Tíminn - 24.01.1961, Qupperneq 13
13
TÍMINN, þriðjv.dsginn 24. janúar 1961.
Óhreinir pottar og pönnur, fitugir vaskai ó-
hrein baöker verða 'gijaandr þegar hið Biáa
Vim kemur til s-kjaianna Þetta kroituga
hreinsunarefnj eyðir íira á einm sekúudu,
inniheldur efni, sem íjarlægir einnig þráiáta
bletti. Hið bláa Vim hefur ferskan ilm, mnihe.'dui einnig gerlaeyði,
er drepur ósýnilegar sóttkveikjur Notið Bláit Vim við allar ertið-
ustu hreingerningar. Kaupið stauk í dag.
VIM er fljótvirkast viö eyöingu
-V fitu og feletta
Tilvaiið við hreinsun potta,
panna eldavéla. vaska. t,að-
kera, veggflísa og ailra
hreingerninga í húsinu.
V 512/EN-Ó4-;.
• •
UTSVOR 1960
Hinn 1. febr. er allra síðasti gjalddagi útsvara
starfsmanna, sem greiða reglulega af kaupi.
Athygli gjaldenda og atvinnurekenda er sérsxak-
lega vakin á því að útsvörin verða að vera greidd
að fullu þann dag til þess að þau verði frádráttar-
bær við niðurjöfnun á þessu ári.
Atvinnurekendum og öðrum kaupgreiðtndum, sem
ber skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna
er ráðlagt að gera þegar í þessari viku lokaskil
til bæjargjaldkera til þess að auðvelda afgreiðslu
á móttöku útsvaranna.
Borgarritarinn
Árshátíð Önfirðingafélagsins
/erður haldinn að Hlégarði laugardaginn 28. jan.
kl. 8 e.h. og hefst með borðhaldi (þorrablót)
- Sætaferðir frá B.S.Í.
Jóðir skemmtikraftar
'ú. 7,30.
Vliðasala fer fram á mánudag til fimmtudags á
eftirtöldum stöðum:
Gunnar Ásgeirsson h.f., Suðurlandsbraut 16,
sími 35200.
Nathan & Olsen ti.f.,\ Vesturgötu 2, sírni 11234.
Daníel Ólafsson & Co., Vonarstræti 4. sími 24150.
Reynisbiið, Bræðraborgarstíg 43, sími 17675.
Hálfdáni Guðmundssvni. Mávahlíð 26
Stjórnin
> •V*V*V*W-V*
SKIPAUfGfcEtB RIKISINS
Esja
austur um iand í hringferð hinn
29. þ.m. Tekið á móti flutningi
í dag og árdegis á morgun til Fá-
skrúðsfjarðai, Reyðarfjarðar, Eski
fiarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarð-
a.. Þórshafnar, Raufarhafnar,
Kópaskers og Húsavíkur. Farseðl-
ar seldir á íöstudag.
•v-v-v*vv->
Skemmtiferðir s.f.
vandaður 18 manna lang-
ferðabíll til reiðu i lengri
og skemmri ferðir Upplýs-
ingar getur Geir Björgvins-
son, Tómasarhaga 41, í
síma 14743 frá kl. 9—1 og
eftir kl 6.
Aiiglýsið í Tímanum
Hi
r
Víkingur vann FH
Úrslitaleikurinn i 2. flokki karla
var milli FH og Víkings — mjög
skemmtilegur leikur tveggja frá-
bærra liða. Flestir munu hafa bú-
iz-t við sign FH, sem var með
landsliðsmanninn Kristján átef-
ár.sson í broddi fylkingar, en þetta
fór á aðra teið. Vikingur náði í
Sveínn Zoega, formaður'Vals, afhendir Birgi, fyrirllða FH, grip þann, sem
keppt var um í meistaraflokki. Ljósm.: ingim. Magnússon.
upphafi foiustu í leiknum, og
linuspil liðsins var það bezta, sem
sást þetta kvöld, enda léku Hafn-
friðingar með tvöfaldri vörn, sem
auðveldaði Víkingum línuspilið.
Víkingur hafði alltaf yfirhönd-
ina, mest var markamunurinn
fimm mörk fyrir þá. Mest allan
síðari hálfleikinn léku Hafnfirð-
ingar „maður gegn manni“ til
þess að reyna að jafna metin, en
Víkingar voru ekki síðri í þeirri
leikaðferð og sigruðu með 10
gegn 7.
H.-ingar langbeztir
Fyrsti leikurinn í meistara-
.okki karla var milli FH og KE —
ð margra áliti hinn raunverulegi
úfslitaleikur í flokknum. Leikur-
ii.n var mjög jafn framan af — og
ltðu nær fimm mínútur þar fil
fyrsta markið var s'korað Guðjón
n'arkmaður KR ætlaði þá að kasta
knettinum frá marki, en tókst
ekki betur en það, að hann fór
beint til Birgis, sem ekki var sienn
að senda hann i netið. Birgir skor-
aði emnig annað markið fyrir
|FH, en þá tókst Erlingi aðeins að
1 jafna metin fyrir KR með mjög
1 góðu marki af línu. Enn bætti
I Birgir við marki, en Reynir skor-
■ aði annað mark KR strax í byrjun
1 síðari hálfleiks, en staðan var 3—1
| fyrir FH í liléi. Eftir það náði FH
I ágætum leik og Ragnar Jónsson
skoraði þrjú mörk í röð, og gerði
þar með út um leikinn. 6—2. Er-
língur skoraði þriðja mark KR, en
Pétur Antonsson síðan tvö- mörk
fvrir FH. Heinz Steiman skoraði
síðasta markið í leiknum, sem
lauk með verðskulduðum sigri FH.
í hinum undanúrslitaleiknum í
þessum flokki mættust Fram og
ÍR, og tókst Fram að sigra með
átta mörkum gegn sex í nokkuð
skemmtilegum leik. Gurinlaugur
skoraði fyrsta markið í leiknuhi,
en Guðjón jafnaði fyiir Fram.
Hermann náði aftur forustu íyrir
ÍR, Ágúst jaínaði og Guðjón skor-
aði þriðja mark Fram, og höfðu
Framarar yfirhönd það sem eftir
var, þrátt fyrir það að Gunnlaugur
Hjálmarsson átti mjög góðan leik,
er. hann skoraði fimm af mörkum
ÍR. Aðstoð, sem hann naut frá
öðrum leikmönnum liðsins, var þó
ekki mikil, og það fellir ÍR-liðið
mjög, að aðeins tveir menn í liðinu
geta skorað mörk Guðjón Jónsson
lék mjög vei hjá Fram og skoraði
þrjú af mörkunum. Ágúst skoraði
einnig þrjú og Hilmar tvö.
Úrslitaleikurinn í meistara-
flokki var því milli FH og Fram.
Sá leikur var þó aldrei skemmti-
legur, til þess voru yfirburðir
FH allt of miklir. f hálfleik var
staðan 8—0 fyrir FH og liðið
skoraði níunda markið án þess
Fram kæmist á blað.
Leikur FH var mjög glæsilegur
á þessu tímabili, hraði mikill en
vörnin samt alveg þétt og það sem
komst í gegr, varði Hjaltj Einars-
son létt, en leikur hans í marki
þet'ta kvöld var mjög glæsilegur.
Leiknum lauk með sigri FH, 13
mörk gegn fjóram. Pétur skoraði
fjögur af mörkunum, Birgir og
örn þrjú hvor, Ragnar tvö og
Bergþór eitt. Fyrir Fram skoruðu
Guðjón tvö, Ágúst og Jóer eitt
hvor.
Eftir hvern úrslitaleik afhenti
Sveinn Zoega, formaður Vals,
sigurvegurunum verðlaunagrip til
eignar. Mótið fór að mörgu leyti
vel fram, en íók alltof langan
tíma. Síðasta kvöldið stóðu leik-
arnir yfir á fjórða tíma