Tíminn - 27.01.1961, Blaðsíða 13
TÍMINN, föstudaginn ZZ. janúar 1961.
13
Æviminningar
VicS veríSum
Hæfa baráttumenn
(Framhald af 9. síðu.)
ungar, aðrar hafa reist sér óbrot-
gjarnasta minnisvarða í hjörtum
barna, sem þær hafa fóstrað, sum
ar hafa náð eyrum landsmanna
með Ijóðum og ritvex'kum, aðrar
hafa hýrgað og glatt umhverfi sitt
með ljúflyndi og góðgirni.
Það er einkar viðfelldin hug-
mynd að verja minningargjöfum
um Iátnar konur til þess að greiða
ungum konum leið til mennta. Þá
standa þær vonandi betur' að vígi í
lífsbaráttunni en margar þær for-
mæður þeirra gerðu, sem minnzt
er á þessum blöðum.
Sigríður Thorlacius.
HvaSa söfnuíur. . . ?
(Framhald af 9. síðu.)
einn helzti forgöngumaður þeirra
r.ú í líknarmálastarfi a vegum
kirkjunnar hinn nýskipaði Kaup-
mannahafnarbiskup, Westergaard-
Madsen. Vonir síanda til þess, að
hann muni koma til íslands í
se.mar og cynna nokkuð þessa
starfsemi. Tilgangur gefandans
næð því framlagi, sem hann hefur
afhent biskupi, er sá að vekja at-
hygli safnaða landsins á þessu
verkefni og örva þá til þess að
setja á fót heimili fyrir aldur-
hnigið fólk.
(Fra skrifstofu biskups.)
Skurðgrafa óskast
Upplýsingar í síma 33599
og 32559.
Haraldur Sigurðsson
Ný fiskbúð
Ásgarði 24, verður opnuö
laugardaginn 28. janúar,
sími 38244.
Komið og reynið viðskipfín.
Frestur
tii að skiia skattframtölum rennur út
31. janúar.
Skaffsfofan í Reykjavík
(Framhald af 8. síðu).
félagsþroska ungra Framsókn
armanna og gera þá hæfari
til forystustarfa, en forystu-
flokkur sem Framsóknarflokk
urinn verður að hafa hæfum
forystumönnum á að skipa.
Stofnun félagsmálaskólans
er markverð nýjung í fræðslu
starfi flokksins. Að vísu hafa
verið haldin málfunda- og
stjórnmálanámskeið á vegum
flokksins og einstakra félaga,
en félagsmálaskólinn mun
starfa á miklu breiðari grunni
og veitir víðfeðmari fræðslu.
Skólanum er ætlað stórt og
mikilvægt hlutverk í uppeld
is- og útbreiðslustarfi flokks
ins, o ger ekki að efa, að vel
muni til takast, þar sem hæfir
menn hafa valizt til að
stjómar og starfrækslu skól
ans. Að lokum vil ég, fyrir
hönd S.U.F., þakka öllum,
sem hlut eiga að máli, og eink
um hinum yngri mönnum. fyr
ir árangursríkt starf við und
irbúning og stofnun skólans,
og fyrir það, að þessi hug-
mynd varð að veruleika svo
fljótt sem raun er á orðin.
Ég flyt skólanum kveðjur
og árnaðaróskir frá stjórn
S.U.F., með þeirri von, að hon
um megi auðnast að gegna
hlutverki sínu með þeirri
reisn, er slíkri stofnun ber,
og verði Framsóknarflokkn-
um til eflingar og sóma.
(Framhaid af 8. síðu).
o& fágað mál og leita fyrirmynda
um tungutak tii þeirra, sem bezt
hafa ritað og talað móðurmálið.
Þátttakendur þurfa að temja
sér djarfa og drengilega fram-
komu, heiðarleika, stillingu og
rökfestu í málflutningi. Þjálfa á
þátttakendur í að beita dóm-
greind og skynsemi í starfi og
komast með gerhygli og_ raunsæi
að kjama hvers máls. Örva skal
menn til fræðaiðkana og sjálfs-
náms og búa þá sem beztu vega-
nesti á framfarabrautinni.
í skólanum á að ríkja frelsis-
andi og hugsjónaeldur, sem
tendra á með lífrænum tengslum
við sögu og menningu þjóðarinn-
ar. Við þekkjum öll þrauta- og
raunasögu þjóðarinnair. Sú saga
á að vera okkur viðvörun við
stefnu afturhalds og úrræðaleysis,
en jafnframt hvatning og eggjun
til umbótaátaka og ötullar baráttu
hvarvetna i þjóðlífinu. — f fé-
lagsmálastarfinu veirðum við að
ná til allra stétta og nota hvert
tækifæri til að kynna hugsjóna-
ffiál og stefnu Framsóknarflokks-
ir.s....
Margt ber okkur að varast í
skólastarfinu. Meðal annars bið ég
menn að vera á verði gegn óvægi-
legum áróðri, sem beint er gegn
okkur. Með honum reyna and-
stæðingar okkar mjög að hafa á-
hrif á skoðanir manna og ákvarð-
anii-. Slíkur áróður er einkenni
lítt þroskaðra manna og leiðir
hann til múgmennsku og sljóvgar
baráttuvilja einstaklingsins. —
Verðum við að snúast einhuga í
félagsmálastarfinu gegn áróðri í
hvers konar mynd, sem beint er
gegn hinni þjóðlegu framfara og
uppbyggingarstefnu Framsóknar-
fiokksins. í þessari baráttu skul-
um við treysta á dómgreind og
þroska einstaklingsins og alþjóðar.
Við skulum beita sanngjörnu mati,
í meðferð mála, en látum aldrei
áróður villá okkur sýn....
Hæfa baráttumenn þarf skólinn'
að þjálfa í andlegri vopnfimi og
gera þá færa að snúa vörn í sókn
á vettvangi télagsmálanna.
Það er von mín, að félagsmála-
skólinn verði einingar- og bar-
áttutákn í starfi Framsóknarflukks
ins um land allt. Að svo mæltu
lýsi ég yfir stofnun Félagsmála-
skóla Framsóknarflokksins og
óska honum velfarnaðar og heilla
í starfi, og vona, að hann verði
boðberi frjórra og stórra hug-
s.ióna.
BARNAGULL TIMANS
Snjótittlingurinn
í sumar skríktir þú sólskinsljóð
og sól og vor.
En nú er röddin þín hrygg og hljóð
— nú hríðar í sérhverf spor.
í sumar flaugst þú um fjöll og grund
með fjör og þrótt.
En nú er döpur þín létta lund
um langa og dimrna nótt.
Nú leitar þú hekn að húsatröð
í hríðarbyl.
Og litlu börnin þér gæfu glöð
hvert grjón, sem mamma á til.
Þau harma, ef kuldinn hvessir sig
með kólgublæ.
Þau óska, að vorið vermi þig,
og veiti þér orm og fræ.
Og vetr’arins kylja köld og löng,
hún kveður hrátt.
Þá skríkir þú aftur sölskinssöng,
og svífur um loftið blátt.
KvæSi: Kári Tryggvason.
Mynd: Barbara Ámaso’n.
„Tófan“
á melnum
Ég ætla að segja ykk-
i! i' sögu af mér, þegar ég
só’f 'rýrnar í fyrsta sinn.
Þ; ar ég sjö ára og átti
að sækja kýrnar út á
M;’a Ég lagði af stað
h . - mannalegasti með
S' • orik í hendi, en þeg
ar 2 var kominn út fyrir
túráð, sá ég eitthvað
hvítt á harðahlaupum á
inelunum.
Mér datt strax í hug,
ao þetta væri tófa og
sneri við heim aftur og
segi mínar farir ekki
sléttar. Fólkið vildi ekki
hlusfa á slíka vitleysu
og skipaði mér að fara
þegar af stað. Ég hlýddi
því, en fór nú hægt og
varltga. En nú sá ég ekki
nertt á Melunum, sem
átti ekki að vera, þar til
( g kom að tjörn, sem þar
er. Þá sprettur þar upp
strákur, sem hafði verið
að vaða r tjörninni og
hJaupa um á Melunum
þess á milli sér tii hita,
, lreldur fáklæddur. Þóttist
1 óg þá vita, að þetta hefði
i verið „tófan“ sem óg sá
|áður. Ég sagði stráknum
srguna, en hann hló dát:
! að kjarkleysinu í mér
| S*ðan hef ég alltaf sót'
ikýrnar og aldrei hræðzi
; tófur.
I Steini, 10 ára.
Til bamanna
Barnagull Tímans, sem
þið kannizt við frá fyrri
tið, birtist nú á nýjan
ieik í ofurlítáð breyttu
sniði, og nú er ráðgert,
að það komi í þessum
búningi cinu sinni í vku,
að minnsta kosti vetrar-
mánuðina og fram á vor.
Barnagull er haft í
þessu broti til þess að
[nð getið klippt það úr
biaðinu og þannig haft
yirkar eigið blað að lesa,
mtðan fullorðna fólkið
ies hitt blaðið. Vandinn
er ekki annar en sá að
klippa eftir strikinu, sem
J'ggur yfir miðja síðuna
liór að ofan, og síðan
nður kjölinn, brjóta síð-
an blaðið saman, og þá
er komið fjögurra hlað-
srðna blað.
Börnin hafa alltaf
verið mjög dugieg að
skrifa Barnagulli, senda
því sögur, vísur, teikning
ar, skrítlur og sitthvað
fleira tii birtingar, og
vonum við, að þið bregð-
izt enn vel við, svo að
blaðið geti flutt sem
rnest eftir börnin sjáif.
.'■vc.skuluð þið óska eftir
Iiréfaskiptum og bera
'r?m tillögur um efni í
hlaðið, og verður reynt
rð fara eftir þeim. ef
kostur er. Utanáskriftin j
er: Barnagull Tírnans,1
Lindargötu 9A, Rvík.
Þio segið liklega, að þetta sé skrítin vetrarmynd
á íslandi. En bíðum nú við. Það er ekki vetur
alls staðar á jörðinni. Suður í Afríku er t. d. há-
sumar núna, og þaðan er þessi mynd. Þetta er
ákaflega fagurt og fóthvatt sléttudýr, sem kallast
stökkgeit. Hér er móðir og dóttir. Auk þess getur
myndin minnt ykkur á, að veturinn er rúmlega
háifnaður hér, og bráðum fer að vora og lítil
lömb að fæðast.