að útflutn-
ingsverðmæti hafi minnkað um 500 millj. kr. 1960
vegna aflabrests og verðfalls.
Það er ekkert skrítið við þetta, heldur stafar þetta
einfaldlega af því,
að verzlunarskýrslur sýna, að útflutningsverðmæti
fyrstu ellefu mánuðina 1960 er 80 millj. kr. meira en á
sama tíma 1959.
að aflaskýrslur sýna að fiskaflinn 1960 er ofan við
meðaltal undanfarinna ára, því að aukinn afli bátanna
hefur bætt upp aflatregðu hjá togurunum.
og að verðhækkanir á saltfiski, skreið og fleiri út-
flutningsvörum hafa bætt upp verðfall á lýsi og mjöli
Hið skrýtna í þe «u sambandi er bað að bæði Ólafur
Thors og Alþbl. beita biekkingum til þess að leyna þess-
um staðreyndum.
t
láttúran óbiíð Mao og Krustjoff
Kommúnisminn hentar ekki heldur landbúnafönum
NOKKRU fyrir áramótin
birti stjór'nin í Peking tilkynn-
ingu þess efnis, að þurrkar og
stórflóð hefðu orðið þess vald-
andi, á árinu 1960, að stór-
kostlegt tjón hefði orðið á upp-
skerunni.
í stórum landshlutum eins og
Hopei, Honan, Shangtung og
Shansi hélzt þurrkur samfleytt
í 6—7 mánuði og spillti upp
skeru meira og minna á ca 60%
ræktaðs lands á þessu svæðl
Engar tölur hafa verið hirtar
um uppsker'ufrest af þessum
völdum, en fullvíst má telja,
að þær séu svimháar. Sagt er,
að þurrkarnir hafi verið svo
stórfelldir, að hægt hafi verið
að vaða yfir Gulafljótið á viss-
um stöðum, og átta af tólf
stærstu ánum í Shangtung hafi
þornað upp að mestu.
Á öðrum árstíma komu svo
mikil flóð og fellibyljir til sög-
unnar, og loks varð skordýra-
faraldur, er olli miklu tjóni.
Áður en þessi tilkynning var
birt í Peking, var það vitað, að
miklir þurrkar hefðu verið í
Kína á árinu 1960, en tilkynn-
ingin gaf það til kynna, að þeii
hefðu verið miklu slórfelldari
en áður var vitað um. Sést bezt
á því, hve Kína er lokað land,
að umheiminum skuli ekki ber-
ast fullar fréttir af þessu fyrr
en eftir á í opinberum tilkynn-
ingum.
FYRIR Kínverja og stjórnar-
völd þeirra, er uppskerubrestur
inn af völdum þessara hamfara
aukið áfall vegna þess, að þar
varð einnig uppskerubrestur af
sömu ástæðum 1959. Kínverjar
voi'u því i'lla undir það búnir, að
mæta nýjum og auknum upp-
skerubresti 1960.
Fyrir hin kommúnistisku
stjórnarvöld hafa þessir upp-
skerubr'estir verið sérstakt áfall
vegna þess, að þau voru búin
að gefa fyrirheit um, að miklar
áveituframkvæmdir, sem búið
var að gera, myndi geta afstýrt
upnskerubresti og þannig hefði
iiið nýja þjóðskipulag unnið
sigur á náttúrunni. Þessi fyrir-
heit hafa nú brugðizt, en hitt
má hins vegar færa stjórnar-
völdunum til tekna, að áður
fyrr myndu slíkar hamfarir
hafa orsakað hungurdauða þús-
unda og j afnvel milljóna
manna, en vegna aukinnar
tækni við framleiðsluna og
skipulagðrar matardreifingar,
mun ekki koma til þess nú, að
því talið er. Hitt er vrst, að
Hinn 9. des. s.l. var hald-
inn aðalfundur Lögmannafé-
lags íslands. Var fundurinn
einhver hinn f jölmennasti,
sem haldinn hefur verið um
árabil.
If
■ ■ ■
MAO TSE TUNG
Kínverjar þurfa að búa við
þröngan kost næstu mánuðina.
Líklegt má t-elja, að hinir
tíðu uppskerubrestir í Kína,
eigi sinn þátt í því, að pólitík
valdhafanna þar virðist mun
herskárri en samherja þeirra í
Sovétríkjunum. Það er mann-
leg skýring, að Kínverjar líti
út fyrir landamæri sín, ef eigið
land þeirra getur ekki brauð-
fætt þá svo að vel sé. Það hefur
svo sitt að segja, að Kínverjum
fjölgar um tugmilljónir áríega
e,g matarframleiðsla hjá þeim
verður að aukast að sama skapi,
ef vel á að vera.
Þá getur það og verið aðferð
valdhafanna til þess að draga
athyglina frá þessum erfiðleilc-
um, að halda uppi hörðum á-
deilum gegn erlendum aðilum
og teljá árásarhættu af þeim
neyða þjóðina til að þrengja að
sér mittisólina.
EN ÞOTT Rússar séu betur
settir en Kínverjar í þessum
efnum ,er ástandið hjá þeim
engan veginn gott. Heimaland
Rússa nægir ekki lengur til að
fullnægja matarþörfum þjóðar-
innar svo vel sé, og því hafa
Rússar seinustu árin hafið
ræktun eyðilenda austan Úral-
fjalla í stórum stíl. Krustjoff
hefur sérstaklega látið þær
framkvæmdir taka til sín. Þær
hafa hins vegar gengið misjafn
lega til þessa og því verið tíð
ikipti á yfirmönnum rússneska
landbúnaðarins, því að í ein-
ræðisríkjum þarf jafnan að
finna einhverja sökudólga, ef
illa gengur. Nú seinast fyrir
nokkrum dögum var skipt um
la..jbúnaðarmálaráðherra eftir
að fr'áfarandi ráðherra hafði
orðið fyrir allharðri gagnrýni í
rússneskum blöðum fyrir ýmis
konar sleifarlag á framkvæmd-
um.
Samkvæmt frásögnum iúss-
neskra blaða, hefur landbúnað-
ur Sové ríkjanna orðið fyrir
ýmsum áföllum á liðna árinu
vegna óhagstæðrar veðráttu.
Vorið kom óvenjulega seint
víða og sums staðar var sum-
arið of votviðrasamt. Talið er,
að þetta hafi dregið mjög úr
uppskeru og tilsettar áætlanir
ekki náðst af þeim ástæðum.
RÚssar eiga hins vegar, ef
rétt er á haldið, að geta full-
nægt vel þörfum sínum á sviði
landbúnaðarframleiðslunnar
vegna hinna stóru landflæma,
er þeir ráða yfir í Asíu og enn
má nýta margfalt betur. En
því geta hins vegar fylgt póli-
tískir erfiðleikar, því að ef til
vill taka þá Kínverjar að renna
augum í þá átt.
BERSÝNILEGT er, að bæði
Rússum og Kínverjum gengur
mun verr uppbyggingin á sviði
landbúnaðarins en á vettvangi
stóriðjunnar. Það verður áreið-
anlega ekki skrifað að öllu leyti
á reikning óhagstæðrar náttúru
og veðurfars. Hið kommúnist-
iska skipulag hentar bersýni-
lega ekki eins vel landbúnað-
inum og stóriðjunni. Sama gild-
ir um ýmsan smærri iðnað. Á
sviði landbúnaðar og smáiðn-
aðar hefur hinn frjálsi atvinnu-
rekstur ótvíræða yfirburði. Á
þeim sviðum eru yfirburðir
hi.ma vestrænu landa mest-
ir, þegar gerður er samanburð-
ur við kommúnistaríkin.
KRUSTJOFF
Þ.Þ.
t
t
t
t
)
)
)
i
\
)
)
t
\
t
t
\
(
t
t
t
't
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
)
)
)
)
)
)
i
)
t
)
)
t
t
)
t
t
)
)
)
j
)
t
t
)
)
t
t
t
t
t
)
t
t
t
)
)
t
t
Lárus Jóhannesson, sem hafði
verið formaður félagsins, lét af
formennsku s.l. vor, en þá varð
hann sem kunnugt er hæstaréttar-
dómari.
Ágúst Fjelsted hrl., sem hafði
verið varaformaður félagsins; tók
við formennsku í félaginu. FJutti
Ágúst á fundinum skýrslu sljórn
arinnar, en starfsárið var mjög
atburðaríkt og mörg mikilvæg
mál tekin fyrir á árinu.
Merkast þeirra var stofnun líf
evrissjóðs lögmanna, en stjórn fé-
lagsins beitti sér fyrir stofnun
hans. Var vandað mjög til lífeyris
'ióðsins og er hann nú tekinn til
Reglur settar um
skyldur lögmanna
starfa og fev sjóðsfélögum fjölg-
andi.
Þá beitti stjórnin sér fyrir því,
að gerðar voru tillögur til dóms-
málaráðherra um, að settar yrðu
rcglur um, hvaða störf samrýmast
lögmannsstöifum. Sú stefna er ríkj
andi í félagmu, að þeir einir eigi
að stunda lögmannsstörf, sem
hafa það að aðalatvinnu, en þeir
sem stunda dómsstörf eða stjórn-
sýslustörf eigi ekki að stunda lög-
mannsstörf lafnhliða.
Stjórnin oeitti sér og fyrir bví,
af settur yrö) Codex ethicus lög
rnanna, þ.e. siða og starfsreglur
lögmanna. Er codexinn mjög ýt-
ailegur og fjallar bæði um skyld-
j ur lögmanna gagnvart skjólstæð-
! irgum sínum svo og um skyidur
logmanna gagnvart starfsbræðrum
sinum.
1 í ágústmánuði s. 1. var haidið
hér í Reykjavík mót norrænna
lögfræðinga. Var mótið mjög fjöl-
I sótt; bæði af erlendum og íslenzk-
i um lögfræðingum. Félagið og fé-
lagsmenn þess tóku að sjálfsögðu
þátt í mótinu. Bauð félagið er-
lendum lögmönnúm til hádegis-
| verðar með íslenzkum lögmbnn-
um að Hóte! Borg, svo og hofðu
f’öldamargir félagsmenn heimboð
fyrir erlenda lögfræðinga og kon-
I ui þeirra. Var það mál manna,
(Frambaid a 13 síðu).