Tíminn - 05.01.1961, Síða 14

Tíminn - 05.01.1961, Síða 14
14 TÍMINN, fimmtudaginn 5. janúar 1961. Að eyrum okkar bárust tón- ar frá útvarpi í herbergi hinu megin við ganginn. Marty fór aftur að hrista höfuðið, en að þessu si-nni upp og niður. — Þannig var það einmitt, muldraði hann. — Hvað? spurði ég og stei.g aftur yfir þröskuldinn. — Eg heyrði það einmitt þannig, sagði hann. — Eg las hvergi um það og ég fór heldur ekki upp til hennar. Eg heyrði það í útvarpinu. Á veitingastofunni Silfurdollar- inn. Þeir hafa útvarp og ég var nýkominn og ekkert far- inn að drekka, svo að ég skildi það sem sagt var.. Eg man ennþá orðrétt hvað var sagt, þótt það væri lesið bara einu sinni. Þessi orð koma stundum upp í huga mér alvefi' ósjálfrátt og ég get ekki við því gert: í dag fann lögregl- an unga, fallega stúlku myrta í íbúð sinni. Hin myrta var Mia Mercer, tuttugu og átta ára, sem skemmti í Eremitage kabarettinum, þar til fyrir skömmu.... Andlit hans afmyndaðist og hann hallaðist aftur á bak í rúmið. .... Hún sást síðast á þriðjudagskvöldið, en þá mun hún hafa komið mjög seint heim, en sannað er að morð- ið átti sér ekki stað fyrr en um eitt-tvö leitið daginn eft ir. Lögreglan hefur handtekið mann, sem grunaður er, en nafn hans mun ekki birt að sinni. Búizt er við. ... Eg lokaði dyrunum og kom inn aftur. Eg iagði lófann yfir varir hans, tvo að hann hætt.i. Eg sagði viö hann sömu orð- in og hann við mig áðan: Æ, hættið. Leikaraskaour getur verið mjög sannfærandi, en hrein- skilni án leikaraskapar er þó oftast enn meira sannfær- andi. Hann hafði fengið frest um stund, en ekki algerlega sýknun. Margar klukkustundir voru liðnar og við sátum enn í litla herberginu. Úti var tekið að dimma, en rödd hans spannst eins og þráður gegnum myrkrið. — Hún var í bláum kjól þetta kvöld. Eg sé hana fyrir mér. Það er undarlegt að maður getur far ið rtt að skemmta sér á einhverj um stað, án þess að hafa hug- mynd um að þetta kvöld eigi þessi staður eftir að gjörbreyta tilveru manns. Maður fer í sam kvæmi eða á ball, af því ekkert er skárra við tímann að gera og maður gerir ráð fyrir að hafa gleymt öllu strax næsta dag. En svo kemur upp úr kafinu að tíu árum seinna man maður eitt kvöldið svo ljóslega eins og það hefði verið í gær. Hann þagnaði. Eg beið og sagði ekkert af ótta við að hann hætti, ef hann myndi návist mína. Hann talaði fremur við sjálfan sig en mig. Eftir stutta stund hélt liann áfram. — Eg man enn lagið sem var leikið — banka, ekkert annað, að tíu mínútum liðnum. Sjö mínútur af jreim tíu voru þegar liðnar. Tveir púðar lágu ofan á sæng .inni, púðar eins og hún hafði verið kyrkt með. Hann jiurfti ekki annað en rétta út höndina eftir þeim. Við vorum tvö ein í herberginu og hann vissi ekki að það yrði bankað eftir fáein- ar mínútur. Hann vissi ekkki til HVER VAR “7 Efftlr Cornell Woolrich 21 það hét „Alltaf" og í hvert sinn : sem ég heyrði það síðan, minnti jiað mig á bláa kjólinn og Miu í fyrsta skipti, sem ég sá hana. Það var lagið okkar, liennar og mín, meðan við vorum saman, og nú eftir að hún er horfin, er það aðeins lagið mitt. — Eg held ég hefði getað horft á hana allt kvöldið. Það hefði verið mér nóg. En svo kom vin ur minn, sem hafði komið með mér á dansleikinn og spurði: Hvað er að þér Ætlar jrú ekkert að dansa? Jú, svaraði ég, — en aðeins við eina stúlku, þessa þarna. Eg benti á hana og hann hló og sagði: Við getum kippt |>ví í lag eins og skot. Hann greip í mig og leiddi mig til hennar án þess að taka nokkuð tillit til j>eirra sem hún hafði verið með. Og upp frá þeirri stundu fylgdi ég minni ..... Óheillastjörnu, hugsaði ég. — Svo að þið kynntust.þannig, sagði ég. Það dimmdi enn. Hann lá jovert yfir rúmið og hafði hönd undir kinn. Hann fitlaði við rúmteppið um leið og hann tal aði. Eg sat á stól fyrir aftan hann og hafði hendurnar á stól örmunum. Bæði hann og rúmið voru á milli mín og dyranna. Það væri ómögulegt fyrir mig að komast út í tæka tíð ef ... | Eg hafði skroppið niður litlu áður og beðið um að einhver yrði sendur upp og látinn að nokkur sála mundi ónáða okkur. Eg leit laumulega á úrið. Tvær og hálf mínúta enn. — Eg veit liver gerði það, Marty, sagði ég skyndilega. Nú ætlaði ég að grípa lrann. Nú eða aldrei. Hann sneri sér við og starði á mig. Að lokum sagði hann ó- styrkri röddu: ----Já, hann jrarna maðurinn sem var handtekinn. Það vitum við bæði. — Nei, nei, ég á ekki við hann. Eg veit hver hinn raunverulegi morðingi er. Eg leit niður og vogaði mér ekki að horfast í augu við hann. — Eg er eina manneskjan. sem veit jtað. Nú skal ég segja yður j>að, sem enginn veit nema ég: Eg var hjá henni þegar það gerð ist. Eg var í íbúðinni. Eg sá morðingjann án jress hann vissi og hann sá mig ekki. Eg sá hvernig æðarnar á höfði hans og hálsi þrútnuðu. — Hvers vegna — hvers vegna haf ið þér j>á ekki sagt frá því? Hann átti erfitt um mál, og kingdi í sífellu. — Sennilega vegna þess að ég vildi ekki verða flækt i málið. — Eruð þér — eruð j>ér vissar um að þér liafið séð liann gera það? — Eg sá hann standa hálfbog inn yfir henni — meðan hann drap hana. — Hvers vegna öskruðuð ]>ér ekki? Hvers vega reynduð jrér ekki að bjarga henni? — Eg var hrædd um að þá myndi hann drepa mig líka. Eg var hrædd um líf mitt. Eg tróð handklæði upp í mig, svo að ég [ gæti ekki hrópað. — Hvernig stóð á að þér vor i uð í íbúðinni spurði hann — og | hvers vegna varð hann ekki var í við yður. Andrúmsloftið varð skyndi- lega svo mettað spennu að mér varð jrungt um andardrátt. Og Jdó sátum við bæði grafkyrr. Hann endurtók: Hvers vegna tók hann þá ekki eftir yður, ef ]>ér voruð J>ar, þegar ]>etta skeði. — Eg kom í heimsókn, sagði ég. — Það gerði ég raunar svo oft, án þess að eiga nokkuð er- indi, rétt svona til ]>ess að drepa tímann. Við vorum góðar vin- konur, skiljið þér. Við sátum bara og spjölluðum saman án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. Hú nvar ekki einu sinni búin að klæða sig. Það hafði ég ]>ó séð með eig- in augum. — Svo allt í einu langaði mig í steypubað og hún sagði: Guð- velkomið. Þú veizt hvar ]>að er. Eg fór inn og lét baðherbergis- dyrnar næstum alveg aftur. Svo klæddi ég mig úr og fór á bak við hengið. En ég var ekki einu sinni búin að skrúfa frá vatn- inu. Eg stóð í baðkarinu, var búin að setja upp hettu, sem Mia átti. Þáð tók mig dálítinn tíma, ])ví að hún var höfuð- stærri en ég, og allt í einu fannst mér ég heyra karlmannsrödd inni hjá henni. Eg fór fram úr baðkarinu til að láta aftur dyrn ar fyrst hún hafði fengið gest. En áður en ég var komin að dyrunum gerðist ]>að. Eg heyrði að hann varpaði lienni á gólfið og ég vafði um mig baðhand- klæði og gægðist fram um rif- una. Eg sá hann J>rýsta ein- hverju niður á gólfið af öllum kröftum og mér varð Ijóst, hvað var að gerast. Eg faldi mig á bak við hengið og ]>ar var ég jrangað til ég vissi um að hann væri far inn. — Og þér sáuð hann? Hann hvíslaði orðunum ofur lágt. Ein mínúta var liðin, ég hafði hálfa aðra til stefnu. — Já, ég sá hann. Mjög greini Iega. -t- Og ]>ér hafið aldrei sagt neinum frá þessu? Hann virtist vart bæra varirnar, þótt orðin heyrðust greinilega. — Eg hef ekki sagt neinni lif andi sálu frá þessu. Eg er eina manneskjan, sem veit þetta. Höndin, sem hafði fitlað við rúmteppið færðist í áttina til mín. — Komdu hingað, sagði hann. — Komið nær, hingað til mín. Hann horfði enn ekki til mín. — Leggist við hliðina á mér, hér. Eg fékk sting í hjartað. Þarna lágu púðarnir tveir ofur mein- leysislega og hönd hans á rúm teppinu. Eg beitti mig valdi til |>ess að standa upp og lét fallast nið ur á rúmið við hlið hans. Höfuð okkar snertust, hann teygði höndina út eftir öðrum púðanum og dró hann í áttina til mín. Eg starði upp í loftið og hugs aði: Eftir nokkrar sekúndur verður |>ú dáin, kæfð eins og Mia Mercer. — Og þér eruð vissar um að j>ér séuð einasta manneskjan sem sáuð hann? hvíslaði hann inn í eyrað á mér. — Eg sá ]>að, sem ég hef sagt yður. Hvað viljið j)ér? Hvers vegna báðuð þér mig að koma nær? Og ég vissi, að innan sekúndu brots myndi hann þrýsta púðan- um fyrir andlit mitt .... 8.00 8.30 9.10 12.00 12.50 14.40 15.00 18.00 18.25 18.30 19.00 19.30 20.00 20.30 21.45 22.00 22.10 22.30 23.00 Morgunútvarp. Fréttir. Veðurfregnir. Hádegisútvarp. „Á frívaktinni". Sjómannaþátt- ur í umsjá Kristínar Önnu Þórarinsdóttur. „Við, sem heima sitjum". Svava Jakobsdóttir hefur um- sjón með höndum. Miðdegisútvarp. Fyrir yngstu hlustendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. Veðurfregnir. Lög leikin á mis hljóðfæri. Tilkynningar. Frýéttir. ,,Fjölskyldur hljóðfæranna": Þjóðlagaþættir frá Unesco, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna; IV. þátt- ur. Tómas Guðmundsson skáld sextugur. Erindi um skáldið flytur séra Sigurður Einars- son, úr ljóðum þess lesa Her- dís Þorvaldsdóttir og Lárus Pálsson, og Andrés Björnsson les úr hókinni „Sv kovað Tóm- as“ eftir Matthías Jóhannes- sen. — Sungin verða lög við Ijóð eftir Tómas Guðmunds- son. Poeme eftir Chausson: Ginette Neveu fiðluleikari og hljóm- sveitin Philharmonia í Lund- únum leika Issay Dobrowen stjómar. Fréttir og veðurfregnir. Úr ýmsum áttum: Ævar R. Kvaran leikari tekur upp þráð inn að nýju. Kammertónleikar: Strengja- kvartett nr. 5 í f-dúr yfir slav- nesk stef op. 33 eftir Shebalin Borodin-kva.rtettinn leikur. Dagskrárlok. EíRÍKUR VÍÐFÖRU Merki Jómsvíkinga 48 Vúlfstan kemur á fund Eiríks að mitt mál gegn fullyrðingum og ségir: *— Mér er tjáð að Bolor Sverris. liggi fyrir dauðanum. Hann er — Því vil ég biðja þig að færa ekki aðeins bezti vinur minn, held- honum þetta meðal, það er hið ur líka sá eini, sem getur sann- heimulega læknislyf Jómsvikinga. Ég hef búið það til sjálfur og ef það hjálpar ekki, er ekekit sem hjálpar. Eiríkur tekur við lyfinu og fær það gamla lækninum. — Ég var einmitt að reyna nýtt lyf, segir hann. Ef það verður ekki að liði, ætla ég að reyna þetta. Eiríkur er vart genginn út þeg ar han nheyrir annarlega :-tum frá herbergi læknisins. Síðan heyr ist dynkur eins og einhver haf fallið á gólfið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.