Tíminn - 06.07.1961, Side 9

Tíminn - 06.07.1961, Side 9
TÍMINN, fimmtuðaginn G. júlí 1961. 9 Fjallrekstur með Flóamönnum Það er engu líkara en sól- in hafi sofið yfir sig í dag, því að það er enn dregið fyrir. gluggann hennar, og skýin sveima hátignarlega yfir Flóan- um og eru að velta því fyrir sér, hvort vert sé að skvetta svolítið á Kristin í Halakoti og félaga hans, sem eru í óða önn að' setja féð upp á bílana. Eitt og eitt krókódílstár fellur til jarðar í samúðarskyni við lömbin og ærnar, sem jarma eins og rómur frekast leyfir. En mótmæli þeirra bera engan árangur, það er þegar orðið þéttskipað á pöllum bílanna. — Við megum ekki gera úr þeim kæfu. — Það er ekki verra að hafa eitthvað ofan á brauðið, þegar við komum inn á afréttinn. — Ekki er að spyrja að mat- græðginni. Þeir hlæja og stúlkurnar, sem taka lömbin í fangið og rétta þeim, horfa á þá með aug- un full af ævintýrum. Loks er allt féð komið á bílana, og þeir mjakast af stað með jaimandi farm sinn áleiðis að Skáldabúðum. irnar, sem hafa legið ósnortnar heilan vetur í þögn og draumi. Loftið er fyllt ótal jarmandi röddum, sem smjúga í hvert strá og drepa á hvern stein. Það kemur fljótlega í ljós, að Kristinn í Halakoti á fallegán grænan pela, sem fer vel í vasa og inniheldur hómópatalyf, sem göfgar sálina og gerir hana Ijúfa og bljúga sem lamb, enda kallar Kristinn hann afturbata- pelann sinn. Sagði Kristinn, að pelinn hefði legið inni í skáp /hjá sér ónotaður í sjö ár, áður en honum hugkvæmdist að nota hann í fjallrekstrarferð- um. Hefði hann líknað mörgum þjáðum rekstrarmanninum. Ég sannfærist brátt um á- hrifaimátt pelans og horfi göf- ugum augum yfir hjörðina, þar sem hún rennur fyrir framan okkur syngjandi saknaðarljóð mæðra og barna. Geir í Hall- anda kveður stökur við raust, ríður í svörtu gæruskinni og töfrar öðru hvoru úr barmi sér tærlitan pela og dreypir á, og söngur hans verður gpllinn eins og þrastarsöngur. Ég öf- unda hann, ekki af röddinni, Jón, Kristinn og Koiur, Páll í baksýn. — Þegar við komum þangað, er þar fyrir margt manna og kinda, og svo eru móttökurnar hjartanlegar af beggja hálfu, að vart verður greint á miili hver segir hvað. Við erum lagðir af stað með reksturinn frá Skáldabúðum, innsta bænum í Gnúpverja- hreppi, og erum sex saman, vel ríðandi og ánægðir með lífið og sólina, sem nú er vöknuð og búin að draga frá glugganum sínum. Framundan eru óbyggð- heldur stökunum, sem hann kann, því að mín kynslóð er stökulaus og kann ekki að kveða. Það er talsverður spöl- ur upp að afréttargirðingunni, og þegar þangað er komið, hvíl- um við féð og leggjumst sjálfir niður í grasið. Geir og Bjarni tala um kvenfólk, en Gunnar glottir og tyggur strá. Kristján hefur enn ekkert lagt til mál- anna, en hlustar þegjandi á umræðurnar, og Kristinn hefur dregið upp afturbatapelann og kíkir hugsi ofan í háls hans. — Er hann með hálsbólgu? Kristinn heyrir ekki og held- Fjárreksturinn. — Ljósm.: Gunnar Gunnarsson. Pelinn í umferð hjá Kristjáni, Jóni, Snorra og Páli. ur áfram að horfa ofan í pel- ann. — Þetta er þynnkuskjáta, seg ir Geir, og ég veit ekki hvort hann á við Kristin eða pel- ann, en af framhaldinu verður Ijóst, að hann er enn að tala um kvenfólk. Það er undarlegt með þetta kvenfólk, það fylgir karlmanninum langt inn í ó- byggðir, þó að það sé hvergi nálægt. Við Kristinn göngum fram á barminn á Kálfárgljúfri og hor'fum niður á Kálfá, þessa litlu sprænu, sem hefur grafið þetta stóra gil. Það sést ekkert til hins rekstrarins, svo að við getum verið rólegir stundar- korn og leyft fegurðinni að sigla inn í okkur. Nokkur lömb hafa fundið mæður sínar og jarm þeirra hljóðnar, en þau móðurlausu rása fram og aftur ein í heiminum. Þegar við kom um aftur til hinna rekstrar- mannanna, er Geir hættur að tala um kvenfólk og Kristján tekinn við. Gunnar er búinn að éta stráið, en glottið er enn á vörum hans. Bjarni liggur með Iokuð augun og hlustar, eða kannske er hann að dreyma. Það er stillilogn og hiti, og við rekum féð í gegnum afrétt- arhliðið; kaldir fingur Flóagol- unnar ná ekki hingað, og hvergi bærist strá nema af sín- um eigin andardrætti. Náttúr- an er eins og nývakin, og sak- laus hugsun og hundgáin, jarm- ið og köll okkar, renna inn í vitund hennar. Og áfram heldur hjörðin með menn og hesta og hunda á eftir sér. Umhverfið tekur sífellt myndbreytingum, opnar nýja sýn um íeið og það lokar ann- arri, og allt er auganu fi'am- andi og nýtt. Þúsund smáatvik eiga sér stað án þess að hugsun manns geti rúmað þau, og þau hverfa að baki jafn skyndilega og þau urðu til. Eg er farinn að öfunda Geir af gæruskinninu og öfund mín verður æ hatramari eftir því seim á líður, en Geir vagg- ast mjúklega á gærunni og gæð ir sér á brjóstvatninu, grunlaus um allar illar hugsanir í sinn garð. Við verðum stundum að fara af baki og klifra upp grjót- hlíðar á eftir rollum, og eitt skipti verðum við Kristinn að draga eina i’olluna upp hálfa fjallshlíð vegna kompásskekkju í hausnum á henni. En eftir að hún er komin í hóp kynsystra sinna á ný, rennur af henni ruglið. Forystukindin Mora, átta vetra jómfrú, sem Geir á, leið- ir hópinn og fylgir fyrirreiðar- manninum eins og skugginn, og Sokki Kristins fylgir' henni fast eftir. Þau eru bæði af þing- eysku forystukyni og hafa alla kosti Þingeyinga, en engan löst þeirra. Þegar Kristinn talar um Moru, kemur blíðusvipur í augu hans' og rödd hans verður silkimjúk. — Mora hefur mannsvit, seg- ir hann. * — Þettn er nú bara bænda- grobb, segi ég. Hann horfir vorkunnlátur á mig, og ég finn, að ég hlýt að vera ógurlega heimskur. — Hún hefur oft haft vit fyrir mér. — O, það er nú ekki svo mikið við að miða, skýtur Geir inn í og finnst lítið til um sam- anburðinn. Þegar við komum að Skil- hvert hljómrúm höfuðsins. Kristján fer að dæmi mínu, og við liggjum hlið við hlið eins og tveir útflattir stórþorskar, meðan hinir lembga. Smám saim an hljóðnar jarmið fyrir utan hausinn á mér, en það heldur áfram að hljóma inni í honum, því að þar heldur fjallrekstur- in.n áfram. Þegar bændurnir eru búnir að lembga, kemur í Ijós, að tvö lömb eru orðin að tveim móður leysingjum. það síðasta, sem við heyrum, þegar við leggjum af stað heimleiðis, er skerandi jarmur þeirra, sem gerir þögn óbyggðanna enn dýpri. Á heiimleiðinni er sprett úr spori með jöfnum hvíldum. Afturbatapeli Kristins er orð- inn góðfullur með eimhverjum Geir, Bjarni og Pált. landsá, sannar1 Mora ágæti sitt svo að ekki verður um villzt. Áin er dálítið straumhörð og ærnar ófúsar að leggja í hana. Geir ríður yfir ána og kallar: Kibba, kibb, og samstundis veð- ur Mora út í ána og yfir og all- ur fjárhópurinn fylgir. Þegar við erum komnir að svonefndum Kambi, nernum við staðar, og rekstrinum er lokið. Ég fleygi mér í grasið og læt þreytuna sökkva ofan í jörðina, loka augunum og reyni að losna við jarmið úr hausnum á már. Það er engu líkara en að það komi frá mínum eigin raddböndum, því að það fyllir undraverðum hætti, og peli Geirs virðist hafa botninn í hafinu eins og hornið í Útgörð- um forðum. Bjarni og Kristján töfra einnig fram glerdjásn og sóla sálina í birtu þeirra. Þegar við komum að Skálda- búðum, eru tólf tímar liðnir frá því að við lögðum af stað þaðan. Þar hitturn við fyrir vígalegan hóp reiðmanna, og er þar fremstur í flokki höfðingleg ur öldungur, líkt og klipptur út úr Biskupasögunum, með hvít- an hökutopp og ríður hvítum fáki. Mátti þar kenna allur lýð- ur Pál Árnason frá Litlu-Reykj- (Framhald á 13. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.