Tíminn - 08.07.1961, Síða 11

Tíminn - 08.07.1961, Síða 11
TÍMINN, laugardaginn 8. júlí 1961. 11 „Pólski skólinn" í kvikmynda- list hefur gert nöfn leikstjóranna Wajda, Munks og Kawalerowicz fræg. Sarnt má segja, að hann sé nýr af nálinni. Fyrir heimsstyrj- öldina síðari var útilokað, að Pól- verjar gætu framleitt slíkar mynd- ir, sem þeir gera nú. Þá gerði fá- tæktin ókleifa sérhverja djarfa listræna tjáningu. Pólskar kvik- myndir tóku að vekja athygli á sér um allan heim, þegar sjálfir kvik- myndagerðarmennirnir tóku völd- in í listgreininni í sínar hendur, og þeir hættu að þurfa að taka til- lit til sölusjónarmiða, þurftu ekki framar að miða 'gerð myndanna við markaðsmöguleika. Á alþjóð- legum kvikmyndahátíðum hafa pólskar myndir verið teknar fr'am ' yfir dýrar myndir hinna stóru kvikmyndaframleiðenda, og sam- kepnin hefur leitt það í ljós, að sönn list myndast hvarvetna, þar sem listamaðurinn hefur eitthvað mikilvægt að segja heiminum, einnig í litlum löndum. Sá góði árangur, sem pólskar kvibmyndir hafa náð á alþjóðleg- um kvikmyndahátíðum, er þáttur í þróun menningar og mennta í Póllandi. Hann er einnig árangur af menningu pólskra áhorfenda,' sem hafa á síðustu árum stöðugt hert á kröfum sínum til kvik- mynda og gera til þeirra í engu lægri kröfur en til bókmennta og leiklistar. Ástæðurnar til þess, að smekk- ur’ áhorfenda er svo kröfuharður, eru margar. Fyrst ber að nefna, að erlendar myndir, sem teknar eru til sýningar, eru mjög vel vald ar, út frá listgildi þeirra, en ekki verzlunarsjónarmiði. Félög kvik- myndaunnenda hafa aukið tölu sína og einnig „kvikmyndahús góðxa mynda“, sem sýna aðeins allra beztu myndir, þeirra á meðal hin miklu, sígildu verk kvikmynda sögunnar. Kvikmyndagagnrýnin hefur og haft mikil áhrif í þessa átt, og gagnrýnendur hafa birt fjölmörg verk um kvikmyndalist og sögu kvikmyndanna, bæði frum samin og þýdd. Gagnrýnendur skipuleggja líka árlega í Varsjá „kvikmyndahátíð hátíðanna", og sýna þar úrval úr beztu myndum heimsins', og verðlaunin, sem þeir hafa veitt, hafa aukið áhuga fyrir Ur myndinni: „Jóhanna, móðir engianna lýsir þar svindlurum í Varsjá, sem missa af mikilli ást vegna óein- lægs hundingjaháttar. Myndin byggist að miklu leyti á Ieik tveggja ungra leikara og einkenn- ist af vel gerðum samtölum. „Hinn maðurinn“ eftir Nalecki er frekar lágkúrulegt melódrama, sem gerist meðal hinna sögulegu bygginga Krakówborgar. Efnið fær ekki þá meðferð, sem það verðskuldar: Tilfinningar og hugs- anir manns, sem sleppt er lausum úr fangelsi og óttast að fá ekki vinnu. „Glerfjallið“ eftir hinn byrjandi i leikstjóra Komorowski er miklu i ferskari mynd, nýrausæ tilraun að | endurnýja melódramað. Myndin sýnir á skilningsríkan hátt lifið í smábæ, lýsir einkennum ákveð- inna þjóðfélagshópa í sósíalísku þjóðfélagi. Leonard Buczkowski, hinn elzti meðal pólskra kvikmyndaleik- stjóra, hefur' hingað til aðallega fengizt við gamanmyndir. Hann kom því á óvart með mynd um vandamál dagsins í dag: „Liðni (Framhald á 13. síðu). JERZY PLAZEWSKI: Pólsk kvíkmyndalíst 1961 nýjum myndurn. Þess ber einnigi að minnast, að kvikmyndaháskól- inn í Lódz hefur útskrifað fjöl- marga skapandi listamenn á sviði kvikmyndanna. Með þetta í huga skulum við athuga nokkuð pólskar kvikmynd- ir síðustu 12 mánaða. Fjöldi þeirra; er að vísu ekki ýkja mikill, en fer vaxandi. Fyr’ir nokkrum árum framleiddu Pólverjar 18—20 myndir árlega, en núna er tala þeirra orðin 25. Allar eru þær mjög fjölbreyttar, bæði að efni og stíl. Það er kunnugt, að hinar fræg- ustu rneðal pólskra kvikmynda fjalla um heimsstyrjöldina síðari. Það er mjög vel skiljanlegt, þar Úr myndinni: ... .././/Æ......... . .... „Krossriddarar" sem Pólland er það land, sem harðast varð úti í þeim hildarleik. Styrjöldin varð þó pólskum kvik- myndalistarmönnum ekki tilefni til að gera einhverjar æsandi ævintýra- eða njósnamyndir. Þær hafa tjáð hugsanir og tilfinningar þjóðar, sem staðið hefur frammi fyrir miklum þjóðfélagslegum breytingum. Upp á síðkastið hefur þessum siðferðilegu og sögulegu efnum eki verið veitt eins mikil athygli og áður. Samt fjalla um þetta efm tvær mikilvægar myndir síðasta árs. „Fyrsta árið“ eftir Lesiewicz er mynd í nýraunsæum stíl, sem fjallar um fyrstu vikurnar eftir stríðslokin (eins og líka „Askan og demantarnir“ eftir Wajda), þeg ar framfarasinnuð öfl þjóðfélags- ins leituðust við að mynda með sér handalag. „Fyrsta árið“ er ekki harmleikur um skyldu og sannleik, eins og mynd Wajda, helur um vantraust og tortryggni. Endalokin eru blóðug, því að hvor- ugur aðilinn fæst til að tala hreinskilnislega við hinn. „Fólkið í lestinni" eftir hinn unga leikstjóra Kazimierz Kutz, fjallar um styrjaldartímann. Út frá atviki á lítilli járnþrautarstöð kynnumst við í sjónhendingu fólki og skoðunum, sem algengt var að hitta fyrir’ á hernámstím- unum. „Afturkoma" eftir Passendorfer fjallar um þarfan og óþarfan hetjuhug, í þeirri mynd er gerð tilraun til að draga saman niður- stöður af hinum fjölmörgu mynd- um um styrjöldina. Samt er mynd- in látin gerast í nútímanum og segir frá fyrrverandi hermanni, sem kemur mörgum árum eftir stríðið til Varsjár. Þau mannlegu ör’lög, sem myndin skýrir frá, sýna, að ekki er hægt að lifa á göf ugum endurminningum, en loka hið lifandi líf úti. Einn af leikstjórum eldri kyn- slóðarinnar, Antoni Bohdziewicz, hefur gert mynd um árin fyrir 1939, „Veruleikinn", byggða á raunverulegum atburði, er vinstri sinnað stúdentatímarit var bannað. Aðild að þessari stjórnmáladeilu eiga menn úr báðum flokkum, sannar persónur. Hörð átök fara fram í réttarsal, og við sjáum hin gömlu réttarform í nýju Ijósi. Andrzej Wajda tekur samtíma efni til meðferðar í mynd sinni „Galdramennirnir saklausu“. Hann Úr myndinni: „Jóhanna, móðir englanna"

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.