Tíminn - 21.01.1961, Blaðsíða 11
ÍMINN, laugard»ginn 21. janúar 1961.
11
(Framhald af 8. síðu).
Jionum hefði ekki hentað að hlaða
jíslenzkan bæjarvegg úr stórgrýti,
en það var lengi iðja sterkra, í>s-
Senzkra sveitamanna. Sigra Sunn-
'lendinga á þessu tímabili má þakka
eamstilltum átökum mör'g þúsund
manna, sem hlóðu á þessum tíma
kóralrif mikillar félagsmenningar.
Egill Thorarensen var einn af stór
smiðum þessa tímabils. Hann sá
í draumsýnum ókomna atburði og
framkvæmdir. Hann sá leiðir og
úrræði til að sigra mótstöðu, deyfð
og kæruleysi. Hann ræddi málin
við fjölmarga samverkamenn.
Hann þáði frá þeim bendingar, úr-
i'æði, gagnrýni og vðvaranir, en
oftast var hann þó veitandi í þess-
um samskiptum.
Framkvæmdin gerðist, þegar
samvinnumenn gengu fram í skipu
lagðri fylkingu. Innst í hverri sig
urvon var fólginn sköpunarneisti
frá manni eða mönnum, sem stóðu
í fararbroddi. Egill Thorarensen
var eitt af þessum skáldum félags
málanna. Gestur var þvílíkt skáld.
Bjarni Thorarensen var fyrst og
fremst mikið Ijóðskáld, brautryðj-
andi í bókmenntum hálfrar ann-
arar aldar, en hann var líka fram-
kvæmdamaður eftir háttum
sinnar tíðar. Sæluhús hans
á fjallvegum voru eins merki-
leg og bankahúsið á Selfossi eða
mjólkurhöllin mikla undir' Ingólfs
fjalli.
Egill Thorarensen hefur afhent
arftökum sínum á Suðurlandi lykil
að merkilegu skipulagi í vinnu-
Ibrögðum hans og starfsháttum. í
höll kaupfélagsins á Selfossi, þar
sem hátt er til lofts og vítt til
veggja, er mikil stofa á annarri
hæð. Þar er útsýni gott yfir Ölfusá
og hálft kaupfélagsríkið. Þetta er
vinnustofa kaupfélagsstjórans. Þar
erú að sjálfsögðu öll nauðsynleg
tæki, sem með þarf við dagleg
vinnubrögð í stórverzlun. Þai' held
ur kaupfélagsstjóri stjórnarfundi
og þar talar hann við félagsmenn
um mikilvæg málefni. í þessu ris-
mikla herbergi eru tveir hlutir,
sein sjaldan eru til sýnis í kaup-
skaparhúsum. Það eru tvö stór og
glæsileg málverk úr byggðum Ar-
nessýslu eftir meistarana Ásgrím
og Kjaival. Þessi listaverk eru
eign kaupfélagsins eins og húsið
all:. Þess vegna eru þau þar sett
við hlið þeirra áhalda, sem snerta
dagleg vinnubrögð kaupfélagsstjór
ans. Listaverkin eru sett j þetta
herbergi með ráðnum hug þess
manns, sem hefur'skipulagt mikið
af veraldlegum framkvæmdum
samvinnumanna austan fajlls. Lista
verkin í forstjórasal kaupfélags
Árnesinga horfa frá þögulum
veggjum á forráðamenn þessa
mikla hagsbótafélags Sunnlend- ■
inga. Málverkin flytja eftirkom-
endunum boðskap landnemans fr’á
Ölfusá. Þar er þeim tjáð í listræn
um rúnum að hinir mörgu sigrar j
á vígvelli atvinnumála í héraðinu
hafi verið unnir með skipting orkj
unnar milli fjárhyggju, bók-
mennta og lista. Egill Thorarensen j
var margskiptur maður eins og
sumir aðrir frændur hans af Hlíð-
arendakyni- Hann gaf koisaranum
hvað keisarans var. Skarplega
og skapandi forystu um veraldleg;
mál, þar sem þungfærir og skiln-|
ingssljóir andófsmenn gátu fengið
að heyra harða dóma, eins og
hræsnai'ar og kalkgrafafólkið í
Gyðingalandi fyrr á öldum,, eða^
hinir ranglátu valdstjórnarmenn,
sem Jón Vídalín lýsti í eldmessu-
ræðu sinni á Þingvöllum.
í styrjöldum skiptast á orustur
og friður. Samvinnumenn Sunn-
lendinga hafa háð marga hiidi
þegar ekki var annars kostur. Þeir
hafa barizt til að njóta friðar eftir
rinnið dagsverk. Egill Thorarensen
var jafnvígur á málefni friðar og
styrjalda, og hans var venjulega
leitað þar sem þörfin var mest við
sigursæl átök. f bókasafni hans
voru flestar þær bækur innlendar^
og útlendar, sem íslenzkir gáfu-
menn þurfa að hafa undir höndum
.vegna sjálfsmenntunar og andlegs'
gill Gr. Thorarensen
þroska. f heimili hans voru lista-
verk eftir flesta snillinga íslenzkr-
ai myndgerðar. Bókasafn og lista-
verk Egils Thorarensen voru ekki
mæld í metratali heldur bjó djúp-
ur skilningur á íslenzkum bók-
menntum og listum í hug hins ráð-
snjalla manns. Þegar á reyndi í
gleðimálum og vinarkynnum eða í
önn dagsins bar snilliyrði úr Njálu
og Heimskringlu eða Hafblikum
á góma í viðtölum samherja eða
mótleiksmanna. Þegar ungur mað-
ur heilsuvana, efnalítill og lítt
skólagenginn hefst til mikilla
valda og úrræða í ættbyggð sinni,
er gengi hans að líkindum að
þakka meðfæddum yfirburðum,
heppilegum ytri skilyrðum, og sí-
felldri leit að persónulegum þroska
og ákveðinni löngun til að yrkja
stórkvæði með sinni kynslóð.
Á íslandi tekst sjaldan að vinna
sigra í stjórnmálum eða við fjár-
hagslegar framkvæmdir nema
þeim baráttumönnum, sem gæddir
eru ríkri mannlegri samúð og hafa
handbæra nokkra lykla að andleg-
um fjársjóðum samtíðarinnar.
Áhrif Jóns Sigurðssonar og Jónas-
ar Hallgrímssonar á íslenzk mál-
efni og framþróun byggjast nærri
eingöngu á andlegum yfirburðum
þeirra, jafnvel í mjög veraldlegum
málum eins og áfökum um verzl-
unarfrelsið og sauðfjárlækningar.
Á hinni löngu nýsköpunarleið Eg
ils Thorarensen var að jafnaði
mannkvæmt á hans vegum við
Ölfusá eða í Reykjavík. Þurfti
margs með. Þangað komu áhrifa-
n.iklir fjármálamenn, stjórnmála-
garpar, samvinnuleiðtogar, bænd-
ur, sjómenn, verkamenn, lista-
rnenn, skáld, Helga úr öskustónni,
og margir fleiri nauðleitarmenn.
Öllum var veitt sú viðtaka, sem
bezt hentaði í þágu góðra málefna.
Egill Thorarensen hefði manna
bezt getað haldið úrvalsveizlur
fyrir alla þjóðina með meiri hát't-
visi heldur en flestir samtíðar-
menn hans sem fást við þá iðju.
Hann bjó að jafnaði vel með þann,
veizlukost sem bílífisfólk telur til
dásemda tilveiunnar. Þar af veitti
Egili gestum sínum þá fyrir-
greiðslu sem bezt átti við vegna
málefna, sem bar á góma en ekki
lét hann eldmn berast út af arin-
hellunni. Mjög oft hélt Egill stóra
veizlufundi með samherjum sínum
kaupféiagsmönnum Árnesinga eða
félagsmönnum í Flóabúinu. Þessir
kaupfélagsfundir voru oft með
nokkuð frumlegum hætti. Bændur
og konur þeirra úr heilum hrepp-
um komu eina dagstund að Sel-
fossi á samvinnufund. Kaupfélagið
sendi bifreiðar eftir þeim og
fiutti fólkið heim um kvöldið. Á
þessum samkomum voru sungin
inngangsljóð, haldnar stuttar
vakningarræður um samvinnumál,
sýndar myndir um starfshæfti
káupfélaganna eða Sambandsins.
Síðan ræddi kaupfélagsstjórinn
viðskiptamál félagsins og svaiaði
spurningum um félagsmál. Sköru-
legar veitingar voru bornar fram
tveim sinnum á hverri samkomu.
Svipaðri aðferð beitti Egill Thor-
arensen þegar hann vígði Mjólkur-
bú Flóamanna á síðast liðnu
hausti. Auðvelt hefði verið fyrir
hann að halda þessa vígsluhátíð á
einum degi og safna þann dag,
þeim, sem komið gátu á skyndi-
fund í hinum miklu salarkynnum
íi.jólkurstöðvarinnar. Það hefði
verið fyrirhafnarlítið auglýsinga-
gaman. í stað þess komu félkgs-
menn Flóabúsins á vígsluhátíðir af
öllu Suðuriandi í takmörkuðum
hópum dag eftir dag í nærri hálf-
an mánuð. Félagsmenn heimsóttu
þá hina miklu eign, sem beir höfðu
latið reisa og andstæðingar þeirra I
ræddu talsvert um með röngum!
frásögnum. Þarna komu bændur,
Gg konur þeirra af öllu félagssvæð-!
inu. Þau kynntust stórbyggingunni
og hlutverki hennar í góðu tómi og!
mynduðu sér sáðan rökstuddar
skoðanir um eðli mjólkurstöðvar-
innar, framkvæmd verksins og til-
kostnað og íramtíðarvonir. Flestir
félagsmenn fóru ánægðir heim af
þessum fundi. Ef til vill hefur ein-
, hverjum Dændanna komið í hug
hið kunna spakmæli Ágústs Helga-
sonar í Bir'tingaholti, þegar kaup-
félagið á Seifossi var áfellt fyrir
húsbyggingar. Þá sagði Ágúst: „Ég
læt það nú vera þó að bændurnir
eigi eitt almennilegt hús.“
Það fer vel á því í Kaupmanna-
höfn að hínn mikli Skagfirðingur,
Albert Thorvaldsson, hvílir í lágri
gröf í gaiði undir veggjum þeirrar
stórbyggingar, þar sem listaverk
hans eru geymd. Nú er genginn til
moldar þýðingarmikill Sunnlend-
ingur af Hlíðarendaætt. Honum er
með snillilegri fyrii'hyggju búin
hinzta hvíla í kirkjugarðinum í
Laugardælum, á bökkum Ölfusár.
Sú jörð er í sinni núverandi mynd
eitt af Þstakvæðum Egils Thorar-
er.sen. Hann réð því að jörðin var
keypt og að heitt vatn var þaðan
leitt til að hita höfuðborg Suður-
lands. Hann hafði forystu um að
þar er nú virðulegt sameignar-
heimili sunnlenzkra bænda, þar,
sem gerðar eru fræðilegar rann-1
sóknir til að flytja brot af reynslu-
vísindum samtíðarinnar inn á
hvert einasta sveitaheimili.
Brátt tekur ný kynslóð við fé-
Ir.gsmálastarfi eftir Egil Thoraren-
sen og samstarfsmanna hans. Þó
mun þess lengi minnzt, hversu úr-
valslið samvinnusamtakanna í
þjóðfélaginu hefur á nokkrum ára-
tugum lyft mörgum og þungum
Grettistökum. Það er mikill vandi
að ávaxta mikinn arf. Ef dæma má
eftir reynslu undangenginna ára,
á Selfossi má telja fullvíst, að bezt
roun henta á ókominni tíð þegar
mikinn vanda ber að höndum að
horfa á goðum vígð listaverk snill-
inganna í stjórnarstofu Kaupfélags
Árnesinga og minnast þess, að
engin vegferð lánast, nema þar
sem mikið mannvit og list drottna
yfir lágkúrulegri efnishyggju.
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Egill Gr. Thorarensen var fædd
ur 7. janúar 1897, dáinn 10. janú-
ar 1961. Hann var því nýlega 64
ára gamall, er hann lézt. ’
Hann var fæddur á Kirkjubæ á
Rangárvöllum, sonur hjónanna
Jónínu Egilsdóttur frá Múla og
Gríms Thorarensen í Kirkjubæ.
Er Egill því af þjóðkunnum ættum
kominn.
Hann var giftur Kristínu Daníels
dóttur Thorarensen. Þau áttu fjög
ur börn, tvo syni og tvær dætur.
Þau eru öll gift.
Synirnir gegna báðir ábyrgðar-
stöðum í stofnunum, sem faðir
þeirra stjórnaði, Benedikt í Þor-
lákshöfn, en Grímur hefur um all
langt skeið verið fulltrúi föður
síns í Kaupfélagi Árnesinga.
Egill Gr. Thorarensen var gædd
ur ótrúlega sterku þolgæði. Þessi
mikli víkingur, hugdjarfur hug-
sjónamaður, var um áratugi svo
veill á heilsu, að hann varð að
liggja rúmfastur tímum saman.
Aldrei sáum við, samferðamenn
hans, honum bregða og aldrei
heyrðust æðruorð vegna veikind-.
anna. Furðu gegndi hve vel hann
náði heilsu á milli og ætíð leit
hann vel út. Eftir að hjartað fór
að bila var eðlilegt að við, sem
bezt þekktum hann, værum haldn
ir nokkrum ugg, en við fundum
fjörið og starfsþróttinn og vonuð-
um ætíð allt hið bezta. Og fyrir
þetta veikindakast, sem leiddi hann
til andláts var hann svo undra vel
frískur, að þessi bráðu umskipti
komu nokkuð óvænt.
Á leið mannanna hafa fyrr og
síðar verið tori'áðin vandamál, veg
lausar leiðir og steinar í götu.
Nokkur hlutj fólksins hefur unað
þessu sæmilega mann fram af
manni, aðrir voru framsýnni og sí
vakandi yfir því, sem gera þyrfti
fólkinu til frama og betra lífs. Á
öllum öldum hafa komið fram
menn, sem voru meiri fyrir sér
en allur fjöldinn, hugsjónamenn,
gæddir hugrekki og þolgæði til
að færast mikið-í fang. Þeir nefn-
ast brautryðjendur.
Mei'kur og þekktur Íslendingur
ræddi á fjölmennu<nóti um braut-
ryðjandann og sagði, að verk hans
væru samofin af mannkostum og
atorku. Hann nefndi nokkur dæmi
um hvort fyrir sig. Síðan sagði
hann orðr’étt: „Guð sjálfur hjálp-
ar þeim til, sem hafa svona gott
hjarta og svona ötular hendur“.
Hinn ótrauði fallni foringi okk-
ar, Egill Gr. Thorarensen, hafði
bæði gott hjarta og ötular hend-
ur og notaði hvort tveggja til að
bæta líf fólksins og með því að
opna augu þess fyrir gildi félags-
andans, leiddi hann það til þátt-
töku í dáðríkum, svipsterkum verk
um og þó að stóru átökin marki
s-tærstu sporin, þá eiga þau samt
sinn aðdi'aganda í mörgum smærri
athöfnum eða verkum, sem unnin
eru af fjölda manna í kyrrþey og
trúmennsku og þó að þau sýnist
oft næsta lítilsvirði og jafnvel þó
að enginn taki eftir þeim, þá eru
þau samt oft eins og frækorn, sem
falla í góða jörð á hentugum tíma,
þau vaxa upp og'bera ávexti og
ótal fræ.
Á þennan há-tt renna ýmsar stoð
ir frá fólkinu sjálfu undir hin
sterku ráð og ákvarðanir braut-
ryðjandans um það, hvað beri að
gera. Egill Thorarensen skildi vel
og kunni að meta störf félags-
manna sinna, smá og stór.
Hann skildi fyllilega, að —
„Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið“.
í Árnessýslu voi’u á öllum tím-
um uppi framsýnir menn og eru
dæmi nærtæk um það- Eigi að
síður deildu Árnesingar oft og
lengi um stór mál, svo sem verzl-
unarmál, skólamál og fleii'i fram-
faramál. Allar tilraunir, sem nokk
uð kvað að í verzlunarmálum í
samvinnusniði, höfðu hvað eftir
annað mistekizt. Á þessum deilum
lærðu menn þó margt.
Þegar Kaupfélag Áinesinga var
stofnað 5. nóv. 1930 og fyrsta búð-
in opnuð 2. jan. 1931 og Egill
Thorarensen tók að sér forustu
félagslns, sýndi það sig brátt, að
hann var gæddur þeim foringja-
kostum, sem. til þess þurfti að
opna hugi manna fyrir gagnsemi
og nauðsyn þess að efla hið ný-
stofnaða kaupfélag. Mótstaða
manna var nokkur og þó engan
veginn óskiljanleg. Ýmsir menn
töldu þetta áhættu, óvíst að nokk
uð kæmi í aðra hönd. Þeir yrðu
fyrir ónæði vegna áróðurs, menn
yrðu óvinsælir hjá ýmsum, stríðni
og dylgjur myndu dynja á þeini
frá hinum, sem væru þessu nýja
formi andvígir. Hins vegar var
fengin 50 ára reynsla á kaupfélög-
unum í iandinu og hinn ungi kaup
íélagsstjóri laginn með ráð undir
hverju rifi að uppræta ótta manna
og tortryggni. Hann kom fram á
vígvöllinn djarfur og úrræðamikill.
Staifsorka hans var töfrakennd
eins og hann var oft veikur, við-
fangsefnin mikil og oft torleyst.
Ég sá hann fyrst við búðarborð
í fremur lítilli verzlun á Selfossi.
Hann var glaðlegur og vinsamleg-
ur í viðmóti og man ég vel hversu,
vel mér leizt á þennan yfirlits-j
bjarta mann. Ékki var ég svo for-;
spár, að mig óraði fyrir því mikla
starfi, sem þá beið hans og þeimj
nánu og góðu kynnum, sem við
áttum í vændurn. 1
Eitt af því, sem efldi Egil mjög
var hans' vakandi auga á uppr'enn
andi forvígismönnum víða um
heim. Hann las bækur merkra höf
unda og ræddi um viðfangsefnin
við góða gesti, sem bar að garði.
Hann var hugfanginn af hvers kon
ar framföium og hann sá manna
bezt að fólkið þarfnaðist umbóta
á svo mörgum sviðum.
Hann hóf sitt kaupfélagsstjóra-
starf á því að vekja menn til fé-
lagslundar og félagshyggju. Egill
Thorarensen var glaður í orðr’æðu
við alla menn og einkar laginn að
hæna menn að sér, bæði einn í
einu og svo með fundahöldum.
Honum tókst því undrafljótt að
efla kaupfélagið með fjölda félags
manna. Vegna þess hvað E. Th.
var skemmtilegur í viðmóti, vakti
hann vináttu með framkomu sinni
og starfi. Enginn véfengdi úrtæði
ha:ns né öryggi. Hann öðlaðist því
fljótt fyll’sta traust allra manna.
Hitt var ekki von, að allir skildu
afrek hans, þess var ekki að
J vænta. Kom þar fyrst og fremst
tvennt til, ólíkar lífsskoðanir og
andstæð sjónarmið á vinnuaðferð
um, þó að sleppt sé allri illkvittni.
Hann sagði oft við mig: „Mundu
það, að þau verk, sem hljóta allra
lof, eru sjaldan stór og ég hef
enga trú á því verki, sem enginn
finnur að“.
Þó að Egill væri oft har'ður í
horn að taka og óvæginn í baráttu,
var hann samt ætíð fús til að
hlusta á samningstillögur og leggja
þær fram sjálfur. Ég þekki engan
mann meðal þeirra, sem áttu í
málefnalegri deilu við Egil, sem
ekki virtu hann mikils bæði vegna
drengilegrar framkomu og vitur-
legra tillagna til málamiðlunar.
Sé litíð yfir allra stærstu verkin,
sem lutu forustu Egils: Verzlunar-
hús Kaupfélags Árnesinga pg aðr
ar stór’þyggingar félagsins, kaupin
á Laugardælum og búskapinn þar,
baráttu hans í mjólkursölumálum
Sunnlendinga, Þorlákshöfn og hið
nýja Mjólkurbú Flóamanna, verð-
ur öllum Ijóst, að þessi stórvirki
eru slungin tveim aðalþáttum,
fr'amsýni, viljaþreki og úrræðum
hans sjálfs annars vegar og sam-
tökum fólksins hins vegar.
„Hvert jarðarblys, sem brennur,
er bál af neistum tveim“.
Ekkert af því, sem framundan
er, veðrur eins erfitt að uppfylla
eins og hæfileika Egils Thoraren-
sen til að sameina fólkið til átaka
um svipmikil verk.
Fyrir 30 árum tókst vinátta með
okkur Agli Thorarensen. Ég kveð
nú góðan vin og félaga. Margs er
að minnast og eingöngu mikils
góðs.
Flestif menn í héraði og víðar
hafa hugboð um hans mikla og
merka bókasafn og hversu víðles-
inn hann var í íslenzkum og erlend
um bókmenntum og um listaverk-
in á heimili hans, en það eru ekki
allir, sem vita hvernig var að koma
og dvelja á heimili þessarar fjöl-
skyldu. Það þekki ég af eigin raun.
Þai' var gott að koma.
Frú Kristín og börnin báru
heimilinu fagurt vitni ekki síður
en húsbóndinn sjálfur. Ég eignað-
ist þau öll að vinum fyrir löngu
og er sú vinátta óbreytt enn í dag.
Nú er skaið fyrir skildi. __
Við í stjórn Kaupfélags Árnes-
inga, sem höfðum nánast samstarf
við hinn látna vin, sendum honum
hinztu kveðju og þakklæti fyrir
hinar djúpu og traustu minningar.
Ég trúi þeim boðskap, sem
felst í þessum ljóðlínum:
„Og út yfir þitt ævikvöld
skal andinn lifa á nýrri öld“.
Bjarni Bjarnason.
★
Þess munu fá dæmi, að
stjórnandi svo fjölmenns
(Framhald á 13. síðu.)