Tíminn - 14.01.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1961, Blaðsíða 8
8 Gunnar aflakóngur á Arnflrðingi kemur í helmsókn ónýtt fyrir strákana að fá svona karla I helmsóknl á sjóvinnunámskeiðlð með lítinn son sinn. Það er ekki T f MI N N, Þekkja löngu frá skötu — Svo segjum við þeim, hvern- ig sjómaður á að vera, segir Ás- grímur. — Hér er fiskakortið, sem SÍS gaf okkur — svo þeir geti þekkt löngu frá skötu, þegar þeir koma í ÍLskbúð — skýtui' Hörður inn í. Ekki Færeyinga þá — Já, og svo segjum við þeim hvernig sjómennskan var hér um 1920, segir Ásgrímur og bendir upp á vegg. — Hér er mynd af duggu frá þeim tíma. Sjáiði, svona skel, með 19 á. Enda sagði einn strákurinn, sem var hérna í fyrra: Þeir hafa ekki þurft Færeyinga þá. Þessi bátur var frá Vestmanna eyjum, og hét Faxsæll, minnir mig. Hver er Gregory? Nú heyrum við einhver hljóð hinum megin við þilið, sem skipt- ir svæðnu í tvennt, og göngum þangað. Þar er þriðj' umsjónar- maðurinn að segja nokkrum pilt- um til við hnýtingarnar. — Hvað heitir þú? — Gregory. (Almennur hlátur' hjá nemendunum. Við brosum , laugardaginn 14. janúar 1961 Á flot á smábát Inni í horni hérna megin við þilið situr piltui', sem smábrosir að þessar heimsókn, svo við snú- um okkur að honum og spyrjum hann að heiti: — Sigvaldi Kristjánsson. — Hefur þú komið á flot? — Rétt svona á smábát. Það er langt síðan. Það var þar sem ég var í sveit. — Hvar var það? — Á Stór'a-Ósi í Miðfirði. — Hvað heitir þetta verk, sem þið eruð að vinna núna? — Þeir eru að hnýta öngla á tauma. Og þegar það er komið saman, heitir það ábót, svarar Ein ar. Kennum þeim á kompás — Fylgjast ekki allir nemend umir að hjá ykkur? — Jú, í hverjum flokki. Við kennum þeim á kompás líka, og þeir sem lengst eru komnir, fá tilsögn í fiskimiðunum umhverfis landið, hvar hvað veiðist á hvaða tíma. Síðan við komum hefur varla heyrzt hljóð frá nemendunum, svo það hlýtur að teljast eðlilegt að við spyrjum: - Ef strákurinn veröur eins fiskinn o pabbi hans, þá má hann fara á sjdinn - í Ármannsheimilinu við Sigtún er líf og fjör á hverju kvöldi vikunnar, þeirra daga, sem almennt eru taldir virkir, en þá eru aðeins sunnudagar og laugardagar eftir. Ekki eru þó íþróttir stundaðar þar í venjulegum skilningi þess orðs, heldur er sjóvinnunám- skeði Æskulýðsráðs Reykja- víkur þar til húsa. Það er úrhellis rigning, þegar við skjótumst þar inn fyrir dyr. Inni er bjart og hlýtt, og á lang- pöllum meðfram veggjum inni sitja ungir sveinar með tó, tauma og öngla í höndunum. Þreklegur, rauðbirkinn maður í gráleitum slopp gengur um gólf og segir pilt unum til. Hann lítur upp þegar við komum, heilsar okkur og segist sjá, að við munum blaðamenniiuir, sem von var á. — Rétt er nú það og þú munt vera fræðari piltanna? — Einn af umsjónarmönnunum, já. — Og heitir hvað? — Ásgrímur Björnsson. í sama bili heyrast dyr opnaðar frammi og einhver kemur inn, stynur þungan. — Þarna kemur aðalmaðurinn, segir Ásgrímur. — Eða það heyr- ist mér á stununum. — Er hann auðþekktur á þeim? — Eftir því, sem menn hafa meira undir sér, stynja þeir hærra, svarar Ásgrímur, og um leið birtist stunumaður allur. Þar er kominn Hörður Þorsteinsson, aðal-umsjónarmaður námskeiðsins. 3 mánuÖir — Hvað starfar þetta námskeið lengi? — Við byrjuðum í desember, svarar Hörður, — og vorum þá til opytánda. Svo verðum við út marz. — Og hvað kennið þið þeim helzt? — Alls konar hnúta og splæs- ingar á vír og tógi. Og svo uppsetn ingar á lóðum. Seinna verður þeim kennt að halda á netanál, hnýta og bæta net. Svo höldum við með þeim skemmtifundi, sýn- um þeim bíó og segjum þeim sög- ur. Einn svoleiðis fundur veiður á sunnudaginn kl. 2. Þá fáum við gamla skipstjóra til að segja þeim sjóarasögur. Svo kennum við þeim eitt og annað, svo þeir verði ekki eins og ratar, ef þeir komast einhvern tíma á saltan sjó. Björgunin Meðan Hörður segir okkur þetta, er Ásgrímur kominn inn í gafl, jiar sem örlítil kæna er á gólfinu.! Úr henni liggja spottar út í langi pallinn með öðrum veggnum, og i einum spottanum hangir einhverj poki. — Hérna sýndum við þeim, hvernig mönnunum var bjargað í( stól úr belgíska togaranum við i Eyjar á dögunum. Komdu Jón, og sýndu hvérnig, segir Ásgrímur og bendir einum drengnum að koma. Og Jón sýnir okkur, hvernig maður í björgunai'bát er dreginn til laj/ds. Dró hálfu meira — Hvers son ert þú, Jón? — Ingólfsson 13 ára. — Ætlarðu að verða sjómaður? — Það veit ég ekki. — Ég fór einu sinni með pabb: hans á skak, segir Hörður Og hann dró helmingi meira ''ri H!r ir- Ekki veit ég hvernig þ, stendur, en ef *t»á’-"riP,r ?ríur eins fiskinn og ’ - .’eu.. hann farið á sjóin:. Uo rt-/-r — Hvað eruð þið með ’niargá stráka hér'? — Þeir eru 115 í allt. Þeir eru í tveimur flokkum, upp að 14 ára í þeim fyrri en eldri- í þeim síð- ari. Hver sti'ákur fær 4 tíma í viku, en við verðum að skipta þeim niður, svo að við höfum nóg að gera frá kortér yfir fimm til 10 á kvöldin. líka). — Nei, annars, ég heiti Ein ar Guðmundsson. Og þessi piltur hér er sonur eins aflakóngsins, Gunnars á Arnfir'ðingi. — Og hvað heitir þú? — Magnús. — Ætlar þú að verða sjómaður? — Ég hef ekki prufað það. — Hvað ertu gamall? — 15 ára. — Er'uð þið alltaf svona þögul- ir, strákar? Enginn fæddur vand- ræ'Öabarn — Ekki segi ég það nú kannske, en þeir eru ákaflega viðráðanlegir, hafa mjög góða framkomu og eru sérlega ástundunarsamir, svarar Gregory — nei, Einar, viídum við sagt hafa. — Til dæmis voru 20 strákar í einum flokki í fyrra og þeir mættu alHr í hvern einasta tíma. Því segi ég það, það fæðast ekki vandræðabörn. Það er þjóð- félagsaðstaðan, sem gerir þau að vandræðaunglingum. — Ef þeir ætla að fara að láta sér leiðast hópum við þeim saman og látuir þá setjast og Ásgrímur segir þeirr sögu. Þegar Átgrímur fór já togara ! — Vill ekki einhver ykkai segja okkur sögu, sem Ásgrímui hefur sagt ykkur, strákar? . Fyrst í stað er þögn yfir allt. Hiiginn vill segja sögu. — Er ég ikki búinn að segja ykkur söguna aí þvi, þegar ég fór fyrst á tog- •ara? spyr Ásgrímur. Þögn. Loks segir einn og skríkir yið: — Þegar þú fórst að ausa? — Já. ; Segðu okkur þá sögu, biðjun við. / Piltur þegir sem fastast. — Ég sagði þeim af því, þegai ég fór fyrst á togara, segir Ás- grimur, — og eldhúsið, sem var neð upphækkuðum þröskuldi fylltist af sjó. Ég var að drepast r sjóveiki og gubbaði og gubbaði án í það, sem ég var að ausa, fór ekki fram í og sagðist vera kur. Það má ekki til sjós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.