Tíminn - 01.08.1961, Page 9

Tíminn - 01.08.1961, Page 9
 TjÍMINN, þriðjudaginn 1. ágúst 1961. 9 Á sunnudaginn, 23. júlí fóru fram kappreiðar og góð- hestasýning að Breiðumýri í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu. Hestamannafélagið Þjálfi stóð fyrir kappreiðunum. Veður var gott, en góður þerrir dró úr aðsókn. Nær 40 hross voru reynd og sýnd. Sigfús Jónsson á Einarsstöðum, formaSur Þjálfa ,setti mótið ó hestbaki, en síðan hófst góðhesta- keppni. Mótsstjóri var Þráinn Þórisson. Dómnefnd skipuðu: Steingrímur Níelsson, Æsustöðum í Eyjafirði, Árni Magnússon og Guðmundur Snorrason frá Akur- eyri.. Alhliða góðhestur Raudver frá Stafni, 17 vetra hestur, brúnskjóttur, hlaut fyrstu verðlaun, sem alhliða gæðingur. Eigandi hans er Hólmgeir Sigur- geirsson. KAPPfiEIDAR OG GOÐHESTA SVNING A BREIDUMYRI Sér yfir kappreiðasvæðið á Breiðumýri. Áhorfendur safnast í fagra brekku öðrum megin skelðvaliarlns. (Ljósm.: Erllngur Daviðsson). Fffill. Annar varð Glámur Forna Helgasonar á Gvendarstöðum, 7 vetra gamall, steingrár að lit. —- Þriðju verðlaun fékk Jarpur Sig- urgeirs Péturs.osnar á Gautlönd- ur, Jarpur er 14 vetra. Klárhestur með tölti Neisti Gísla Ólafssonar á Kraunastöð'um, rauður, 7 vetra, hlaut fyrs.tu verðlaun klárhesta með tölti. N^estur varg Hesjuvalla rauður Baldvins Sigurðssonar í Yztafelli og þriðji i röðinni varð Fluga á Helgastöðum, 17 vetra, eigandi Friðrik Jónsson. Góðhryssur Blesa Jóns Hólmgeirssonar Völl um, varð sigursælust af góðhryss- unum; önnur Jörp Ásvaldar Jóna- tanssonar í Múla og þriðja í röð- j inni varð Blesa Sæþórs Kristjáns- sonar í Austurhaga. Kappreiðar Á 300 metra sprettinum varð Fífill Jóns Kristjánssonar á Arnar vatni fljótastur. Tími hans var 23,4 sek. Sama náði Vængur Jóns Ólafssonar á Kraunastöðum og varð annar í röðinni og þriðji Fálki Einars Jónssonar á Einars- stöðum, 24,3 sek. Folahlaup I folahlaupinu varð hiutskarp- astur Ljúfur, 5 vetra, jarpskjóttur, eigandi Haraldur Stefánsson á Breiðumýri. Tími hans var 21,4 sek. Næs.tur Stjarni séra Sigurðar Guðmundssonar á Grenjaðarstað, 21,8 sek. og þriðji Hvatur Sæþórs Kristjánssonar 22,1 sek. Skeið Þrjú hross voru reynd á 250 m. skeiðspretti. Tvö runnu skeiðið á enda, en náðu ekki góðum árangri og það þriðja hljóp upp áður en marki var náð. Hlaupabrautirnar voru á rækt- uðu landi, of mjúkur jarðvegur, og tæplega nægilega sléttar. Að kappreiðum loknum var sam koma að Breiðumýri. Þar var sýnd kvikmynd frá landsmóti hesta- manna á Þveráreyrum. Karl Krist Ljúfur Haraldar Stefánssonar. Gísli Ólafsson á Neista. jánsson alþingismaður flutti ræðu, Mörg verðlaun voru veitt. Mótið og kveðin voru upp dómsorð um ; fór í flestu vel fram og myndar- beztu og fljótustu hestana. | lega. E.D.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.