Tíminn - 01.08.1961, Side 5

Tíminn - 01.08.1961, Side 5
TÍMINN, þrigjudagian 1. ágúst 1961. 5 r Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.)5 Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson. Auglýsinga- stjóiri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Gaitskell og Gylfi v Hugh Gaitskell og Gylfi Þ. Gíslason eiga sitthvað sameiginlegt. Þeir eru báðir hagfræðingar. Þeir eru báðir yfirlýstir jafnaðarmenn. Gaitskell ræður mestu um efnahagsmálastefnu brezka Alþýðuflokksins. Gylfi ræður mestu um efnahagsmálastefnu íslenzka Alþýðuflokksins og hefur nú góða aðstöðu til að framfylgja henni, þar sem hann er efnahags- og viðskiptamálaráðherra. Ef allt væri með felldu, ættu þeir Gaitskell og Gylfi að vera sammála um stefnuna í efnahagsmálum. Nýlega hefur brezka íhaldsstjórnin gert sérstakar efnahagsmálaráðstafanir vegna vaxandi halla í viðskipt- um út á við. Þessar ráðstafanir ganga í sömu átt og „við- reisnin“ hér, aðeins nokkuð skemmra. Vextir hafa verið hækkaðir. Söluskattar hafa verið hækkaðir á sama tíma og tekjuskattur á hátekjumönnum hefur verið lækkaður. Þá eru lánsfjárhöft aukin. Gylfi segir, að slík stefna sé rétt hér á landi. Segir þá ekki Gaitskell hið sama í Bretlandi? Það er öðru nær. Gaitskell segir blátt áfram, að brezka stjórnin l^afi farið eins vitlaust og ranglátlega að og hugsazt gat. Gaitskell segir, að það sem Bretar þurfi nú að gera sé að auka framleiðsluna, einkum útflutningsframleiðsl- una. Ráðstafanir stjórnarinnar verki í alveg öfuga átt, einkum þó vaxtahækkunin. Hún stuðli að því að draga úr framleiðslunni í stað þess að auka hana. Gaitskell segir, að ráðstafanir brezku stjórnarinnar séu félagslega rangar, því að þær leggi aðalbyrðarnar á þá efnaminni en létti byrðarnar á þeim efnuðu. Hann segir, að Macmillan klæðist fötum frá tímum Játvarðs 7., sem fór með völd um aldamótin, eða m. ö. o. að brezka íhaldsstjórnin sé að reyna að hverfa aftur til hinna „góðu, gömlu daga“, þegar fáir voru ríkir en flestir fátækir. Gaitskell boðar harða baráttu flokks síns og verkalýðshreyfingarinnar gegn þessari afturhalds- og samdráttarstefnu brezku íhaldsstjórnarinnar. Þannig eru þeir Gaitskell og Gylfi eins ósammála um efnahagsmálastefnuna og hugsazt getur. Gylfi segir það hvítt, sem Gaitskell segir að sé svart. Hvað veldur þessu? Skýringin er einföld. Gaitskell lítur á málin frá sjón- armiði jafnaðarstefnunnar og umbótastefnunnar. Gylfi lítur orðið á málin frá sömu sjónarhæð og Selwyn Lloyd, Macmillan og Ólafur Thors. Fátt sýnir betur, hve fullkomlega Alþýðuflokkurinn hefur snúið baki við jafnaðarstefnunni og umbótastefn- unni, en hin ólíka afstaða Gaitskells og Gylfa til „við- reisnanna“ hér og í Bretlandi. Emil og kommúnistar Alþýðublaðið skrifar nú mikið um, hvílík ósvinna það sé að hafa einhver mök við kommúnista. Þrátt fyrir ,þessi skrif blaðsins, bólar ekki neitt á því, að Emil Jónsson ætli að rjúfa samstarfið við kommún- ista í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, eins og hann boðaði svo hátíðlega á Alþingi í vetur. Það skyldi aldrei vera, að það sé mest í nösunum á Alþýðuflokksmönnum, þegar þeir eru að fordæma kommúnista. A. m. k. verður ekki annað dregið af því, að Emil Jónsson virðist alls ekki geta slitið sig úr faðmlögunum við þá í Hafnarfirði. Hann ætlar bersýnjlega heldur að ganga á bak orða sinna, enda veldur það foringjum Alþýðuflokksins vafa- laust ekki lengur áhyggjum að gera slíkt. '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ r / / / / / i f / / / t / ERLENT YFIRLIT „Viðreisnin" hjá Macmillan Hún mætir hörðustu mótspyrnu Verkamannaflokksins og Frjálslyndra SÍÐASTLIÐINN fimratudag urðu meiri hróp og hávaði á fundi neðri málstofu brezka þingsins en orðið hafa þar um meira en 10 ára skeið. Einkum var gerður mikill aðsúgur að Macmillan. Málið, sem var til umræðu, var svokallað „við- reisnar“-frumvarp ríkisstjórn- arinnar. Þingmenn Verkamanna flokksins og Frjálslynda flokks ins létu andúð sína ekki aðeins í ljós með því að tala gegn frumvarpinu, heldur trufluðu svo mál Macmillans, er hann var að tala, að fá dæmi eru hlið stæð í sögu brezka þingsins. Þeir kröfðust þess, að stjórn hans segði af sér og léti fara fram kosningar. Macmillan hafnaði því, enda víst, að veg- ur hans hefur aldrei verið minni síðan hann tók við stjórn ar'forustunni. Jafnvel mörg hinna óháðu íhaldsblaða gagn- rýna „viðreisnina" harðlega. Fyrir 3—4 mánuðum síðan var almennt talið í Bretlandi, að íhaldsflokkurinn myndi halda völdum um ófyrirsjáanlegan tíma, m. a. vegna klofsningsins í Verkamannaflokknum. Nú telja blöðin yfirleitt, að erfitt sé að spá um úrslit næstu kosn inga. Þetta stafar sumpart af því, að nokkuð hefur dregið úr deilum í Ver'kamannaflokknum og Gaitskell hefur aftur náð tökum sem hinn „sterki maður“ flokksins og þykir hafa sýnt einbeitni óg stefnuféstu, er Bretar kunna að meta. Aðallega stafar þetta’ þó af þvi, að fram'- vinda efnahagsmálanna hefur mjög snúizt gegn ríkisstjórn- inni og staðfest það, sem jafn- aðarmenn hafa haldið fram. Efnahagsráðstafanir stjórnar- innar eru og taldar líklegar til þess að sameina jafnaðarmenn betur og beina huga þeirra meira að innanlandsmálunum, þar sem þeir eiga samstöðu. Deilur þeirra hafa fyrst og fremst snúizt um utanríkismál- in. í umræðunum í þinginu um „viðreisnina" stóðu þeir Gait- skell og Wilson, sem deildu um flokksforustuna í haust, hlið við hlið og mátti ekki á milli sjá, hvor sótti harðara gegn stjórninni. Þetta þykir góðs viti um samheldnina í flokknum. FJÁRLÖGIN voru til með- ferðar í brezka þinginu fyrir röskum þremur mánuðum síð- an. Þá taldi Selwyn Lloyd fjár- málaráðherra, að allt væri í bezta lagi. í samræmi við það MACMILLAN GRIMOND lækkaði hann skatta á hátekju- mönnum, er svaraði samanlagt um 83 millj. sterlingspunda á ári. Jafnaðarmenn héldu því fram þá, að þetta væri rangt og stjórnin sýndi óverjandi and varaleysi í efnahagsmálunum. Framleiðsluaukning hefði orð- ið minni í Bretlandi en yíðast annars staðar seinustu árin og útflutningurinn þyrfti að verða miklu meiri. Því bæri tað gera sérstakar ráðstafanir til að auka hánn. Stjórnin skellti skollaeyrum við þessu. Síðan hefur framvinda málanna geng ið á móti henni. Afstaðan út á við hefur farið síversnandi, m. a. vegna þess, að útlendingar, sem áttu inneignir í Bretlandi, hafa flutt þær þaðan. í byrjun júlí var svo komið, að flestir voru sammála um, að einhverj- ar ráðstafanir þyrfti að gera til að treysta afkomuna út á við. BÆÐI. jafnaðarmenn og frjálslyndir viðurkenndu þetta. Þeir lýstu sig reiðubúna til sam vinnu við stjórnina um þessi mál, sem ættu að vera hafin yfir flokkadeilur. Báðir töldu þeir', að hinar nýju ráðstafanir ættu að beinast að því að auka framleiðsluna, einkum útflutn- ingsframleiðsluna. Stjórnin hafnaði slíku samstarfi og lagði fram tillögur sínar, án samráðs við andstæðingana, og hefur nú fengið þær samþykktar í þing- inu. Aðalefni þeirra er hækkun forvaxta úr 5% í 7% (hér eru forvextir 9%), og er tilgangur- inn með henni að auka inneign ir útlendinga í Bretlandi. Þá eru allir söluskattar hækkaðir og er ætlunin með því að draga úr innflutningi og neyzlu innan lands í trausti þess, að fyrir- tækin beini sér þá meira að út- flutningsframleiðslunni. Þá er stefnt að auknum lánsfjárhöft- um. Stjórnin varar eindregið við kauphækkunum og gengur á undan með því að lýsa yfir því, að engir opinberir starfs- menn muni • fá kauphækkun. Bitnar þetta einkum á kennur- um, sem voru í þann veginn að fá verulega kauphækkun. AF HÁLFU stjórnarandstæð inga, jafnt jafnaðarmanna og frjálslyndra, hafa þessar ráð- stafanir verið harðlega for- dæmdar. Þeir benda á, að þess- ar ráðstafanir bitni þunglega á framieiðslunni og muni t. d. vaxtahækkunin valda samdrætti hjá útflutningsframleiðslunni. Þeir telja hækkun söluskatta ranga á sama tíma og tekju- skattur er lækkaður á hátekju- mönnum. Af hálfu jafnaðar- manna er sérstaklega tekið fram, að engin þjóðareining geti orðið um þessar aðgerðir, heldur muni þær leiða til auk- inna stéttarátaka. Stjórnin hvetji atvinnurekendur til að hafna kauphækkunum og sigi þeim þannig gegn verkalýðs- samtökunum. Verkalýðssamtök- in muni ekki beygja sig fyrir slíkum hótunum. Þau hafi ver- ið reiðubúin til samstarfs, en ekki hafi verið leitað eftir því, heldur skellt á óþörfum verð- hækkunum. Slíkt geti verkalýðs hreyfingin ekki sætt sig við. Gaitskell sagði, að Macmillan kæmi hér fram í fötum frá tím um Játvarðar 7., sem réði rdkj- um um seinustu aldamót, og gaf með því til kynna þá skoð- un sína, að stjórnin væri hér að hverfa til hins gamla tíma. Grimond, formaður frjálslynda flokksins, krafðist þess eindreg ið, að stjórnin segði af sér, þar sem hún hefði alveg brugðizt þeim loforðum, er hún hefði gefið í seinustu þingkosning- um. MARGT bendir til þess, að andstaðan ' gegn „viðreisn" brezku stjórnarinnar verði mjög hörð. Hún muni stuðla að því að sameina Verkamanna- flokkinn til aukinnar baráttu. Þá muni hún geta leitt til veru Iegra verkfalla, þar sem mörg verkalýðssamtök voru búin að krefjast kauphækkunar og geta nú síður fallið frá þeim. Brezka stjórnin hefur tví- mælalaust stigið óheppilegt spor með þessum aðgerðum sínum í stað þess að reyna að leita samkomulags við stjórnar andstöðuna. Hinn vestræni hehnur þarfnast nú annar's en að efnt sé til harðra stéttar- átaka í Iöndum hans vegna óbil- girni og yfirgangs hinna íhalds sömu afla. Þ. Þ. / '/ '/ / / / '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '* '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ / / '/ / / '/ / / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ / '/ / / / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ / 't '/ '/ / '/ '/ / '/ / / / / / / / / / '/ ) / ) 5 V / '/ / '/ / V" V- v.v.v.v. V. VV.V.V.VV.VV-V.VV-V.V>ViV

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.