Tíminn - 02.08.1961, Blaðsíða 5
TIMIN N, mígyikudaginn 2. ágúst 1961.
5
ERLENT YFIRLIT
L
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Hve traust er Austur-Þýzkaland?
Nokkrar hugleiíingar eftir fárra daga dvöl þar eystra
Hundruðum milljóna
bjargað
Nú um mánaðamótin nam síldaraflinn orðið talsvert
meira en milljón mál og tunnur. Verðmæti hans skiptir
mörgum hundruðum millj. kr.
Það er meira en vafasamt, að nokkuð af þessum afla
hefði komið á land, ef samvinnuhreyfingin hefði ekki
samið við verkalýðsfélögin og leyst þannig mestu kaup-
deilu, sem hér hefur orðið.
Menn skulu rifja upp, hvernig ástatt var, þegar þessir
samningar voru gerðir.
Ríkisstjórnin hafði komið verkfallsöldunni af stað,
fyrst með því að skerða kaupmátt launa um 12—15%,
og síðan með því að neita um allar kjarabætur aðrar
en kauphækkun. Verkalýðshreyfingin var því neydd til
þess að hefja verkfallsbaráttu. Ríkisstjórnin hugðist að
leysa deiluna með því að láta sáttasemjara bera fram
tillögu um 6% kauphækkun strax og 4% á næsta ári.
Þessu var hafnað af verkalýðsfélögunum. Ríkisstjórnin
stóð þá uppi eins og þvara, algerlega ráðalaus. í her-
búðum hennar var helzt talað um að reyna að neyða
launafólk til undanhalds með löngu verkfalli. Það var
mikið talað um tveggja mánaða verkfall eða fram til
júlíloka.
Þannig stóðu málin, er samvinnuhreyfingin hjó á
hnútinn, og samdi við verkalýðsfélögin.
Allar líkur benda til þess, að hefði samvinnu-
hreyfingin ekki gert þetta, hefði orðið mjög langt
verkfall — jafnvel tveggja mánaða verkfall, eins og
stjórnarliðið talaði um.
Átökin milli atvinnurekenda og Dagsbrúnar um
styrktarsjóðinn, eru glögg vísbending um, að verkfallið
hefði getað orðið hart og langvinnt, ef samvinnuhreyf-
ingin hefði ekki höggvið á hnútinn. Það var auðsjáan-
lega ætlun stjórnarliðsins að tefla óvægið og verkalýðs-
hreyfingin hefði þá svarað í sömu mynt. Tveggja mán-
aða verkfall hefði alls ekki verið ólíklegt.
Og endalokin hefðu samt orðið þau, að ekki hefðu
náðst hagstæðari samningar fyrir atvinnuvegina en þeir,
sem samvinnuhreyfingin gerði.
Hinn mikli síldarafli, sem hefur borizt á land und-
anfarnar vikur, er talandi vitni þess, hve miklu sam-
vinnuhreyfingin hefur bjargað með þvi að afstýra
verkfalli, sem vel hefði getað orðið tveggja mánaða
langt.
10 i stað 100
Gunnar Thoroddsen flutti loks skýrslu í útvarpið í
fvrrakvöld um afkomu ríkissjóðs 1960. Ef fylgt hefði
verið venju, hefði þessi skýrsla átt að vera birt áður en
þingi lauk í vetur.
Athyglisverðast við þessa skýrslu var það, að greiðslu
afgangur ríkissjóðs varð aðeins 10 millj., þrátt fyrir hina
gífurlegu skattahækkun á síðastl. án.
Stjórnin hafði vonazt til, að greiðsluafgangurinn yrði
alltaf yfir 100 millj., og hægt yrði að nota hann síðar
á kjörtímabilinu. Til þess að leyna þessari fyrirætlun
var tekjuáætlunin höfð mjög varleg, en mörg útgjöld,
t. d. niðurgreiðslur, áætluð alltof há. Fyrirætlun þessi
hefur hins vegar misheppnazt svo að afgangurinn varð
aðeins 10 millj. í stað 100 millj. Ástæður eru þær, að
tekjurnar drógust saman vegna samdráttarins, og eyðsl-
an varð meiri hjá Gunnari en búizt hafði verið við.
I ( HINN heimsfrægi ameríski
_j ( blaðamaður, John Gunther, hef
f ur nýlega látið fara frá sér nýja
( bók, serni hann nefnir „Inside
( Europe Today“. Gunther varð
( fyrst frægur fyrir 25 árum síð-
/ an, er hann gaf út bókina „In-
/ side Eui'ope", en siðan hefur
/ hann gefið út allmargar slíkar
'/ bækur um aðrar heimsálfur,
/ auk sérstakra bóka um Banda-
/ ríkin og Sovétríkin. f bókum
/ Gunthers, sem eru fjörlega rit-
/ aðar, er jafnan að finna mikinn
/ fróðieik og yfirleitt tekst hon-
/ um fur’ðuvel að bregða upp rétt
'/ um myndum af viðkomandi
'/ þjóðum eða mönnum, sem hann
/ ritar um.
/ í hinni seinustu bók sinni,
/ Inside Europe Today, segir
f Gunther m. a. frá Austur-Þýzka
/ landi og er megin niðurstaða
/ hans á þessa leið:
/ — Austur-Þýzkaland er að
/ mörgu leyti þýðingarmesta
•/ fylgiríki Sovétríkjanna. Austur-
^ Berlín getur virzt fátækleg á
\ yfir'borðinu, en Austur-Þýzka-
\ land dafnar og befur trausta og
\ vaxandi framleiðslu. Það væru
\ slæm mistök að vanmeta Aust-
• ur-Þýzkaland eða að gera lítið
• úr endurreisn þess og framlagi
• til hins kommúnistiska heims-
• hluta. Lífskjörin hafa batnað
verulega, einkum síðan fram-
\ leiðsla neyzluvara var aukinn
;,vPftiíJrí!r?I,sjfyí'a áætlunin kom
( Stjórnmálalega hefur Austur
( Þýzkaland verið talið fyrir-
( myndar leppríki. Þetta þýðir
/ engan veginn, að forustumenn
/ þess séu ekki annað en auð-
'/ sveipir leppar Kremlverja. Þó
'/ það væri ekki nema vegna þess
/ eins, að þeir eru Þjóðverjar,
/ hafa þeir bæði vilja og fram-
/ takssemi til athafna. Austur-
/ Þýzkaland er ekki framhlið eða
/ skuggi af ríki, það er raunveru-
/ legt land (real country).
£ TÍU DAGA dvöl í ókunnu
/ íandi veitir að sjálfsögðu ekki
/ aðstöðu til þess að fella neinn
\ öruggan dóm um afkomu þess
\ og stjórnarhætti eða viðhorf al-
\ mennings. En það, sem ég sá í
; Austur-Þýzkalandi, er ég dvaldi
; þar í byrjun seinasta mánaðar,
• styður að mínu áliti þann dóm
• Gunthers, sem sagt er frá hér
. á undan. Óneitanlega hefur
( mikil uppbygging átt sér stað
'. í Austur-Þýzkalandi seinustu
'. árin og ekki bendir neitt til
( þess að stöðvun verði á henni.
• Það mun að vísu fara fjarri,
( að uppbyggingin hafi orðið
( eins mikil yfirleitt í Austur-
( Þýzkalandi og í ' Vestur-Þýzka-
( landi. Við því er ekki heldur
( hægt að búast. Austur-Þýzká-
' land er fátækara land en Vest-
• ur-Þýzkaland. Fyrstu árin eftir
• styrjöldina létu Rússar Austur-
1 Þjóðverja greiða miklar stríðs-
( skaðabætur eða að því er vest-
' ur-þýzka stjórnin telur um eða
( yfir 12.000 millj. dollara.
( Vestur-Þjóðverjar þurftu nær
' engar stríðsskaðabætur að
'. greiða, en hafa þvert á móti
( fengið stórfellda efnahagsað-
< stoð frá Bandaríkjunum Þetta
t hefur vitanlega skapað mikinn
/ aðstöðumun.
/ Eftir Berlínaruppreisnina
/ 1953 hættu Rússar að heimta
/ stríðsskaðabætur af Austur-
/ Þjóðverjum, og síðan hafa
/ Austur-Þjóðverjar stöðugt rétt
úr kúlnum. Það, sem þeir hafa
áorkað, ber þýzkum dugnaði og
skipulagsgáfum gott vitni, engu
síður en það, sem hefur gerzt
í Vestur-Þýzkalandi. Austur-
Þýzkaland er í dag sjölta mesta
iðnaðarríki Evrópu, næst á
eftir Sovétríkjunum, Vestur-
Þýzkalandi, Bretlandi, Frakk-
landi og Ítalíu. Einkum hafa
Auctur-Þjóðverjar byggt upp
mikinn stóriðnað. Húsbygging-
ar hafa verið miklar seinustu
árin. Framleiðsla ýmissa neyzlu
vara og þægindavara hefur
helzt orðið hornreka, og á því
sviði er munurinn vafalaust
mestur milli Austur-Þýzkalánds
og Vestur-Þýzkalands. Land-
búnaðarframleiðslan hefur auk-
izt verulega, en þó varla í sam
ræmi við það, hve mikil vél-
væðing hefur átt sér stað. Ligg
ur það vafalaust i því, að bænd
ur una enn ekki nógu vel sam-
yrkjukerfinu, hvað sem síðar
verður.
Það er vafalaust rétt, sem
Gunther segir, að lífskjörin
hafa batnað verulega í Austur-
Þýzkalandi seinustu árin. Fólk
virðist hafa nógan mat og nóg
af nauðsynlegasta fatnaði og
neyzluvörum, þótt vöntun geti
orðið á vissum vörutegundum
tíma og tíma. Hins vegar er
skortur á mörgum þægindavör-
um. Opinber félagsleg aðstoð
fer vaxandi, t. d. sjúkrahjálp,
ellilaun, barnaheimili. Og flest
bendir til, að efnahagsleg af-
koma muni halda áfram að fara
batnandi.
HVAÐ er það þá, sem veldur
hinum miklu fólksflutningum
til Vestur-Þýzkalands, ef hið
efnalega ástand er ekki lakara
en þetta og fólk getur vænzt
þess, að það fari batnandi?
Vafalaust eru það margar og
mismunandi ástæður, sem
valda þessum fólksflutningum.
En tvær ástæður álít ég þó
veigamestar. Önnur er sú, að
þótt margt miði vel áleiðis í
Austur-Þýzkalandi, heizt enn
bilið milli Austur-Þýzkalands
og Vestur-Þýzkalands. Vestur-
Þýzkaland er nú tvímælalaust
mesta framfaraland Evrópu,
því að Vestur-Þjóðverjar fylgja
ekki neinum afturhaldskenning
um um takmörkun á fjárfest-
ingu og hæfilegt atvinnuleysi.
Þeir fjárfestu á síðastliðnu ári
26% af þjóðartekjunum meðan
Bretar fjárfestu aðeins 16%, og
þeir hafa nú í landinu 600 þús.
erlendra verkamanna (Austur-
Þjóðverjar ekki meðtaldir) og
skortir þó vinnuafl. Vestur-
Þjóðverjar fylgja framleiðslu-
stefnu, en ekki samdráttar-
stefnu. Þessi mikla gróska í
Vestur-Þýzkalandi dregur til
sín fólk alls staðar að, og það
er ekki undarlegt, þótt hún hafi
lokkandi áhrif á Austur-Þjóð-
verja. Þetta er áreiðanlega önn
ur aðalástæðan, sem veldur
fólksflutningunum Hin ástæð-
an er sú. að menn vilja heldur
búa við vestrænt skipulag en
austrænt, ef þeir eiga kost á að
velja á milli. Hið vestræna
skipulag tryggir meira persónu
legt frelsi, meira athafnarými.
Þess vegna eru margir fúsir til
að fórna miklu til þess að geta
notið þess.
ÞAÐ væri hins vegar rangt
af mönnum vestantjalds að
draga þá ályktun af fólksflutn-
ingunum, að Austur-Þýzkaland
sé að því komið að hrynja
saman og allt sé þar í öng-
þveiti og upplausn. Hitt er
miklu nær sanni, að þrátt fyrir
þetta, sé Austur-Þýzkaland að
styrkjast í sessi. Valdhafar þess
geta Lþeht á miklar verklegar
framfarir og einnig ýmsar fé-
lagslegar. Þeir hafa sterk tök
á uppeldiskerfinu og gera mik-
ið til þess að ná fylgi hinnar
uppvaxandi æsku. Þeir gera og
mikið fyrir hana. Það er lögð
mikil áherzla á að ala upp
þegna, sem séu dugandi og
skylduræknir, taki . tillit til
þarfa heildarinnar, og séu
staðfastir í hinni sósíalistisku
trú. Það eru dregnar upp glæsi
legar myndir af þeim árangri,
er muni nást' í framtíðinni.
Þeir, sem sýna mesta forustu-
hæfileika, eru látnir fá sérstök
tækifæri til að njóta sín. Það
er vafalaust, að þessi starfsemi
ber verulegan árangur. Allt
bendir þetta til, að Austur-
Þýzkaland geti orðið sterkt ríki
í framtíðinni, þrautskipulagt og
náð langt í verklegum og fjár-
hagslegum efnum, því að dugn
að og hugvit skortir Þjóðverja
ekki. Fyrir hinn vestræna heim
væri það mikil skyssa, að van-
meta það efnahagsskipulag,
sem verið er að byggja upp þar
og í öðrum kommúnistalöndum.
Hinn vestræni heimur þarf að
taka á öllu sínu til þess að
halda vel hlut sínum í þeirri
samkeppni, sem er framundan
á efnahagssviðinu. Hann þarf að
leggja kapp á meiri einingu og
markvissa framfarastefnu, því
að kreppu- og afturhaldsstefna
verður ekki sigursæl í keppn-
inni við kommúnismann.
ÞAÐ mun vafalaust hafa
mikil áhrif á framvinduna í
Austur-Þýzkalandi, hvernig
sambúð . A-Þjóðverja verður
háttað við vestrænu þjóðirnar.
Ég myndi telja það vænlegast,
að reynt yrði að hafa þau sam-
skipti sem mest. Það þarf ekki
aðeins að reyna að halda Ber-
línarhliðinu opnu, heldur opna
fleiri hlið milli Austur- og
Vestur-Þýzkalands. Það er
óhyggilegt að láta þetta stranda
á því að vesturveldin vilja ekki
viðurkenna Austur-Þýzkaland.
Austur-Þýzkaland er staðreynd,
sem ekki verður sniðgengin.
Það mun halda áfram að eflast,
þótt vesturveldin viðurkienni
það ekki, en einangrun þess frá
vestrinu mun aðeins færa það
lengra til austurs. Ef það feng
ist fyrir viðurkenningu á Aust
ur-Þýzkalandi, að Berlínahhlið-
inu yrði haldið opnu og sam-
skipti yrðu aukin milli Austur-
Þýzkalands og Vestur-Þýzka-
lands, þá ætti það að vera sízt
minni hagur fyrir vestrið en
austrið. Austur-Þjóðverjar eru
enn vestrænir í anda og þeir
geta orðið það áfram, ef tengsl-
in við vestrið slitna ekki, og
þeir einangrast ekki alveg frá
því. Aukin samskipti milli
Austur-Þýzkalands óg Vestur-
Þýzkalands eru og vafalítið
vænlegust leiðin til þess að
Þýzkaland sameinist með tíð
og tíma, — og sennilega eina
leiðin til þess, án styrjaldar.
Þ. Þ.
/
'/
/
)
/
)
/
/
)
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
/
/
/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
/
/
'/
/
'/
'/
'/
/
/
'/
/
'/
'/
'/
'/
’/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
/
)
'/
’/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'(
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
(
)
)
'/
)
)
)