Tíminn - 24.01.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 24. janúar 1961.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramJsvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb ), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tórpas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
Lifði þjóðin nm efni
fram á árinu 1960?
Blekking sú, sem Ólafur Thors lét sér sæma í áramóta-
ræSu sinni, að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar hefði stórbatn-
að á árinu 1960, hefur nú verið algerlega afhjúpuð. í
stað þess að gjaldeyrisstaðan hafi batnað, hefur hún versn
að, þar sem hallinn á greiðslujöfnuðinum 1960 hefur orð-
ið 460 millj. kr. Er hér átt við mumnn á útfiutningi og
tekjum vegna þjónustu annars vegar, en innflutningi og
gjöldum vegna þjónustu hins vegar, en sá munur gefur
í höfuðdráttum hugmynd um, hvort skuldir hafa aukizt
eða minnkað. Samkvæmt þessari niðurstöðu, hafa skuld-
ir þjóðarinnar út á við alltaf aukizt um 460 millj kr. á
árinu 1960 eða meira en helmingi meira en 1958, sem
var síðara stjórnarár vinstri stjórnarinnar.
Sé höfð sú reikningsaðferð, er ráðunautar ríkisstjorn-
arinnar fundu út til að sýna sem mesfcan halla hjá vinstri
stjórninni, hefur hallinn á síðastliðnu ári orðið miklu
meiri en þetta, eða milli 700—800 millj. kr.
Upplýsingarnar um hallann á ármu 1960 liggja nú
orðið svo ljóst fyrir, að stjórnin treystir sér ekki lengur
til að reyna að leyna honum. Nú er hins vegar sagt, að
hann hafi orðið til vegna skipakaupa og flugvélakaupa,
sem fyrri stjórnir hafi stofnað til, og ekki sé rétt að telja
slíkt til raunverulegs halla.
Það skal viðurkennt, að töluvert er rétt í þessu. En
þetta sýnh’ líka, hve ósanngjarnan og óheiðarlegan áróð-
ur stjórnarflokkarnir hafa rekið, þegar þeir voru að rétt-
læta ,,viðreisnina“ í fyrravetur með því, að svo mikil
skuldasöfnun hefði átt sér stað á undanförnum árum, að
nauðsynlegt væri að gera sérstakar samdráttarráðstafan-
ir vegna þess. Skuldasöfnun sú, sem þeir voru þá að tala
um og töldu merki þess, að þjóðin hefði lifað um efni
fram, var öll sprottin af því, að þjóðin hafði verið að auka
atvinnutæki sín, byggja orkuver og stórverksmiðjur.
Vissulega var rangt að tala um þetta sem raunverulegan
halla eða telja þetta sönnun um óhæfilega eyðslu eða að
þetta myndi valda þjóðinni erfiðleikum í framtíðinni.
Nú snúast þessar röksemdir gegn ríkisstjórninm og
því keppast ráðherrarnir við að afneita þeim Ef nokkur
heil brú væri í þeim, ætti þjóðin nefnilega að háfa íifað
meira um efni fram 1960 en nokkurn tíma fyrr.
Þannig fer jafnan fyrir þeim, er reyna að rökstyðja
ranga stefnu með blekkingum og röngum málflutningi.
er mtmunnn nu
Hver
og sumarið 1958?
Morgunblaðið skrifar nú um það dag eftir dag. að
það stafi ekki af öðru en kommúnisma og öfgafullri stjórn
arandstöðu, að menn geri nú kröfur til kjarabóta. At-
vinnuvegirnir þoli ekki neinar auknar byrðar.
En hvernig mátti það þá ske, að atvinnuvegirnir gátu
staðið undir stórauknum kauphækkunum sumarið 1958,
þegar kjör launþega voru stórum betri en nú? Eða man
Mbl. ekki, að það heimtaði þá kauphækkanir og taldi
ekkert því til fyrirstöðu, að atvinnuvegirnir gætu risið
undir þeim?
Hvað hefur breytzt svona mikið síðan 1958? Hefur
stjórnarstefnan núverandi leikið atvinnuvegina svona
grátt? Eða voru kröfur Mbl. 1958 sprottnar af kommú-
nisma? Eða segir Mbl. ósatt um hag atvinnuveganna nú?
I /
/
>
>
>
; >
>
>
í >
\ >
>
)
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
*
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
)
>
>
>
>
>
>
•■v*v*x*v*x*
Fólk, sem talað er um
BLAÐAMENN þeir, sem
voru viðstaddir embættistökun;
í Washington, þegar Kennedj
tók við forsetastarfinu af Eis
enhower, láta mjög af því, hve
öll framganga Kennedys haf
verið hiklaus og laus við allan
óstyrk. Eisenhower hafi hins
vegar verið hrærður'. Nixon,
sem var viðstaddur, hafj verið
álíka rólegur og Kennedy. Ræð
an, sem Kennedy flutti eftir
embættistökuna, hefur yfirleitt
mælzt vel fyrir, en hún skar
sig ekki sízt frá öðrum slík-
um vegna þess, að hún var stutt
og gagnorð.
Meðal þeirra manna sem voru
viðstaddir embættistökuna og
drógu að sér sérstaka athygl'.
var Truman fyrrverandi forseti,
sem var 1 bezta skapi.
Tvær meðfylgjandi myndir
eru frá embættistökunni. Á ann
arri þeiria sézt Kennedy vera
að vinna forsetaeiðinn, en
Warren, forseti hæstaréttar, las
hann fyrir honum. Á síðari
myndinni sézt hi’n nýja forseta-
frú klappa manni sínum á vang-
ann strax eftir að hann hafði
flutt ræðuna.
LUMUMBA er nú enn einu
sinni eitt helzta nafn heims-
fréttanna, eða síðan Kasavubu
lét flytja hann til Katanga og
fól hann vörzlu Tshombe, en
Kasavubu treysti sér ekki leng-
ur til að halda honum. Ber'sýni-
legt er, að fangavistin hefur
síður en svo dregið úr vinsæld-
um Lumumba, heldur eru þær
nú tvímælalaust meira en nokk-
urn tíma áður. Það eykur líka
samúðina með honum, að hann
sætir1 illri vist hjá andstæðing
um sínum. Meöfylgjandi mynd
er tekin af -Pálínu, konu Lu
mumba, fyrir utan hús þeirra
í Leopoidville, er henni bárust
fréttir af flutningi Lumumba
til Katanga, ásamt Roland, syni
þeirra. Frúin br’ast í grát, er
hún heyrði fréttirnar.
Kennedy vinnur embættiseiðinn.
/