Tíminn - 01.08.1961, Page 16
Þriðjudaginn 1. ágúst 1961.
172. blað.
Ólafsvakan, þjóShátíðardag-
ur Færeyinga, var á laugar-
daginn var, og fregnir herma,
aS þá hafi veriS mikiS um
dýrSir í Þórshöfn, eins og
alla jafna þennan dag. Bær-
inn var í hátíSarskrúSa: Fán-
arnir blöktu hátignarlega
uppi á lögþingsvellinum og
skansinum yfir fornum tóftum
virkisins og rySguðum fall-
bvssum með skjaldarmerkjum
lcngu látinna Danakonunga,
trén stóðu höfug uppi á
„plantasjunni", sem íslend-
ingar þekkja orðið af einu
danslaginu, er tíðum heyrist
í útvarpinu, og þingmennirnir
gengu virðulegir og ábyrgðar-
fullir til þinghússins. Mikill
fjöldi fólks var í færeyskum
búningi, svo sem venja er, og
sungið var kátt í færeyska
hringdansinum um Grana,
miskunnarleysi, varð sigursæl,
þótt sjálfur félli hann, og hún
tók konunginn upp á arma sína,
skóf af honum blettina, og um-
vafði hann helgiblæju.
Vafalaust liafa margir Færeying
ar vikið bænum sínum til Ólafs
helga, þótt þeir væru þvingað'ir
til þess að aðhyllast lúterskuna,
eftir as hún hafð'i náð tökum í
Danmörku, og ekki tókst hinum
nýja sið ag, hamla gegn því, að
Ólafsvaka yrði áfram mikill há-
tíðisdagur í Færeyjum. Hún varð
dagur mikiilar gleð'isamkomu, og
hefur þó ef til vill verig orð'in
það fyrir siðaskiptin. Og þegar
Færeyingar völdu sér þjóðhátíðar
dag, var ekki nema sjálfsagt, að
Ólafsvaka yrð'i fyrir valinu, enda
forn venja að' setja lögþingig þann
dag í Þórshöfn.
Þennan dag flykkist fjöldi fólks
víðs vegar að úr eyjunum til Þórs
hafnar, og úr sumum byggðum
fara jafnvel allir/sem eiga heiman
gcngt. Það er mælt, að fátt sé
sterkara sameiningarafl fyrir
eyjarskeggja en Ólafsvakan í Þórs
hringdansinum, sem færeyska þjóð
in hefur varðveitt á afskekktum
eyjum sínum öld fram af öld, þótt
byltingar og breyttir sið'ir á liðn-
um tímum létu þá í'þrótt og dægra
styttingu falla í fyrnsku í ná-
grannalöndunum.
— ÞJÖÐ-
HÁTIÐ FÆREYINGA
ÓLAFSVAKAN
* /
Á efri myndinni er færeysk fjölskylda, Jón Sívertsen, kona hans og börn,
i——wtwa.i«fagLirj. m gtjiirwiff; n'nwm ir i
Hér til hliSar sést fuglabjarg í Faereyjum Færeyingar eru bjarg.
menn miklir sem kunnugt er, og enn er fengur sóttur í færeysk
björg. Litia myndin hér fyrir neðan er frá Kirkjubæ, þar sem forð-
um var biskupssetur Færeyinga. Enn eru varðveittar miklar minjar
frá þeim tíma. Þarna bjó þjóðhetja Færeyinga, Jóhannes Patursson,
ásamt konu sinni, Guðnýju frá Karlsskála við Reyðarfjörð.
sem bar „gullið av heygi".
Dansgólfiö dunaði undan fóta
taki ungra og gamalla, þegar
lífsins krókapör liðuðust
áfram hring eftir hring.
Þjóðhátíðardagur Færeyinga á
sér djúpar rætur. 29. júlí 1030
féll Ólafur koíiungur Haraldsson
á Stiklastöðum, og hann var
snemma í kaþólskum sig þjóðar-
dýrðlingur Færeyinga. Dánardag-
ur hans, Ólafsvikan, varð mikil
trúarhátíð, sem fyrst í stað hefur
einkennzt af tilbeiðslu og harmi
yfir falli hins heilaga konungs,
sem að vísu ekki var sérlega grand
var í athöfnum sínum. En sú trú,
sem hann boðaði með grimmd og
höfn, ef undan er skilin tungan
sjálf, þjóðernig og hin sameigin-
lega lífsbarátta allra Færeyinga.
Á Ólafsyökunni í Þórshöfn hitt
ast frændur og vinir, sem annars
sjást sjaldan. Þar eru rifjuð upp
gömul kynni, og þar teng'ist ný
vinátta. Ófá munu þau færeysk
hjónabönd, sem eiga fyrstu rætur
sínar að rekja til hugljúfrar stund
ar í húmi júlínæturinnar frammi
á klöppunum á Þinganesi og uppi
á hamrinum ofan við höfnina eða
kynningar í danssölum samkomu-
húsanna á Ólafsvöku.
Flesta Færeyinga, sem dveljast
langdvölum erlendis, mun einnig
fýsa að koma heim á Ólafsvöku
og endurlifa hug'blæ hinnar fær-
eysku þjóðhátíðar og taka þátt í
Eitthvað líkir færeyska dansin-
um hafa vikivakarnir á Jörfa í
Haukadal verið, áður en Jón sýslu
maður Magnússon, hinn hrasgjarni
bróðir Árna Magnússonar, tók þá
af, og orðtakið, að glatt sé á
hjalla, á vafalaust rætur sínar að
rekja til gleðimóta, þar sem ís-
lendingar skemmtu sér í viðlíka
hátt og Færeyingar gera enn í
dag.
Munurinn er sá, að Færeyingar
hafa megnað að varðveita dans
sinn og iðka fram á þennan dag,
svo að hann nú eitt af þjóðarein-
kennum þeirra og þjóðlegra erfða,
en íslendingar glötuðu sínum
dansi og létu kúgast af strang-
trúarviðhorfum, er fordæmdu
gleði og kátinu, til þess að af-
í þjóðbúningum. Þessi mynd var tekin í Reykjavík. Neðri myndin er af
grindarekstri.
rækju vikivakanna. Þeir voru eign
aðir djöflinum og taldir honum til
skemmtunar, og stórsóttir og
hallæri lögðust líka á eitt til þess,
að svo færi sem fór.
Þótt nú sé tími runninn upp
í Færeyjum með greiðum sam-
göngum, margs konar tækni og
nýjum siðúm og venjum, heldur
færeyski dansinn velli. Hann er
að sjálfsögðu ekki einráðum, því
að jafnframt er dansaður venju-
legur dans á þjóðhátíðinni sem
öðrum gleðimótum. Og vonandi
mun hann varð'veitast enn um
langa hríð. Það væri tjón, bæði
Færeyingum sjálfum og öðrum,
sem kynni hafa af Færeyjum, ef
hann dæi út.
En nú er þjóðhátið'ardansinn
hljóð'naður og hver kominn til síns
heima með ferskar endurminning-
ar um síðustu Ólafsvöku í Þórs-
höfn. Hér á íslandi var Færeying
um sýnd vinsemd á þjóðhátíðar-
daginn með sérstakri útvarpssend
ingu, sem Gils Guðmundsson
samdi .Færi vel á því, ef við sýnd
um þessari næstu grannþjóð okk
ar, sem okkur er svo skyld og
harla lík um marga hluti, vaxandi
athygli og sóma.
r