Tíminn - 16.03.1961, Side 6
6
TÍMI'NN, fimmtudagftm 16. marz lMl.
70 ára í dag:
Jóhanna Björg lliugadóttir,
Gautlöndum í Mývatnssveit
Um langan aldur hefur það
gerzt á íslandi, að fólk hefur
flutzt búferlum eftir árstíð-
um. Hefur það fylgt sömu
aðalstefnum og farfuglarnir.
Leitað raorður á bóginn til
sumardvalar, en í suðurátt á
vetrum. Mörgum eru enn í
minni ýmsar sögur um ferðir
vermanna suður, og kaupa-
fólks, einkum af Suðurlandi,
er kom norður í land á sumr
um, en leitaði suður aftur er
haustaði.
Vorið 1917 kom, ásamt
fleiru fólki, ung stúlka, há
vexti en grönn, ljós yfirlitum
með hátt enni og gáfuleg
augu, sunnan úr Reykjavík
norður að Gautlöndum í Mý-
vatnssveit. Hugðist hún
dvelja þar sumarlangt í
kaupavinnu. En sú dvöl varð
lengri en ætlað var.
Jóhanna, en svo hét stúlk-
an, ílengdist á Gautlöndum,
og hefur átt þar heima æ síð
ian. í dag, er hún sjötug. Ekki
er vandséð að þessi langa bú-
seta á Gautlöndum er i öllu
athyglisverð, og vil ég nú
reyna að minnast hennar að
nokkru, en drepa þó fyrst á
ætt Jóhönnu og uppruna.
Jóhanna Björg Illugadóttir
er fædd 16. marz 1891. For-
eldrar hennar voru: Illugi
Jóhannsson Eirlfcssonar frá
Vöglum í Eyjafirði og Bjarg
ar Eiríksdóttur frá Litlutungu
í Bárðardal. Illugi fluttist
ásamt foreldrum sinum og
fjölskyldu suður að Haga í
Hreppum með Ásmundi frá
Stóruvöllum. Móðir Jóhönnu
var Guðbjörg Gísladóttir frá
Bitru í Flóa. Illugi og Guð-
. björg bjuggu fyrst að Odd-
geirshólum. Þar eignuðust
þau fjögur börn sín af sex, og
var Jóhanna þeirra yngst. —
Komung fluttist hún með for
eldrum sínum að Laugum i
Flóa, þar sem hún ólsrt upp
síðan. Illugi var ekki efnað-
ur fremur en flestir, bændur
um þær mundir. Hann vann
því hverja vetrarvertíð á
Stokkseyri, eins og þorri
bænda þar um slóðir gerði.
En Guðbjörg og bömin sáu
um búskapinn heima. Enga
bamaskólamenntun fengu
þau systkin, sem öll voru bráð
vel gefin, og þá ekki aðra
síðar. Bn foreldrar þeirra,
sem bæði voru gáfuð og fróð,
kenndu þeim og fræddu þau
sífelldlega. Gísli afi þeirra í
Bitru var mjög fróður og bók
hneigður og gaf þeim systkin
um tíðum bækur. En mest
telja þær systur, að þeim hafi
kennt Jóhann Eiríksson afi
þeirra, er ætíð dvaldist með
þeim á heimilinu. „Kennsla“
| öll fór fram við dagleg störf,
og oft í fjósi, svo sem reikn-
ingur, lestur og sfcrift.
! „Kennslubækui'“ voru Edd-
! urnar, íslendinga- og Biskupa
1 sögur Árbækur Espolíns, ann
| álar og fleiri þess háttar bók
; menntir. Auk þess nam Jó-
! hanna dönsku af sjálfsdáðun
, og les hana sem sitt eigið mál.
Á heimili þessu var allt lesið,
j sem til náðist af lesefni, um
i það rætt og fest í minni.
er líka ómetanlegur hagur
fyrir hvert heimili, að þar sé
að starfi slíkur fulltrúi sem
Jóhanna. Hún er einnig full-
trúi þeirrar stéttar kvenna,
sem nú er óðum að líða undir
lok. Þeirra, sem bókstaflega
gáfu líf sitt heimilum þeim,
sem þær unnu á, skilyrðis-
laust og án þess að spyrja um
laun eða uppskeru. Þeir, sem
þekkt hafa slíkar konur vita
að þær bæta heiminn öðrum
fremur.
Hinn 10. febrúar 1934 varð
heímili Jóns Gauta fyrir því
áfalli, að hin mikilhæfa hús-
freyja þess, Anna Jakobsdótt
ir, andaðist frá fjórum böm-
um, 7—14 ára. Þá gerðist Jó-
hanna ráðskona Jóns Gauta
Péturssonar, veitti heimili
hans forstöðu og annaðist
böm hans. Eiga allir, sem til
þekkja, sammælt, að það hafi
hún gert meir og betur en orð
fá lýst. Segja þau systkinin,
að hversu langt líf sem þau
ættu fyrir höndum, mundi
þeim samt ekki endast það
henni til þakklætis. Böðvar
Jónsson á Gautlöndum hefur
látið einn sona sinna heita
Jóhann, henni til heiðurs og
honum til heilla.
Nú er starfsþrek Jóhönnu
tekið mjög að dvína og hefar
heilsubrestur flýtt nokkuð
fyrir því. Með löngu og giftu
drjúgu ævistarfi. Hefur Jó-
hanna veitt Mývatnssveit mik
ið framlag. Vil ég mega vænta
þess, að við Mývetningar meg
um a.m.k. að einhverju leyti
þakka það því, að henni hafi
fallið hér vel þrátt fyrir erf-
itt hlutverk.
Að lokum vil ég fyrir hönd
allra Mývetninga þakka Jó-
hönnu fyrir hennar mikla
þátt í að viðhalda hinu góða
heimili á Gautlöndum, svo og
þeirri byggingu, sem sveitar-
félag okfcar er. Því ekki er að
vænta góðra eða sterkbyggðra
sveitarfélaga, nema að þau
séu undirbyggð af þróttmikl-
um heimilum, þar sem unnið
er af trúmennsku og ást á
starfi, eins og hún hefur gert.
Því mun Jóhönnu á Gautlönd
um löngum verða minnzt, er
góðra kvenna er getið hér í
Mývatnssveit.
Pétur Jónsson,
10 millj. árlega til veðdefUar
Eins og að líkum lætur
j hneigðist Jóhanna mjög til
1 lesturs og fræðimennsku,
■ enda er hún svo fróð og fjöl-
1 vís, að með ólíkindum má
heita, og minnið með afbrigð
um trútt. Segir heimilisfólk
j hennar á Gautlöndum að það
: hafi löngum verið viðkvæðið
j ef einhvern hlut vantaði, vísu
til að kveðast á, ætt að manni
eða annan fróðleik: „Við skul
um spyrja Jóhönnu". Og hún
hefur engum brugðizt hvorki
í því né öðru. Hef ég haft af
því marga ánægjustund, að
fregna hjá henni um ættir
manna og háttu sunnanlands,
sem henni eru kunnir frá
1 æsku sinni.
Þegar Jóhanna fcom í Gaut
i lönd voru þau nýgift Anna
j Jakobsdóttir og Jón Gauti
, Pétursson. Jón Gauti var þá
að taka við sinum hluta af
búi föður síns, Pétri Jónssyni
alþingismanni. Ungu hjónin
höfðu strax mikið umvélis,
fjölmennt heimili og mörgu
að sinna bæði innan þess og
utan. Einhvern veginn réðist
það svo, að Jóhanna settist
að hjá þeim og gferðist eigin-
lega ábyrgur aðili þessarar
fjölskyldu, s.s. er hún gætti
einnar dótturinnar dauð-
sjúkrar bæði nótt og dag í
næstum misseri. Finnst mér
að staða hennar á heimilinu
sé einna bezt skilgreind þann
ig, að hún hafi verið þar full-
trúi. En svo nefnast á nútíma
máli traustustu og ábyrgustu
starfsmenn fyrirtækja, og
telst hverjum þeim vegsauki
að, er þá nafnbót hlý'u" Það
Einn af fulltrúum á búnað-
arþingi, Gunnar Guðbjartsson,
hefur lagt fram á þinginu er-
indi um sðstoð við frumbýl-
inga. í erindi sínu bendir
Gunnar á hvað áunnizt hafi
um uppbyggingu sveitanna á
undanförnum áratugum, fyrir
góða samvinnu ríkisvaldsins
og bændastéttarinnar.
Erm er þó þörf mikilla á-
taka m.a. vegna fjölgunar
þjóðarinnar enda ósýnt, að
bændur geti að öðrum kosti
fullnægt neyzluþörf lands-
manna að óbreyttum ástæð-
um. Stofnkostnaður búrekstr
ar er nú orðinn slíkur, að ó-
gerlegt er fyrir menn að reisa
bú í sveit án verulegrar að-
stoðar umfram þá, sem nú er
veitt. Síðan segir Gunnar i
erindi sínu:
„Ég tel því búnaðarþingi
skylt að reyna að finna lausn
á því máli. Það varðar sveit-
irnar meir í svip en flest ann
að. Landbúnaðurinn ætti í
þessu efni að njóta jafnréttis
við sjávarútveginn, sem fær
mikið fé til stofnkostnaðar að
láni í bönkunum.
Þá vil ég vekja athygli bún
aðarþings á því, að landbún
aðinum er mismunað í álagn
ingu söluskatts, skv. lögum
frá alþingi nr. 10, 20. marz
1960 Þar er ákveðinn sölu-
skattur á alla jarðræktar-
vinnu, sem jarðræktarsam-
böndin vinna fyrir félags-
menn sína, sama gildir um
viðgerðarverkstæði búnaðar-
sambandanna og síðast en
ekki sizt er lagður söluskatt-
ur á innflutning landbúnað-
arvéla. En í sömu lögum er
innflutningur véla í þeirra
þágu undanþeginn söluskatti,
ennfremur húsbyggingar al-
mennt. Þarna álít ég landbún
aðinum mismunað í þýðingar
miklu fjárhagsmáli og varða
miklu fyrir framtið landbún
aðarins og ekki sízt fyrir
frumbýlinga, að þessum
skatti verði létt af landbúnað
inum og það sem allra fyrst.
Allsherjamefnd ræddi er-
indi Gunnars og lagði til að
það yrði afgreitt ^ieð eftir-
farandi ályktun, sem samþ.
var samhlj.:
„Búnaðarþing sfcorar á rík-
isstjórn og alþingi að leggja
veðdeild Búnaðarbanka ís-
lands til 10 millj. kr. framlag
á ári næstu 10 ár; verði fram
lag þetta bundið með lögum.
Útlánsreglum veðdeildar
innar verði jafnframt breytt
þannig, að ákvæðið um há-
markslán til hvers lántak-
anda verði afnumið, en lagt
á vald bankastjórnar að meta
lánsfjárþörfina hverju sinni“.
Svohljóðandi greinargerð
fylgdi ályktuninni: ,
j „Búnaðarþing samþ. ítar-
: lega ályktun um eflingu veð-
deildarinnar á síðasta búnað
i arþingi. Var þá gert ráð fyrir
. erlendri lántöku í þessu skyni
! og fylgdi mjög ítarleg grein-
argerð. Ekkert hefur þó orðið
úr framkvæmd þess. Þörf á
auknu fjármagni til veðdeild
ar Búnaðarbanka íslands fer
æ vaxandi. Kemur þar margt
til. Um alllangt árabil hefur
hún búið við fjárskort. Af
þeim sökum hafa safnast sam
j an óleyst verkefni, þannig að
i bændur hafa safnað lausa-
j skuldum, sem hvíla mjög
þungt á fjölda þeirra. Þess-
i um bændum er brýn nauð-
syn á hjálp nú, svo þeir
flosni ekki upp. Þá e rsívax-
andi þörf á að greiða fyrir
jörðum og er það brennandi
j eigna- og ábúendaskiptum á
úrlausnarefni, svo jarðir
ekki þurfi að fara í eyði af
þeim sökum.
Þá er slðast en ekki sízt
þörf á að greiða fyrir ungu
fólki, sem vill hefja búskap.
í sveit. Allt verðlag hefur
hækkað gífurlega og skapar
það vaxandi erfiðleika ungu
fólki að hefja búskap. En geti
unga fólkið ekki sezt að í
sveit, er landbúnaðurinn
dauðadæmdur.
Nauðsynlegt er að tryggja
veðdeildinni fast árlegt fram
lag og eðlilegt má telja, að
ríkið leggi þetta fé til, líkt
og það eggur árega allmikið
til atvinnuaukningar og upp
byggingar í kaupstöðum og
sjávarþorpum fyrst og fremst.
Gunnar Guðbjartsson var
framsögumaður nefndarinnar
en auk hans tóku til máls:
Bjarni Bjarnason, Kristján
Karlsson, Sveinn Jónsson,
Sigurjón Sigurðsson og Haf-
steinn Pjtursson.
Jaröarför
síra Friðriks Friðrikssonar dr. theol,
fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 18. þ. m. og hefst me3
húskveðju í húsi K.F.U.M. og K. kl. 9,45 fyrir hádegi.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
K.F.U.M. — K.F.U.K.
Maðurinn minn.
Árni Guðmundsson,
frá Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. þ. m. kl.
1,30 eftir hádegi.
Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hans, vinsamiegast iáti
S.Í.B.S. njóta þess.
Ása Torfadóttir.
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka innilega öllum, sem glöddu mig á sjötugs-
afmæli mínu með heillaóskum, heimsóknum og
gjöfum.
Oddný A. Methúsalemsdóttir.