Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, mlðvikudaginn 11. janúar 1961. ,»v*v*v*v*v*v* •v»v*v»v*v»v»v*v*v»v v»v»v» Því betur sem bér RthugitS, þvi betur sjáitS þér atS — skilar yöur heimsins hvítasta þvotti ÞatS ber af sem þvegitJ er úr 0M0 vegna þess atS 0M0 fjarlægir öll óhreinindi, jafnvel þótt þau séu varla sýnileg. hvort sem þvotturinn er hvítur eÖa mislitur. Þess vegna er þvotfurinn failegastur bveginn úr 0M0 Stöðuveitingar . .. (Framhald af 7. síSu). Oddur Sigurjónsson eitt, báð- ir sem varamenn. Fræðslumálastjóri mælti með Oddi Sigurjónssyni að frágengnum Jóni R. Hjálmars syni. Flokksbróðir ráðherrans Oddur Sigurjónsson hlaut stöðuna. Ingólfur A. Þorkelsson hef ur þó mun meiri menntun. ) Laugalækjarskólinn. Umsækjendur voru fjórir. Ásgeir Guðmundsson, Guð- mundur Magnússon, Ragnar Júlíusson, Skúli Þorsteinsson og Steinn Stefánsson. f fræðsluráði hlaut Ásgeir Guð mundsson fjögur atkv. og Guðmundur Magnússon eitt, báðir sem aðalmenn, en Ragn ar Júlíusson fjögur atkv. og Steinn Stefánsson eitt sem varamenn. Fræðslumálastjóri mælti með Skúla Þorsteins- syni Ráðheira veitti flokksbróð- 'ur sínum Guðmundi Magnús- syni stöðuna. Guðmundur hefur þó hvorki lengstan starfsaldur né mesta menntun umsækjenda. 3. Ef ráðherra hefði fylgt þeirri reglu, sem hann telur sjálfsagða, þegar hann veitir skólastjóra- stöðuna við Kópavogsskólann, þá hefði Skúli Þorsteinsson átt að hljóta skólastjórastöðuna við Mýr- arhússkólann og einnig við Lauga lækjarskólann. Hann hefur í báð- um tilfellum meðmæli fræðslu- málastjóra og einnig mikið lengri starfsaldur en þeir, sem til greina komu hjá skólanefnd og skóla- ráði sem aðalmenn. 4. Veitingu á skólastjórastöðum við Barnaskóla Vesturbæjar og Laugalækjarskóla réttlætir ráð- herra með því, að heppilegt sé að velja þriðja aðila, þegar umsagnar aðila greini á. Mörgum mun finn- ast þessi regla furðuleg. Eftir henni hefur sá, sem hlýtur minnst eða jafnvel engin meðmæli, mest- ar líkur til þess að ,hljóta stöðu. Og er þessi regla í samræmi við það, sem ráðherra telur rétt og sanngjarnt, þegar hann veitir skólastjórastöðuna við Kópavogs- skólann. Þar réði starfsaldur úr- slitum. 5. Ráðherra gleymir að geta þeirrar reglu, sem hann hefur fylgt trúlega i þessum embættis- veitingum, en hún er sú, áð um- sækjandinn sé flokksbróðir ráð- herrans. 6. Meðmæli, sem fylgja umsókn um virðist ráðherra meta að engu, nema flokksbræður hans hljóti þau. í viðtali í Alþýðublaðinu um veitingu skólastjórastöðunnar við Laugalækjarskólann getur ráð- herra um meðmæli Guðmundar Magnússonar, en ekki annarra umsækjenda. Skúli Þorsteinsson hafði t.d. hin beztu meðmæli þjóð- kunnra skólamanna: eins skóla- stjóra og tveggja námsstjóra og einnig tveggja skólanefndar- 'manna. Þess má einnig geta, að hann hefur starfað mikið að æsku lýðsmálum um áratugi. 7. Það er sannarlega ekki greiði Um Kanaríeyjar Vegna nokkuð freklegs lofs í Timanum og víðar um Kanari- eyjar vil ég geta þess að mér finnast mjög margir staðir víðs vegar um heiminn miklu eftir- sóknarverðari en þessar eyjar. Þar er reyndar veðurblíða og mik- ið af blómum, en auglýsingaskrum er búið að gera þessar eyjar í hug- um margra glæsilegri en þær eiga skilið. Þær eru ekki tilkomumiklar og ná þar t. d. ekkert í nánd við Vesímannaeyjar. íbúarnir eru væskilslegir cg ólíklegir til að sé nokkuð eftirbreyttnisvert af þeim að læra. Fyrir þá, sem vilja fara að vetr- inum í sumai'bliðu, en hafa ekki aðstæðu'r til þess að fara suður á Suðurhvelið, er nokkuð álitlegra að_ fara á ýmsa staði í N.-Afríku, S-Ítalíu, suðurstrendur Spánar eða suðurhluta Grikklands. Þegar ég sem ferðamaður (tur- isti) hafði eitt sinn dvalið einn dag á Kanarieyjum, fannst mér þ2ð alveg nógu langur dvalartími á þeim stað. Og fáum árum seinna ( fyrir 4 árum) er mig bar aftur t:i þessara eyja, hafði ég enga löngun til þess að fara þar um né tívelja lengur en nauðsynlegt var. Einnig má taka með að talsvert er styttra í sólskinið á flesta framan- r.efnda staði, en til Kanarieyja. Þessu hér að framan langar mig ti’v að vekja athygli þeirra á, sem hafa þrá til Suðurheims. V. G. Húseigendur Geri við og sfilli oliukynd- ingartitíki. Viðgerðir á aiis konar Þeimilistækjum. Ný- smíði. tátið fagmann ann- ast verkið. Sími 24912. v»v»v«v*v*v*v«v*v*v*v»v*v*~v Æðardúnsængur 3 stærðir, úrvalsefni, hólf- aðar. Æðardúnn Va, V2, 1/1 kg pakkningum. Hálfdúnn í V2 og 1/1 kg pakkningum. Verð kr. 186 kg. Grófa Pattons ullargarnið komið Litaúrval. Sendum í póstkröfu. Vesturg. 12. Sími 13570. við kennarastéttina að velja í stöður fyrst og fremst eftir stjórn málaskoðunum, en meta að engu langan starfsaldur eða menntun. — Kennari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.