Tíminn - 16.03.1961, Qupperneq 14

Tíminn - 16.03.1961, Qupperneq 14
M TÍMIW, fimmtudaginn 16. marz 1961. íengið að fljóta með. Eg býst við að við séum öll frjáls ferða okkar núna. — Auðvitað ertu velkomin, en mér skilst að Magda og Sofia ætli í borgina eftir mat inn. >að er betra fyrir þig að fara með þeim. — Eg vil ekki verða þeim samferða. Taktu mig með þér, og talaðu ekki mikið um það. Eg varð undrandi en gerði eins og hún bað. Við töluð- um fátt á leiðinni til borgar- innar. Eg spurði hvert hún vildi fara. — Á Harley Street. Mig fór að gruna margt, en ég vildi ekkert segja. Hún hélt áfram: — Nei, það er of snemmt. Slepptu mér hér á hominu, ég fæ mér hádegisverð og fer svo í Harley Street á eft- ir. — Eg vona, byrjaði ég, og þagnaði aftur. — Þess vegna vildi ég ekki fara með Mögdu. Hún gerir svo mikið veður út af öllum hlutum. — Mér þykir þetta leitt, sagði ég. — Það er ástæðulaust. Eg hef lifað góðu lifi, — mjög góðu. Skyndilega glotti hún: Og því er ekki lokið enn. XXIII. Eg hafði ekki hitt föður minn í nokkra daga. Eg fann hann önnum kafinn við ann- að en Leonides-málið og fór og leitaði Taverner uppi. Tavemer hafði ekkert sér- stakt fyrir starfi og var fús til að koma út og fá sér drykk með mér. Eg óskaði honum til hamingju með að málinu skyldi vera lokið og hann jánkaði því, en þó fór því fjarri að hann væri sigri hrósandi. — Jæja, þessu er lokið, sagði hann, og það er ástæða til málssóknar, enginn getur neitað því. — Heldurðu að þau verði dæmd? — Það er ómögulegt að segja. Þetta byggist allt á lík um — eins og oftast er í morð málum. Það er mikið undir þvi komið hvernig kviðdóm- inum lízt á þau. — Munar ekki um bréfin? — Þau eru býsna háskaleg við fyrstu sýn, Charles. Það er talað um líf þeirra saman að eiginmanninum látnum,; setningar eins og „það líðurj ekki á löngu úr þessu“. Gættu I þess að verjendurnir reyna að gera gott úr þessu, segja að eiginmaðurlnn hafi verið orð inn svo gamall að auðvitaðj mætti búast við dauða hans. Hvefgi er talað um að bylla honum eitur — ekki bókstaf- lega — en sumar setningarn ar gætu vfeað til þess. Miklu skiptir hvaða dómara við fá- um. Ef það verður Carberry gamli verður hann á eftir þeim alLan tímann. Hann er alltaf mjög harður í horn að taka út f hjúskaparbrotum. Eg býst við þau fái Eagles eða Humphrey Kerr sem verj anda. Humphrey er tilþrifa- mikill í svona málum, en hann vill fá góða stríðssögu eð aeitthvað slíkt til að hjálpa sér af stað. Maður sem neitar hermennsku ruglar sumt. Eg hef gert skyldu mína | og er laus allra mála. Það veiztu hér með, Charles. í En ég var litlu nær. Eg sá að af einhverjum ástæðnm var Taverner engan veginn: ánægður. Það var ekki fyrr en þrem ur dögum síðar að ég leystil frá skjóðunni við föður minn. | Hann hafði sj álf ur aldrei ^ nefnt málið við mig. Einhver þvingnn hafði legið í loftinu milli okkar, og ég hélt ég vissi hvers vegna. En ég varð að brjóta niður múrinn. j — Við verðum að fá þetta, á hreint, sagði ég. Tavemerj er ekki sannfærður um að þessi tvö hafi drýgt glæpinn, og þú ert ekki viss um það heldur. Faðir minn hristi höfuðið. Agatha Christie: RANGSNlilO Hds 44 hann alveg í riminu. Og þá er eftir að vita hvernig kvið dómurinn bregst við þeim. Maður veit aldrei neitt fyrir fram um kviðdóma. Þessi skötuhjú vekja í rauninni enga samúð, Charles. Hún er fögur kona sem giftist göml um manni til fjár og Brown taugaveikluð raggeit. Glæpur inn er svo algengur að maður trúir því næstum af sjálfu sér að þau hafi framið hann. Auðvitað er hægt að finna út að hann hafi gert það en hún ekkert vitað — eða öfugt? Að hún hafi gert það án þess að hann vissi — eða þá að þau hafi verið bæði um það. — Og hvað finnst þér sjálfum? spurði ég. Hann leit á mig svipbrigða laust: — Mér finnst ekki neitt. Eg hef skýrt frá staðreyndum og samkvæmt þeim ákvað opinberi ákærandinn að mál skyld höfðað. Það er allt og Hann sagði hið sama og Taverner: — Það er úr okkar hönd- um. Þetta er fullgilt mál, eng inn efi á því. — En hvorki þú né Tavern er heldur að þau séu sek? — Það er kviðdómsins að skera úr því. — í guðanna bænum ekki svara mér út úr, sagði ég. — Hvað haldið þið um þetta sjálfir? — Mín skoðun er engu meira virði en þín, Charles. — Jú, þú hefur meiri reynslu. — Þá skal ég vera hrein- skilinn: Eg veit það ekki. — Þau gætu verið sek? — Já, vissulega. — En þú ert ekki viss um að þau séu það? Faðir minn yppti öxlum: — Hvernig getur maður ver ið viss? — Vertu ekki með þrætu- list, pabbi. í önnur skipti hef urðu verið viss, er það ekki? Alveg 'fullviss? Ekki minnsti vafi i hug þínum? — Stundum. Ekki alltaf. — Eg vildi bara að þú vær ir viss núna. — Sama segi ég. Við þögðum. Eg hugsaði um mannverurnar tvær sem hafði hrakið inn úr garðinum í rökkrinu. Einmana og hrædd og hrakin. Þau höfðu verið hrædd frá upphafi. Sýndi það ekki, að samvizk- an var ekk hren? En ég svaraði sjálfum mér: ekki þarf svo að vera. Bæði Brenda og Laurence óttuðust sjálft lífið, þau höfðu ekkert traust á sjálfum sér, á getu sinni til að forðast hættur og ósigra, og þeim var sjálfum ljóst hvernig fortíð þeirra sem elskenda hlaut að gera þau tortryggileg ef upp kæm! ist. Faðir minn talaði og rödd. hans var alvarleg og vingjarn I leg: — Svona nú, Charles, sagði hann, — við verðum að horf- ast í augu við þetta. Þú held ur enn að einhver afLeonides fjölskyldunni sé í raun réttri sökudólgurinn? — Ekki beinlínis. Eg bara. — Þú heldur það. Má vera að þú hafir rangt fyrir þér, en þú heldur það samt. — Já, sagði ég. — Hvers vegna? — Vegna þess — ég hugs- aði málið, reyndi að gera mér grein fyrir því — vegna þess (já, þetta var rétt!) — vegna þess að þau halda það sjálf. — Þau halda það sjálf? Það var merkilegt, — mjög merki legt. Áttu við að þau gruni hvert annað eða að þau viti í rauninni hver framdi verk- ið? — Eg er ekki viss, sagði ég. Þetta er allt mjög þokukennt og óljóst. Eg held að þau reyni nánast að fela vitneskju sína hvert fyrir öðru. Faðir minn kinkaði kolli. — Ekki Roger, sagði ég. Roger trúir því einlæglega að Brenda sé sek, og hann óskar þess einlæglega að hún verði hengd. Það er léttir að vera með Roger vegna þess að hann er frábitinn og einlæg- ur og lumir ekki á leyndar- málum að tjaldabaki. — En hin eru óviss, afsakandi — þau vilja að ég sjái til þess að Brenda fái beztu fáanlega verjendur — nð henni bjóð- ist allar undankomuleiðir. Hvers vegna? Faðir minn svaraði: — Vegna þess að innt inni trúa þau því ekki að hún sé sek .... Já, þetta er rétt. Síðan spurði hann hljóð- lega: — Hver gæti hafa gert það? Þú hefur talað við þau öll? Hver er líklegastur? — Eg veit það ekki, sagði ég. Og það er að æra mig. E-ig inn þeirra er eins og „morð- ingjamynd" þín, og samt finnst — mér finnst að eitt- hvert þeirra sé reyndar morð ingi. — Sofia? — Nei! Guð minn góður, nei! — Þú hefur hugsað þér þann möguleika Charles, — neitaðu því ekki. Og einmitt þess vegna viltu ekki viður- kenna það. Hvað um hin, Philip? — Þá aðeins af hinu furðu legasta tilefni. — Tilefni geta verið furðu leg — eða jafnvel furðulega smávægileg. Hvað um hann? UTVARPIÐ Fimmtudagur 16. marz: o 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 „Á frívaktinni": Sjómanna- þáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarinsdóttur. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Vig- dís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Hagnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Píanótónleikar: Ross Pratt leikur. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hungurvaka; II. (Andrés Björnsson). b) Norðlenzkir kórar syngja. c) Erindi: Há- konarstaða bók og Skinna- staðakierkar; síðari hluti (Benedikt Gíslason frá Hof- teigi). d) Vísnaþáttur (Sigurð- ur Jónsson frá Haukagili). 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (37). 22.20 Úr ýmsum átum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.40 „Fúgulistin“ (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; þriðji og síðasti hluti ((Kamm erhljómsveit óperunnar i Dres den leikur; Werner Egk stjórn ar. — Dr. Hallgrímur Helga- son skýrir verkið). 23.15 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRL! Hvíti irafninn 44 Eiríkur horfðist í augu við sjó- ræningjann án þess að blikna. Hinn eigingjami maður var sýni- lega órólegur, og hann leit undan. „Leggið niður vopnin, piltar. Þú líka, Ragnar,“ sagði Eiríkur. „Seg- ið mér svo, hvað á þetta að þýða?“ „Við vorum í óðaönn að berjast við þessa déskotans Skota, urraði Ragnar. „Ég missti helming minna manna og .... “ „Pabbi“ hrópaði Ervin allt í einu, „þeir hafa fundið vatn!“ „Gott, sjáið um að fanginn fái ein hluta af því,‘ svaraði Ei- ríkur og sneri sér aftifr að sjór’æn- ingjanum. „Og hvíti hrafninn?“, spurði hann reiðilega. „Hvar er hann? Og hvar eru skipin þín?“ Sjóræninginn sýtti reiður um tönn. „Puh! Hvíti hrafninn og menn hans stálu skipum mínum, og nú þarf ég að komast til strandarinn- ar til að fá þau aftur.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.