Tíminn - 16.03.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 16.03.1961, Qupperneq 9
TÍMXNN, fínmhidaghm 16. marz 1961. 9 Frú GuSrún Björnsdóttir frá Kornsá, kona ÞormóSs Eyjólfssonar framkvæmda- stjóra á Siglufirði, var ein þeirra kvenna, sem ég í æsku minni heyrði við brugðið fyrir einarSa framgöngu í félags- málum, skörungsskap og drenglyndi. Engin persónuleg kynni hafSi ég þá af henni en systir mín og fósturbróðir, sem stunduðu kennslu á Siglu firði, töluSu oft um hana með hlýhug og virðingu, og juku ummæli þeirra á þá virðingu, sem skapaðist í huga mínum fyrir þessari konu. Naumast þarf aS cfa, að dómar manna um hana hafi orðið misjafn- lega réttfátir, svo sem algeng- ast er um þá, sem eitthvað sinna opinberum málum en mörgum mun þykja skarð fyrir skildi, er hún hefur horfiS frá SiglufirSi og tekiS sér bólfestu austur í Hvera- gerSi. Fyrii' löngu langaði mig að ná íali að frú Guðrúnu í góðu tómi, en ekki gefizt taekifæri fyrr en nú, er ég hitti hana á hinu glæsi- Iega heimili Sigrúnar kjördóttur hennar. — Hvenær fluttuð iþér til Siglú- fjarðar, frú Guðrún? Haustið 1909 réðist ég þangað sem skólastjóri barnaskólansy fyrir tilmæli sér'a Bjarna Þorsteinsson- ar, sem áður hafði það starf á hendi ásamt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum. Meðal annars „Sýnum kennaranum meiri virðingu en öðrum, en gerum líka meiri kröfur til hans“ Frú Sigríður Thorlacius ræílir vií frú GutSrúnu Björnsdóttur frá Kortnsá skipulagði hann byggðina í þorp- inu. En hann vildi losna við barna kensluna, enda átti 'hann það hugð- ailmál, sem allir vita, tónlistina, svo að eðlilegt var að hann vildi koma einhverju því starfi af sér, sem honum var ekki eins hugleik- ið. Fyrstu tvo veturna, sem ég var skólastjóri í Siglufirði, taldi ég mig ekki til heimilis þar, en 1911 gifti ég mig, og settst þá að þar tl fulls. — Hve möi'g voru skólabörnin cg kennararnir þegar þér tókuð við skólanum? — Bömin voru um 50 og við tvær fastráðnar til kennslunnar — með mér var Arnfriður Long nú í Hafnarfirði. Einnig voru þar stundakennarar. — Hve lengi höfðuð þér skóla- stjórn með höndum? — Til ársins 1918. Eftir það tók ég að mér tímakenslu við skólana þegar' þörf krafði og hélt því fram yfir 1930. Árið eftir að ég kom til Siglufjarðar, beitti ég mér fyrir stofnun unglingaskóla, og var einnig skólastjóri hans. — Þér sögðuð ekki skilið við skólamálin, þó að þér ’hyrfuð að mestu frá kennslu? — Nei, ég var í skólanefnd bsrnaskólans frá því árið 1923 og foimaður hennar frá því ’28—'42. Formaður skólanefndar gagnfræða skólans var ég frá stofnun hans og þar til í sumar, að ég fluttist frá Siglufirði, n^ma árin 1946— 50, þegar Biynjólfur Bjarnason var menntamálaráðherra, þá var annar maður settur.til að gegna því starfi. — Fjölgaði íbúum Siglufjarðar öit fyrst eftir að þér fluttuð þangað? — Árið 1910 kom síminn tll Siglufjarðar, og að vissu leyti urðu allar framfarir örari eftir þann tírna, annars fjölgaði íbúum bæjar- ins nokkuð jafnt og þétt fram um 1945. Um það leyti bjuggu þar rúml. þrjú þúsund manns, en síð- an hefur fólki fækkað þar. Um tíma voru byggingaframkvæmdir á Sigluflrði með miklum hraða — það kom fyi'ir, að fgrunnurinn var það, sem síðast var byggt af húsunum, og var þá ekki óalgengt þegar stórviðri skullu á, að þök fuku og /hús skekktust. Þá var meira hugsað um að koma húsun um upp í skyndi en að byggja traust. — Var ekki síldarútgerð þá sem (Framhald á 13 síðu.) Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá. Leipztg, 5.3. '61. — Vor- / kaupstefnan í Leipzig var opnuS við hátíðlega athöfn í hinu nýja óperuhúsi borg arinnar kl. 8 í gærkvöldi. Athöfnin hófst með leik sinfóníuhljómsveitar undir stjórn prófessors Franz Konwitschny sem flutti Eg- mond-forleikinn eftir Beet- hoven. Síðan talaði borgar- stjórinn í Leipzig, Walter Kresse og bauð gesti vel- komna til kaupstefnunnar. Verzlunarmálaráðherra A,- Þýzkalands, Heinrich Rau, flutti hátíðaræðu sem hann nefndi .viðskipti austurs og vesturs — grundvöllur frið- I Leipzig mæíast austur og vestur á grundvelli friðsamlegra viðskipta Vorkaupstefnan umfangsmein en nokkru sinni fyrr samlegrar sambúðar". At- höfninni lauk með því að sinfóníuhljómsveitin undir stjórn dr Konwitschny flutti Oberon-forleikinn eftir Wober. Húsið var fullskipað en það tekur 1700 manns í sæti. Gamlá óperuhúsið í Leipzig var eyði lagt í stríðinu. Nýja óperan hefur verið um fjögur ár í bygg ingu og var tekin í notkun í október s.l. Hún stendur við 1 I P. 1 Óperuhúsið við Karl Marx-torgið í Leipzig. Karl Marxtorg í miðju borgar- innar. „Eins konar Babylon" Sýningarsalirnir hafa verið opnir almenningi frá því á há- degi í dag. Mikill manngrúi er á götunum, einkum í miðborg- inni og kringum tæknisýningar svæðið, sem er í suðurhluta borgarinnar. Gestir frá flestum löndum heims eru hér komnir og hvarvetna má heyra klið margra tungumála. Heima- menn segja að Leipzig sé eins konar Bayblon í þessari kaup- tíð. Borgin er öll fánum prýdd, hér mætast austur og vestur á grundvelli friðsamlegr'a við- skipta, hér gefur að líta fram- leiðslugetu þjóðanna á sviði iðnaðar- og neyzluvarnings. Straumurinn til Leipzig Eins og gefur að s'kilja, er erfitt að hýsa allan þann fjölda, sem streymir hingað til Leipzig þessa daga, en heima- menn gera sitt bezta og koma öllum fyrir, ef ekki í sjálfri borginni, þá í nágrenni hennar. Undirritaður var svo heppinn að fá inni í miðborginni á sjálfu sýningarsvæðinu. Sam- göngum milli sýningarsvæð- anna tveggja er haldið uppi með fólksflutningabifreiðum og sams konar bifreiðir flytja eúi til og frá bústöðum þeirra i fjarlægari borgarhverfum Umferð bifreiða er að sjálf- sögðu margfölduð, en hingað koma menn ýmist loftleiðis eða með bifi'eiðum og járnbraut- um. Af erlendum bifreiðum ber mest á vestur-þýzkum, brezk- um, frönskum og sænskum. Þakknði viðskiptin Flestir þeir íslendingar, sem sækja kaupstefnuna, munu fljúga hingað frá Kaupmanna- höfn með vélum austurþýzka flugfélagsins Iuteiflug, sem hefur ágætum farkosti á að skipa og veitir góða þjónus^u. Allan flugtímann frá Kaup- mannahöfn til Leipzig, voru flugfreyjur önnum kafnar að stjana við farþegana, færa þeim mat og drykk, sæl- gæti og minjagripi. (Að sjálfsögðu á kostnað félagsins.) Og í þann mund, sem vélin var að lenda á flugvellinum við Leipzig, kom önnur flugfreyjan og þakkaði öllum fyrir viðskipt in á því máli, sem hver skildi. Frá 51 landi Kaupstefnan í Leipzig er ekki nýtt fyrirbæri viðskipta- lífsins, Sögu hennar má rekja í 800 ár, en fyrstu heimildir um markaðshald hér eru frá 12. öld. Sýningin er nú stærri en nokkru sinni fyrr. Að þessu sinni fer hún fram í 63 stór- byggingum, en stærst þeirra er Ringmessehaus, þar sem boðn ar eru vefnaðarvörur alls kon- ar. Flatarmál sýningarinnar er (Framhald á 15. siðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.