Tíminn - 24.01.1961, Qupperneq 6
6
TXMINN, þrigjndaginn 24. janúar 1961.
„f svip hans var svo margt,
sem minnið festi
og merkti dýpi og ríki innri
gl'óðar".
E. Ben.
Með Agli Gr. Thorarensen er
ekki aðeins mikill höfðingi hnig-
inn í valinn, heldur og einn stór-
brotnasti persó'nuleiki þjóðarinnar.
Lífsþr'óttur hans var einstæður —
andlegt fjör hans óviðjafnanlegt.
Þegar sá kraftur var haminn til
umsvifa á athafnasviði, hlaut eitt-
hvað að ske. Þess vegna har líf
hans rikulegan ávöxt, sem ekki
fær dulizt áýnum. Því urðu verk
hans afreksverk. En þótt óumdeil-
anlega forystuhæfileika Egils í
samvinnufélagsmálum og fram-
kvæmdum bæri hátt, og að af
þeim muni lýsa um langan aldur,
sveif andi hans frjáls og tiginn,
ofar öllu veraldarvafstri, á vegum
lífs og ljósa í tónatign, í ljóði og
sögn, í litum og línum. Þar undi
löngum þessi ljóngáfaði og harð-
skeytti baráttumaður daglegs lífs,
og naut hvíldar og upphafningar
í viðkvæmri og auðmjúkri fegurð-
arskynjun.
Ég man Egil frá mörgum glæst
um stundum heima og heiman, en
engri sem þeim, er hann gaf lexíu
í skilningi á snjöllum ljóðum, sem
hann unni — seinast s. 1. sumar
að Bessastöðum við leiði Gríms
Thomsens, skálds, sem hann dáði
mjög. Egill Gr. Thorarensen var
e. t. v. oft áhyggjufullur og víst
mæddist hann í mörgu. En hann
var alltof vitur til þess að gera
sér ekki jafnframt Ijóst, að „eitt
er nauðsynlegt“.
Ekki er því að neita, að oft gat
Egill með andagift sinni og orð-
snilld komið óþægilega við, og
stundum fleira en kaun. Sumir
gleyma því e. t. v. seint. Sjálfum
auðnaðist mér snemma að ámæla
honum ekki — frekar en Bjarni
Thorarensen, frændi hans, Oddi
Hjaltalín — „orð þó hermdi hann,
er hneyksluðu suma. Þau voru að-
eins gusturinn af hraðferð víkings
ins; einn þátturinn í vígfimi hins
gunnreifa bardagamanns.
Fáir áttu fínni sál og tilfinning-
ar heldur en Egill, en ekki er
alltaf allt sem sýnist á yfirborði.
Sumir kæra sig ekki um Ijósmynd,
hvað þá glansmynd.
í síðustu Ijóðlínunni í seinustu
ljóðabók sinni, lætur Davíð frá
Fagraskógi í ljós þessa skoðun
sína; lífsskoðun lífsreynds stór-
skálds:
„Að bera eitthvað þungt
— það er að vera“.
Egill Gr. Thorarensen bar lengi
mikið fyrir marga — og að auki
þunga sjúkdómsbyrði lengst af
ævinnar. Það leikur því áreiðan-
lega ekki á tveim tungum: Hann
var — og verður.
Guð blessi nú sál þessa fram-
liðna vinar míns og veiti honum
ljúfa hvíld eftir blessunarríkan
og uppske. imikinn dag — hvergi
nærri svo heiðskíran sem hið látna
stórmenni með óbrigðulli hetju-
lund sinni og karlmennsku undan-
tekningar'lausf gaf tilefni til þess
að ætla.
Baldvin Þ. Kristjánsson.
☆
Egill Thorarensen, kaupfélags-
stjóri á Selfossi, andaðist síðastl.
sunnudag. Við andlátsfregn hans
var sem birtu brigði um byggðir
Suðurlands. Heilsu hans var þó
þannig faiið, að vinir hans og sam
starfsmenn og reyndar allir, sem
til hans þekktu, gátu búizt við,
að brottför hans af þessum heimi
gæti boríð að á hvefri stundu.
Þrátt fyrir þetta vonuðu allir, að
hann risi enn af sjúkrabeði, og að
við mættum honum enn til sam-
starfs, glöðum og fagnandi yfir
fegurð lífsins ög öllum hinum
óleystu viðfangsefnum.
Ég tel víst, að þeir, sem minnast
Egils Thorarensen, reki ættir hans
og skal það ekki endurtekið hér.
Hann var kominn af úrvalsættum,
stórbrotið fólk til beggja handa
M a N N I N G:
Egill
Gr. Thorarensen
kaupfélagsstjóri
og ekki hversdagslegt. í föðurætt
var langafinn amtmaðurinn og
skáldið Bjarni Thorarensen og í
móðurætt, að öðrum þræði sterkir
bændastofnar í Biskupstungum,
og var afinn Egill í Múla, velmet-
inn maður og góðgjarn, en kona
hans og amma E. Th. Anna Jóns-
dóttir, var systir séra Sæmundar
prófasts í Hraungerði, göfug kona
og mikilhæf.
Þeir Móheiðarhvolsbr'æður,
Grímur og Þorsteinn, sóttu báðir
konur sínar út í Tungur, Grímur
Jónínu í Múla en Þor'steinn Sól-
veigu Guðmundsdóttur í Ausfur-
hlíð. Þessi nágrannaheimili voru í
fremstu röð fyrirmyndarheimila á
Suðurlandi, og þeir, sem bæina
byggðu af góðum ættum, og það
vissu hinir ættstóru og stórlátu
bræður frá Móheiðarhvoli.
Jónína móðir E. Th. var frábær
kona að gáfum, mildi og höfðings-
skap og unni hann henni mjög.
Heimilið í Kirkjubæ var stórbrotið
höfðingsheimili og mun mjög hafa
mótað hinn unga svein. Ég ætla,
að hjá þessum bændahöfðingjum
í Rangárþingi hafi myndazt allsér-
stæð sveitamenning. Ég vakti oft
máls á því við Egil, að hann skrif-
aði endurminningar sínar um þessa
stórbrotnu höfðingja og háttu
þeirra, sem voru í mörgu frá-
brugðnir því, sem almennt gerð-
ist. Af því varð ekki og er það
skaði.
Svo var um Egil Thorarensen
sem marga unga menn, sem mikið
er í spunnið, að hugur hans horfði
til ýmsra átta, hvað ævistarf snerti.
Sjórinn heillaði og hann gerðist
„skútukarl“ á unga aldri. 'og mun
um tíma hafa hugsað til skipstjórn
arnáms. Ef af því hefði orðið, hefði
sjómannastéttinni bætzt vaskur
maður, sem faríð hefði þar með
forustuhlutverk. En veik heilsa
varnaði honum þeirrar leiðar.
Hvarf hann þá að verzlunarnámi
og þó tæplega af heilum huga.
Landbúnaðurínn og bóndastaðan
var alltaf ofarlega í huga hans,
en þess var honum líka varnað af
sömu ástæðu og sjómennskunni.
Hann valdi svo kaupmennskuna
um stund, og vissi þó, að sá at-
vinnurekstur myndi ekki fullnægja
hugsjónum og athafnaþrá
hans nema um stundar-
sakir. En honum duldist
ekki, að staðurinn við Ölfusár-
brú yrði miðstöð þessa mikla land
búnaðarhéraðs, þó að þá væru þar
ekki nema þrjú eða fjögur byggð
ból. Þarna hlutu miklir hlutir að
gerast. Starf fyrir fjöldann var
hans stóra hugsjón. Og hann gerði
j hugsjónir sínar að veruleika.
! Arið 1930 gengst^ hann fyrir
stofnun Kaupfélags Árnesinga, sel-
síðan hafa unnið saman að meira
eða minna leyti undir frábærri
skipulagningu hans, þó fjárhagur
allur hafi jafnan verið fullkom-
lega aðskilinn.
Um það hefur stundum veríð
deilt, hvort kaupfélag eigi aðeins
að sinna verzluninni einni saman
eða hafa með höndum fleiri verk-
efni. Egill var ekki í vafa um að
félagið ætti að hafa fleira en verzl
unina til þjónustusemi við félags-
menn sína. Þessu fylgdi hann fast
eftir og nú rekur K.Á. svo marg-
þætta iðnaðarstarfsemi, að það full
nægir flestum þörfum félags-
manna sinna.
Hið vökula og víðsýna auga for-
vigismannsins sá mörg fleiri verk-
efni. Með miklu snarræði bjargaði
hann einu af beztu höfuðbólum
Árnesþings, Laugardælum, frá því
að lenda' í braskarahöndum og
þeirri niðurníðslu, sem jafnan fylg
ir slíkum örlögum. K.Á. rak þar
stórbú með miklum myndarbrag
um nokkurt skeið, og hlaut Egill
fyrir það ámæli skammsýnna
manna, þó að miklu fleiri litu á
málið af réttsýni. En saga Laugar-
dæla undir forustu E. Th. er ekki
þar með öll sögð. Hann var hvata-
maður að því að Búnaðarsamband
Suðurlands tæki höfuðbólið á
leigu með góðum kjörum og hefði
þar kynbótastöð þá í nautgripa-
rækt, sem sambandið hafði áform
að að koma á fót. Þessi stöð er
rekin með miklum glæsibrag og
mun um langan aldur verða mið-
stöð þessarar starfsemi, sunnlenzk
um bændum til ómetanlegs gagns.
Það var Agli Thorarensen óbland-
in ánægja að sjá þessar vonir sín-
ar rætast jafn vel og raun er á.
Egill Thorarensen gleymdi ekki
sjónum og gjöfum hans. Hann var
líka vel minnugur hafnlausu strand
mesta afrek á sinnt athafnasömu
ævi, en það er Mjólkurbú Flóa-
manna. Ég leyfi mér að segja, og
tel á engan sé hallað, þó að ég
segi, að endurbygging Flóabúsins
var ekki á færi annars manns en
E. Th. Þetta afrek hans er af öll-
um þorra bænda rétt skilið og
þakkað, þó nokkrir hafi kosið sér
þann kost að lenda í vonlausu and-
ófi við þessa merku framkvæmd.
Og nú við ævilok Egils Thoraren-
sen geta þeir menn, sem þann kost
hafa tekið, ekki unnið sér neinn
sóma meiri í þessu máli en leggja
upp árar og fylkja sér undir það
merki, sem hann hélt hátt á loft
með sinni glæsilegu forustu. Á
engan annan hátt geta þeir vottað
honum virðingu sína og þakklæti,
sem allir eru sammála að honum
beri.
Af hinu nýbyggða Mjólkurbúi
Flóamanna hefur þegar farið mik
ið orð, bæði innan lands og utan.
Ég veit ekki betur en framámenn
í landbúnaðarmálunr frá flestum
löndum Evrópu, Bandaríkjunum
og Kanada hafi séð þetta marg
um rædda mjólkurbú og öllum
borið saman um að það standi í
fremstu röð slíkra stofnana hvar
sem er í veröldinni. Grein, sem
birtist í dönsku mjólkurfræðiriti,
skrifuð af dönskum manni, sem
skoðaði búið í fyrra, hefur nú ver-
ið þýdd og birt í sams konar tíma
ritum í ýmsum Evrópulöndum t.
d. Þýzkalandi, Ítalíu og víðar. Sunn
lenzkir bændur mega vel una hlut
sínum í þessu máli.
EgiH Ttorarensen var mikill og
sérstæður persónuleiki og stór-
brotinn maður. Glæsimenni í sjón
og raun, svo af bar og frábær höfð
ingi heim að sækja, eins og hann
átti kyn til. Hann var mikill mála-
fylgjumaður og naut þar við sinna
persónulegu töfra. Sagður harður
(Framhaid á 11. síðu).
arinnar, sem umlykur mesta sam-
ur því eignir sínar og gerist fram- fellda búnaðarhérað landsins. Hann
kvæmdastjóri þess. Sú saga.kemst
á kreik um þessar mundir og varð
furðu lífseig, /að E. Th. hefði brugð
ið á þetta ráð, til að bjarga sér úr
fjárhagsvandræðum. Þetta var
fjarri lagi. Verzlun hans blómgað-
ist m^ð hverju ári og hanp var
mjög 'vel fjáður, þegar hann
breytti til. Kaupfélagsstjóralaunin
voru ekki freistandi, hvorki þá eða
seinna, fyrir mann eins og hann.
En verkefnin, sem framundan
voru, voru mörg og heillandi.
Mjólkurbú Flóamanna var í reyf-
um og stóðu að því til að byrja
með aðeins Flóahrepparnir. Það
verður Flóamönnum til ævarandi
sóma og sunnlenzkum bændum til
blessunar um langa framtíð, að
þeir voru svo framsýnir að fela
Agli forustu mjólkurbúsins, ásamt
kaupfélaginu, og tengja á þann
hátt saman þessar tvær samvinnu-
sá, að höfn yrði að byggja í hinni
gömlu verstöð við Eyrarbakka-|
bugt, sem helguð var af hinum
sæla Þorláki biskupi, og hann sá
stóra hafnarborg rísa upp á hinni
gróðurlausu örfoka sandströnd. Og
hann lét ekki sitja við hugsjónir
og orðin tóm. Það gerði hann
aldrei. K.Á. keypti þessa niður-
níddu verstöð, hóf hafnarbætur og
útgerð, þar sem fiskurinn gengur
upp í landsteina á vetrarvertíð,
svo að þríróa má hvern dag, þegar
gæftir eru- Nú er þar 200 manna
þorp, vísir að hinni stóru hafnar-
borg framtíðar’innar.
Það mætti skrifa stóra bók um
athafnasemi, stórhug og áhríf Egils
Thorarensen á sunnlenzkan land-
búnað. í stuttri minningargrein er
áðeins unnt að skyggnast um á
hæstu leitum.
Enn hefur ekki verið komið við
félags- og bændastofnanir, sem á þeim stað, er hann vann ejtt sitt
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir sendi ég öllum ættingjum, vinum
og kunningjum, sem glöddu mig margvíslega á 60 ára
afmæli mínu, 12. þessa mánaðar.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Eyjólfsdóttir
Þurá, Ölfusi.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem með
samskotum, gjöfum og á annan hátt hjálpuðu okk-
ur er eldur kom upp á ehimili okkar 14 desember
síðastl.
Guð blessi ykkur öll.
Hans Jensson,
Anna Magnúsdóttir,
Sigurbjörn Hansson og börn
SelhóJ, Hellissandi
Móðir okkar
Sólveig Jónsdóttir
andaðist að heimili sínu Nesi vlð Seltjörn 20. þ.m.
Börnin.
Kveðjuathöfn móður okkar,
Þóru Kjartansdóttur
frá Súluholtshiáleigu,
fer fram frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 25. janúar kl. 15.
Jarðsett verður að Villingaholti fimmtudaginn 26. ian. kl. 1,30.
Upplýsingar um ferðir austur. í síma 23355.
Börn, tengdabörn og aðrir ættingjar.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Ingibjörg Jónsdóttir
Álfheimum 15,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmfudaginn 26. janúar kl.
10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað.
ióhann V. Jónsson, Kristrún Kristjánsdóttir
Sigurjón Jónsson, Elín Bessadóftir
Valtýr Jónsson og barnabörn.
Hjarfans þakklæ'ti til allra þeirra, sem sýndu okkur hlutfekn-
—’’ við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar,
Valgerðar Jóhannsdóttur,
Arnórsstöðum.
Sérstaklega viljum við þakka sveitungum hinnar látnu, fyrir
alla þeirra hjálpsemi og hlýhug.
Bjarni Gestsson
og börn.
/
l