Tíminn - 06.07.1961, Síða 2
TÍMINN, flauntndaginn 6. júli 196L
Koma þarf upp laxa-
klakstöð við Otfusá
Frá fréttaritara Tímans
á Selfossi.
Heldur er laxveiðin í Ölfusá
treg ennþá, enda aðal laxveiði-
tíminn enn ekki runninn upp.
Bændur hafa þó lagnir í vatn-
100 Serkir féllu
(Framhald af 3. síðu).
reiðir Ser’kir lögðu víða til atlögu
við lögregluna og réðust á fyrir-
tæki Evrópumanna allvíða.
Verstu rósturnar, sem kunnugt
var um í gærkvöldi, urðu í bæ ein-
um við ströndina í austurhluta
lnadsins, og fórst þar mikill fjöldi
manna af skothríð. Ekki var nánar
kunnugt um atvik þarna, en það
lítur út fyrir, að Serkir hafi lagt
fyrr til atlögu við Frakka, en þeir
síðan ekki hlífst við að beita byss-
um sínum til þess að bæla and-
slöðuna. Við þetta tækifæri veif-
uðu uppreisnarmenn hinum græna
og hvíta fána sínum. Hvers konar
tiltæki af því tagi hafði franska
stjórnin bannað fyiirfram og til-
kynnt, að ekki yrði hlífzt við að
beita vopnavaldi til að sundra hóp-
um uppreisnarmanna. í bæjunum
Castiglione og Bernard er sagt, að
11 hafi látizt og 61 særzt, er lög-
reglan gerði tilraun tli að hrifsa
uppreisnarfánann á sitt vald.
Hundruð Serkja ruddust inn í litla
strandbæinn Fouka 38 km. fyrir
vestan Algeirsborg og reyndu að
kveikja í fyrirtækjum Evrópu-
manna þar. Öryggislið kom á stað-
inn, 5 Serkir voru skotnir til bana
og 8 særðir. Mikill fjöldi Serkja
var drepinn í Sidi-bel-Youssef, að-.
alsetri útlendingahersveitarinnar,
en ekki er nánar kunnugt um at-
vik þar ennþá.
Á svæðinu kringum Constantine
í Austur-Alsír er kunnugt um 13
mannslát og 200, sem hafa særzt.1
Serkir í Constantine reyndu að;
ryðja sér braut inn í hverfi Evr-|
ópumanna, en sterkur vörður var
umhverfis hverfið, og var skotið
miskunnarlaust. Þarna var m. a.
sveit úr útlendingaherdeildinni.
Ekki er kunnugt um örlög þeirra
Evrópumanna, sem vitað er, að
voni innan Serkjahverfisins. Lög-
reglumenn segja, að þarna hafi
uppreisnarmenn notað vélbyssur.
Verkfallið var nær algert í flest-
nm bæjum, en úti á landsbyggð-
inni var ástandið sums staðar með
eðlilegum hætti. Samkvæmt frönsk
um fréttum, voru uppreisnarmenn
yfV]píti vo- 'r kyífum, en tals-,
vert kvað þó að því, að þeir hefðu
skotvopn, þrátt fyrir viðleitni
frönsku yfirvaldanna til þess að
koma í veg fyrir vópnaeign serk-,
neskra alþýðumanna
í nokkrum fangelsum kepptust
serkneskir og franskir fangar um
það, hvorir gætu hrópað sín slag-
oið hærra, og varð af mikill gnýr.
Serkir hrópuðu. Abbas til valda,
en franskir fangar: Alsír er,
franskt. f París gekk tugur Alsír-
þingmanna út úr þingsalnum, er
umræða um fjárlagafrumvarp rík-
isstjómarinnar stóð yfir. Kvaðst
einn þeirra hissa á, að hægt væri
að ræða annað en Alsírmálið, með-
an blóð flyti þar 1 stríðum straum-
um. Enn einu sinni hefðu mót-
mælaferðir Serkja leitt til blóð-
ugra andsvara öryggissveitanna.
Flokkur þessi sendi síðan skeyti
til de Gaulles, Debré forsætisráð-
herra og Joxe Alsírmálaráðherra
til þess að krefjast þess, að strax
yrðu gcrðar mannúðlegar og demó-
kratískar öryggisráðstafanir í Alsir
án greinarmunar eftir þjóðerni
ríjanna.
inu og hafa fengið reyting.
Stangaveiði stunda menn
nokkuð, en afli er ekki mikill
jenn. Dálítið hefur veiðzt í
Þjórsá og vötnunum, sem falla
í Ölfusá, en minni veiði er þó
nú en á sama tíma í fyrra.
Hér um slóðir er mikið talað
um nauðsyn þess, að komið verði
upp laxaklakstöð við Ölfusá, því
að auðsætt er, hvílík tekjulind
það gæti orðið fyrir þjóðina, ef
hægt væri að ala upp laxaseiði
í stórum stíl og lileypa í vötnin
hér í kring, og opna þannig mögu
Ieika fyrir stórfellda laxveiði
með útflutning fengsins í huga.
Útflutningur í tonnatali
í fyrrasumar var veiði með
bezta móti og skipti þá útflutning-
ur á frystum laxi nokkrum tonn-
um. Allur útflutningurinn var á
vegum Sambands ísl. samvinnufé-
laga og sá kaupfélagið á Selfossi
um öll viðskipti við laxveiðimenn
hér í sveit og hafa þau gengið
með prýði. í fyrra fengu bændur
um 73 krónur nettó fyrir kílóið
af 1. flakks laxi, en ekki er vitað
um verðið í ár. Mest af laxinum
er flutt út til Englands og þar
fæst meir’a 'en 100 krónur fvrir
kílógrammið af bezta laxinum. Áá
af þessu sjá, að hægt væri að fá
drjúgan skilding í gjaldeyri, ef
búið yrði svo að laxveiðinni, að
útflutningur í stórum stíl gæti átt
sér stað.
Net og stöng
Bændur hér, sem land eiga að
vötnum, hafa með sér heildarsam
tök um laxveiði. Hver aðili á veiði
í sínu landi, en verður að stunda
veiðarnar eftir sérstökum reglum,
sem ná til allra félagsmanna.
Ein af þessum laxveiðireglum
er sú, að ekki má vera skemmra
milli lagna en 100 metrar, en sér
stakt mat fer fram á því, hve mikl
ar lagnirnar mega vera.
Ef einhver notar sér ekki alla
þá netaveiði, sem hann má sam-
kvæmt reglum samtakanna, má
hann . stunda stangaveiðar að því
marki, sem sett hefur verið. Eins j
og áður segir, kaupir kaupfélagið
á Selfossi alla veiði bænda, en það i
sem af er þessu sumri, hefur lítið
borizt að frá laxveiðimönnum.
Nauösynlegt að rannsaka
lifnaðarhætti humarsins
Frá fréttaritara Tímans
á Stokkseyri.
Humarveiði virðist nú vera
að dragast saman, og er það
fyrr en undanfarin ár. Bátar
hafa leitað fyrir sér síðustu
dagana á helztu humarveiði-
svæðunum, en orðið lítils
varir.
Fyrsti mánuður humarvertíðar-
innar var annars góður. Var há-
setahlutur þá um 18 þúsund krón-
ur, og sköpuðu veiðarnar góða
vinnu og tekjur í landi. Þótt nú
virðist vera ördeyða á miðunum, er
vert að athuga í þessu sambandi,
að lifnaðarhættir humarsins eru al-
gerlega órannsakaðir hér við land,
svo vel getur verið, að hann hafi
aðeins fært sig til, og sjómenn
verði hans ekki varir af þeim sök-
um. Ber brýna nauðsyn til, að
fiskifræðingar gefi þessum þætti
útvegsins meiri gaum en verið hef-
ur, og reyni að leiðbeina og að-
stoða sjómenn við veiðarnar.
Humarveiðar eru nú stundðaar í
vaxandi mæli hér við land og má
til dæmis nefna, að bátar frá
Akranesi byrjuðu humarveiðar nú
í vor, en þar hefur engin slík út-
geið verið áður. Humarveiðar hafa
Fiskifræðingar hafa gefið humarveiðunum of
lítinn gaum.
verið mikið stundaðar af bátum
frá Eyrarbakka, Stokkseyri, Þor-
lákshöfn og Vestmannaeyjum, svo
Stjórnmálafund-
inum í Borgarfirði
frestað
Af óviðráðanlegum orsökum
er stjórnmálafundinum, sem
vera átti að Brún, Bæjarsveit,
frestað um óákveðinn tíma.
Síldin
(Framhald af 1. síðu).
aflans meira, heldur en ef hann
hefði landað á Siglufirði. Varj
talið, að samanlagt verðmæti;
þessara 1500 tunna væri 250
þúsund krónur. Á Skagaströnd
eru tvær söltunarstöðvar, söltun-
arstöð kaupfélagsins og Hólanes-.
ið h.f. Tunnulaust var á Skaga-;
strönd, en í gær fóru fjórir bílar
méð tunnur þangað frá Akureyri. •
Raufarhöfn
Til Dalvíkur komu í dag 8 skip
með 5,400 tunnur, til Húsavíkur 5
skip með 2800 tunnur og til Ólafs-
fjarðar 6 skip með 5700 tunnur. i
Dalvík i
Á Raufarhöfn var mikið saltað í
gærdag og varð að vísa nokkrum
bátum frá. Enn vantar fólk þar til
að vinna við síldina. Þar er nú búið
að salta í um það bil 20 þúsund
tunnur og búið er að bræða 18—20
þúsund mál. Skip þau, sem vísað
var frá, fóru til Vopnafjarðar, Þórs
hafnar og Norðfjarðar, en þangað
hefur ekki borizt síld áður í sumár.
Feríafólk
(Framhald at 16 síðu)
— Ekki er sauðfé svona hér á
íslandi?
Samfyligdarmaður hennar hristir
höfuðið.
— Það getur ekki verið. Þetta
hlýtur að vera litað fyrir negr-
ana.
Stór og þrelavaxi'nn Atneríku
maður beygir sig fyrir framan
spegil og mátar prjónahúfu í
sauðarlitunum. Hún situr ofan á
höfðinu á honum eins og fugl upp
á kollóttum steini.
— Hún er alltof lítil á þig, seg
ir konan hans.
Hann reynir að teygja hana
neðar. Hún réttir honum aðra.
Hann mátar hana lika en er ekki
ánægður.
— Hún verður að ná niður fyr
ir eyru, segir hann ákveðinn.
— Hvað er þetta, maður, ætl-
arðu á Norðurpólinn?
Að endingu kaupir hann sér
loðhúfu, en hann er ekki heldur
ánægður með hana og gefur hana
konunni.. Svo kaupir hann sér
skipslíkan og margt fllfiira.
.— Og póstkort, hrópar frúin
upp yfir sig. Við megum ekki'
gleyma póstkortunum.
Þau rjúka til að velja sér póst-
kort. >
— Var það ekki hérna, sem við
vorum í morgun?
— Nei, það var hérna, segirj
hann og heldur öðru póstkorti á
loft.
— Nei, það var ábyggilega hér, i
anzar frúin einbeitt, sjáðu, klett
arnir voru svona en ekki svona.
Hann hristir höfuðið.
— Nei, það voru allt öðruvisi
klettar.
Þau birgja sig upp af póstkort-
um. I
— Er ekkert hægt að kaupa
meira, segir frúin hugsandi, höf-j
um við munað eftir öllu fólkinu? j
Hún telur á fingrum sér. Svo
kinkar hún kolili ánægð(.
Og maðurinn dregur upp veskið
til að borga. í veskinu eru sér-j
stök hólf fyrir 10 dollara seðla,1
önnur fyrir 25 dollara seðla og
þar fram eftir götunum. Hann
biður um sundurliðaðan reikning. |
Deilan vií Þíótt
Framhald af 3. síðu.
þessi deila er ekki kaupstreita, og
bjóðast Þróttarmenn jafnvel til að
lækka texta fyrir bifreiðar, en
aðalkrafa þeirra er sú að fá vinnu
skiptingu í hendur félagsins.
Þetta vilja atvinnurekendur ekki
faldast á enn og telja að með því
væri gengið á hefðbundinn rétt
þeirra til að velja sér sjálfir menn
í vinnu, en það sé almenn regla
á vinnumarkaðinum.
Þróttarmenn benda hins vegar
á, að vinnumiðlun sé löngu viður-
kennd, þegar um ónóga vinnu er
að ræða. Þeir benda einnig á það,
að Landssamband vörubílstjórn
hafi fyrir löngu samið um það við
vegagerð rikisins, að félögin hafi
slíka vinnumiðlun með höndum,
og fjöldi vörubílstjóra í öðrum
bæjum landsins hafi fengið slíkt
viðurkennt í samningum.
Nú hagar svo til, að vinna fyrir
vörubíla er mjög misjöfn eftir
eftir árstímum. Sumarmánuðina'
er næg atvinna oft og einatt fyrir
alla vörubíla og brýn þörf á að
hafa svo marga bíla til þess að
tryggja framleiðslustörf og aðrar
nauðsynlegar framkvæmdir þj óð- (
arinnar. Aðra árstíma er minni1
vinni, og vilja vörubílstjórar fáj
vinnumiðlun í hendur félags sínsi
þá tíma.
Ýmis fyrirtæki, ekki sizt Reykja j
víkurbær, hafa haft þann hátt á,
að hafa oftast sörou bflstjórana j
í vinnu, en aðrir eru langtímum
atvinnulausir. Þetta þykir Þróttarj
mönnum hart og telja, að atvinnu
rekendur eigi að falllast á kröfuna j
um vinnumiðlun félagsins til þess
tryggja það, að nægir vörubílar!
séu til starfa, þegar þörfin kallar.'
Annars er hætta á, að svo margir i
hætti þessum starfa, að vöntunj
verði á mesta annatímann.
Þá bendir Þróttur á það, að þar
sem félagið hefur tekið að sér
flutninga, t.d. til Keflavíkurflug-
vallar, hafi það slíka vinnumiðlun'
og reynist ágætlega.
Hér er um að ræða deilu, sem
ekkert vit er að halda lengur við. j
Um þetta atriði verða atvinnurek
endur og Þróttur að ná samkomu- j
lagi, áður en meiri stöðvun hlýzt
af. Hlýtur að vera unnt að ná
samkomulagi um einhverja lausn
á þessum vanda á þann veg, að
einhver vinnumiðlun fari fram,
en trygging fáist um leið fyrir
því, að atvi.nnurekendur geti val-
ið sér menn eða hljóti örugga
þjónustu góðra bílstjóra og góðra
bíla.
að dæmi séu nefnd. Er ekki of-
sagt, að humarútgerðin hafi gert
byltingu í atvinnumálum Stokks-
eyrar og Eyrarbakka, en þar hafa
humarveiðarnar skapað mikla
vinnu bæði hjá sjómönnum og
fólki í landi. Humarinn er verð-
mæt útflutningsvara og hefur
verið eftirspurn eftir honum síð-
ustu ár.
Humarveiðar eru nokkrum
vandkvæðum bundnar, því að ó-
mögulegt er að srtunda veiðarnar
ef eitthvað er að sjó. Er vertíðar-
tíminn hér við land mjög stuttur
og ríður því á, að allt sé gert til
þess að auðvelda sjómönnum veið-
arnar þann tíma.
Af framansögðu má vera Ijóst,
að hér er ærið verkefni fyrir fiski-
fræðingana okkar, sem ekki hafa
sinnt þessari atvinnugrein sem
skyldi.
Sjómenn þekkja ekki lifnaðar-
hætti humarsins til hlítar, vita
ekki, hvort um hugsanlega ofveiði
er að ræða, hvort farið er að ganga
á stofninn, eða hvort humarinn
færir sig til á einhvern reglubund-
inn hátt. Þetta gætu allt verið
ástæður til þess, að humarinn fæst
ekki svona snemma á sumri, eins
og raun ber vitni um. Væri mlkill
fengur fyrir humarveiðimenn að
fá um þetta glöggar upplýsingar,
byggðar á nákvæmum rannsóknum
fiskifræðinga. B. T.
Innlend hráorka 11
(Framhald af 1. síðu).
Síðan kemur Andakílsvirkjun með
milli siex og sjö þúsund megavatt
stundir. Þá Mjólká með rúm þrjú
þúsund og Eiliðaár með rúm tvö
þúsund.
Margar einkarafcfBSvar
Fróðlegt er að lesa, hve margir
bæir í sveitum hafa einkarafstöðv
ar. Mest er um alíkt £ Vestur-
Skaftafelíssýslu ogj Suður-Þingeyj-
arsýslu, þar sem um og yfir 100
bæir í hvorri sýslu hafa einkaraf-
stöð. Samtalls hafa 992 býli í sveit-
um landsins einkarafstöð.
Orkuvinnslan hofur aukizt jöfn
u,n skrefum í laadinu um langt
árabil. f hittifyrra tók Stemgrims
stöð til starfa, en það er síðasta
stóra raforkuverið,
HÍP neitar að gefa í
verkfallssjóð
Á fundi Hins íslenzka prentara-
félags í gærkveldi voru samþykkt-
ir nýir kjarasamningar, sem fela
í sér 13% eina kauphækkun og
2—5% hækkun á sérstökum launa
flokkum þar fyrir utan. Jafnframt
fékkst veruleg hækkun á nema-
kaupi og töluverðar lagfæringar á
kaupi aðstoðar'kvenna í prent-
smiðjum.
Eins og kunnugt er hafði HÍP
ekki boðað vinnustöðvuin, en samn
ingaviðræður hafa staðið yfir í all-
langan tíma.
Samþykkt var tillaga um þakkir
til Ragnars Jónssonar í Smára fyr-
ir hina höfðinglegu gjöf hans til
Alþýðusambands íslands.
Borin var fram tillaga á fundin-
um um að leggja fram 10 þús. kr.
í verkfaUssjóð ASÍ, og var sú til-
laga felld með 75 atkv. gegn 45.