Tíminn - 24.01.1961, Qupperneq 9
T f M IN N, þriðjudaginn 24. janúar 1961.
Félagsmálaskóli Framsóknar-
flokksins settur og vel sóttur
Útför Egils Gr. Thor
arensen geysifjöl-
menn og virðuleg
Klukkan hálfþrjú á sunnu-
daginn fór fram í Framsókn-
arhúsinu setning hins nýja fé-
lagsmálaskóla Framsóknar-
flokksins. Við setninguna
voru um 90 manns. Hófst
hún með sameiginlegri kaffi-
drykkju.
Formaöur skólanefndarinn-
ar, Ingi B. Ársælssön, ban'ö
gesti velkomna og rakti til-
drög að stofnun skólans. Sí5
an töluðu Hermann Jónasson,,
formaður Framsóknarflokks- i
ins, Eysteinn Jójisson, form.,
þingflokks Framsóknarm., Ó1:
afur Jóhannesson, form. skipu |
lagsnefndar og Jón Óskars-
son, varaform. S.U.F. Ræddu
þeir um gildi slíkrar félags-
málastarfsemi, sem skólinn á
að beita sér fyrir og árnuðu
honum heilla í starfi.
Hörður Gunnarsson, form.
Félags ungra Framsóknarm. í
Reykjavík flutti einnig ávarp.
Að dðustu setti skólastjór-
inn, Gunnar Dal, rithöfundur,
skólann og bauð þá, sem þeg
ar eru skráðir í hann, vel- >
komna. Skýrði hann frá því |
í stórum dráttum, hvernig
skólinn mundi starfa, og hver |
markmið hans væru. Milli
ræðna stjómaði Baldvin Þ.!
Kristjánsson söng.
Um 40 manns hafa þegari
látið innrita sig i félagsmála-'
skólann, og eru þeir á ýmsum
aldri. Er það mikil og góð að-
sókn, en þó mun enn hægt að
bæta í hann, og ekki er dag-
bundið, hvenær menn byrja
þar.
Skólinn er kvöldskóli, feins
og áður hefur verið frá skýrt,
og starfar tvö kvöld í viku í
Framsóknarhúsinu, mánud.-
og fimmtudagskvöld, kl. 8,15.
Þar geta komizt að menn á
öllum aldri.
f gærkvöldi var fyrsta
HERMANNJONASSON
flytur ræðu við setningu skólans.
starfskvöld skólans, og var
viðfangsefni leiðbeiningar í
ræðumennsku, sem þeir önn
uðust Örlygur Hálfdánarson
og Baldvin Þ. Kristj ánsson.
Utför Egils Gr. Thoraren-
sen, kaupfélagsstjóra, sem
gerð var s.l. laugardag, varð
hin allra fjölmennasta, sem
fram hefur farið austan
f jalls, og munu hafa sótt hana
að minnsta kosti um 1500
manns. Var öll athöfnin
mjög hátíðleg, og með stór-
brotnum virðuleik.
Kveðjuathöfn fór fram í
dómkirkjunni í Reykjavík og
hófst kl. 10 f.h. Þar flutti séra
Sigurjón Guðjónsson í Saur-
bæ, minningarræðu, en Krist-
inn Hallsson söng einsöng.
Úr kirkjunni báru kistuna
stjórnarmeðlimir SÍS. Margt
manna austan úr sýslum kom
til athafnarinnar í Reykjavík,
þar á meðal margt starfsfólk
og stjórnir samvinnufélag-
anna austan fjalls.
Ók líkfylgdin síðan austur
á Selfoss og kom þangað laust
eftir hádegið, en klukkan eitt
hófst útförin í Selfosskirkju.
Var þá geysimikill mannfjöldi
saman kominn þar og komst
ekki nema hluti hans í krkj-
una, en fólk stóð úti, enda veð
ur mjög gott, og hlýddi á at-
höfnina í gjallarhorni.
Kirkjukór Selfosskirkju
söng undir stjórn( Guðmund-
ar Gilssonar, og Kristinn Halls
son söng einsöng. Útfararræð
una flutti séra Árelíus Níelss-
son. Stjórn Mjólkurbús Flóa-
manna bar kistuna í kirkju,
en úr kirkju stjórn Kaupfé-
lags Árnesinga. Síðan gekk lik
fylgdin undir íslenzka fánan
um og samvinnufánanum frá
kirkjunni að kaupfélagshús-
inu, og báru starfsmenn fé-
lagsins kistuna þá leið.
Framan við kaupfélagshús-
ið var staðnæmzt, og flutti
Björn Björnsson, sýslumaður,
þar kveðjuorð frá Rangæing-
um, Valdimar Pálsson, gjald- j
keri, flutti kveðju starfsfólksj
félagsins og Páll Hallgríms-'
osn. sýslumaður, formaður
kaupfélagsstj. kveðju hennar.
Kirkjukórinn söng þjóðsöng-
inn.
Eftir athöfnina við kaupfé-
lagshúsið var haldið að Laug- j
ardælum, þar sem jarðsett j
var. Þegar líkfylgdin fór fram j
hjá Mjólkurbúi Flóamanna, >
hafði öllum hinum mörgu
flutningabifreiðum búsins ver
ið raðað með veginum, og bíl
stjórar og starfsfólk mjólkur-
búsins stóð þar heiðursvörð.
Sóknarpresturinn, séra Lár
us Halldórsson, jarðsöng íi
Laugardælum.
Veður var mjög gott Og fag i Líkfylgdin gengur frá Selfosskirkju áleiðls fil kaupfélagshússlns undir fánum, starfsmenn félagsins bera kist-
urt. [una. (Ljósm. Tíminn.)
Framan viS kaupfélagshúsið. Þar staðrnæmdist líkfylgdin, kveðjur voru fluttar og þjóðsöngurinn sunginn, eftir það haldið að Laugardælum, þar
sem jarðsett var.