Tíminn - 05.01.1961, Qupperneq 16
Hálfkalt afrennslisvatn frá öðru
hitaveitusvæði selt fullu verði
Leyndardómur hitaveitunnar
í Höfðahverfi
Balndaríkjamenn hvattir til aS fljúga ekki meS
Evrópuflugfélögum
BINGÓ!
Stjómmálamenn í Wash-
ington segja, a3 flugfélög í
Evrópu muni brátt reyna af-
leiðingarnar af skipan Mull-
ers verzlunarmálaráðherra
Bandaríkjanna til allra fyrir-
tækja þar í landi að nota
bandarísk flugfélög til þess
að flytja vörur sínar og önn-
ur flugfélög ekki.
Til þess a3 rétta nokkuð óhag-
stæðan vðiskiptajöfnuð Bandaríkj-
anna hefur Muller skrifað nær
.1000 fyrirtækjum vestra og farið
’ihes'ájgOTtett við þau, að þau skapi
bandarískum flugfélögum forrétt-
indaaðstöðu við vöruflutninga. Af
þessum orsökum hefur hollenzka
flugfélagið KLM þegar beðið mik-
inn skaða.
Forystumeán SAS flugfélagsins
hafa og orðið varir við fækkun
farþega og minnkandi vörumagn
| með flugvélum fyrirtækis’ns til
Ameríku. Mun SAS nú snúa sér
•til annaira flugfélaga í Evrópu
um að þau hefjí sameiginlegar
aðgerðir vegna þessa Er og búizt
við, að sendiherrar fjölmargra
Evrópuríkja í Washington muni
ganga á fund bandaríska utan-
ííkisráðneytisins og mótmæla
þessu.
Hinn 11. janúar n. k. munu
Framsóknarfélögin í Reykjavík
halda skemmtun í Framsóknar-
húsinu og verður þar m. a. spilað
Bingó, en þar að auki verða marg
vísleg önnur skemmtiatriði. Vinn
ingarnir eru mjög góðir, og verð
ur sagt frá þeim næstu daga, um
leið og skemmtunin verður aug-
lýst nánar. Þegar er byrjað að
panta aðgöngumiða á skemmtun-
ina og eru allar horfur á að svo
verði með þetta sem önnur
Bingókvöld Framsóknarfélaganna
að færri komist inn en
vilja — og geta menn því pantað
sér aðgöngumiða í síma 15564.
Næstkomandi laugardag verður 20. sýningin á „Engill, horfðu heim" i
Þjóðleikhúsinu. Leikrit þetta er eitt vinsælasta verk sem Þjóðleikhúsið
hefur sýnt um langan tíma og eru allir, sem séð hafa leikinn sammála um,
að hér fari saman ágæt leikstjórn, góður leikur og stórbrotið efni. „Eng-
illinn" er sjöunda leikritið, sem Baldvin Halldórsson hefur sett á svið hjá
Þíóðleikhúsinu.
Gufutúrbína SR á Skagaströnd. Eiginlega er þetta felumynd. Hvar er vélstjórinn?
Gufutúrbína feægir
rafmagnsleysi frá
En mikið af orku hennar fer til spillis
Undanfarið hefur orku-
framleiðsla rafmagnsvirkjan-
anna fyrir Skagafjarðar- og
Húnavatnssýslur verið alltof
lítil vegna vatnsskorts í Laxá
á Ásum og Gönguskarðsá. Til
úrbóta hefur verið gripið til
þess að setja í gang gufutúrb-
ínu Síldarverksmiðja ríkisins
á Skagaströnd til rafmagns-
framleiðslu
Fylgir hér mynd af þessu
tæki, sem upphaflega var
sett þarna upp með síldar-
vinnslu eina í huga, en er nú
í fyrsta sinn tekið til veru-
Iegrar notkunar og í allt öðr
um tilgangi.
Ástand rafmagnsveitnanna
nyrðra er nú þannig, að orku
framleiðsla Gönguskarðsár-
virkjunar er 250—400 kw af
1000, sem vélarnar gætu fram
leitt, ef vatnsaflið væri fyrir
hendi. Við Laxárvirkjun er
vatninu safnað saman mest-
an hluta sólarhringsins, og
orku þaðan er hleypt á kerf-
ið á þeim tímum sólarhrings,
sem rafmagnseyðslan er ör-
Bandaríkjastjórn
í stríði við SAS
ust, og er þá tekið fyrir rennsli
Laxár við vatnið. Svínavatnið
sem er ofar, er alveg tómt.
Dýrt rafmagn
Auk virkjananna beggja og
gufutúrbínunnar er í gangi
dieselstöð á Skagaströnd, er
notuð var til rafmagnsfram-
leiðslu þar áður en raflagnir
náðu þangað. Framleiðir hún
300 kw. Gufutúrbínan hefur
1200 hestafla orku, og hefur
óneitanlega komið í góðar þarf
ir í þetta sinn, en skv. upp-
lýsnigum Guðjóns Guðmunds
sonar hjá Rafmagnsveitu rík
isins er mjög kostnaðarsamt
að nota hana þannig. Mikill
hluti gufuþrýstings hennar
fer til ónýtis, og verður raf-
magnið því dýrt.
Rafmagnsveiturnar vinna í
vetur að því að setja upp nýja
dieselrafstöð á Sauðárkróki,
tvær 660 kw dieselvélar, og
hefði óneitanlega verið hag-
kvæmt, ef þær hefðu verið
uppsettar nú þegar.
Tveir af íbúum Höfðahverf-
is hér í Reykjavík hafa staðið
í ströngu að undanförnu. og
þeir, sem eiga heima í hverf-
inu, mega vera þeim þakk-
látir fyrir framgönguna. Þeir
hafa nefnilega ieitt í Ijós, að
hitaveitan hefur selt hverfis-
búum fullu verði vatn, sem
búið var að kæla með afrennsl
isvatni úr öðru hverfi, og er
ætlað, að þeir, sem eru á því
svæði, er fær vatn úr borhol-
unni við Fúlutjörn, hafi orðið
að greiða ófullnægjandi upp-
hitun húsa sinna allt að fjórð-
ungi hærra verði af þessum
sökum en menn á öðrum hita-
veitusvæðum í bænum.
Hitaveitan í Höfðahverfi var
upphaflega gerð sökum framtaks
sjálfra íbúa hverfisíns. Nefnd
manna átti í löngu þófi við hita-
veituna um málið, og lóks var það
knúið fram, eftir að nefndin hafði
beitt sér fyrir því, að allir húseig-
endur á svæðinn lánuðu fé úr eig-
in vasa til vei'ksins. Þegar verkinu
svo var nálega lokið og ekki annað
eftir en tengja húsin við hitaveitu-
æðamar, varð hlé á um stund. Það
stafaði af því, að bærinn þurfti að
fá ráðrúm til þess að hækka heim-
taugagjaldið til muna, svo að hita-
veitan losnaði við að endurgreiða
hið vaxtalausa lán, er hverfisbúar
höfðu veitt til verksins í öndverðu.
En það er önnur saga.
Kaldara vatn — hærri
reikningar
Sá annmarki kom í ljós á hita-
veitunni í þessu hverfi, þegar fram
í sótti, að vatnið, sem átti að hita
upp húsin, kólnaði ískyggilega,
þeigar leið að hádegi, hvenær sem
stirðnaði úti. Einu gilti, hversu
mikið vatn var látið renna — það
ylnað ekki og megnaði ekki að
hita íbúðirnar. En reikningarnir
frá hitaveitunni hækkuðu að sama
skapi og vatnig kólnaði. Húsmæð-
urnar tóku að ókyrrast. Þetta
skarðaði í heimilispeningana hjá
þeim.
Þó var ekki aðhafzt um hríð,
því að fæstir áttuðu sig á því,
hvað var að gerast. En ekki linnti
hringingum til þeirra starfsmanna
hita veitunnar, sem kallaðir eru á
vettvang þegar eitthvað er að kerf-
inu. En þeir gátu enga bót ráðið á
hinum dularfulla ágalla. Lengi vei
voru þeir fáorðir um orsakirnar,
en fóru þó, þegar til lengdar lét,
að láta skína í það, að gagnslaust
væri að kalla sig á vettvang.
Uppgötvun SigurSar
og Gísla
Þegar hér var komið sögu, létu
tveir þeirr'a, sem í öndverðu beittu
sér til fyrir hitaveitunni, Sigurður
Runólfsson mjólkurfræðingur og
Gísli Sigurðsson kennari, málið til
sín taka. Þeir létu mæla hita vatns
ins_ og rannsökuðu málið til botns.
Á daginn kom, að vatnið var
svona 64, 66 og 68 stiga heitt, ef
ofurlítið frysti, en verðið á vatn-
inu hjá hitaveitunni er miðað við,
(Framhald á 2. síðu). 1