Tíminn - 01.08.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.08.1961, Blaðsíða 13
13 ífM-ÞN-N, þriðjudaginn 1. ágúst 1961. Indíánar frá Navajo þjóðflokknum í skrúðgöngunni í Flagsfaff. A INDÍÁNAHÁTÍÐ (Framhaid af 4. síðu) sinni græddi á vindmyllum, en þar sem þær eru úr sögunni að mestu, hefur hann ekki selt eina einustu í 15 ár. Eftir sem áður bar fyrirtækið vindmyllunafnið, en seldi nú ýmsar rafmagnsvörur og gekk ágætlega. Skömmu áður en við komum, hafði gamli maður- inn flutt úr húsi sínu og út í bíl- skúrinn, sem hann hafði innrétt- -að fyrir sig og konu sína, svo að dóttir hans gæti flutt inn með sín börn. Þarna höfðu þau smáboð inni fyrir okkur og ýmsa bæjarbúa og var vel til vandað. Eg fann það fljótlega, að gömlu hjónunum þótti mjög vænt um komu okkar. Þeim fannst það vera heiður að hafa útlendinga í húsinu. Gamli maðurinn skildi samt ekki, af hverju við bjuggum hjá honum, honum fannst hann ekki vera verður þess, „bara einfaldur al- þýðumaður". Við útskýrðum fyrir honum, að það væri einmitt það, sem við værum að leita að. Okk- ur langaði til að kynnast þjóðinni eir.s og hún er í lífi og starfi, e'.’ú ei ' op við sjáum hana á kvikmyndatjaldinu eða í mynd amerírka túristans. Er við kvöddum þessi hjón morgun og gáfum þeim þjóð fána ohkar, táraðist gamla konan, <■- hann varð klökkur. Tengdason- ur mannsins kom til okkar og sagði, að þetta hefði verið stór stund í lífi gamla mannsins og hann myndi ekki gleyma okkur strax. Er við renndum úr hlaði, laumaði sá gamli að okkur þýzku víni, er hann hafði haft í fórum sínum í mörg ár. Glæpalýður, lögregla og varðhundar Um miðnætti komum við til höfuðborgarinnar í Nýju Mexíkó, sem heitir Santa- Fe. Er hingað var komið ákváðum við að gista, en þar sem Santa Fe var ekki á prógramminu, höfðum við engan gististað og það var of kalt til að sofa undir berum himni. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðum við að leita á náðir lögreglunnar og biðja um gistingu í fangelsinu. Eftir nokkuð þóf fundum við svo lögreglustöðina og var Harry sendur inn, enda vanur að finna ráð, er í vanda er komið. Eftir skamma stund kom hann svo út og bar okkur þau tíðindi, að lögreglan væri reiðubúin að hýsa okkur sex, en því miður væri allt fullt. Svo yrðu þeir að skrifa okkur upp fyrir flakk. En þar sem allir lögreglumenn eru beztu menn, þrátt fyrir allt, þá útveguðu þeir okkur gististað i félagsheimili samtaka, er nefnast „Boys Club of America“, og eru til að hjálpa afvegaleiddum ung- lingum. Var okkur fenginn lög- regluþjónn til að sýna okkur leið- ina og gæta okkar, enda þurfti þess með. Félagsheimilið var í fátækra- hverfi því, sem Mexíkanar búa í og er ekki óhætt fyrir ókunnuga að vera á ferli eftir miðnætti. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir, vorum við læst inni og lof- aði lögreglan að gæta hússins um nóttina, og var varðhundur einn mikill fenginn til að gæta bílsins úti í porti. Sögðu þeir, að ef við hefðum ekki hundinn, mættum við búast við að bílnum yrði stolið eða hann stórskemmdur. Slík var grimmd hundsins, að hann snerist gegn öllum nema húsbónda sínum, svo að við kom- umst ekki út úr húsinu fyrr en næsta morgun. Þarna sváfum við svo á leikfimisdýnum í stórum leikfimissal. Ekkert sérstakt bar til tíðinda, nema skömmu áður en við fórum að sofa, skoðuðum við útisundlaugina og vorum hrakin aftur inn í húsið með grjótkasti utan úr myrkrinu. Lögregluþjónn sá, er átti að líta eftir okkur um ‘nóttina, sagði þetta hafa verið nokkra stráka, er héldu, að ein- hverjir væru að brjótast inn i húsið. Indíánar og Indíánamunir Næsti dagur var sunnudagurinn 2. júlí og vorum við snemma á ferli til að hafa tima til að skoða Santa Fe, sem er mjög athyglis- verð og skemmtileg borg. Öll hús eru byggð í mexíkönskum bygg- ir.garstíl og er borgin varðveitt með lögum til að haWa þessum einkennum. Þar af leiðandi eru öll hús byggð í þessum stíl nú og sáum við mörg slík í smíðum. íbúar hafa mestar tekjur af ferða- mönnum, og svo er þinghús og skrifstofur fylkisins þarna. Megnið af fóikinu eru Indíánar og Mexí- kanar. I miðbænum =átu Indíánarnir meðfram öllum húsveggjum í skugga og höfðu varning sinn breiddan fyrir framan sig Flest. sem þeir seldu, voru handuhnir l’.stmunir úr leir. silfri og stein- um Við verzluðum við þá. og keypti ég þar allmerkari regnguð úr leir og handmálaðari '-'arla var ég fyrr búinn að borge gripmn. en regnið streymdi úr lofti eins og hellt væri úr fötu Rigndi svo næstu tvo dagana, eða þangað til að ég tróð regnguðinum í eitt hornið á ferðatöskunni. Vildu fé- lagar mínir, að ég henti gripnum, sögðu, að það mundi rigna alla leið, ef ég gerði ekki svo. Sagði ég þeim, að ég hefði hent guðin- um og vita þeir ekki enn í dag, að hann er með í förinni. Skoðuðum við síðan nokkurs konar byggðasafn, sem sýndi menningarstig Indíánanna, sem búið höfðu í Nýju-Mexíkó í aldir. Var safn þetta mjög merkt og rifj- aði upp fyrir mér allar Indíána- sögurnar, sem ég las í æsku. Santa Fe er með skemmtilegri borgum, sem ég hef séð að svo komnu hér í Bandaríkjunum og má þar þakka að keppzt hefur verið við að láta hana halda öllum gömlum ein- kennum. í kjarnorkuborg Bandaríkjanna Við kvöddum Santa Fe um eftir miðdaginn og héldum til Los Ala- mos, sem er kjarnorkuborg Banda ríkjanna, borg sú, er fyrsta kjarn- orkusprengjan- var framleidd í, sú, er varpað var á Híroshíma í síð- asta stríði. í Los Alamos bjuggum við hjá ungum vísindamanni og konu hans. Hann hefur starfað við stofnunina í Los Alamos, Scientific Laboratory, í tvö til þrjú ár. Stofnunin er rekin á veg- um Kaliforníuháskólans fyrir U.S. Atomic Energy Commission. Um kvöldið var enn eitt boðið fyrir okkur, en þetta var nokkuð sérstakt, þar sem allir gestirnir voiu vísindamenn, er störfuðu við stofnunina. Mestur hluti kvöldsins fór í að ræða kjarnorkumál og kjarnorkusprengjur. Tjáði einn vísindamaðurinn mér, að Banda- ríkjamenn geti nú gjöreytt öllu lífi á þessari jörð 15 sinnum. Sá hinn sami hafði starfað þarna síð- an atómsprengjan fræga var fram- Ieidd, en var nú kominn yfir í deild þá, er hefur með friðsam- lega notkun kjarnorkunnar að géra. Hann sagði, að vísindastofn- unin væri að færast meira og meira yfir í rannsóknir í þágu friðarins og framtið mannsins hér á jörðinni Helmingur stofnunar- '■ ... he.ur með kjarnorkuvopn að gera. en hinn helmingurinn v.'inur að kj norkutilraunum í þágu raai .Avnsir.s. '•ví ir mé n sn' l"tt'.' kv'i;:l ótlenzkur námsmaður væri gest- ur í kjarnorkuborg Ráðstjórnar- ’ rirna -q gæti talað vi. ví nda r 'im ve h»írra. Mánudagsmorgttninn fór í að skoða Los Alamos og keyra á milli rannsóknarstofnana. Ekki fengum við þó leyfi til að sjá rannsóknarstofurnar, þar sem við höfðum sótt um leyfið með aðeins 10 daga fyrirvara. Það þarf 30 daga fyrirvara og þarf að fara í gegnum Washington og FBI, að mér skildist. Var mjög athyglis- vert að aka þarna um, þrátt fyrir það, að geta ekki skoðað rann- sóknarstofurnar. Los Alamos stend ur á fallegum stað í Nýju-Mexíkó, átta þúsund fet yfir sjávarmál. Borgin hefur verið öllum opin í nokkur ár og girðingin tekin nið- ur, sem í eitt sinn skildi þessa sérstæðu borg frá umheiminum. Nú er aðeins sterkur vörður um helztu byögingar og staði, sem al- menningur má ekki koma á. íbú- ar eru um 10 þúsund og allir starfsmenn ríkisins, fyrir utan konur og börn. Öll hús eru í eigu rík.sins, svo og verílunarhiri, en öll verzlun er rekin af fyrirtækj- um. Þá hefur fólkið þarna kvik- myndahús, sundlaug, samkomu- hús, veitingastað o. m. fl. Menn hafa*l»ð, sem þeir þurfa með, og geta’ farið frjálsiir ferða sinna, hvert, sem er. Öllu er svo hagan- lega fyrir komið, að enginn sagð'i sér leiddist að ráði.. Þarna eru og skólar fyrir börnin og ýmsir kirkjusöfnuðir. Klukkan ellefu var okkur ekið á heilsuverndarstöð kjarnorku- stofnunarinnar og tilefnið var nokkuð merkilggt, að mér fannst. Þarna vorum við beðnir að gerast sjálfboðaliðar og láta renna okkur inn í maskínu eina, sem telur geislavirkni líkamans. Okkur brá vig er við vorum beðnir um þetta og vissum ekki, hvað við áttuim að segja, en þar sem ungir menn eiga að vera hetjur, þá þorðum við ekki annað en segja já. _ Maskína þessi er óskaplega fyrir ferðamikil, er höíð í kjallaranum og er vel varin. Voru okkur feng in sérstök föt, sem einna helzt líkjas.t þeim, er læknar eru í við uppskurði, og skó úr pappa. Er við vorum komnir í, litum við út eins og englar, sem sendir eru niður á jörðina til þess að líta eftir syndurum. Vísindamaður sá, er, framkvæmdi athöfnina, út- skýrði þetta fyrir okkur mjög ná- kvæmlega og lofaði að gleyma okk ur ekki inni. Fyrstur inn var Roy og rann hægt og rólega inn í mælitækið, sem helzt líkist sívalning með opi á öðrum endanum, en þangað renn ur sleðinn á spori. Þarna var Roy í tæpar fimm mínútur og alla vega litir lampar og mælar blikkUðu á veggjunum. Áður gn Roy var rennt inn, fékk hann lítinn hnapp ef svo illa skyldi fara, að hann gleymdist inni eða hann hefði inni Inkunarkennd. Þá var mér rennt inn, með þenn an hnapp i hægri hendi, en hjart að í þeirri vinstri. Er ég var á leiðinni inn, fannst mér, að verið væri að grafa mig lifandi. Inni var lítið ljós í öðrurn endanum o<? ekkert rúm til þess að hreyfa sig. Loftið var þungt og mollulegt. Hélt ég, að ég myndi annað hvort deyja af hræðslu þarna inni eða ýta á hnappinn, en er inn var kom ið fannst mér þetta allt furðulegt og gat ekki annað en hlegið að þessu ÖIlu. Þarna var ég í fimm mínútur og er ég var á útleið. sagði vísindamaðurinn að ée væri fyrsta fórnardýrið frá íslandi Ei.nnig kom í Ijós. að ég hafði hæstu geis'latalninguna á sek- úndu og mér til mikilla1' ánægju. sagði apparatið. að ég væri við mjög "óða heilsu Síðan var hveri um af öðrum rennt inn og út aft- ur. Eyes-sus frá Eþíópíu var og sá fyrsti frá sínu heimalandi Ástæð an fyrir því, a?i við vorum beðni" að gerast sjáJfboðaliðar er sú að beir revna að fá nákvæma hus mynd um geislamagn í mönnum 'im allan heim M»iðurslfiagur o« InHíánar Enn einu sinni breyttum við prógrammi okkar og í þetta sinn tókum við á okkur krók og héld- um til Flagstaff í Arizona. en þar fréttum við af mestu Indíána-há- tíðahöldum sem haldin eru í þess.u landi. Eru þau kölluð „AU Indian Pow Wow“ og eru haldin árlega í Flagstaff. Og enn einu sinni höfð' um við ekki stað til þess að dvelj ast í, svo að við snérum okkur til héraðslögreglunnar, sem var stað- sett þarna. Hittum við sjálfan „sheriffinn11 og tók hann okkur vel og lofaði að hýsa okkur í stein inum í tvær nætur. Ekki nóg með það, heldur gerð’i hann okkur að „Honorary Deputy Sheriffs11, eða heiðurslögreglum og lét okkur fá- passa. Svo að við erum nú „sher- iffs“ í öðru stærsta hérað'i Banda ríkjanna. Eins og nærri má geta, erum við mjög upp með okkur af nafnbótinni. Sváf.um við öll mjög vel í „stein- inum“ og næsta morgun bíttum við einn af höfðingjum *idíán- anna, Preston Keevama, mjög vel menntaðan mann og sérlega greið- vikinn. Sá hann síðan um okkur- þarna um daginn, sem var síðasti dagurinn af þremur. Fyrst um morguninn höfðu þeir skrúðgöngu eina mikla og voru þátttakendur frá 14 þjóðflokkum úr öllum horn um Ameríku. Var mjög gaman að sjá hina skrautlegu búninga þeirra og furðulegar siðvenjur. Þarna voru og fjórar lúð'rasveit.ir Indí- ána og voru allir meðlimir í full- um skrúða. Þá mátti sjá bráðfal- legar Indíána-stúlkur, með skart- gripi upp á 10 þúsund dollara hver og Indíána í búningum, er gengið höfðu frá_rnanni til manns nokkr- ar aldir. Öð’ru hvoru nam gangan staðar og stigu Indíánarnir villtan dans á götunni og ráku upp sín frægu öskur. Öskur, sem geta fengið kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds. Var gang an rúman klukkutíma að fara hjá. Allt í kring um mann suðuðu kvik myndavélar ferðamanna og sagði Keevama okkur, að Indiánum lík- aði þetta ekki, þar sem þeir segja að hverja mynd, sem tekin er af þeim, geti sá, er tekur myndina, notað til þess að hafa vald yfir Indíánanum. Hundruð Indíána og hundruð ferðamanna Eftir hádegi höfðu þeir svo „Rodeo“, en það er mjög vinsæl íþrótt hér í villta vestrinu. Þátt- takendur skiptu tugum og voru allir Indíánarnir klæddir sem kú- rekar. Þeyttust þeir þarna á snar- villtum hestum, sem aldrei höfðu verið beizlaðir fyrr og á nautgrip um, sem varla höfðu áður séð menn. Var þetta mjög skemmtileg keppni og sk’il ég~efóki‘*énn, að þessi villtu dýr skuli ekki hafa gengið að Indíánunum dauðum Um kvöldið komu svo Indíánam ir saman á leikvangi Flagstaff, og skiptu þeir hundruðum, ef ekki þúsundum. Þar sem þetta var síð- asta kvöldið. átti að dansa mikla Indíánadansa og syngja gamla.slag ara. Um níu-Ieytið streymdu. svo þátttakendur á völlinn og voru hér aftur fulltrúar frá sömu 14 ættflokkunum. Klæðnaður var enn skrautlegri en um daginn og tölu- vert fleiri þátttakendur. Sýndu þeir allar tegundir af dönsum, svo sem stríðsdansa, regndansa, gift- ingardansa, trúarlega dansa og m fl þess háttar Á eftir fengum við tækifæri til að tala við höfð- ingja flestra flokkanna og spjöll- uðum við þá góða stund. Er við komum aftur til baka til lögreglustöðvarinnar til að eyða enn einni nótt í „steininum". vor um við öll sammála um, að þessi dagur væri einhver sá merkasti í all.ri ferðinni Er Keevama skiWi við okkur. sagði hann: „ Þó að b’ð ferðuðust á milli Indiánasvæð anna í heilt ár, myndu þið aldrei sjá eins mikið og hér í dag“. i V. .Jón H. Magnússon. i San Franciseo 15. júlí 1961.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.