Tíminn - 06.07.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.07.1961, Blaðsíða 16
r 150. blao. Fimmtudaginn 6, júdí 1961. Glímt og dansað fyrir ferðafólk Snemma í gærmorgun kom hingað enska skemmtiferSa- skipið Caronia meS 540 far-| þega, alit Bandaríkjamenn. FerSaskrifstofan sá um aS skemmta ferSafólkinu hér, og var fariS meS þaS austur aS þingvöllum fyrir hádegiS. SíS-, an horfSi þaS á sýningu þjóS- dansa og glímu í Melaskólan-| um. I Farþogum var skipt í tvo hópa fyrir þcssi skemmtiatriði. Fyrri hópurinn kom í Melaskólann kl. 2 síðd. og slógust blaðamaður og Ijóscnyndari Tímans þar í förina. Flest virtist fólk þetta vera af eldri kynslóðinni, en þó sáust þar nokkurjbörn og einistaka ungur maður. Eins og kunnugt er, eru ferðir sem þessi ekki fyrir fátækl inga, enda voru margir í hópnuni bersýnilega vel efnaðir. Mátti þar sjá myndavélar, sem hér á landi j kosta tugi þúsunda, dýra skart-i gripi o.fl. Aðrir litu út fyrir aðl hafa sparað langa ævi til þess að í sjá sLg um í heicniiium og lifa < sem auðkýfingar einn máíiuð cða [ tvo. í lei'kfimissal skólans hafði ver i ið komið fyrir sætum fyrir gest- ina, og þar sýndi flokkur úr Glimu i félaginu Ármanni íslenzka glímu. Stjómandi hennar var Kjartan Guðjónsson. Gísli Guðmundsson, einn af leið sögumönnum gestanna, kynnti glímuna og gerði stutta grein fyr ir reglum hennar, sögu og vin- sældum á fs'landi. Virtust áhorfendur skemmta sér allvel, og hlógu þeir dátt að vörn þeirra, sem liðugastir voru. „Þeir detta dásamlega", sagði ein, konan. Að iokinni g'límunni fór fram, þjóðdansasýning í hinum glæsi-í' lega forsal skólans. Stjórnaði henni frú Sigríður Valgeirsdóttir og kynnti hún dansana og þjóðbún : ing stúlknanna. Dansar þessir voru I flestir gamlir og án undirleiks, I en við þá sungin gömul íslenzk | danskvæði. Þá dansaði hópur lítilla stúlkna j í þjóðbúninguim gömlu dansana,! mars, ræl, polka,, skottís o.fl. I Leikið var unðir á harmóniku og lá við að sumir gestanna færu að, dansa. Engin sæti voru í forsaln- um fyrir fólkið, og var það eini gallinn á þessari ágætu sýningu. Margir gestanna voru aldraðir og sumir nálega farlama, og þreytt- ust þeir að standá. Samt sem áð- ur vöktu dansarnir mikla hrifn- ingu og einnig íslenzki búningur- inn. Frá Melaskólanum hélt ferða- fólkið tii miðbæjarins, þar sem það hugðist skoða sig um og verzla til kvölds. INGÓLFUR ARNAR- SON HEIMSÓTTUR Túristar af skemmtiferíiaskipi ganga á Arnarhól og viríia fyrir sér Ingólf, nokkra heimspekinga og sláttumann og bregtSa sér síðan inn í minja- gripaverzlun Myndin er tekin í anddyri ' Melaskólans og sýnir litlar stúlk- ; ur í íslenzkum þjóðbúningum dansa gömlu dansana fyrir banda ríska skemmtiferðafólikð. (Liós- Norðan við Ingólf Arnarson sátu fjórir heimspeki.ngar og sá fimmti stóð uppréttur, það var Bjarnþór Þórðarson. Þeir tóku i nefið og horfðu á siáttumann að starfi í breklkunni. Roskinn Amer íkani rekur á uindan sér þrjár kon- ur, þau keifa upp tröppurnar og góna upp á Ingólf Arnarson, ein konan rekur tána í tröppubrún og þá æpa allir. Fólkið staðnæm- ist undir Ingólfi og myndavélar eru á lofti, konurnar einblína á víkinginn og karlmaðurinn í hópnum spyr: — Er þetta Leif Ericson? Heimspekingarnir á bekknum hræra sig efcki, þeir gjóa born- auga til fóUosiins og þegja sem fastast. Nema Bjarnþór, hann gengur tígulegum skrefum að ferðafólkinu, hneigir sig hofmann- lega og svarar að þetta sé hann Ingólfur Arnarson, fyrstur land- námssmanna á íslandi. Hann hafi aldrei gerzt svo frægur að koma til Ameriku. — Ó, það var hinn sem við sá- um, segir þá ein konan. — Já, þessi, sem var rétt hjá listasafninu, samsinnir hin. — Þetta er alveg dásamlegt land, segir þriðja konan. — Alveg yndisieg horg, sem þið ( eigið, tekur karlmaðurinn undir. Bjamþór hneigir sig í þakk- lætisskyni fyrir að eiga svona ynd islega borg. Svo gengur fólkið í halarófu niður tröppurnar til skips, það er ekki tírni til að fara og s'kojfJa Leif Erieson. En það er dokað við örskamma stu-nd til að horfa á manninn siá. — Hvað er maðurinn að gera? , spyr ei.n konan. Ameríkaninn ypptir öxlum. — Hann er að skera grasið, það | er augljóst mál, segir hann, hneyks'laður á vanþekkihgy kvenn anna. <— Af hverju gera þeir þetta ekki með vélum? — Kannski eru þeir að þessu fyrir ókkur túristana, segir hann. Svona hafa þeir gert í gamia daga. Svo eru teknar myndir af mann inum sem var að slá. Þegar fólkið er farið, lyftir hann orfinu og fer a8 brýna. f minjagripasölu/ Ferðaskrif- stofunnar er fult af ferðafólki. — Hvað selzt bezt, spyrjum við. — Gærur. — Rauðar og grænar? — Nei, svartar og hvítar. ' Ein konan er að handfjalla rauð litaða gæru. Hún er efagjöm á svip. (Framhald á 2. slðu) A efstu myndinni sést Bjarnþór vera a5 tala við túristana og segja þeim, að Ingólfur Arnarson hafi aldrel til Ameríku komið. Á myndinni hér til Hægri sést sláttumaðurinn, sem vakti mesta furðu túristanna. Loks á miðri iiðunni er mynd af túristum vera að velja sér minjagripi. ■— (Ljósm.: TÍMINN — IM).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.