Tíminn - 04.07.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.07.1961, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudaginn 4, júlí 1961. A3 undanförnu hefur dval- izt hér skógvísindamaður frá Chile, Torkil Holsöe prófessor, sendur hingaJS til lands af Chilestjórn þeirra erinda aS kynnast skógrækt á íslandi. Er það nýstárlegt, að slíkur mað- ur sé sendur frá svo f jarlægu ýandi til þess að kynnast þeim verkefnum, sem hér eru leyst af hendi. Holsöe prófessor lauk skógrækt arprófi við landbúnaðarháskóLarm í Kaupmannahöfn árið 1930 og fór að því l'oknu ti'l Bandaríkj- anna, þar sem hann hélt áfram námi í skógræktardeild háskólans i í Harvard í sérgrein sinni, skóg-' rækt á líffræðilegum grundvelli. Gerðist hann bandarískur þegn, og hefur síðan starfað í Bandaríkj unum og víðar. Fyrst var hann j kennari við ríkisháskólann í j Ohio, en síðan þrettán ár prófess- or í skógrækt. við Vestur-Virginíu háskólann. Árið 1951 réðst hann sem sérfræðingur í skógræktar- málum til Int.ernational Co-opera tion Administration og dvaldist í Líberíu fram til 1960, er hann var sendur til Chile, þar sem hann mun starfa næstu 2—3 árin. Holsöe fór héðan til Danmerk ur á sunnudagsmorguninn, og átti blaðamaður frá Tímanum kost á að ræða við hann kvöldið áður en hann fór héðan. — Hver var ástæðan til þess, að þér komuð hingað til íslands? MÉR ÆGIR JARÐVEGSEYÐ INGIN Á ÍSLANDI —Það var samkvæmt ósk land- búnaðarráðherra st j órnarinnar Chile, svaraði prófessorinn. — Suður-Chile eiga menn við svipuð kjör að búa og hér.. Skógar hafa verið eyddir, og landið er að fara forgörðúim, en þangað þarf að flytja ýmsar trjátegundir, sem vænlegast er að fá af norðurhveli jarðar. Þótt einkennilegt kunoi að virðast, er starf ís'lenzkra skóg ræktarmanna ekki með öllu ókunn ugt í suðurhluta Chile, því að menn þar hafa fylgzt með því, sem gerzt hefur hér. — Og hvað hafið þér þá séð hér, sem yður virðist athygíisvert, eða hefur ferðin orðið til nokk- urs gagns fyrir yður? — Eg get sagt yður það, að ferðin hingað hefur fari.ð' langt fram úr þeirn voinum, sem ég gerði mér, áður en ég fór af stað. Hér hefur verið unnið mikið að athug unum á þroska fjölda trjátegunda frá fjölda staða viðs vegar um heim — svo mikið, að það er næst um ótrúlegt, hverju íslendingar ið hafa frá meira en 180 st.öðum hafa komið í verk. Hér hef ég séð víðs vegar um heiminn. Eg varð uim 40 misimunaodi trjátegundir alveg undrandi, þegar ég kom inn á ýmsum aldursskeiðum, sem kom í lerkiskóginn á Hallormsstað, Torkild Holsöe sem vex svo vel, að enginn stað- ur á íslandi mun skila jafnmikl- uim arði. Mér virðist auðsætt, að það sé ekki unnt að nýta landið á ýmsum stöðum á betri hátt en rneð skógrækt. — Hafið þér farið víða um landið? — Eg fór fyrst til Þingvalla til þess að skoða gamla furuiundinn, og síð'an fór ég í Haukadal, í Þjórs árdai, að Tuimastöð'um og Múla-1 koti, en í dag kom ég austan frá Hallormsstað. Og þar gaf á að líta, því að þar hefur maður bæði hið elzta og yngsta á sama stað. Það er mikið hægt að læra á Hall ormsstað, ekki hvað sízt um rækt-' un lerkis, því að þar eru svo mörg afbrigð'i til af sömu tegundinni.1 Samanburður á þroska þeirra verð ur býsna lærdómsrikur áður en langt líður. Svo er það sitkagrenið hér á Suðuriandi. Það virðist gegna sama hlutverki hér og lerkið fyrir austan. Mér finnst það vaxa af- bragðsvel, þar sem staðhættir henta því, og megi gera sér mikl- ar vonir um ræktun þess. — En hvernig leizt yður á land ið í hei'ld. — Mér ægir hin mikla jarð- vegseyðing, sem hér hefur átt sér stað og hið „dauða“ land er til engra nytja. Það gleður mann, að nú er verið að stöðva eyðiinguna og rækta landið að nýju. En mikið verk er fram undan. Annars mun fsland eiga það að nokkru úrkom- unni að þakka, að það skuli ekki allt hafa eyðzt. eftir að birkiskóg arnir hurfu. Það hlýtur að vera skylda þj óðf'élagsins að rækta skóg til viðarframleiðs.lu, þar sem það er hentugast, því að nú > sýnt, að þetta er unnt. íslending- ar geta ræktað mest af þeim við'i og því timbri, sem þeir þurfa í framtíði.nni. — Hvaða álit hafið þér á því, sem samþegn yðar, Pough, sagð'i í við'tali í blaðinu. hér um daginn? — Það er mjög leitt til þes.s að vi.ta, að menn, sem koma hér í skyndiheimsókn, skuli fella dóma um hluti, er þeir bera sýnilega ekki skynbragð á, svo sem gróður- skilyrði landsins. Það er afleitt. Fleira vil ég ekki segja um það. En að endingu vildi ég aðeins þakka hjartanlega alla þá fyrir- greiðslu. sem ég hef fengið hjá íslenzkum starfs'bræðrum mínum og Skógrækt ríkisins. Og ég get fulilvissað yður um það, að ég hef lært mjög margt af ferð minni hingað. Eg get bæð’i notað reynslu ykkar beinlínis við störf mín í suðúrhluta Chile, og einnig munu sambönd ykkar við fjölda manns um allan heim, geta orðið mér að lið'i. Eg gat. ekki ímyndað mér fyr- irfram, að skógræktarmen'nirnir ykkar væru komnir svo laogt, sem raun ber vitni um. Það var í fyrrahaust, nánar í tiltekið sunnudag 2. október, að leið mín lá til Borgar- f jarðar. Við fórum níu saman á tveim Rússa-jeppum, sem auðveldlega fóru blautustu og bröttustu brekk- umar á Mjóafjarðarheiði. — Og eftír ágætan miðdag á matsölunni í Borgarfirði, þótti okkur rétt mátulegt að bæta Húsavíkurheiði við daigleið'ina, sem ljúka átti niðri í Mjóafirði að' kvöldi. Nokkrar tafir urðu á heiðinni vegna benzínstíflu og 'lætur að líkum, að lítill tími var til skrafs og viðstöðu í Húsavk. Anna Þor- steinsdóttir, sem þar býr ásamt bræðrum sínurn Antoni, Ragnari og Jóni, hafði þegar til góð'- gerðir fyrir mannskapinn. En að þeim þáð'um var snarazt af stað. Um margt hefði maður þó kosið að fræðast frekar en orðið gat varandi þetta byggðarlag, sem nú er svo fáskipað en áður fæddi fjölda manns. Svo líða stundir fram og komin góa á nýju ári og ég er veður- tepptur á Seyðisfirði. Og sem blaðamanni sómdi, þá fór ég að svipast eftir efni. — Mér er sagt þar búi aldinn Húsvíkingur. Elís Guðjónsson, og fer nú á fjörurn- ar eftir viðtali í þeirri von að fleiri en mig kunni að fýsa að heyra um gamla daga í víkinni „f.eitu og ljótu“ eins og Húsavík hefur veri.ð nefnd í samanburði við þá „fögru og rnögru", Njarð- víkina, sem liggur hinum megin við Borgarfjörðinn. Elías hefur átt heima í Vina- minni í mörg ár síðan hann fór frá Húsavík og jafnan haft nokk- urn buskap. — Hann er fæddur á Nes-Ekru í Norðfirð'i 11. sept. 1876, og föðurættin norðfirzk, en Sigríður á Þórhóli er systir Elísar Sigfús kaupmaður Sveinsson og hann voru systrasynir. Við snerum talinu norður til Húsavíkur og til „gömlu dag- anna“. Þá var stundum líflegt í Húsavík. Lætur nærri að upp úr aldamótunum hafi verið þar um 100 manns á sumrum. Byggð býli í vikinni voru bá fjögur: Húsavík, 99 Víkin feita og ljóta“ heimajörðin, Hóishús og Dallands- partur frammi við sjóinn og Dal- land innar. En á sumrin flykkt- ust menn að til róðra, þar á með- al allmargt Færeyinga. Þeir komu með póstskipinu í byrjun júní, stundum kom „Smyrillinn“ með þá, skip sem ríkið (danska) átti, og dreifði þeim á hafnimar. í Húsavík voru flest sex bátar, þrír og þrír í „félagi“, sem kallað var, en við félagið störfuðu venjulega tíu manns. — Oft voru þetta sömu mennimir ár eftir ár. Pétur nokk- ur Hansen t.d. í 20—30 ár. Það' voru mestu ágætismenn Færey- ingarnir, við' umgengumst þá rétt eins og heimafólkið og árekstrar voru fátíðir. Mönnum fannst þeir kannski stundum eins og svolítið skinhelgir í trúmálum, en hver hefur nú sina siði. Dug'legir vom þeir að bjarga sér og sjaldan i mun aflinn hafa verið undir 30; skpd. á bát en stundum meiri. Róðrar voru stundað'ir fram í september. Bank á Vestdalseyri byggði; verbúð niðri við sjóinn og þar héldu þeir til Færeyingarnir. Síð- ar keyptum við, tveir bændur, þetta hús og leigðum þeim. Greiddar voru' 500—600 kr. fyrir „félagið“ og allt upp í 1100 þegar bezt aflaðist, en það var töluverð ur peningur þá. Færeyingarnir voru sparsamir og virtust ekki gera miklar kröfur til lífsins. Þeir urðu ósköp kát- ir þegar ég lét þá fá dilk í pott- inn er leið að brottför. Það komst svo upp í vana. Gat þá komið fyr- ir, ef ég varð seinn fyrir með lambið, að þeir minntu míg hóg- værlega á að þá vantaði kjöt, því nú væru þeir á förum! Það var stutt að sækja frá Húsavík. Gjarnan var róið á byrj-; uðu norðurfalli, farið grunnt út og suður og fallið látið bera norð ur með víkinni að Gletting, en þar kastaði það nokkuð frá landi og, aftur suður á bóginn. Allir Húsavíkurbændur áttu / Eftiríarandi samtal við Elís GutSjónsson í Vina- minní á Seyðisfirði er úr nýkomnum Austra, blat$i Framsóknarmanna á Austurlandi. — Elís bjó 30 ár í Húsavík eystra og segir frá lífinu þar. báta á þessum árum og sóttu sjó meira og minna, t.d. fyrir og eft- ir slátt. E;n landbúskapurinn var þó látinn sitja fyrir. Kýr voru 3—4 í Húsavík, en færri á hinum búunum, hestar 10 — 20 og oft lítið notaðir. Sauðfé var auðvitað aðal stofninn. Munu hafa verið um 1000 fjár á fóð'rum í víkinni á þessum árum. Eitthvað af því var' eign húsmanna, sem oft voru á bæjum. Annars voru bændur tregir til að láta þeim í té slægjur og haga fyrir margar kindur, helzt ekki fleiri en svo sem eins og tíu. Mínir menn höfðu þó stundum fleiri, einn hátt í 50, en þeir ræktuðu sér þá smábletti sjálfir. Beit er þarna mikil og góð og þari oftast nægur. Menn voru góðir með bagga handa kindinni. Og oft nægði hálfur baggi. AJltaf var töluverður hluti ánna tví- lembdur. Af þetta 200 ám, sem ég hafði, munu fyllilega sjötíu hafa gengið með tveim lömbum að öll- um jafnaði. Aldrei var fé géfinn matur þarna á þessum árum. Og meðalanotkun eins og nú á sér stað þekktist ekki. — Hvað skyldi vera eftir af lambsverðinu núna, I þegar lyf eru frádregin? — í Sláturfé var rekið til Seyðis- fjarðar, tvær dagleið'ir, með gist- ingu í Stakkahlíð. Þó'minnist ég þess, að einu sinni var rekið frá Húsavík í Selstað'i á einum degi. Slátrað var á Vestdalseyri. Aðflutningar fóru fram á sjó á árabátum auðvitað, þar til mótor- bátar komu til sögu. Allt var sótt til Seyðisfjarðar — og þangað var fiskurinn fluttur. Þá var Gránu- félagið í blóma. Síðari ár mín í Húsavík var reynt að draga sem mest að á suimrin. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt um slys í þess um ferðum, sem oft hljóta þó að hafa verið all vossamar í misjöfn- um veðrum. Og stundum fengu karlarnir sér í staupinu eins og gengur. En höfnin í Húsavík verður að teljast fremur góð eft- ir því sem orð'ið getur við líkar aðstæður. Mannfundir og skemimtanir? Þa var heilmikið um dans og gleðskap. Unga fólkið lét sig ekki muna um að skondra yfir Nesháls til Loðmundarfjarðar. Og oft var | dansað í Vikinni. Þá voru til harmónikkur og rnenn, sem ekki þurfti að kaupa dýrt til að taka ’ lagið. Einn þeirra var Sveinn á Brimnesi, sem siðar varð sífjr- bóndi í Fagradal í Vopnafirð'i. í anman stað var messað í Húsavíkurkirkju fjórða hvern sumnudag. Eg man fyrst eftir torfkirkju með gluggum á stöfn- um auk stólglugga, sem svo var nefndur. Þá kirkju sem nú stend- ur, byggði Jón Þorsteimsson á Álfhól sumarið fyrir mikla rokið, sem feykti öllum bæjarhúsunum í Húsavík. Kirkjan eim stóð. Járnið á henni. var allt útpikkað eftir grjótflugið. Og ein flísin í þakinu stóð inmi í langbandiH Hér að framan hef ég endur- sagt mokkuð af því, sem El.ís í Vimaminni sagði mér frá lífi og störfum í þeirri byggð Húsavík á hans þarvistardögum. Eg innti hanm eftir stórtíð'indum, en hann kunin engin, kvað mönnum yfir- leitt hafa búnazt vel þarna, og surnir du'gandismenn haft tölu- verð umsvif eins og Árni Jón og Gunnar frá Fossvöllum. — Síðar hafa aðrir menn sagt rtiér að þá hafi stundum veri.ð all- agas.amt í víkinni og Elís gengið manna bezt fram í sáttastarfi enda virtur umfram að'ra á þeim slóðum. — Eg spurði hvenær um hams daga hefði verið erfiðast að bjarga sér. Hann telur að þröngt hafi verið í búi hjá mörgurn, t.d. á Norð- firði, fyrir og um aldamót — og stundum lokað reikninigum að hausti. Síðan hafi rýmkazt hagur manna fram yfir fyrra stríð, en þyngt að eftir stríðs'lok og orð'ið bágast upp úr 1930. Um Elís sjálfan veit ég raunar þetta eitt til viðbótar því, sem þegar er greimt um æt.t hans og uppruna. — Tíu ára gamall flut- ist hann til Húsavíkur, var þar til 16 ára aldurs, er hann gerðist sjó maður hjá Sveini í Brimnesi. Þar var hann tvö ár, reri svo eitt sumar í Húsavík, fór þá til Norð- fjarðar, var þar nokkur ár og kynntist þar Guðbjörgu konu sinmi. Þau gif'tust og reistu bú í Húsavík 1903' og bjuggu þar til 1931, er þau fluttust til Seyðis- fjarðar, þar s.em þau hafa búið síðan. Bömin urðu tíu, en fjögur eru nú látin. Elís Guðjónssyni er áreiðanlega anmað tamara en tala um sjálf- an sig þó kominn sé á raupaldur- inn! — Og þegar ég bjóst til ferð ar eftir að kona hans hafði borið okkur kaffi, þá vék hann mér af- síðis og sagði: Ef þú setur eitt- hvað af þessu á prent, þá láttu mín helzt að engu getið. Og a.m. k. fellirðu niður, ef ég hef sagt eitthvað, sem getur meitt ein- hvern. — Það var þá líka hættas.t við! — Eg veit, að þetta á ég ekki að setja á prent og e.t.v. verður Elís mér reiður. En ég geri það vegna þess að það er sú eina lýs- ing, sem ég get gefið lesendum mínum á þessum aldrað'a viðmæl- anda mínum, og hún segir líka kannske meira en langt mál. Að lokum læt ég þess getið, að mér þykir stórum betur farið en heima setið, að hafa komið 'í Húsavík O'g seinna átt kvöldstund með þeim ágæta manni Elís í Vinaminni, sem lifði þar sín mann- dómsár. V.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.