Tíminn - 16.03.1961, Síða 13

Tíminn - 16.03.1961, Síða 13
/TÍMINN, fimmtudaginn 16. marz 1961. 13 „Sýnum kennaranum meiri viríingu .. “ (Framhald af 9. síðu.) nú aðalatvinnuvegur staðarins? — Jú, en sá var munurinn, að hún var í byrjun að mestu í hönd- um úttendinga. Danir og Norð- menn áttu fyrstu verksmiðjurnar, sem verið var að reisa um það leyti, sem ég kom til bæjarins og söltunin fór að mestu fram á veg- um Norðmanna, fslendingar gerðu aðeins út örfáa báta. Þá var nokk- ur búskapur frammi í firðinum, nú er aðeins eftir kúabú það, sem bærinn rekur á Hóli, allir hinir bæirnir komnir í eyði fyrir löngu. — Þér áttuð sæti í bæjarstjórn og yfirskattanefnd um tíma. Hvern ig var því tekið að kona sinnti þeim jnálum? — Að vísu skapaði það mér nokkra örðugleika í fyr'stu, að það var svo að segja óþekkt, að konur tækju þátt í opinberu lífi á þeim vettvangi, en það er löngu liðin tíð ,og upp á síðkastið hef ég ekki fundið mikið til þess að ég væri látin gjalda þess, að ég er kona. En í starfi mínu að skólamálum gætti ég þess líka ávallt, að starfa ekki pólitískt og samvinnan að skólamálum var ágæt. — Þér hafið margháttað reynslu í sambandi við skólamál. Hvað er það, sem yður finnst einkum ábóta vant nú í þeim efnum? — Mér finnst að bæði nýju fræðslulögin og einkum launalög- in séu talsvert gölluð. Ég tel það misráðið að barnaskólanámi skuli vera lokið þegar börnin eru 12 ára, •þau vilja telja sig Mlorðnari en þau eru í raun og veru þegar svo er látið heita, að barnaskyldunám- inu sé lokið. Ég teldi hagkvæmara að hafa framhaldsbebk í barna- sKÓIanum. Einar Magnússon menntaskólakennari ræddi um þessi mál í útvarpserindi fyrir nokkru og var ég mjög á sama máli um þetta atriði og hann, sem og fleira, sem hann drap á í nefndu erindi. Ég vildi óska að það yrði prentað, svo eftirtektar- vert og prýðilegt var það. Launalögin benda kennurum beinlínis á, að til þes.s sé ættazt, að þeir vinni fyrir allmiklum hluta fr'amfærslu sinnar með aukavinnu, að ég nú ekki tali um, þegar á- kveðin var sérgreiðsla fyrir stila- leiðréttingar, og út yfir tók, að finna upp á því, að greiða kennur- um sérstaklega fyrir að vera á skólaskemmtunum, — borga það í peningum, sem hverjum góðum kennara ætti að vera hugleikið og eítirsóknarvert: að kynnast nem- endum sínum ekki aðeins við nám, heldur einnig leik. Fá sem flest tækifæri til þess að vera með þeim og vinna vináttu þeirr'a. Einn kennari sagði mér, að hann hefði' sjaldan skammazt sín meira, en þegar hann tók við greiðslu í fyrsta sinn fyrir að vera á skóla- skemmtun nemandanna. Kennarastarfið á að vera mikið ábyrgðarstarf og mikið virðingar-| starf. Kennarinn má ekki telja starfsdag sinn í mínútum. Hann verður að vinna mikið — mjög mikið, og helga starfinu alla krafta sína, en auðvitað verður hann líka að fá laun eftir því, og má ekki; og á ekki að þurfa að taka að sér önnur launuð störf, nema þá í mesta lagi sttittan tíma í sumar- fríi. Það getur ekki verið sama, hvort kennai'inn hefur kennsluna á haustin, örþreyttur eftir sttangt sumarstrit, eða hress eftir góða hvíld og aukinn fróðleik, sem hann þarf sifellt að afla sér. — Starf kennarans er „að móta manns- sálir“, segtt Victor Hugo. „Sýn- um honum því meiri virðingu en öðrum mönnum“ — og gerum til hans rniklar kröfur. — Sumir finna fræðslulögunum það til foráttu, að ekki sé krafizt inn 'ikuprófs, er nemendur flytj- así nilli skóla- Sjálfri finnst mér, af i þetta ákvæði hefur orðið til ill' bá hljóti það fremur að stafa af því, að námsskráin sé ekki heppilega samin, en að lögin sjálf séu gölluð. Hvað segið þér um það, frú Guðrún? — Það var á rnargan hátt nauð- synlegt að samræma námsskrá skólanna, en af hverju sem það stafar, þá er nú of mikil áherzla lögð á þululærdóm, en til dæmis of litlum tíma varið í að kynna úrval íslenzkra bókmennta. — Ég er alveg á sama máli, að æskilegt sé að kynna góðar bók- menntir — draga jafnvel fremur úr málfræðikennslu. En hvert er yðar álit á hvort heppilegt kynni að vera að gefa telpum kost á nokkru annars konar námsefni en drengjum, eftir að miðskólastig- inu lýkur? — Það er mjög erfitt að skipta námsefni svo snemma, að ungling- ar vita þá naumast hvað þett vttja, og sama undirbúning þarf fyrir margar framhaldsnámsgreinar, hvort sem piltar eða stúlkur eiga í hlut. Hins vegar tel ég hyggilegt þar sem um stóra skóla er að ræða og skipt er í bekkjardeildir, að piltar og stúlkur séu sín í hvorri deild. — Teljið þér kennslu í handa- vinnu eins mikla og æskilegt væri? — Það fer mjög eftir kennara á hverjum stað hver afköst verða í •handavinnu og a.m.k. innan verk- námsins er nægur tími ættaður til þess náms. Verknámið er dýrt hér hjá okkur, e nt.d. í Danmörku hef ur kostnaður við það verið lækk- aður með því að hagnýta mikið sýnikennslu, þá má hafa flelri nemendur í hverjum bekk. Það er nauðsynlegt að búa vel að verk- námsdeildunum og veita þeim, sem ekki eru fallntt til bóknáms, tækifæri til jafngóðrar mennt- unar á öðrti sviði. — Eitt með öðru er það í sam- bandi við skólalífið, sem ég hef þungar áhyggjur af, segir frú Guð- rún. — Það eru hin svokölluðu fullnaðarprófsferðalög, hvort sem þar er um að ræða börn úr barna- skóla eða gagnfræðaskóla. Upp •haflega var ágætur tilgangur með þessum ferðalögum: að gefa börn- unum kost á að kynnast náttúru landsins og sögustöðum undtt leið sögn hæfra kennara. Sjálfsagt er enn farið efttt þeim góða tilgangi enn, á mörgum stöðum, en á sum- um stöðum eru þær komnar út i hreinar öfgar. Það er þeyst langar leiðir í bíl og kostað til miklu fé, naumast eða alls ekki stanzað við sögustaði né rifjuð upp landa- fræði. Kannski er farið til Reykja- víkur, og þá er örfáum klukku- stundum af allri ferðinni varið til að skoða söfn. Alvar'legast er þó annað, sem fyrir hefur komið í slíkum ferð- um — far irstjórarnir, sem bömun- um hafa verið valdir, hafa reynzt algerlega óhæftt. Það hefur jafn-1 vel komið fyrir að þeir væru drukknir. Svo langt hefur líka gengið sums staðar, að unglingar, sem aldrei hafa snert áfengi, hafa byrjað að neyta þess í þes-sum ferðum og þegar slíkt getur átt sér stað, þá er sannarlega betra, að engin ferð sé farin. Mér er ekki kunnugt, að menntamála- ráðherrar hafi síðan Björn Ólafs- son gegndi því embætti, brýnt fyrtt skólanefndum að láta drykkjuskap kennara alls ekki við- gangast, og þó eru þær reglur áreiðanlega enn í gildi, sem hann setti um að taka skyldi hart á drykkjuskap þeirra. Það er bara eins og þær hafi gleymzt — ekki verið minnzt á þær síðan. En að kennarar hafi drykkjuskap fyrir' börnum og unglingum er svo al- varlegt mál, að hreinn voði er fyrir dyrum, sé ekki ki'öftuglega spyrnt þar á móti. Hver getur fellt sök á unglinginn, sem dregur dám af kennara sínum? Ætti ég einhver orð svo sterk, að þau gætu vakið ábyrgðariilfinningu fólks — ekki aðeins kennara — í þessu efni, myndi ég ekki spara þau. Þau kynni hef ég haft af kenn- arastétt landsins, að ég þyuist þess fullviss, að fáar stéttir í heild Verkfærin okkur Viítal vií Stefán Jónsson (Framhald af 5. síðu.) éþarflega margar. Hvað segir pú um það? — Oft hef ég heyrt þetta og niá vera uð svo sé, en ekki breyttt það þettri staðreynd, að öll vöru- dreifing koitar fé og ef álagn- i'igin nægir ekki fyrir kostnaði við nauðsynlega vörudreifingu njá vel reknum fyrrtækjum, þá hafa hmar opinberu verðákvarðantt gengið lengra en leyfilegt er, sam anber áður nefnd ákvæði gildandi laga. Eg hef oiðið þess var. að ýmsir telja, að m;ög lág álagning sigti verzlunina. Bezt reknu verzlan- irnar haldi velli, en hinar hætti Hér hygg ég að gæti misskilnings. Vel búin verzlun í nýju og góðu husnæði, sem veitir fullkomna þjónustu, er oftast dýrari í rekstri en frumstæð verzlun með lélega þjónustu. Vel getur því farið svo, að fullkomin nútímaverzlun gef- ist upp á undan hinni fmmstæðu. Srgtunin yrði þá öfug og tæpast óska margir eftir slíku. VI. — Telur þú nauðsynlegt að öll vara og flest þjónusta falli undir verðlagshöftin eins og nú á sér stað? eigi færri óreglumenn innan sinna vébanda, en ábyrgð kennara er svo mikil, að ég get af heilum hug tekið udtt þau orð Guðrúnar, að óskandi væri að ábyrgðartilfinnig hvers einstaklings væri vel vak- andi í þessu efni. Frú Guðrún ber enn hag æskunnar fyrtt brjósti, þó að hún hafi dregið sig í hlé á vettvangi skólamála. Sennilega velur hún sér umsvifaminni störf nú þegar hún er sezt að í húsinu sínu í Hveragerði, en starfslaus verður hún áreiðanlega ekki með an heilsan leyfir. Ég þakka henni ánægjulega samverustund. Slgríður Thorlacius. — Nei, ég tel margt benda til að verðlagshöftin nú nái til fletti atriða en cauðsyn ber til og að rojög vafasamt sé, að jafn víðtæk verðlagshöft nái þeim tilgangi, sem til er ætlazt. Að ekki sé nú talað um þá blekkingu, sem sumir viðhafa, að aukin verðlagshöft geti samrýmzt auknu verzlunar- ftelsi. Mér er Ijóst, að tæpast er auðið aó komast hjá opinberri íhlutun vm söluverð þeirra vara, sem greiddar eru niður með fé úr ríkis sjóði. Einnig má vera að i'étt sé í bili að láta verðlagshöftin ná til ýmsra annarra nauðsynjavara eins og ástatt er í okkar kaupgjalds- málurn. Hins vegar eru verðlags- ákvæði á sumum vörum og ýmsri þjónustu svo varhugaverð, að þau geta valdið neytandanum skaða. Hinu má heldur ekki gleyma. að hið sama gildtt um verðlags- ; eftttlitið og skatteftirlitið, að ör- jugg framkvæmd fer eftir aðstöð- ! unni til að sannprófa málin. Verð- | lagseftirlit, sem nær til atriða sem auðvelt er að fara í kringum. þróar spillingu og getur gert tals- verðan skaða, ekkj sízt almenn- ingi. Sennilega er hyggilegt, að losa um verðlagshöftin í áföngum, pv,í að ekki er laust við, að sumt fólk hafi oftrú á þeim. Er slíkt ekki ástæðulausu, því að til eru áhrifamenn, sem halda því að fóiki, að verðlgaseftirlitið tryggi lægsta verð. Þessari blekkingu þarf að eyða um leið og dregið er úr verðlagshöftunum. Verðlags- eftirlitið ber árangur í sumum til- fellum, en öðrum ekki. VII. — Vilt bú segja eitthvað fleira um nauðsyn eða galla verðlags- liaftanna? — Margt má fletta segja, en margt má lika bíða. Meðan ég vann við gjaldeyris- r.iálin, hafði ég þá afstöðu, sem ég rv.unar hef enn, að vissar vörur sem ekki væri auðið að takmarka irnflutning á hvort sem þær væru háðar leyfum eða ekki, ættu ávallt a'C vera á raunverulegum frílista, enda ætti hið opinbera aldrei að beita ónauðrynlegum höftum. Afstaða mín til verðlagshaft- anna er hiiðstæð, þótt ég telji þau í heild ónauðsynlegri en viss gjald eyrishöft. Eg tel að margar vörur og ýmis þjónusta eigi ekki að falla undir verðlagshöftin af þeirri ástæðu að tilgangurinn svari ekki tiikosfcnaði og að afskiptin geti beinlínis í mörgum tilfellum skað- að þá, sem höftin eiga að vernda. Öllum ædi að vera Ijóst, að al- gjör verðlagshöft, er engin fram- tíðarstefna í verzlunarmálum. Það er því fráleitt, að binda sig við þr.u af fordild eða ímyndaðri hræðslu, en meðferð verðlagsmál- anna nú bendir of mikið í slíka átt. Vettvangurrnn (Framhald at 8. síðu). ií’gs á því, sem hennj ber að gera ti! að tryggja framtíð sína. Að lokum tók hinn nýkjörai formaður, Þorsteinn Ragnarsson, til máls og þakkaði það traust, sem honum hefði verið sýnt með því að kjósa hann fyrsta formann þessa férags. Kvað hann þennan heiður einKum mikinn vegna þess. a'd í félaginu væru margir, sem væru hæfari til forystu. Sagðist hann mundu reyna að vinna fé- laginu það gagn, er hann mætti og kappkosta að reynast verðug- ur þess trausts, er honum hefði verið sýnt hér. Að endingu þakk- aði Þorsteinn fundarmönnum og gestum fyrir komuna og sleit fundi að svo mæltu. Eftir fundinn fór fram sameigin leg kaffidrykkja. Vettvangurinn lætur í ljós sér- síaka ánægju yfir þessari myndar- legu félagsstofnun á Akranesi. Einnig vill hann koma á framfæri alúðar þökkum frá S.U.F. fyrir hma einstæðu gestrisni, er full- trúar þess nutu á Akranesi í boði ungra Framsóknarmanna þar J. Ó.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.