Tíminn - 11.08.1961, Side 9

Tíminn - 11.08.1961, Side 9
jggjBI N N, fösíuðaginn 11. Frá hinum glæsilega fundi í Framsóknarhúsinu í fyrrakvöid Þau eru verst hin þöglu svik Framsóknarfélögin í Reykja vík héldu mjög glæsilegan fund í Framsóknarhúsinu í fyrrakvöld. Framsögumenn á fundinum voru þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jóns- son, en auk þeirra töluöu Hannes Pálsson, Einar Ágústs son, Óskar Jónsson og Þórar- inn Þórarinsson. — Fundur- inn var mjög fjölmennur og undirtektir við mál ræðu- manna einkar góðar. Einar Ágústsson, formaður Framsóknarfélags Rcykjavíkur, setti fundinn og skipaði Stefán Jónsson, námsstjóra, fundarstjóra. Fyrri frummælandi var Hermann Jónasson, formaður Framsóknar- flokksins. Hermann minnti í upphafi máls síns á það, að „viðreisnin“ hefði misheppnazt. Tilgangurinn var sagður að koma framleiðslunni á réttan kjöl, bæta*gjaldeyrisafkom una og auka innstæður í bönkum. Um þetta gjaldþrot „viðreisnar- innar" kvaðst Hermann hins veg- ar ekki ætla að ræða, heldur samninga. Tilvera lýðræðislegs þjóðfélags byggðist á samningum. Samningar í ýmsum myndum eru grundvöllur lýðræðisskipulagsins. Hvað eru kosningar, sem við lýð- ræðisþjóðirnar státum sem mest af? Kosningarnar eru mikilvæg- asti samningurinn, sem gerður er í lýðtræðisþjóðfélagi. Kosningar eru samningur milli frambjóðenda og kjósenda. Við framboð og á framboðsfund um lýsa frambjóðendur yfir þeirri stefnu, sem þeir munu vinna eftir og í kosningum er stofnað til samnings milli kjósenda og fram- bjóðenda um þá stefnu, sem fylgt skuli í þjíðmálum. Það ríður á miklu, að kjósendur geri sér þetta ljóst. Því hvor væri meiningiai með kosningum, ef svo er ekki? Ef kjósendur gera sér ekki grein fyrir þessari grundvallarreglu lýð- ræðisins og haga sér ekki í sam- ræmi við haná, eru þeir að kasta Frá geysifjölmennum fundi Fram- sóknarfélaganna i Reykjavík 'míífy/m. Hermann Jónasson atkvæði sínu á glæ til frambúðar, eyðileggja atkvæði sitt og ala upp í stjórnmálamönnum sviksemi. — Hermann rakti síðan loforð frambjóðenda stjórnarflokkanna í síðustu kosningum. Leiðin til bættra lifskjara var að kjósa Sjálf stæðisflokkinn' og þeir, sem kusu Alþfl., voru að kjósa óbreytt ástand kaupgjalds og verðlags, stöðvunarstefnuna. Enginn getur rengt það, að þessar voru yfirlýs- ingarnar. Allir verkalýðsforingj- ar Alþfl. létu birta slíkar yfirlýs- ingar eftir sér í Alþbl. stórletr- aðar og myndskreyttar. Þeir sögðu, að ef lífskjörin yrðu skert hið minnsta, þá myndu verkalýðsfé- lögin knýja fram kjarabót. Þetta var grunntónninn. Og gegn þess*- um samningi voru frambjóðend- ur núverandi þingmeirihluta kjörnir. Þeir voru kjörnir til að fylgja fram þeirri stefnu, sem þeir höfðu lýst yfir fyrir kosningar að þeir myndu vinna eftir. — Þetta er undirstöðuregla lýðræðisins — og þannig ætlar lýðræðisskipu- lagið meirihluta kjósenda rétt til að ráða þvi, hvaða stefnu er fylgt í stjórnmálum á hverju kjörtíma- bili. — Það er lífsnauðsyn, að kjósendur geri sér þetta ljóst, því að ef ekki er staðið við yfirlýstar stefnur, hverju ráða þá kjósend- urnir? Hvar er þá hið margróm- aða lýðræði? Lýðræðisskipulagið krefst þroska kjósendanna, því að það eru í rauninni þeir, sem halda fjöreggi þess í hendi sér. Geri kjósendur sér ekki ijósa grein fyrir þessari grundvallar- reglu lýðræðisins, þá ganga þeir af lýðræðinu dauðu og ala upp svikula og spillta stjórnmála- menn. Flestir kjósendur gera sér nú orðið ljóst, að stjórnarflokkarnir hafa svikið svo til öll loforð, sem þeir gáfu fyrir kosningar og fór Hermann um það nokkrum orðum. Mestu svikin kvað Hermann hins jvegar felast í bráðabirgðalögunum um að taka valdið um gengisskrán inguna af Alþingi í hendur ríkis- stjórninni. Sagði hann það gerræði af einræðistoga spunnið. Með þessu hyggðist ríkisstjórnin ná í hendur sér úrslitavaldi um kjara- mál. Þessi bráðabirgðalög eru hvorki meira né minna en yfirlýs- ing um einræði í kaupgjalds og kjaramálum launþega og bænda. Eitt af loforðum ríkisstjómar- innar eftir að hún tók við völdum var, að hún myndi ekki skipta sér af samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda um kaup og kjör. Allir vita, hvernig ríkis- stjórnin hagaði sér í vinnudeilun- um í vor og nú hefur ríkisstjórnin Eysteinn Jónsson gefið yfirlýsingu um það, að hún muni alls ekki þola launþegum neinar kjarabætur. Ef verkalýðs- félögunum tekst í frjálsum samn- ingum við atvinnurekendur að semja um kjarabætur, þá mun hún taka þær kjarabætur af launþeg- um aftur þegar í stað með því að gera krónúna verðminni með gengisfellingu. En hvermg eiga kjósendur að snúast við slíkum svikum, slíkri átroðslu lýðræðisskipulagsins og einræðishneigð. Kjósendur verða að skilja, vilji þeir viðhalda lýð- ræðisskipulagi og frelsi, að með þögn og aðgerðarleysi magna þeir svik stjórnmálamannanna. „Þau. eru verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu“. — Eg veit með vissu, að meðal þess fólks, sem kosið hefur núverandi stjói'nar- flokka ríkir megn óánægja og andúð á stjórnarathöfnunum. En hið sorglega er, að þetta fólk held- ur að sér höndum og þegir — virðist ekki skilja þá miklu skyldu, sem lýðræðið leggur því á herð- ar. Þó að Sjálfstæðismenn víða um land bölvi nú stjórninni í sand og ösku við konuna sína, þá þegja þeir við aðra og hafast ekki að. — Það er eins og menn séu hræddir við að skipta um flokk. Það er talað um að menn gangi af trúnni. Slíkt er hættulegt krabbamein í líkama lýðræðisþjóð- ar. Stjórnmál eru ekki og mega aldrei verða trú. Stjórnmál eiga að vera hlutlægt mat og sannfær- ing hvers einstaklings og lýðræðið krefst þess að hann velji og hafni flokkum og frambjóðendum eftir sannfæringu sinni. Það er sæmd hverjum manni að haga sér í sam- ræmi við sannfæringu sína, en geri hann það ekki, svíkur hann ekki einungis sjálfan sig heldur bregzt einnig þeim skyldum, sem hvíla á herðum hans sem þegns lýðræðisþjóðfélags. Þau eru verst hin þöglu svik, því að þau munu fyrr eða síðar ganga af lýðræðis- skipulaginu dauðu. Hermann lauk orðum sínum með því að skora á fundarmenn að fara út til fólksins og gera því þetta Ijóst. Allir hinir óánægðu verða að safnast saman í órofa fylkingu gegn svikum valdhaf- anna og reisa þannig varnargarð gegn því, að þeir vinni meira tjón en þeir hafa þegar unnið. Næstur tók Eysteinn Jónsson til máls., rakti hann aðgerðir rík- isstjórnarinnar og áhrif „viðreisn arinnar" á hag almennings og framleiðslu. M.a. hrakti Eysteinn þá fullyrðingu stjórnarflokkanna, að með samningum sínum við verkalýðsfélögin hafi samvinnu- hreyfingin verið að vinna skemmd arverk. Samningar samvinnufé- laganna og verkalýðsfélaganna (Framhald á 13. siðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.