Tíminn - 21.01.1961, Síða 1
[ Áskriftarsíminn er
1 2323
17.
\ Fólk, sem talað er i
— bls, 5.
lí 'ÍcÍIÍÍ'1mMM
Laugardagur 21. janúar 1961.
Fallegasta síld vetrarins
Ekki lát á löndun
á Akranesi í gær
þrátt fyrir óhágstætt veður -
Komið rót á síldina
Þessi mynd er tekin í geer irini á Kirkjusandi og sýnir stúlkur, sem eru a3 ganga frá síld til frystingar. Síldin
er sett í kassa, og í hverjum kassa eru rúm 9 kg. — Verkstjórinn á Kirkjusandi sagði okkur, að þessi síld
væri sú fallegasta, sem komið hefði á þessum vetri. (Ljósm.: TÍMINN KM).
„Greiðsluhallinn” 1434
milljónir 1959 og ’60
Viískiptamálará'ðherra upplýsti á alþingi í gær,
aí svo væri samkvæmt uppgjörsa'ðferð ríkis-
stjórnarinnar frá því í fyrra og miÖaÖ vitS núver-
andi gengi
Þá var ekki dregið frá
Það var stanzlaus síldar-
löndun á Akranesi í allan gær-
dag, og um sex leytið í gær-
kvöldi var Höfrungur II að
landa þar 1800 tunnum. Eftir
hið bezta veður f fyrradag,
spilltist það um kvöldið með
suð-suðaustan kalda, og áttu
sum skip, sem nætur áttu úti,
í erfiðleikum með að haida
þeim heilum. Mikill hluti flot-
ans var á sjó.
Síðan lygndi og hægðist um
undir morguninn, og fengu þá
einhver skip afla. Eftir hádegið í
gær var aftur tekið að hvessa, og
; voru horfur tvísýnar. Þó var ástand
ið srvo um sjö leytið í gærkvöldi,
| að allmörg skip höfðu kastað, þótt
veiðiveður væri á takmörkunum.
i •
Ókyrrð á síldinni
Um hádegið í gær kom ókyrrð
á síldina, og hún dýpkaði á sér,
fór niður í ein 15 fet eða svo. Hún
var ekki lengur í stórum kekkjum,
heldur þaut um sjóinn í minni
torfum, og þótt leitarskipin Ægir
og Fanney fyndu torfur öðru
hvoru og vísuðu skipunum á,
hurfu þær, þegar minnsrt varði.
Óhemju aflamagn
Til Akraness komu í gær nokk-
ur skip með mikinn afla, auk
Höfrungs II, sem fyrr var nefnd-
ur: Höfrungur I 1131, Ólafur
Magnússon 1000, Sigurður frá
jAkranesi 1067, Sveinn Guðmunds-
son 922. Hinir voru með minna,
(Framhald á 2. síðu.)
Varðstöðunni
á Kúbu hætt
Friðmælist Castro viÖ
Kennedy?
Varðstöðu þúsunda kúb-
anskra ermanna og kvenna var
í dag hætt að boði ríkisstjórn-
ar Fidels Castros og sneru allir
sjálfboðaliðar til vinnu sinnar.
Varðstaða þessi hefur nú
staðið í 22 daga, og hefur orðið
til þess að draga mjög úr ýms-
um helztu framleiðslustörfum
landsins. Til hennar var efnt,
sem kunnugt er, að boði Castr-
os vegna yfirvofandi innrásar-
hættu frá Bandaríkjunum, að
hann sagði. Kúbanski verka-
lýðsmálaráðherrann tilkynnti í
dag, að þelr, sem kallaðir voru
til herþjónustu, myndu njóta
fullra launa, en helztu verka-
lýðsfélög landsins hafa gert
vinnandi meðlimum sínum að
gefa þeim ein daglaun af kaupi
sínu.
Fidei Castro mun í kvöld
flytja ræðu í útvarp, og
er hennar beðið með nokkurri
eftirvæntingu, vegna valdatöku
Kennedys, en Castro hefur áður
látið þau orð falla, að Kenn-
edy gætj bætt sambúð Banda-
ríkjanna og Kúbú, ef hann
kærði sig um.
Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra upplýsti á Al-
þingi í gær, að aftir beirri
uppgjörsaðferð, sem ríkis-
stjórnin hefur notað um
greiðsluafkomuna við útlönd
á árunum 1955—1958, var
„greiðsluhalli" síðasta árs 704
milljónir og 730 milljónir árið
1959 eða „greiðsluhallinn"
samtals eftir reikningsaðferð-
um ríkisstjórnarmnar 1434
milljónir á tveimur árum mið-
að við núverandi gengi.
Nú segir ríkisstjórnin hins veg-
ar, að frá þessu verði að draga
andvirði skipa og flugvéla, sem
inn hafj verið flutt.
Ekki var talað um það, að draga
þyrfti þá liði frá — eða vélar og
efni til Sogsvirkjunarinnar, áburð
arvei'ksmiðjunnar og sementsverk
smiðjunnar, þegar hallinn var
reiknaður af stjórnarliðum fyrir
árin 1955—58, en þá, er verið var
að læða ,,viðreisnnini“ yfir þjóð-
ina með blekkingum, voru öll skip-
in og allar þessar stórframkvæmd
ir taldar með greiðsluhalla við út-
lönd og til eyðslu þjóðarinnar um
efni fram. Þá var sagt, að þjóðin
hefði eytt 1050 milljónum um efni
fram á 5 árum. Nú er komið annað
hljóð í strokkinn.
Viðreisnin" afhjúpuð
Viðskiptamálaráðherra upplýsti
ennfremur, að greiðsluhalli á vör-
um og þjónustu gagnvart útlönd-
(Framhald á 2. síðu.)
Verðlaun fyrir snyrtimennsku
Húsavík 19. jan.
Á síðast liðnu vori höfðu
bændasamtökin í Suður-Þing-
eyjarsýslu forgöngu um að
bændur í héraðinu legðu
áherzlu á að hafa býli sín sem
snyrtilegust
Kaupfélag Þingeyinga veitti
í sumar þeim bænum, sem
mála vildu hús sin, afslátt á
verði málningar. Máltningar
verksmiðjan Harpa sendi
Bændafélagi Þingeyinga veg
lega stofuklukku, er vera
skyldi verölaun þess bónda,
6em mesta snyrtimennsk-u
sýndi.
Verðlaunin hafa nú verið
veitt Sigurði Pálssyni, bónda
í Skógarhlíð í Reykjahverfi.
Skógarhlíð er nýbýli og
frægt fyrir snyrtimennsku.
Skammt frá bænum eru
fjós og fjárhús, sem talin eru
einhver vönduðustu sinnar
tegundar á íslandi. Umgengni
öll þar er engu Lakari en
heima við íbúðarhúsið. Stjórn
Bændafél. Þingeyinga heim-
sækir Sigurð bónda í kvöld
og afhendir honum verðiaun
in. Þ.J.
'Á IKOTSIPbMUMf.
★★★ Ýmsum getum er að því leitt, hver hreppa muni prófessors-
embættlð við háskólann, og þykir einum þetta líklegast, en
örum hitt. Blaðið hyggur það aftur á móti réttast, að þeir
Magnús Már Lárusson, núverandi prófessor í guðfrseði, og
Þórhallur Vllmundarson, settur prófessor, standi næstlr því
að hljóta embættið.
tsnsmaasKatmseíiiitii,
WBUSSSÍ
-uííLV' wt -Igr
Forsetaskiptin í Bandaríkjunum —- bls. 3
i