Tíminn - 16.03.1961, Qupperneq 2

Tíminn - 16.03.1961, Qupperneq 2
 2 T í MIN N, fmuntudaginn 16. mar®sl961.i Eistlendmgurinn Eðvald Hinriksson lýsir hryðjuverkasögu Þjóð viljans róg og ofsókn Tíminn birtir hér megín- hlutann af yfirlýsingu Eðvaids Hinrikssonar, á svipaðan hátt og blaðið birti í gær ákærur Þjóðviljans á hendur honum, svo að lesendur blaðsins geti borið saman málflutning beggja aðila. Eistlendingurinn Eðvald Hinriksson, sem Þjóðvil jinn bar hinum þyngstu sökum, svo sem rakið var í Tímanum í gær, vísaði þeim sakargiftum algerlega á bug í langri yfir- lýsingu í Morgunblaðinu í gær. Hann lýsir sig jöfnum höndum hafa unnið gegn naz- istum og kommúnistum á hin- um síðustu misserum, sem Eistland var sjálfstætt, og verið í fangabúðum beggja af pólitískum orsökum. Álykrun hans er sú, að Þjóðviljinn hafi gert þessa árás á sig vegna þess, að hann viti of mikið um þá atburði, er urðu í Eistlandi í sambandi við innlimunina í Páðstjórnarríkin. 1) Það kann að vera rétt, sem Þjóðviljinn segir, að Hjalmar Mae hafi verið vinur nazista meðan þeir hersátu landið. Hann skipaði Ain Mere yfirmann öryggislögreglu landsins. Eg hafði engin afskipti af þessum tveimur mönnum nema hvað vinir þeirra Þjóðverjar tóku mig fastann 21. nóvember 1941, rúmum fjórum mánuðum eftir að þeir hernámu landið .... Sannleikurinn í þessu máli er sá, að ég var í fangelsi naz- ista í 18 mánuði, þar af sat ég í eins manns klefa í eitt ár og tvær vikur í hegningarskyni fyrir starf mitt í þágu eistneska lýðveldisins og líka vegna þess, að ég neitaði að ganga í þýzku leyniþjónustana. 2) Eg var í eistneska landslið- inu í knattspyrnu frá 1934—1940. Um skeið var ég einnig lífvörður forseta Eistlands, Konstantínus Pats, eða frá 1934—’35. Síðan var ég skipaður aðstoðarmaður annarr ar Tallin-Harju prefektúrunnar og eru þær upplýsingar Þjóðviljans réttar. Þjóðviljinn segir, að þar hafi ég stundað „mannaveiðar". Ef kommúnistar halda því fram að barátta fyrir frelsi föðurlands síns séu mannaveiðar þá er það rétt. Starf mitt var meðal annars fólgið í því að koma upp um útsendara og njósnarar nazist og kommún- ista, frá Þýzkalandi og Rússlandi. Eins og kunnugt er var föðurland mitt um þessar mundir lítið péð á taflborði þessara tveggja stór- velda, sem hvort um sig kepptist um að senda njósnara og agenta inn í landið til að undirbúa innrás og síðar valdarán í samvinnu við eistneska landráðamenn. Þetta starf starf mitt vann ég fyrir síð- ustu lýðræðisstjórn Eistlands og reyndi hún allt það, sem í hennar valdi stóð, til þess að bjarga land- inu undan ofbeldisöflunum .... — Að ég hafi á einhvern hátt staðið fyrir morðum og afbrotum, er svo níðingsleg ásökun á hendur ] mér, konu minni og börnum, að ( ekkert orð er til á neinni tungu , til að svara því. 3) í níðgrein Þjóðviljans er m. a. komizt svo að orði: „f Kanada býr Aksle Luitsalu, nú varaformaður „Baltneska banda lagsins" en áður lögreglukomm- issar í Tartu og einn af þeim, sem skipulögðu fjöldamorðin þar. Al- eksander Laak, sem hafði keypt sér villu í Toronto fyrir gull, sem rifið var úr tönnum tékkneskra gyðinga, — Aleksandr Laak hengdi sig, þeg- ar heimsblöðin tóku að rifja upp blóðugan feril hans'. Eg hefi aldrei heyrt þessara manna getið, en trúi því vel, að stanzlaus áróður kommúnista, sví- virðingar og rakalaus ósannindi hafi leitt til dauða. Árásirnar á hendur mér nú og áður hafa ein- mitt verið gerðar í þeim tilgangi að ég færi að dæmi Laaks þessa. Það má meðal annars sjá af niður- lagi Þjóðviljagreinarinnar, þar sem segir: „Veit starfsfólkið í Föt, að meðal þess er maður, sem hefur líf hundr aða saklausra manna á samvizk- unni?’ Og ennfremur segir í niðurlag- inu: „f höfuðborg íslands, Reykjavík, í húsinu númer 15 við Bogahlíð, býr maður, sem borgarbúar þekkja undir nafninu Eðvald Hinriksson’. Þessar lævíslegu ábendingar voru til þess gerðar að vinir mínir kunn ingjar og samverkafólk snúi við mér bakinu, kona mín getur ekki farið út í mjólkurbúð og keypt mjólk fyrir börnin án þess að verða fyrir aðkasti og börnin útilokuð frá samneyti við önnur börn bæði í skóla og annars staðar. Sem betur j fer ríkir enn lýðræði á íslandi og . get ég því nú komið þeim boðum til íslenzkra kommúnista og yfir- manna þeirra í öðrum löndum að ég hefi sterkar taugar og hefi ekki í hyggju að hengja mig, því að sam vizka mín er hrein. 4) Þjóðviljinn segir að ég hafi verið sæmdur Arnarkrossinum, einu æðsta heiðursmerki Eistlands fyrir samvinnu við Þjóðverja. Eins og annað í þessari grein á sú ásök- un ekki við rök að styðjast. Þann 8. desember 1935 gerðu nazistar tilraun til byltingar í Eistlandi. Upp reisnin var undirbúin á leynifundi nazista í Tallin og komumst við á snoðir um þennan fund. Hann sátu ýmsir af foringjum nazista í Eist- landi. Við handtókum alla þessa menn og voru þeir síðar dæmdir í 20 ára fangelsi. Og fyrir þetta sæmdi Pats, forseti lýðveldisins, mig þessu heiðursmerki .... 5) Rússar sendu her inn i Eist- land í október undir því yfirskini, að verið væri að koma i veg fyrir að nazistar gætu hernumið landið. Rússar sögðust ekki mundu skipta sér af innanríkismálum okkar. En 8 mánuðum síðar steypti rússneska innrásarliðið, undir stjórn dr. Ulu- ots, forsætisráðherra af stóli og setti sína menn í valdastóla, ósköp hliðstætt þvi sem Rússar gerðu í Ungverjalandi haustið 1956. En er þetta gerðist í Eistlandi, var ég að störfum í aðalstöðvunum Tall- in-Harju prefektúrunnar. Strax fyrsta daginn var ég handtekinn á- samt starfsfélögum mínum og við vorum fluttir í fangabúðir .... Eftir valdaránið hrópuðu komm- únistar af ákefð að það hefði verið Eistneska þjóðin sjálf, sem bylt- inguna gerði. Og til þess að slá ryki í augu erlendra sendimanna og annarra útlendinga í Tallin — svo og vegna þess að öll fangelsi voru þegar orðin full, vorum við samstarfsmennirnir sendir aftur til höfuðstöðvanna, eins og ekkert hefði í skorizt. En nú vorum við í stofufangelsi og undir ströngum, rússneskum herverði. Eg gerði mér strax grein fyrir því, hver hætta var á ferðum og var ákveðinn í því að reyna aliar j undankomuleiðir. Mér tókst að kom ast yfir 200 gr. af salti. Eg leysti það upp í vatni og svolgraði það í mig. Áhrifin voru skjót, því að ég fékk kvalir í magann, ég svitnaði mikið og bar önnur einkenni sjúk- dóms. Því næst var ég fluttur í sjúkrahús bæjarins, vegna þess að fangelsissjúkrahúsið var fullt. Eg sagði einum af læknum sjúkrahúss ins (ég nefni ekki nafn hans, því að hann gaeti verið enn á lífi) hvað amaði að mér og gaf hann mér þá stólpípu og gerði aðrar viðeigandi ráðstafanir. Sagði hann mér svo að flýja. Eg komst til skógar .... 6) Eg er einn þeirra fáu Eist- lendinga, sem kynntust náið hin- um ógeðslegu vinnubrögðum kommúnista við valdaránið í Eist- landi, og enn eru á lífi. Og í starfi mínu kynntist ég því, hvernig Rúss ar fara að því að sölsa undir sig smáþjóðir, með aðstoð innlendra kommúnista og hættulegs njósna- kerfis. Þessa vitnesku óttast komm únistar. Hún er kannske undirrót níðherferðar á hedur mér og fjöl- skyldu minni: „Öðru hvoru birti hann greinar gegn hinu sovéska Eistlandi í hægri blöðum staðarins (þ. e. Reykjavlk)" Þarna lá hundurinn grafinn. Og Þjóðviljinn segir að hendur mínar séu „blóði ataðar“. Eg þekki íslendinga nógu vel til þess að vita, að kommúnistum mun ekki hald- ast uppi að flytja blóðið af sínum höndum yfir á minar. 7) í níðgreininni segir Þjóðvilj- inn að £ réttarhöldunum í Svíþjóð hafi mér verið bjargað með fölsk- um vitnisburði. „Samt var Mik- son sviftur landvistarleyfi í Sví- þjóð", segir Þjóðviljinn. Sannleik- urinn er sá, að þegar Rússar her- námu Eistland öðru sinni og komu Eyða verður vargi. .. (Framhald af 7. síðu). — 1917 ... ... 3915,5 — — 1918 ... ... 3490,0 — — 1919 ... ... 3238,5 — — 1920 . .. ... 3393,5 — — 1921 ... ... 3349,3 — — 1922 . .. ... 3719,5 — — 1923 ... ... 3815,4 — — 1924 . .. .. . 3840,0 — — 1925 ... ... 3838,0 — — 1926 ... ... 3963,0 — — 1927 ... ... 4138,0 — — 1928 . .. ... 4287,0 — — 1929 ... ... 4018,0 — — -1930 .... . . 3631,0 — — 1931 ... ... 3400,0 — — 1932 ... ... 3536,0 — — 1933 ... ... 3282,0 — — 1934 ... ... 3161,0 — — 1935 ... ... 2786,0 — — 1936 ... ... 3011,0 — — 1937 ... ... 3084,0 — — 1938 . .. ... 2852,0 — — 1939 . .. ... 3298,0 — — 1940 . .. ... 3241,0 — — 1941 . .. ... 2806,0 — — 1942 . .. ... 2423,0 — — 1943 . .. ... 2319,0 — — 1944 ... ... 2535,0 — — 1945 .... . . 2426,0 — — 1946 . .. ... 2142,0 — — 1947 ... ... 1957,0 ■ — 1948 . .. .. . 2008,0 — — 1949 ... ... 1712,0 — — 1950 ... .. . 1918,0 — — 1951 ... ... 2026,0 — — 1952 .... 9 — 1953 . ... 9 — 1954 . .. ... 1875.0 — — 1955 ... ... 1641,0 — — 1956 . .. .. . 1778,0 — — 1957 . .. .. . 2388,0 — — - 1958 ... ... 2302,0 — — 1959 ... ... 1711,0 — til Tallin 28. september, eða rúm- um þremur mánuðum eftir að Eist land fékk sjálfstæöi, tókst mér fyr ir einskæra heppni að flýja ásamt 8 eistlenzkum frelsisvinum — til Svíþjóðar, í litlum mótorbát. í Svíþjóð reyndu kommúnistar að klekkja á mér með svipuðum að- ferðum og Þjóðviljinn nú. í réttar- höldunum voru 30 eistlendingar leiddir fram sem vitni og báru 27 þeirra vitni um að ég væri saklaus af áburði kommúnista en 3 sögðust hafa heyrt talað um að ég væri sek ur, en vissu þó ekkert sjálfir. Eg var sýknaður af ákæru kommúnista og það eru hin herfilegustu ósann- indi að ég hafi verið sviftur land- vistarleyfi í Svlþjóð .... Þjófur furííar sér (Framhald ai 1. síðu.) veittu því ekki eftiiför, en litlu síð- ar sáu þeir sama manninn á hlaup- um á Reykjavíkurvegi. Fóru þeir þá til og rannsökuðu kassana tvo o® töskuna og sáu að þetta var allt merkt verzlun Jóns Gíslasonar. Er þeir hugðu að ummerkjum vði verzlunina kom bi'átt í ljós að þar hsfi verið Lrotizt inn í geymslu, og þaðan inn í verzlunina. — í kössunum og töskunni voru ný- lenduvörur alls konar og fatnaður. Málið er í rannsókn. 30 sluppu (Framhald af 1. síðu.) að ryðja heiðina nú, blota þurfi til að binda snjóilin, svo að ekki renni þegar í grafninginn. I Fyrirgreiðsla vegagerðarinnar Áætlunarbifreið Norðurleiða átti að fara frá Akureyri í gær- morgun, en fór hvergi vegna veð- urs, og hefur líklega engin bifreið lagt á -Öxnadalsheiði í gær. Lík- lega er hún illfær eða ófær. Þeir aðilar, sem vöruflutninga hafa með höndum á vetrum á nor'ður- leiðinni, hafa nú orðið þann hátt á að verða aðeins á ferðinni þá daga, sem fólksflutningabílarnir eru á ferðinni, en þeir njóta fyrir- greiðslu og aðstoðar vegagerðar- innar, og kemur þessi aðstoð þann ig nálega öllum, sem um heiðarnar fara, til þarfa. Verður gripið til snjóbíla? Tvær bifreiðir Norðurleiþa eru nú norðan Holtavörðuheiðar, önn- ur á Akureyri, sem fyrr var sagt, en hin í Varmahlíð. Er því ekki brýnt vegna fólksflutninganna að opna Holtavörðuheiði, en þar hef- ur oft verið tíðkað á vetrum að flytja fólk yfir í snjóbílum, en fara aðeins að heiðinni báðum megin með önnur farartæki. Til slíkra ráða hefur enn ekki verið gripið í vetur. Sá grái tregur (Framhald af 1. síðú.) Vopnfirðinga er nú hafin fyr-ir nokkru, en hún hefur gengið mjög treglega til þessa. Veiðin fer fram á þann hátt, að lögð er lína og síðan vitjað um liana. Og ekki i antar það, að Vopnfirð- iiigar hafi ingt sína línustúfa. Þeir liggja í sjó, og er vitjað um annað s'agið. Heildaraflinn er aðeins tveir hákarlar, sem fengust um daginn, og eru þeir komnir í verk- un eins og nærri má geta. Þrír bát- ar freista þessarar veiði, en sá fjórði mun bætast við. Varan er seld fullverkuð á kr. 45 kílóið austanlands en kr. 95 hér í Keykjavík, og þykir ýmsum, sem þar muni óhæfilega miklu. KB. Bókmenntafélagið (Framhald aí 16. síðu). tu að renna stoðum undir kenn- ingu sína, og borið saman orðrætur úr hinum fjarskyldustu tungumál- um. Hann er hér tvímælalaust brautryðjandi. Ýmsir erlendir vís- indamenn nafa fallizt á skðoanir hans, en um þær stendur þó mikið stríð eins og fyrr segir. Rit það, sem nú kemur út, er yfirlit um þær kenningar, sem fram haf> komið um uppruna tungumála og kenningar höfundarins sjálfs í glöggu ágripi, en að sjálfsögðu var ekki unnt að láta fullkomin dæma- söfn fylgja. Nöfn íslendinga 1703 er síðasta ntið, sem prófessor Ólafur Lárus- son samdi, og er þar mikill fróð- lcikur. Kemur í ljós, að nafngiftir hafa enn verið mjög íslenzkar og h' einar um 1700. Skírnir er í svip- u'óu formi og verið hefur að mestu leyti síðan 1905, en rit þetta er elzta tímarit á Norðurlöndum og kom fyrst út 1827 í Kaupmanna- höfn og var þá fréttablað. Skírnir hefur lengi verið nokkuð þungt rit, tæpast alþýðu lestur. Á næsta ári er margs að minnast, og mun þá rjtið markast af því. Verður minnst 150 ára afmælis Jóns Sig- uiðssonar, £0 ára afmælis háskól- ans og 80 ára afmælis Tómasar Guðmundssonar. Auk þess, sem r.efnt hefur verið, fylgir bókum þessa árs eitt hefti annála. Verður það Vestfjarðarannáll yngsti, sem nær til 1793. Dregur nú til loka annálaútgáfu, en hún verður vart látin ná fram yfir aldamótin 1800. Um síðari tima eru heimildir fjöl- skrúðugri. Á vegum félagsins er sem kunnugt er gefið út íslenzkt íornbréfasafn, en af því eru nú komin út full 15 bindi, og er bá komið fram til ársins 1570. Á næsta ári er fyrirhugað að gefa út: Skírni, nýtt annálahefti og ritgerð eftir mag. art. Nönnu Ólafsdóttur vm Baldvin Einarsson, og verður hún í Safni til sögu íslands. Bingóið í kvöld Skemmtun Framsóknarfélaganna í Lfdó hefst klukkan hálf-níu I kvöld. Spilað verSur bingó, og til mikils er að vlnna. Verðlaunin eru meðal annars farmiðar til Kaupmannahafnar, heimlllstæki, bólstraður stóll, karlmannaföt, kjólefni, kvöldverður og kampavíns- fiaska í Lídó á laugardagskvöldi. Þá eru margvísleg önnur skemmtiatriði, eins og auglýst hefur verið. Aðgangur er ókeypis, en sætamiðar eru afhentir í skrifstofu fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Framsóknarhúsinu í dag og í Lídó klukkan 5—7. Símar fulltrúaráðsins eru 15564 og 12942, en í Lídó 35935. FRAMSÓKNARVIST — KEFLAVÍK Framsóknarvlst verður n. k. föstudagskvöld í Ungmennafélagshús- inu í Keflavík og hefst kl. 8,30 siðdegis. Þetta er þriðja og síðasta kvöldið í þessari keppni. — Góð verðlaun. — Dansað til kl. 1. — Aðgöngumiðar við innganginn. FÉLAGSMÁLASKÓLINN Fundinum, sem átti að vera í kvöld, er frestað til annars kvölds. t i • « * % »..• - I* * '* * >> :* » i •<

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.