Tíminn - 14.01.1961, Side 5

Tíminn - 14.01.1961, Side 5
TÍMINN, laugardaginn 14. janúar 1961. § r Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjómar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Egili Bjamason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasimif 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Hver trúir þeim nú? Fyrir þingkosningarnar í október 1959, var það helzta vígorð Sjálfstæðisflokksins, að „leiðin til bættra lífskjara11 væri tryggð með því að kjósa hann. Alþýðuflokkurinn lofaði hins vegar stöðvun verðlags og dýrtíðar, án nýrra skatta. Af loforðum þessara tveggja flokka varð ekki annað drogið en að hefjast myndi mikil sælutíð, ef þessir tveir flokkar fengju völdin, og lífskjörin verða önnur og betri en í tíð vinstri stjórnarinnar. Nú hafa þessir flokkar fengið tækifærið til að efna þessi fyrirheit sín. Þeir eru búnir að stjórna saman á annað ár. Þeim hefur ekki verið torveldað starfið með verkföllum eða kauphækkunum Þeir hafa haft hina ákjósanlegustu aðstöðu til að staðfesta kosningaloforðin í verki. Hverjar eru svo nefndirnar? Hafa ekki breytingarnar orðið miklar og hagstæðar frá tímum vinstri stjórnar- innar? Hefur ekki hagur framleiðslunnar batnað? Hafa ekki framfarirnar aukizt7 Hafa ekki lífskjörin tekið mikl- um endurbótum á þessum tíma? Svörin við þessum spurningum eru öll á sama veg. Hagur framleiðslunnar hefur versnað Framkvæmdirnar hafa dregizt saman. Lífskjörin hafa versnað. Framundan blasir við vaxandi kreppa og atvinnuleysi. Hvers vegna hefur þetta farið svona? Hvers vegna hafa stjórnarflokkarnir efnt kosningaloforðin á þennan veg? Þeir reyna stundum að afsaka sig með því, að þeir hafi tekið við svo vondum arfi. Þetta er þó algerlega ósatt. Þegar vinstri stjórnin lét af völdum stóð hagur fram- leiðslunnar með miklum blóma. Ríkið hafði mikinn tekju- afgang og gjaldeyrisstaðan fór batnandi. Jafnvel hag- fræðingar Sjálfstæðisflokksins viðurkenndu. að hægt væri að viðhalda óbreyttu ástandi, et aðeins væri tekin til baka kauphækkun, er flokkurinn og fylgihnettir hans knúðu fram sumarið 1958. Þetta sannaði líka stjórn Al- þýðuflokksins í verki með því að viðhalda þessu ástandi ailt árið 1959. Seinustu upplýsingar um útflutningssjóð sýna, að þetta hefði mátt gera áfram. En hvers vegna var þá þjóðinni stefnt út í kviksyndi rekstrarhalla og kjaraskerðingar, þvert ofan 1 loforðin fögru fyrir kosningarnar 1959? Það var vegna þess, 2ð stjórnarflokkarnir vildu búa til annað þjóðfélag á íslandi en það, sem nú er. Þeir vilja fá aftur hina „góðu gömlu daga“ eins og forsætis- ráðherrann orðaði það eftir kosningarnar. Þeir vilja fá hreint auðvaldsþjóðfélag á íslandi. Þetta var hins vegar ekki hægt að framkvæma, nema með því að taka upp þá fjármálastefnu, sem oft er kennd við Hoover Bandaríkja- forseta, — stefnu samdráttarins og kreppunnar. Steína Hoovers er í dag stjórnarstefnan á íslandi. En þetta var kjósendum ekki sagt fyrir kosningar, heldur hið gagnstæða. Hið sanna máttu þeir ekki vita. En hver trúir nú stjórnarflokkunum eftir þessa reynslu? Stefnu Hoovers hafnað 'V Eisenhower reyndi að fylgja fram fjármálastetnu Hoovers, en þó ekki nema að litlu leyti Þess vegna eru nú fjórar milljónir atvinnuleysingja í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn höfnuðs: þessari stefnu í forsetakosmng- unum í haust. En ætla íslendingar að sætta sig við hana? ’. dag er stefna Hoovers stjórnarstefnan á íslandi t t t t t t t 't \ t t t t 't 't 't 't 't 't '( 't 't 't 't 't 't r ‘t 't 't 't ‘t 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't ’t 't 't 't 't ‘t 't 't r 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't ‘t 't i 't 't 't 't Fólk, sera talað er um ADENAUER, kanzlari Vestur- Þýzkalands, átti 85 ára afmæli fyrir nokkrum dögum. Hann ber aldurinn manna bezt eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem var tekin á afmælisdaginn. Kanzlarinn er þar umkringdur börnum, sem heimsóttu hann og höfðu klætt sig ýmiskonar búnlngum til hátíðabrigða. Flest voru þau frá hæli fyrir munaðarlaus böi'n. Fullvíst er talið, að Adenauer ætli að taka mjög virkan þátt í kosningabar áttunni í Vestur-Þýzkalandi, sem fram fer á þessu ári, og þykir efalítið, að hann muni enn leiða flokk sinn til sigurs, ef honum endist líf og heilsa- Margt bendir til, að Adenau- er ætli að láta mikið bera á sér næstu mánuðina, ekki: sízt á sviði alþjóðamála. M- a. hefur hann talað vingjarnlegar um Rússa, og þó ekki sízt Krustjoff, en oft áður. MARGIR blaðamenn telja, að Kennedy hafi helzt kosið að gera Fulbright, öldungadeildar mann frá Arkansas og formann utanríkisnefndar deildarinnar, að utanrfkisráðherra sínum, en ekki treyst sér til þess af þeirri ástæðu, að Fulbright hefur þótt íhaldssamur í- svertingja- málunum. Þó þykir Fulbiight það ekki nægilega í heimaríki sínu, því að mikil hætta er tal- in á því, að hann muni missa þingsæti sitt í næstu kosning- um, ef Faubus ríkisstjóri, sem er frægur af Little Rock-mál- inu, keppir við hann um fram boð fyrir demokr'ata. Faubus hefur látið orð falla, er gefa til kynna,- áð Tiáhn vilji ná þing sæti Fulbrlglils. f Bandaríkjun- um myndu það þykja mikil tíð- indi og slæm, ef Fulbright félli fyr'ir Faubus. SIHANOUK, forsætisráðherra í Kambodia og fyrrv. konungur þar, hefur nýlega gert að til- lögu sinni, að Kambodia og Laos verði gerð að hlutlausu sambandsríki, er njóti sérstakr ar verndar S. Þ. Þetta er af mörgum talin athyglisverð til- Iaga. Sihanouk hefur jafnan fylgt hlutleysisstefnu, en hann' hefur mátt heita einráður í Kambodia síðan landið varð sjálfstætt. Hann var þá konung- ur landsins, en afsalaði konung dóminum til föður síns og gerð ist sjálfur forsætisráðherra og stjórnmálaleðitogi, án þess að stofna þó flokk um sig- Hann hefur unnið yfirgnæfandi í öll- um kosningum síðan. RAJESHWAR DAYAL er sérstakur fulltrúi Hammar- skjölds í Kongó og hefur ráðið mestu um stefnu og starf S. Þ. þar seinustu vikumar. Hann er Indverji, var upphaflega í utan ríkisþjónustu Indverja, en hef- ur verið starfsmaður S. Þ. um skeið. Belgíumönnum og Mo- butu liggja illa orð til Dayals, en aðrir telja, að án leiðsagnar hans myndi starf S. Þ. í Kongó þegar farið út um þúfur. Sagt er, að Hammarskjöld meti Dayal mjög mikils og taki mik- ið tillit til ráða hans. Það styrkir mjög aðstöðu Dayals, að Nehru forsætisráð- herra Indlands hefur miklar mætur á honum, og vdl gjarn- an láta starf hans heppnast í Kongó. Það hefur talsvert kom- ið til orða, að Dayal geti orðið eftirmaður Hammarsskjölds, er hann lætur af framkvæmda- stjórastarfinu, Adenauer meðal munaSarlausra barna, sem heimsóttu hann, er hann varð 85 ára. Slhanouk Faubus t 't 't- 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't t t 't 't 't 't 't 't 't 't t 't ‘t 't ‘t • 't ‘t 't / 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't ‘t ‘t 't ‘t ‘t 't 't 't 't 't 't t ‘t 't 't 't 't 't ‘t 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't 't t 't 't > ! t Dayal og Hammarskjöld á flugvellinum i Leopoldville, er Hammar- skjöld var þar á ferð nýlega.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.