Tíminn - 21.01.1961, Blaðsíða 16
Laugardaginn 21. janúar 1961.
17. blað.
Bar barn sitt út
og rændi oðra
HVÍTÁRVELLIR.
Vill einhver kaupa gamalt
barónssetur I Borgarfirði?
Eitt hinna gömlu höfðingja-
setra iandsins, höfuðból að
fornu og nýju, laxveiðijörð
mikil, fríð bújörð og góð á
fögrum stað í fögru og viðu
héraði, á að seljast á uppboði
í vetur. Hvítárvellir í Borgar-
firði fara undir hamarinn
vegna arfaskipta. Þar gerist
saga, sem ekki er fátið nú
orðið: Þegar margir erfingiar
eiga tilkall til erfðahluta úr
jörðum, sem eru mikils virði,
treystir einn, eða þótt tveir
séu, sér ekki til þess að leysa
samerfingja sína út. Þetta er
þeim mun erfiðara viðfangs,
sem erfingjarnir eru fleiri.
Þarna stendur svo á, að þeir
eru átta.
Arfi á að skipta eftir Maríu
Sæmundsdóttur, sem andaðist vet-
urinn 1959, ekkju Ólafs Davíðsson-
ar, er dó fyrir alllöngu. Við því er
búizt, að jörðin muni seljast á
aðra milljón króna, en þó hafa
tveir synir þeiira Ólafs og Maríu,
sem á Hvítárvöllum eru, Davíð og
Hannes, fengið útmældar stórar
spildur úr landi Hvítárvalla, ásamt
veiðirétti — annar upp með
Grímsá, en hinn niður með Hvítá.
Kaupstefnur og búðarrústir
Hvítáivellir eiga að sjálfsögðu
rnikla sögu. Að fornu sigldu far-
í Hvíta húsinu í Washingron ksrnur ma8ur i manns stað elns og annars
staðar, og í gær gekk Eisenhower sína hinztu göngu út um dyr þess sem
forsetl Bandaríkjanna.
Imenn í Hvítárós, gerðu sér búðir
á bökkum Hvítár og efndu til
kaupstefnu. Sjást þar enn leifar
gamalla búðarrústa skammt frá
túni á Hvítárvöllum, enda var
þarna einn helzti verzlunarstaður
landsins. Af þeim slóðum hefur
Böðvar, sonur Egils Skallagríms-
sonar komið, er hann drukknaði á
Borgarfirði, og þar sló Kjartan Ól-
afsson landtjöldum, ásamt Kálfi
Ásgeirssyni, vorið 1001 og seldi
varning sinn.
Bruni á dögum Skottu
Seint á seytjándu öld sat Sig-
urður Björnsson lögmaðut á Hvít-
ávvöllum, og þangað kom Jón
Hreggviðsson með bréf og skilríki
úr konungsgarði, svartur og hrak-
inn landhlaupari af Akranesi, er
mál hans skyldi tekið upp og dæmt
að nýju. Á átjándu öld bjó Sigurð-
ur Jónsson sýslumaður þar í sam-
býli við Skottu þá, sem kennd er
við Hvítárveili. 1751 varð þar elds
voði mikill, og brunnu sjö menn
inni, en sýslumaður sjálfur, kona
hans pg fleira fólk komst út, ná-
lega nakið.
j Laxinn heillaði
Um miðja seytjándu öld var
gerð fyrsta tilraunin-, sem um er
getið, til þess að gera laxinn í
I Hvítá að gróðalind. Hollenzkur
rr.aður, Jóhann Mum frá Rotter-
I dam, lét reisa hús á Skálahóli svo-
I nefndum. Hann ætlaði að moka
jupp laxi. En minna varð úr en
! til var stofnað.
j Upp úr 1770 lét konungsverzlun-
j ia hefja þar laxveiði að frumkvæði
I Einars Þórólfssonar, sem síðar var
j nefndur borgari. Reist var svo-
jnefnt laxahús, og tunnur til þess
j að salta laxinn í fluttar í Hvítárós.
| Þá var veiðikunnátta eða geta borg
jfirzkra bænda enn ekki meiri en
’svo, að engmn lax var veiddur í
jHvítá. En þessi konunglega lax-
: veiðiútgerð gafst ekki vel, og brátt
var horfið frá henni.
Um miðbik nítjándu aldar var
gerð þriðja tilraunin til þess að
gera laxgengdina í Hvítá að mikl-
um gróðavegi. Skozkur maður,
James Ritlhie, reisti niðursuðu
verksmiðju e Hvítárvöllum 1859
og sauð þar niður lax í nokkur ár.
Franski baróninn
Og þá dregur að þeim þætti i
sögu Hvítárvalla, sem kannske er
einstæðastur — Hvítárvellir verða
barónssetur. Árið 1898 settist
franski baróninn alkunni, Charles
Gouldré, að á Hvítárvöllum.
(Framhald á 15. siðu).
Óvenjulegt barnsrán átti
sér staS i Vínarborg fyrir
skömmu. Nítján ára gömul
stúlka, Erika Konecny, ól fyrir
mánaðartima barn úti á víða-
vangi og kom því fyrir, en
rændi svo fjögurra mánaða
gömlum dreng.
Erika Konecny sagði lög-
reglunni svo frá, að maður-
inn, sem átti með henni þung
ann, hefði ekki viljað kvæn-
ast henni. Hún blygðaðist sín
fyrir að ala bam ógift, leitaði
út á víðavang og fæddi
þar. Hún lét bamið liggja á
jörðinni í kalsaveðri, unz það
j var dáið. Síðan batt hún stein
j við líkið og varpaði því í Dóná.
i Það fannst síðar, en lögreglan
vissi ekki, hvernig á því stóð.
Þegar stúlkan kom heim,
sagði hún foreldrum sínum að
hún hefði skilið barnið eftir
í sjúkrahúsinu. Síðan leið
einn mánuður, og fóru þá for
eldrar og ættingjar að heimta
af henni, að hún sýndi þeim
það. f örvæntingu sinni á-
kvað stúlkan að ræna bami
og fara með það heim til sín.
Hún þreif barn, sem hún sá
sofandi í bamavagni við dyr
tóbaksbúðar, og hljóp með
það heim til sín.
Móðir barnsins uppgötvaöi
fljótt barnshvarfið og leitaði
á náðir lögreglunnar. Brátt j
fannst fólk, sem séð hafði í
| stúlku hlaupa eftir götunni
j með barn í fangi. Það lýsti
jstúlkunni svo nákvæmlega,
að lögreglan komst þegar á
sporið, og ekki voru liðnar
nema fjórar klukkustundir
frá bamsráninu, er lögreglan
barði að dyrum hjá foreldr-
um Eriku. Þar fannst horfni
drengurinn, og stúlkan gekkst
við öllu, sem hún hafði gert.
Nú hefur Kennedy verið
settur inn í forsetaembærtið,
og þau verða ekki fá vanda-
málin, sem bíða úrlausnar, er
hann sezt við skrifborð sitt í
Hvíta húsinu í dag og blaðar
í skjalamöppunni. Myndin
þarfnast ekki skýringa að
öðru leyti en því, að hún er
teiknuð af hinum þekkta
brezka skopteiknara, Cumm-
ings, sem væntanlega á eftir
að draga upp nokkrar fleiri af
hinum unga Bandaríkjafor-
seta.
I