Tíminn - 24.01.1961, Síða 7

Tíminn - 24.01.1961, Síða 7
TÍMINN, þriðjudagmn 24. janúar 1961. 7 g M CAMMíF 1» ET Tl W»:l Greiðsluhallinn er ekki afgerandi um þjóðarhagsagði viðskmráðh. Fyrstu umræðu um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um Stofnlánadeild sjávarút- vegsins var fram haldið í neðri deild í gær. Gylfi Þ. Gíslason, Björn Pálsson og Einar Olgeirs son tóku til máls. Einar hafði ekki lokið máli sínu, er um- ræðunni var frestað. Gylfi Þ. Gíslason taldi að umræður þær um greiðsluhall ann í umræð- unum fyrir helgina, hefðu orðið til gagns. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði aldrei gefið rangar upplýsingar um greiðsluhall- ann við útlönd og aldrei lagt út af tölum í því skyni að blekkja þjóðina. Hagfræðideild Landsbankans og Hagstofan hefðu reyndar aldrei reiknað út greiðsluhall ann á sama hátt og ríkisstjórn in hefði gert, en það væri ekki nema von, því að afborganir af erlendum lánum hefðu fyr ir tiltölulega skömmu farið að skipta nokkru máli Sagði ráð herrann að greiðsluhallinn sem slíkur væri enginn algild ur mælikvarði á raunveruleg- an hag þjóðfélagsins og hann gæti oft verið til mikils góðs og væri þá ekki mælistika þess að þjóð lifði um efni fram. Yfirleitt er nreúðslu- halli við útlönd með eðlileg- um hætti, en það er ekki þar með sagt að hann skipti ekki nokkru máli. Ekki mætti ótak markað taka lán erlendis og skipti í rauninni ekki máli hvort lánin rynnu til fram- kvæmda eða eyðslu. Það væri rétt að yfirleitt hefði þeim lánum, sem tekin hefðu verið á undanförnum árum verið varið til- arðbærra fram- kvæmda, en þó ekki allt eins og hinar miklu frystihúsa- byggingar, en ráðherrann taldi að sú fjárfesting hefði ekki skilað nógum arði Enn- fremur sagði ráðherrann að þjóðin hefði verið búin að glata öllu lánstrausti er vinstri stjórnin fór frá. Getur launama$u> bygg*? Ráðherrann sagði að þetta mætti skýra með því að taka dæmi af launamanni, sem vildi byggja sér hús yfir höf uðið. Fyrir hann skipti ekki Einkaréttur Ferðaskst. ríkisins er úreitur Frumvarp Þórarins Þórarinssonar Þórarinn Þórarinsson flytur frumvarp um að afnuminn verði einkaréttur Ferðaskrif- stofu ríkisins til að taka á móti eriendum ferðamönnum. í greinargerð með frumvarp- inu segir svo: Tilgangur frumvarps þessa er að fella niður einkarét*: Ferðaskrifstofu ríkisins til að reka ferðaskrifstofu fyrir er- lenda menn. Einkaréttur þessi var veittur fyrir 25 árum os? þá Dagskrá DAGSKRÁ efri deildar Alþingis þriðiudaginn 24. janúar 1961, kl. IV2 miðdegis. 1. Sementsverksmiðja, frv. — 3. umr. 2. Sóknargjöld, frv. — 1. umr. DAGSKRÁ neðri deildar Alþingis þriðjudagínn 24. janúar 1961, kl. T/2 miðdegis. 1. Stofnlánadeild sjávarútvegsins. — Frh. 1. umr. 2. Siglingalög, frv. — 1. umr. 3 Sjómannalög, frv. — 1. umr. 4. Fræðslumyndasafn ríklslns, frv. — Frh. 2. umr. 5. Ríkisreikningurinn 1959, frv. — Frh. 2. umr. miðaður við allt aðrar aðstæð ur en þær, sem nú eru. Að dómi margra þeirra, sem bezt bekkja til, er hann nú orðinn þröskuldur í vegi þess, að . nægilega sé unnið að því að greiða fyrir ferðalögum út- lendinga hingað. Ferðaskrif- stofa ríkisins getur líka eftir sem áður unnið að þessari starfsemi, þótt fleiri aðilar geri það einnig. Auk þess hef ur hún mörgum öðrum mikil- vægum verkefnum að sinna. Hér er því ekki verið að tak- marga neitt verkahring henn ar. heldur aðeins stuðla að því, oð fleiri geti látið til sín taka rx? unnið að því að greiða fyr ferðalögum útlendinga hing -ð Allar bjóðir keppa nú að því uð greiða fyrir ferðalögum út i'endinga. enda eru bau víðast , vaxandi tekjulind. íslendingi ,ar mega ekki láta hlut sinn hsgja eftir í þessum efnum. | Fins og nú er komið. mun það tryggja beztan árangur á bessu sviði að veita öllum þeim, sem hafa áhuga og getu og tækifæri til þess að vinna sem frjálsieeast að þessum málum, en hefta ekki framtak þeirra með úreltum hömlum. máli hvort hann gæti fengið lán, heldur með hvaða kjörum lánið væri, greiðslutími og hæð vaxta, og hvort það kæmi heim við það, sem hann gæti lagt til hliðar af launum sín- um. . Varðandi útreikninga ríkis- stjórnarinnar og yfirlýsingar áður en viðreisnin var lög- fest, að þjóðin hefði lifað um efni fram. Hins vegar væri það rétt að draga innflutning skipa, báta og flugvéla frá greiðsluhallanum til að sjá hvernig ástandið væri fyrir, árið 1960. Sagði ráðherrann, að ríkistjórninni hefði tekizt að framkvæma áform sín um að minnka neyzlu og fjárfest ingu þjóðarinnar og hún hefði aldrei farið dult með það eöa reynt að +elja þjóð- ínni trú um annað. éjörn Pálsson tók næstur til máls. Sagði hann að engu líkara væri en ráðherrann héldi að hann væri að tala við 5 ára börn. Það væri furðu legt, að heyra bennan ráð- herra. sem set ið hefði í stjórn síðastl. 5 ár, að tala um greiðsluhallann í bessum dúr. Þau tvö ár og tvo mán uði, sem liðnir eru síðan vinstri stjórnin fór frá völd um, hafa skuldir þjóðarinnar stóraukizt og 40% af núver- andi greiðslubyrði þjóðarinn- ar er vegna lána, sem. tekin voru á þeim tíma. 1958 er greiðslubyrðin var minni en hún er nú, var hvergi hægt að fá lán, að því er ráðherr- ann segir, en nú hins vegar, þótt greiðslubyrðin hafi stór- aukizt í tíð núverandi stjórn ar, segir ráðherrann að nóg lán sé hægt að fá. Það er furðulegt að ráðherrann skuli geta boðið upp á slíka rök- semdafærslu. Björn sagði aö hvað sem segja mætti um út- reikninga ráðherrans á greiðsluhallanum, þá sleppti hann gjörsamlega í útreikn- ingum sínum birgðum útflutn ingsafurða í landinu. Þær voru mjög miklar á árunum 1958 og 1959, en á síðasta ári gekk á þær og það væri veiga mikið atriði, sem ekki mætti D-levma, er verið væri að reikna út raunverulega út- komu ársins 1960. Afkoman á bví ári hefði verið hörmuleg, þrátt fyrir fyrirheit ríkis- stjórnarinnar um annað og bað væri engin ástæða fvrir stiórnina að eleðjast yfir ár angrinum. Björn sagði að hessi bráðabiro-ðglög væru tii bóta og spor í rétta átt og því væri hann beim hlynntur, en þau bættu engan vegihn úr þeim rekstursfjárskorti sem útgerðin ætti við að stríða. Frumvarpið fjallaði um að breyta óreiðuskuldum útgerð- arinnar í viðskiptabönkunum í föst lán í Seðlabankanum og væri það hjálp í bili, einkum fyrir viðskiptabankana. Hann væri því hlynntur þessum ráð stöfunum svo langt sem þær næðu, en ekki væri eins víst um það, hvort framkvæmd þessara laga yrði í alla staði réttlát. Vextirnir Þá skýrði Björn það með | skýrum dæmum hvílík hringa j vitleysa, jeins og hann orðaði það, útreikningar viðskipta- I og bankamálaráðherra á áhrif um vaxtahækkunarinnar á j útgerðina væri, og kvað óskilj ; anlegt hvernig ráðherrann j gæti hafa fengið út slíkar töl ur. Sagði hann að útgerðar- menn hefðu reiknað þetta út á aðalfundi LÍÚ og þeim hefði reiknast svo til að vaxtahækk unin svaraði til upphæðar er næmi 20 aurum á hvert fisk kíló og skökkúðu þeir útreikn ingar aldrei milclu. Ef vextir væru lækkaðir í það sem þeir j voru, gætu frystihúsin borg- j að ca. 10 aurum meira á kíló. Ef íslenzkur sj ávarútvegur byggi hins vegar við sömu láns og vaxtakjör og norskur sjávarútvegúr, þá fengju. fiskframleiðendur sem svar- aði 50 aurum meira fyrir hvert fiskkíló,' og það munar sannarlega um minna. — Nú er hins vegar fé látið safn- ast fyrir í dauðum sjóðum eng um til góðs. Þeir sem bera hita og þunga dagsins í fram leiðslunni hafa ekki getu til að leggja fé til hliðar og fé safnast því ekki fyrir hjá þeim. Þá fullyrti Björn, að útgerö in hefði aldrei grætt á gengis lækkun, því ef hún hefði gert það, þá ætti hún að vera stór rík nú. Sagði hann að allir (Framhald á 15. síðu) Ný mál Þrjú ný írumvörp voru lögð fram á Alþingi í gær Frumvarp frá sjávarútvegsnefnd um breyting á siglingalögum, er það mikill bálkur og samhljóða frumvarpi, er flutt var af sjávarútvegsnefnd á Alþingi ’958, en varð ekki út- rætt á því þingi. Þá var einnig lagt fram af sjávarútvegsnefnd frumvarp um breyting á sjómanna lögum. Er frumvarpið flutt að beiðni samgöngumálaráðherra. Þá var lagt fram frumvarp frá fjár- hagsnefnd um breyting á lögum um sóknargjöld og er það flutt að beiðni kirkjumálaráðherra. ííver eru vaxtakjör atvinnuvega þeirra JjjótSa, er keppa vií okkur um sölu framleiííslu- vara á erlendum mörkuÖum? Þórarinn Þórarinsson flytur ( tillögu til þingsályktunar um vaxtakjör atvinnuveganna. Til lagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar aö fela ríkis stjórninni að afla upplýsinga um vaxtakjör atvinnuveg- anna hjá þeim þjóðum, sem íslendingar keppa við á erlend um mörkuðum, og að vinna síð'an að því, að vaxtakjör ís- lenzkra atvinnuvega verði ekki lakari en vaxtakjör hlið stæðra atvinnuvega hjá fram angreindum þjóðum. Þaö er undirstaða að’ ör- uggri afkomu þjóðarimiar, að atvinnuvegir hennar séu sam keppnisfærir við atvinnuvegi annarra þjóða. Hið opinbera verður að gera allt, sem stend ur í valdi þess að svo megi vera. í þeim efnum er það ekki sízt þýðingarmikið, að at vinnuvegirnir búi við ekki lak ari vaxtakjör en tíðkast ann- ars staðar. Mikiö skortir nú á, að svo sé. Til dæmis um þetta má geta þess, a'ð Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður á Akranesi skýrði frá því í Morg unblaðinu á s.l. hausti, að fjögur fyrirtæki, sem fást við útgerð og skyldan rekstur á Akranesi, mundu greiða 8 millj. kr. í vexti á árinu 1960. Norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sem hefðu svipað lánsfé und ir höndum, munu hins vegar þurfa að greiða af því í mesta lagi 2—2,5 millj. kr. í árlega vexti. Það gefur auga leið, aö slík aðstaða í vaxtamálum gerir íslenzka atvinnuvegi ósam- keppnishæfa. Þess vegna er hér lagt til, að rikisstjórnin kynni sér vaxtakjör atvinnu- veganna hjá þeim þjóðum, sem helzt keppa við okkur, og vinni síðan að því, að vaxta- kjör atvinnuveganna verði ekki lakari hér en hjá um- ræddum þjóöum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.