Tíminn - 22.04.1961, Blaðsíða 5
TIMINN, langardaginn 22. aprfl 1961.
Útgefandh FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastióri: Tómas Arnason Rit-
stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb.;, Andrés
Kristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsmga-
stjóri: Egili Bjarnason — Skrifstofur
i Edduhúsmu — Símar: 18300—18305
Auglýsmgasimi: 19523 Afgreiðsluslmi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Bændur hnekkja
rógburði
Eins og kunnugt er, hafa blöð Sjálfstæðisflokksins
haldið uppi um nokkurt skeið undanfarið alls konar dylgj-
um og árásum á Mjólkurbú Flóamanna. Stundum er deilt
á tilhögun mjólkurflutninganna, stundum er sagt, að nýja
mjólkurbúið sé óhæfilega stórt o. s. frv. Bersýnilegt er,
að blöð Sjálfstæðisflokksins hafa verið að leita eftir til-
efnum til að ófrægja þessi samtök bænda og vekja tor-
tryggni gegn stjórnendum þeirra. Með þessu hefur átt að
draga athygli bænda frá þeim búsifjum, sem „viðreisnin“
veldur þeim.
Vegna þessara ástæðna, var aðalfundar Flóabúsins
beðið með nokkurri eftirvæntingu að þessu sinni, en
þangað eru bændur vanir að fjölmenna víðsvegar að af
hinu víðlenda starfssvæði mjólkurbúsins.
Bændur fjölmenntu líka á aðalfundinn, eins og vel
sást á hinni glæsilegu fundarmynd, sem nýlega birtist hér
í blaðinu.
Fundurinn var þannig tilvalið tækifæri fyrir þá, sem
höfðu svipaðar skoðanir og íhaldsblöðin á þessum málum,
að láta gagnrýni sína koma fram. Þar var auðvelt að
leggja málin fyrir bændur sjálfa og fá dóm þeirra um
þau.
Niðurstaðan varð sú, að slíkar raddir létu naumast til
sín heyra, og fundurinn bar vott um mikinn einhug bænda
um þessi mikilvægu samtök sín.
Bændur hafa því svarað þessum rógi íhaldsblaðanna,
svo að ekki verður um villzt. Vonandi draga þau af þessu
réttar ályktanir og láta róginn falla niður. Hann mun
hvorki þeim né flokki þeirra til fylgisauka.
En bændur hafa hér enn einu sinni sýnt, hvernig þeir
bregðast við, þegar reynt er að vekja sundrungu í röðum
þeirra með rógi um samtök þeirra og þá menn, sem þar
hafa valizt til forystu. Vissulega mætti þetta vera til fyrir
myndar öðrum stéttum, þar sem íhaldsöflin vinna að
sundrungu með slíkum starfsháttum.
Bændur og launafólk
Mbl. reynir nýlega að snúa út úr þeim ummælum
Tímans, að bændur og launafólk hafi sameiginlegra hags-
muna að gæta.
Því fer þó fjarri, að Mbl. færi nokkur rök fyrir máli
sínu.
Slíkt er ekki heldur hægt. Það er á nær öllum sviðum,
sem hagsmunir þessara stétta fara saman. Þetta gildir þó
ekki sízt síðan sú skipan komst á, að laun bóndans í land-
búnaðarvísitölunni, eru miðuð við kaup það, sem vinnu-
stéttir bæjanna fá. Ef kaupið lækkar hjá verkamönnum,
lækkar það einnig hjá bændum.
Ef heildartekjur verkamanna dragast saman vegna
minnkandi eftirvinnu, þá kemur sú lækkun fljótlega
þannig fram, að laun bóndans í landbúnaðarvísitölunni
lækka.
Þess vegna er það t. d. hagsmunamál bænda, að vinna
dragist ekki óhæfilega saman í bæjum. Það bæði dregur
úr sölu á vörum þeirra og kemur fram sem bein kaup-
lækkun í landbúnaðarvísitölunni.
Þannig mætti nefna fjölmörg dæmi um hina sameigin-
legu hagsmuni bænda og launafólks.
ERLENT YFIRLIT —
Deila Bandaríkjanna og Kúbu
Teflt hefur verií meira af kappi en forsjá á bátía bóga
FYRIR réttum tveimur árum
síðan, var Fidel Castró í Was-
hington í boði bandarísku
stjórnarinnar. Þaðan fór hann
til New York og var hylltur
þar með mikilli viðhöfn. Tæpir
fjórir mánuðir voru þá liðnir
frá því, að hann hafði náð völd
um á Kúbu. Hann hafði byrjað
sókn sína gegn einræðisstjórn
Batista sem eins konar Hrói
Höttur og unnið sér samúð og
hylli um víða veröld. Hann
lýsti þá yfir því, að fyrir hon-
um vekti ekki annað en að
frelsa kúbönsku þjóðina undan
ógnarstjórn Batista og koma á
lýðræði í landinu. Fáir vissu
þá, hvort Castró stóð frekar
til hægri eða vinstri í stjórn-
málum, en allir álitu hins veg-
ar, að hann yæri eindregin lýð
ræðissinni. Af þessum ástæð-
um átti hann eindregnu fylgi
að fagna í Bandaríkjunum, því
ag fólki þar blöskraði hin
spillta harðstjórn Batista, sem
öll beindist að því að auðga
einvaldann og nánustu fylgis-
menn hans.
Castró átti því ekki sízt bein
um og óbeinum stuðningi
margra Bandaríkjamanna að
þakka, að hann komst til
valda á Kúbu. þótt Eisenhower
stjórnin veitti stjórn Batista
viðurkenningu og óbeinan
stuðning í lengstu lög.
SÍÐAN Castró var hylltur í
New York fyrir réttum tveim
ur árum, hefur orðið mikil
breyting á sambúð hans og
Bandaríkjanna. Hvorugum að-
ilanum. honum eða Bandaríkja
stjórn verður einhliða kennt
um hvernig farið hefur. því að
sakir má finna hjá báðum. —
Fljótlega eftir að Castró komst
til valda, sýndi þag sig, að
hann myndi fylgja róttækri
vinstri stefnu í stjórnmálum,
m.a. beita sér fyrir skiptingu
stórjarða og bæta kjör albvðu
á ýmsan hátt. Þetta töldu
Bandaríkjamenn ekki óeðlilegt.
því að Batista hafði skilið eftir
þjóðfélag, þar sem fáir voru
stórríkir og langflestir fátækir.
Brátt kom þó að ágreinings-
efni milli Castró og Bandaríkj-
anna. Það var afstaðan til
amerísku auðhringanna, sem
höfðu sölsað undir sig miklum
yfirráðum og eignum á Cúbu
Bandaríkiastjórn varð fljótt
mjög viðkvæm fyrir því, að
Castró hróflaði nokkuð veru-
lega við þeim.
FYRSTU átökin milli Castrós
og amerísku auðhringanna
urðu í sambandi við samninga
Castrós um olíukaup frá Sovét
ríkjunum. Rússar buðu Kúbu-
stjórn hráolíu til sölu fyrir
mun lægra verð en amerísku
olíuhringarnir. Castró gerði því
stóran olíusamning við Rússa
og hugðist með því spara gjald
eyri. Amerísku olíuhringarnir
svöruðu með því að neita að
láta hreinsa rússnesku olíuna
í hreinsunarstöðvum þeirra á
Kúbu. Castró svaraði með því
að þjóðnýta hreinsunarstöðv-
arnar, án þess að semja nokk-
uð um greiðslu fyrir þær,
heldur lét sér nægja að lofa
greiðslu síðar. Bandaríkja-
stjórn tók þetta mál strax upp
við hann, en fékk jafnan ó-
hrein svör. Hún fór því að
senda honum aðvaranir og ame
FIDEL CASTRO
rísku auðhringarnir fóru að
láta ófriðlega. Castró svaraði
með því að þjóðnýta fleiri og
fleiri amerísk fyrirtæki, án
þess að semja um endurgjald.
Bandaríkjastjórn svaraði með
ýmsum efnahagslegum gagn-
ráðstöfunum og að lokum með
því að hætta að kaupa sykur
frá Kúbu, en aðal útflutnings-
tekjur Kúbu höfðu byggst á
sykuráölunni til Bandaríkjanna.
Svar Castrós var að fá síaukna
efnahagslega aðstoð frá komm-
únistaríkjunum.
ÞVI verður ekki neitað, að
Castró hefur gengið mjög
harkalega fram í viðskiptum
sínum við amerísku auðhring-
ana og sennilega hefði hann
getað náð sama maTki með því
að ganga hóflegar til verks, og
þá orðið minna háður kommún-
istaríkjunum. Það var hins veg-
ar ekki annað en eðlileg þjóð-
leg afstaða, að hann vildi
binda endir á yfirráð og eignir
amerísku auðhringanna á
Kúbu, og það sjónarmif? þurfti
bandaríska stjórnin að skilja. í
stað þess að sýna þar skilning
og lipurð, lét hún hart mæta
hörðu, m.a. vegna þess, að hún
óttaðist, að aðrar stjórnir latn-
esku Ameríku kynnu að taka
Castró til fyrirmyndar. Með
þessu vann hún hins vegar það
eitt, að Castró tók upp enn nán
ara samstarf við kommúnista
og varð jafnframt háðaii þeim.
Jafnhliða því, sem þessi átök
hofa hamað, hefur Castró tek-
ið upp hörkufyllra einræði af
ótta við gagnbyltingu og eru
Kúba og Dóminikanska lýðveld
ið nú án efa þau lönd Ameríku,
er búa við mestu einræðis-
stjórnir.
Það er án efa sannmæli um
bæði Castró og fyrrv. Banda-
ríkjastjórn, að báðir aðilar
hafa sótt málin meira af kappi
en forsjá. Bandaríkin hafa ekki
gætt þess, að með hinum efna-
hagslegu þvingunaraðgerðum,
þrýstu þau Castró til nánari
samvinnu við kommúnistaríkin.
Castró hefur hins vegar ekki
gætt þess, að hann hefur gert
sig hættulega háðan kommún-
istaríkjunum og hefur því ekki
sömu vígstöðuna og þeir stjórn
endur, sem hafa valið sér ó-
háða afstöðu, eins og t.d. Ne-
hru.
MEÐAL aðalríkjanna í Suð-
ur-Ameríku hefur stefna Banda
ríkjanna í Kúbumálinu aldrei
hlotið fullan stuðning. Þau
hafa talið hann markast af of-
mikilli tillitssemi til amerísku
auðhringanna. Þau hafa talið,
að Bandaríkin yrðu að fara
fram með meiri hófsemi. Sein-
ast fyrir fáum vikum, bauðst
Argentína, stud af Brazilíu, til
að reyna að miðla málum í
deilu Kúbu og Bandaríkjanna,
en Bandaríkjastjórn mun hafa
hafnað því,
Meðal stjórnmálamanna í
Suður-Ameríku virðist sú skoð-
un ríkjandi, að Castró sé ekki
kommúnisti, en hins vegar geti
auknar þvingunarráðstafanir
gegn honun fært hann nær
kommúnistum og gert hann al-
gerlega háðan þeim. Slíkri öf-
ugþróun beri að afstýra. Það
verði einnig að viðurkenna, að
margar ráðstafanir hans innan-
lands, eins og skipting stór-
jarða og þjóðnýtingar á eign-
um amerísku hringanna, njóti
vinsælda á Kúbu og styrkji
hann í sessi. Þess vegna verði
að sýna honum mótspyrnu með
gætni.
Meðal Bandaríkjamanna virð
ist meira gæta þeirrar skoðun-
ar, að þótt Castró sé ekki
kommúnisti, sé hann orðinn
svo háður kommúnistum, að
hann eigi enga leið til baka.
Afstaðan til þess verði að mót-
ast af því.
í FORSTEAKOSNINGUN-
UM, sem fóru fram í Bandaríkj
unum síðastl. haust, bar Kúbu-
málið mjög á góma. Kennedy
deildi hart á stjórn Eisenhow-
ers fyrir það, að hún hefði lát-
ið kommúnista fá fótfestu á
Kúbu, 90 km. frá ströndum
Bandaríkjanna. Hann lét það
jafnframt í ljós í einu sjón-
varpsviðtali þeirra Nixons, að
Baudaríkjamönnum bæri að
styrkja meira andspyrnuhreyf-
inguna gegn Castró og veita
henni fyllstu aðstoð. Nixon and
mælti þessu og taldi þetta
merki þess, að Kennedy væri
ekki nógu reyndur og aðgæt-
inn til að veiða forseti. Slík
íhlutun myndi aðeins verða til
þess að veikja álit Bandaríkj-
anna í Suður-Ameríku og víð-
ar. Það yrði að vinna að því
að hnekkja Castró með efna-
legum refsiaðgerðum og í sam
vinnu við Suður-Ameríkuþjóð-
irnar. Þetta gæti tekið langan
tíma, en þetta væri eina færa
leiðin.
ÞEGAR Kennedy kom til
valda fyrir réttum þremur mán
uðum síðan, stóðu þessi mál
þannig, að það var ekki aðeins
ágreiningúr um það milli
Bandaríkjanna annars vegar og
helztu Suður-Ameríkuríkjanna
hins vegar hvernig viðhorfið
til Castrós skyldi -era. Um
þetta voru og skiptar skoð-
anir heima í Bandaríkjun-
um, eins og kom fram í sjón-
varpsviðtali _ þeirra Kennedys
og Nixons. í síðari hluta þess-
arar greinar, verður nánara
vikið að afstöðu Kennedys-
stjórnarinnar til þessara mála
með tilliti til innrásarinnar,
sem gerð var á Kúbu á dögun-
um. Þ.Þ.
/
)
)
>
/
't
)
)
}
}
)
}
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
(
/
)
)
)
)
)
/
/
)
/
)
)
)
)
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
f
)
)
i’
/
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
)
/
)
)
)
• «V*V*V*V*V*V*V*V*V-V*'
I