Alþýðublaðið - 11.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.10.1927, Blaðsíða 2
2 A L Þ V Ð u tí A t»I Ð | ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ kemur út á hverjum virkum degi. f Aígreiðsla i Alþýðuhúsinu við { Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. > til kl. 7 siðd. I < Skrifstota á sama stað opin kl. > f 91/*— 10'/a úrd. og kl. 8 — 9 síðd. > í Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 > } (skrifstofan). í | Verðlag: Áskriltajverð kr. 1,50 á > } mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 { j hver mm. eindálka. í Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan { < (í sama hús', sömu simar). > ‘ Réttmætar ávítur. ! ------------------ F>á er menn eru valdir til á- byrgðarmikiila starfa, þá á auð- vitað fyrst og fremst að velja þá þannig, að líkindi séu.til, að þeir leysi verkið vel og þjóðheillavæn- lega af höndum. Sá, sem fyrir- fiam er því andstæður og óvin- veittur, að eitthvert verk komist í framkvæmd á þann veg, sem þjóðinni verður notadrýgst, er ó- fær til þess að taka að sér for- ýstu verksins, einkum ef verksvið hans verður þar með svo viðtækt, að hann getur komið í veg fyr- ir, að af framkvæmdum verði. Þrátt fyrir það getur hann haft næga þekkingu og verið fær um að leysa önnur vandasöm verk af hendi, þar sem hugur hans til kvæmdðnna er annar eða kemur ekki að sök. Alkunna er og, að því meiri vandræði geta stafað af viðsjárverðum manni, sem hann hefir meiri þekkingu, ef hann beit- ir henni til böfs og skaðsemdar. það var af þessum sökum, sem Alþýðublaðið vítti. þá ráðstöfun „Framsóknar“-stjórnarinnar að setja þjöðnýtingarþrándinn Jón Þorláksson til þess að rannsaka stofnun fulikominnar sildar- bræðslustöðvar á Norðurlandi, sem ríkið að sjálfsögðulá að reka. Hins vegar hefir Alþýðublaðið ekkert á móti þvi, að stjórnin láti Jón fá einhverja atvinnu við ktarf, sem hættulaust er að trúa honum fyrir. T. d. mætti e. t. v. gera hann að vegagerðarverk- stjóra, ef á þyrfti að halda. En nú hef'ir stjórnin falið honum að framkvæma verk, sem héett er við að hann véli um, og er þá illa. Þess vegna vjtti Alþýðublaðið þá Stjórnarráðstöfun — að makleg- Íeikum. „Tíminn' vildi láta svo helta, sem stjórnin væri með þessu að sýna stjórnmálaþroska sirrn. Hún tæki ekki tillit til stjórnmála- skoðana, þegar hún veldi menn í stööur. Gott og vel! Myndi hún þá trga Birni Kristjánssyni til að rannsáka og gera tillögur til al- þingis um réttarstöðu samvinnu- félaganna cða tilverurétt og skipu- lag Samvinnuskólans? — Ætli j>að? Það er ekki nema m amlegt, þó að nýja stjórnin hafi gaman af að gera formann íhaldsflokksins að starfsmanni sínum og sendisveini. En þrátt fyrir það er vítavert, að hún fórni þjóðþrifamá’i tjl þess að svaia hégómagirni sinni á þann hátt. Og því eru ávítur þær, er Alþýðublaðið hefir veitt henni, bæði sjálfsagðar og í fylsta máta réttmætar. Wýr óiriður. Dauðadómur yfir menninguna. Fyrir stuttu héldu brezk verk- lýðsfélög þing í Edinborg á Eng- landi. Um 650 fulltrúar mættu á þinginu, og voru þeir þar um- boðsmenn 4 ’/a milljóna verka- manna. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu þeirri, sem forseti þings- ins, George Hicks, hélt, og sýn- ir þessi stutta ræða vel, hvem hug brezkir verkamenn og jafn- aðarmenn bera til hernaðarand- ans, sem gegnumsýrir alla jafnt innan- sem utan-lands stjórnmála- baráttu íhaldsmanna og hins svo kallaða „frjálslynda“ flokks í Bretland i: „P öllum löndum er það „yf- ir“-stéttin, sú, sem hefir völdin í löndunum, sú, sem ræður yfir auðæfunum, sem er gegnumsýrð af svo miklum hernaðaranda, að næst gengur brjálsemi. Við þekkj- um öll þessa menn hér á Eng- laindi, — þessa menn, sem flagga með „föðurlandsást" og nýlendu- öfgum framan í verzlunarlýð'inn, sem gleypir svo við agninu eins og fiskur í vatni. Þessir menn leika sér að eyðileggingarverkfær- um eins og óvita-börn. Því meiri morðvopn sem þeim tekst að kló- festa, þess hærra komast þeir í sínum flokki. Því bétur sem ein- hverujm þeirra tékst að „plata“ nágiannaþjóðina á hinum svo nefndu „friðarráðstefnum“, sem aldrei eru annað en blekkinga- samkundur á báða bóga, því fleiri heiðursmerki fær hann að laun- Tim hjá eettjörð sinni og því fleiri veizluheimboð fær hann frá kóng- inum. Hið stórkostlega blóðbað, er átti sér stað árin 1914—1918 hefir eigi verið nægilega stórkostlegt eftir útiitinu að dæma til þ: ss að kippa hernaðarandanum upp með rót- um úr hugum mannanna. Hernað- aræsingarnar eru að ná hápunkti sínum nú sem stendur, og það er ekki nema um tímaspursmál að ræða, hve nær öllu slær i efd, og hermdarverkin byrja að nýju. Lítið atvik getur orðið til >ess að hleypa öllu í bál og brand. Við spyrjum hver annan: Hvenær verður það? Hvenær byrjar hildarleikiírinn að nýju? En við, — við þessir jöfnu menn, sem göngum tii erfiðisvjnnu okk- ar daglega, — við getum ekki svarað þessurn spumingum. Alt er undir duttiungum íhaldsrað- herrannna komið. Ég spyr vkkur, vinir mínir! Hvað hefir starf íhaldsráðherranna verið? Grannskoðið þá Baldwin, Chamberlain, Stresemann, Briand, Lúther og Poincaré! Þetta eru höf- uð heimsveldanna. Lítið til Ja'p- an! Horfið til Bandáiikjanna! AIls staðar logar í hernaðaranda og hatri. En við vinnum, þrælum, — þrælúm og vinnum. Er heimurinn geðveikrahæli ? — Nei, ekki er hann hœli, heldur er hann stofnun, þar sem menn eru gerðir geðveikir! Það er kominn tími til, að við tökum völdin af hernaðarvitfirr- ingunum. Hin skipulagða verk- lýðshreyfing um heim allan verð- ur að sameinast í baráttunni fyr- ir því að gera auðvaldsherrana óskaðlega, því að þeir eru eins og vitfirtur maður með hárbeitt- an kuta í hendi á barnaheimili. Það er máttur- hins vihnandi fjölda, sem getur bjargað heim- inum. En spurningin er: Gerir hann það? Það er svo mikið at- riði, að fjöldinn skilji baráttu jafn- aðarmanna. En verum vongóðir, félagar! Það er mín bjargfasta sannfæring, að það standi á úr- slitahríðinni. Kúguðu þjóðirnar eru að rísa gegn drottnum sín- um," og hinn þrælandi fjöldi og eignalausi er að befjast handa. Vér erum fulltrúar 4 milljóna og 500 þúsund manna. Það er stór og st&rkur her. Hann er reiðu- búinn. ' Vér berum framtíðina á herðum vorum, og vér, brezkir verkamenn, álftum hinn ríkjándi hernaðaranda vera skerðing og misþyrming á menningu vorri, og ef til ófriðar drégur, er hann dauðadómur yfir henni. Göngum til starfans, bræður! Fyrir frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi skal starf vort hafið hér í dag." Séra Ragnar E. Kvaran melðist í „Heimskringlu“ frá 17. ágúst er frá því skýrt, að séra Ragnar E. Kvaran haf.i meiðst af völdum bifreiðarslyss. Vildi það til með þeim hætti, að bifreið, sem séra (Ragnar var í með öðru fólki, valt í3t Rf vegi og ofan í skurð all- djúpan. Vildi farþegunum það til lífs, að bifreiðinni hvolfdi eigi aJ- veg, og komust þeir því úr henni. Séra Ragnar Kvaran meiddist nokkuð á hofði og á hægra fæti, en kona nokkur, er einnig var í bifreiðinni, fékk mikið högg á höf- uðið. Þegar gert hafði verið við sárin, voru þau ferðafær. Khöfn, FB., 8. okt. Alþýðuherinn vinnur á i Kína. Frá Lundúnum er símað: Shanghaiherinn vinnur nú stöðugt á gegn Norðurhernum kínverska. Þó æt'a menn eigi að miklar líkur séu til þess, eins og sákir standa, að Norðanmenn láti Peking ganga sér úr greipum. Khöfn, FB., 9. okt. Kona syndir enn yfir Ermar- sund. Frá Lundúnum er símað: Ensk- ur kvenmaður, Miss Gleitze, hefir synt, yfir Ermarsund. • Khöfn, FB., 10. okt. Frá Balkanskaerunum. Frá Berlín er símað: Horfumar á Balkanskaganum virðast vera betri. Stjórnin í Búlgaríu heíir lýst yfir ófriðarástandi í þíeim hér- uðum, sem næst liggja Júgóslafiu, í þeim tílgangi að koma í veg fyrir að Makedoníumenn ráðist á Júgóslafíu. Bretar vingast við Spánverja. Frá Lundúnum er símnð: Ri- vera einræðisherra á Spáni hefir sagt, að Chamberlain hafi stungið upp á því á Malorcafundinum á dögunum, að Spánn láti af hendS! spánverska Marokko til Frakk- lands, en Chamberlain taki að sér að útvega Spáni viðunandi endur- gjald. Segir Rivera, að Spánn muni íhuga uppástunguna. Enn fremur kveðst Rivera búast við því, að England og Spánn geri með sér bandalag. ■ Heimköllun sendiherra. Frá París er simað: Fregn hef- ir borist um það frá Moskva, að ráðstjórnin rússneska haíi ákveð- ið að kalla Rakovski sendiherrá heim frá Frakklandi. Bm Ríkarð JóBsson listamann hefir þýzki málarinn Theodor Wedepohl (í Berlín), sem hér dvaldist fyrir nokkru, ritað grein í þýzkt tímarit, „Die Bil'd- hauerei‘“ (,,Myndhögg\'aralistin“). Er greinin birt fremst í ritinu, ög fylgja margar myndir af ýmsum Iistaverkum Ríkarðs. í greininni lýsir greinarböfundur bæði lista- rnanninum sjálfum og verkum hans og dáist mjög að listfengi hans og hagleik. M. a. segir hann, að varla nokkur Islendingur hafi annað eins vald og Ríkarður á því að lýsa í mynd athöfninni, en það sé mæiikvarði á skilning listamanns á formi, og í mansna- myndum Rjkarðs komi fram mík- ill hagleikur á líkingu í sambandi við leikandi gamansemi og and- ríka mannlýsingargáfu. Allítarlega lýsir Wedepohl prófessor tré- skurðarlist Rikarðs, einkumi skreytingum hans á ýmsum nytja- og skraut-gripum, er séu af ram- íslenzkum toga spunnar, og í því sambandi getur hann um mynd- skurðarskóla Ríkarðs, sem sé eig- inlega eini Ijstaskólinin á Islandi, en Ríkarður sé einkar-vel fallinn til forstöðu slíks skóla sakir níns trausta og einlæga eðlisfars síns. I tímariti norrænna manna í Bandaríkjunum hefir Þórstína .Jackson einnig birt greín um Rík- arð og list hans með allmörgum myndum af verkum hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.