Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 9
I / / 9 ITÍ>M IN N, mlðvikudaginn 11. janúar 1961. r aj Um áramótin tók Baldvin Þ. Kristjánsson viS nýju starfi innan Samvinnutrygginga, Er hann útbreiðslustjóri trygg- inganna og var nýlega á ferða- lagi um Svíþjóð til að kynna sér ýmislegt er að starfinu lýtur. Við hittum Baldvin að máli í fyrradag og báðum hann segja okkur eitthvað frá nýja starfinu og ferðinni Þriðji hver Svíi og þriðji hver sænskur bíll tryggður hjá FOLKSAM É| ^ Eins og kunnugt er hafa Sam- vxnnutryggingar verið frá upp- hafi brautryðjendur á sviði trygg- ingarmála og gert margt til að ( útbreiða skiining þjóðarinnar á gJdi trygginga. Um síðustu ára- mót var ég ráðinn til að hafa þetta starf með höndum, svar- •ar Baldvin, hins vegar er her manns við sams kon-J ar störf hjá íryggingarfélögum | ytra. Starfið er í því fólgið að' glöggva skilning fólks á þýðingu trygginga — jafnt þjóðfélagslegri þýðingu þeirra sem gildi þeirra fyrir einstaklinginn. Hér er er sá, að vð íslendingar erum börn í tryggingarmálum. Hér er það sjónarmið ráðandi, að þeir, sem tryggja sjálfan sig eða eigur sínar, álíti helzt að þeir séu að þessu í greiðaskyni við tryggingar-1 Rætt við Baldvin Þ. Kristjánsson, sem er ný- kominn frá SvíþjótS, þar sem hann kynnti sér tryggiingamál til undirbúnings nýju starfi félögin. En það er reynsla manna um aHan heim að eftir því sem fólk kynnist betur eðli trygginga, þá notfærir það sér þær betur. — Segðu okkur frá dvölinni í Svíþjóð. Svíar eru náttúrlega þræl- tryggðir í bak og fyrir? — Tryggingar eru á háu stigi hjá Svíum, bæði lögbundnar og frjálsar. Þess má geta til gam- ans og alvöru að í landinu eru hvorki meira né minna en 1100 tryggingafélög. Ég kynntist starfi FOLKSAM, það er eitt allra siærsta félagið, byggir á sam- vinnuhreyfingunni og verklýðssam tökunum í landinu. Þriðji hver Svíi er líftryggður hjá FOLKSAM og þriðji hver bíll í Svíþjóð líka. Þeir hjá FOLKSAM skipta starf- seminni í tvennt, líftiyggingar og aðrar tryggingar, svo sem heimilis- iryggingair, bíla o.fl. Þeir deila landinu niður í 10 aðalumdæmi og þeim síðan aftur í smærri svæði. Ég kynnti mér þá hlið málsins, sem snýr að útvegun trygginga og sölu á þeim, umgengninni við fólkið. Ég fór um ríkið þvert, allt frá Got- landi til Gautaborgar og kynnti mér málin. Ég litaðist einnig tals vert um í aðalstöðvunum í Stokk- hólmi. gleði sáðmannsins, sem fagnar yfir góðri upskeru. Margir þeirra kóra, sem stofnaðir voru fyrir at- beina Sigurðar, hafa ekki einungis giætt safnaðarlíf og fegrað kirkju- legar athafnir, heldur hafa þeir orðið yndisauki í fásinninu og lyftistöng fyrir menningarlíf sveit- anna. Við fráfall Sigurðar Birkis verður okkur þetta allt ljósara en áður. Við vorum nærrj búin að gleyma því, að um langt skeið bljómaði naumast sú söngrödd op- inberlega á landi hér, sem ekki hafði um lengri eða skemmri tíma notið handleiðslu Sigurðar Birkis. Fyrir allt þetta þakkar þjóðin honum nú að leiðarlokum. Sjálfur kveð ég með þakklæti og virðingu vammlausan heiðursmann eftir áratuga viðkynningu og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Eftirlif- andi ástvinum, frú Guðbjörgu og börnum þeirra tveimur, votta ég innilega samúð. Axel Guðmundsson. Starfsskipulag til fyrirmyndar Ég get ekki annað en látið í Ijós aðdáun mína á starfsskipulagi sænsku trygginganna. Umboðs- mennir’nir í hverju umdæmi eru bókstaflega keyrðir áfram af sí- felldum tölulegum samanburði við aðra. Þeir, sem annast tryggingaútvegun, hafa aldrei frið. Þeir erú., éínstáklega dugmiklir, enda 'í' s'töStígú^kapphlaupi. Og BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON starf þeirra er líka mikils metið, þeir fá gjafir og annað í verðlauna skyni, ef þeir standa sig vel, ferð ir tii útlanda og ýmsa viðurkenn- ingu. Jafnframt er ekki hægt að hugsa sér elskulegri eða vingjarn legri menn. Ég sagði þeim einu sinni á fundi, að engu væri líkara en þeir stæðu með pískinn í ann- arri hendi en blómvöndinn í hinni. Þeir höfðu gaman af þessu. — Hvað geturðu sagt um starfið í framtíðinni? — Ég get nú ekk mikið sagt á þessu stigi málsins, svaraði Bald- vin, það er enn í deiglunni, og mitt hlutverk er að hafa áhrif á það og móta. Þó get ég skýrt frá því, að ég álít að Samvinnutrygg- 1 ingar þyrftu nánari og traustari tengsl við fólkið sjálft, við eigum að vísu rætur í samvinnuhreyfing- unni gn þyrftum að ná betur til verklýðssamtakanna eins og FOLKSAM. Þetta er ekki bara peningalegt hjakk, heldur þjóðfé- lagshugsjón, sem stendur að baki samvinnutrygginga, og á þeim gx-undvelli eigum við alltaf að starfa. Lengur töfðum við Baldvin ekki frá byrjendastaifi hans í ís- lenzkum tryggingamálum. Annars er hann ekki alger nýgræðingur á sviði tryggingamála^ hann var áður í 6 ár erindr’eki SÍS og hafði þá það hlutverk meðal annars að kynna Samvinnutryggingar við góðan orðstír um land allt. Bald- vin hefur starfað hjá SÍS í 15 ár, fyr'st sem erindreki en síðan hefur hann verið framkvæmdastjóri' hraðfrystihússins á Kirkjusandi. Hann stendur því vel að vígi með tilliti til þekkingar á mönnum og málefnum. — myndast, en aðrar vaxið mjög ört, sem áður voru þó til. Hraðastur vöxtur er á sviði iðnaðar, verzlunar og margvíslegra ríkisstofnana og á ríkinu sjálfu. Þetta er staðreynd, sem við höfum daglega fyrir sjónum okkar bæði hér og í öðrum löndum. Heimilislífið og fjölskyldan Víkjum nú sögunni að heimilislífinu. Stofnendur og kjarni heimilis eru venju lega hjón, einn maður og ein kona. Þessi regla, að kjarni fjölskyldunnar sé einn karlmaður og ein kona, er algengasta kerfið um alla jörðina bæði fyrr og síðar, einnig í þeim löndum þar sem leyfilegt er að taka sér fleiri konur en eina eða hef ir verið fram til þessa. Slik lönd eru Indland, Afríka, Kína og Arabalöndin. í sum um löndum er konan gefin í hjónaband og ekki tekið til lit til óska þeirra, sem eiga að vera kjarni nýrrar fjöl- skyldu. í öðrum löndum, eins og t.d. Afríku. ríkir yfir leitt lóbóla-kerfið. Þar kaupa menn sér konu og eitt konuverð er 10—12 naut- gripaverð. Þá fer það eftir efnahag manna hve margar konur þeir eiga, en samt er einkvæni lang algengast einnig í þeim löndum, þar eð flestir menn hafa ekki efni á að kaupa sér fleiri kon- ur en eina. Hins vegar greina menn á milli stór-fjölskyldu-kerfis- ins og smá-fjölskyldu-kerf- isins. Með stórfjölskyldu er ekki átt við að á heimilinu séu margar konur og mörg börn, heldur er um stór-fjöl skyldu að ræða þar sem aðr ir en hjónin sjálf og börn þeirra teljast til fjölskyld- unnar. í Kína hafði t. d. bóndi aldraða foreldra sína heima, sömuleiðis - tvo syni sína og konur þeirra og börn. Þetta er greinilega dæmi stór-fjölskyldu. í borg- um Vesturlanda er venju- lega ekki fleira heimilisfólk en hjónin og börnin sjálf. Og sé um starfsfólk að ræða, telst það ekki til fjölskyld- unnar nema sérstaklega standi á. Fjölskyldan er í öllum þjóð félögum stofnuð til þess að karl og kona lifi saman sem hjón og beri verulega ábyrgð hvort á öðru og á börnum sínum og ali þau upp. En þó er einnig um fjölskyldu að ræða þótt annað hjónanna deyi ef hinu tekst að halda heimilinu saman. Einnig er um fjölskyldu að ræða þótt börnin deyi eða engin börn fæðist hjónunum Hér má geta þess að þjóðfélags- fræðin bendir á að þeim heimilum, þar sem engin börn eru, sé miklu hættara við upplausn en hinum þar sem börn eru, anr.að hvort börn hjónanna sjálfra eða fósturbörn, sem þau hafa tekið að sér. Hættan á upp- lausn hjónabandsins er tal in 17 sinnum meiri ef engin börn eru á heimilinu heldur en ef þar eru börn. Þessi hlutfallstala er miðuð við eitt af nágrannaríkjum okk ar (Bandaríkin) en ekki við ísland. Þjóðfélagið gerir kröfur til þeirra, sem heimili stofna og í nútíma þjóðfélagi fara afskipti ríkisins af fjöl- skyldulífi ört vaxandi, Á þetta einkum við um allt það, er varðar uppeldi barn anna. í frumstæðum þjóð- félögum hafa hjónin oft skyldum að gegna, sem þjóð félagið hefur tekið að sér hér hjá okkur vestrænum mönnum. Þessar skyldur ná til bágstaddra ættingja og aldraðra foreldra á miklu víðtækari hátt en nú er orð ið á Vesturlöndum. Breyting á gerð og hlutverki fjölskvldunnar. Hlutverk f jölskyldunnar í þjóðlífinu var áður mjög margþætt og á þetta við um öll þjóðfélög áður en iðnað ur síðari alda kom til sög- unnar. í sveitum voru mest öll matvæli framleidd á heimilinum sjálfum og fatn aður var einnig að miklu leyti búinn til heima. Mat- vælum og fatnaði var einnig skipt fyrir aðrar nauðsynj- ar, sem menn urðu að hafa ef auðið var. Sama gildir einnig, að breyttu breytanda, fjölskyldur sjómanna. Þá varð fjölskyldan einnig að kenna börnum og ungling- um mest af því, sem yfirleitt var kennt. Fjölskyldan varð að bera og varðveita menn- inguna og bæta nýju við eft ir því, sem við varð komið. Gamalmennum og sjúkling- um var einnig hjúkrað heima eftir því, sem mögu- legt var. Tekið var við ferða mönnum og þeim séð fyrir gistingu og beina. Mest af því, sem til gamans og skemmtunnar var gert, fór einnig fram á heimilunum til skiptis. Fjölskyldan varð einnig að mestu leyti að sj á um byggingu húsa sinna og smíði verkfæra, þótt þar hafi lengi komið til greina samvinna við aðrar fjöl- skyldur í flestum þjóðfélög um. Trúarlegt líf var einnig iðkað á heimilunum, bæði hjá heiðnum mönnum og kristnum. Rannsóknir sem ég gerði á kínverskum heim ilum með stúdentum mín- um, sýndu að þar voru á sér hverju heimili 5—7 staðir, sem höfðu trúarlegt gildi og voru fórnir færðar á 3—4 af þessum stöðum á tilsettum tímum. Hjá okkur mótmæl- endum er ekki neinn helgur staður á heimilinu.en krist- in kirkja gerir þó ráð fyrir almennri helgi heimilisins. 3n menn hafa þó ekki að jafnaði hagað sér svo sem heimilið væri helgur staður. Og þó er sú siðvenja rótgróin að óviðkomandi ganga ekki inn á annarra manna heim ili án þess að gera vart við sig. Hér á Iandi má finna hjá sumum mönnum þrá til að helga heimilið með því að oft finnast fagurlega letruð eða saumuð þessi orð: Drottinn blessi heimilið. Annars höf- um við ekki aðra helgigripi en guðsorðabækur á heimil unum, en við höfum ekki neinn ákveðinn helgan stað fyrir þær. Hér með hef ég talið upp nokkur veigamikil bönd, sem héldu heimilum og fjölskyld um saman áður en iðnbylt- ing og hin mikla verkaskipt- ing kom til sögunnar. Þessi bönd voru framleiðsla, efna- hagur, atvinna, uppeldi og al menn menning, svo sem fé- lagslíf, skemmtanir og trúar- legar athafnir, bænir og helgisiðir. Sum af þessum böndum eru með öllu horfin í borgunum. Þegar Gandhi settist með gamlan, indversk an rokk og fór að spinna og hafði með sér sína heims- frægu geit, þá var hann með þessu að berjast gegn þeirri upplausn, sem hann sá að iðn aðurinn hafði á f jölskyldulíf- ið og gervalla menningu Ind lands þar með. En hvorki þessi sérvizka hans né ann- arra fær stöðvað upplausn- ina. Það verður að grípa til annarra og viturlegri ráða, ekki til að'skrúfa þróunina aftur á bak, heldur til að skapa eitthvað nýtt, er greitt geti úr vandamálunum. Jafnvel það tungumál, sem börnin tala í borgunum, er verulega frábrugðið máli for eldranna Þjóðkunnu" íslenz’ (Framhalt á 13. sífiu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.