Tíminn - 11.08.1961, Page 16

Tíminn - 11.08.1961, Page 16
Föstudaginn 11. ágúst 1961. 180. blað. Kafna í rúmbeizli Danskir læknar hafa á undan- förnum árum reynt ag grafast fyrir um orsakir þess, að svo mörg ungbörn þar í landi deyja vegna köfnunar. Það hefur nefnilega komið í ljós, að um 90% barna innan eins árs aldurs, sem látizt hafa vegna slysa, verða köfnun að bráð. Algengt er, að börn séu bundin niður í rúm sín með barnabeizl- um, sem fest eru við rúmið. Kom- ið hefur í ljós, að þessi notkun barnabeizla er stórhættuleg. Er reiknað með, 'að árlega verði þau einu ungbarni að bana, — barnið hengist bókstaflega í beizlinu. Á tveggja ára tímabili hafa þrjú börn kyrkzt í beizlum, sem hingað til hafa verið álitin algerlega hættulaus. Algengt er einnig, að börn hengist í hálsböndum, snúr- um og beltum, sem þeim hafa verið fengin til þess að leika sér að, eða vegna þess, að gardínu- gormár eða eitthvað álíka hefur verið innan seilingar. Mörg börn hafa kafnað í plast- pokum, sem þau haía verið að leika sér að. í Kanada köfnuðu eitt sinn sextán börn á einum mánuði í plastpokum, sem þau höfðu að leikfangi. Má af því marka, hve hættuleg slík leik- föng eru smábörnum. Læknar, sem unnið hafa að rannsóknum á slysum, er ungbörn verða fyrir, ráðleggja foreldrum fremur há barnarúm, sem börnin geta ekki fallið úr, heldur en nota barnabeizli til þess að halda barn inu í rúminu, en slík beizli munu vera mjög algeng í Danmörku. Á íslandi mun það vera óal- gengt, að barnabeizli séu notuð til þess ag halda ungbörnum í rúm- inu, en full ástæða er til þess að vara fólk við þvi, að fá ungbörn- um það í hendur, sem getur orðið þeim ag fjörtjóni. Sumir hlutir, eins og perlufestar, borðar og fleira, virðast í fl.jótu bragði hættu lausir, en í höndum ungbarna geta þeir orðið afdrifaríkir. NÝHÖFNIN Nornaketill Kaupmannahafnar Úrskurðtir KveðLnn hefur verið upp úr- skurður i deilu Sementsverksmiðj unnar og Verkfræðingafélagsins um verkfallsrétt yfirverkfræðinga. Samkvæmt úrskurðinum mega yfirverkfræðingar fara í verkfall. Stórverömæt- m stolið í fyrrinótt var brotizt inn í verzl uni.na Straumnes á Nesvegi og stolið þar 500 pökkum af vindl- ingum, Camel og Chesterfield. Sömu nótt var stolið öllum hjól um undan bíl, sem stóð við verk- stæðið í Höfðatúni 2, og lá hann á bremsuskálunum, þegar að var komið. Danir æðri en GrænSencSingar Kaupinannahöfn, 10. ágúst. Landsráð Grænlands heldur um þessar mundir árlegt þing sitt í Góðvon. Alvarlegasta málið á dagskrá örg börn kafna í rúmum sínum á næturnar, en á daginn er hættan minni, haft er auga með börnunum. !■ fundarins er vandamál, sem Íieíur orðið til við hina geysilega hröðu tækniþróun í Grænlandi nútím- ans. Hún hefur haft þær sorglegu afleiðingar, að Grænlendingar eru stöðugt að verða að greinilegri undirstétt í sínu eigin landi, um leið og stöðugt fleiri Danir leggja undir sig helztu stöður og forustu hlutverk. Fjöldi Dana á Grænlandi hefur síðastliðin 10 ár vaxið úr 250 í 1000 manns, fyrir utan iðnaðar- menn á faraldsfæti. Áður fyrr var meirihluti manna í góðum stöðum, Grænlendingar. Nú eru Grænlend ingar aðeins í um þag bil fjórð- ungi þessara staða. í skýrslu landráðsins segir, að stéttaskiptingin milli Grænlend- inga og Dana á Grænlandi verði dýpri með hverju árinu. Aðils. Skemmtiferö- in í Borgar- fjörðinn f gær var mikið spurt eftir skemmtifcrð framsóknarmanna n.k. sunnudag, og einnig mörg sæti pöntuð. Farið verður stund víslega kl. 9 að morgni frá Framsóknarhúsinu. Áríðandi er að þátttakendur panti far- miða sem allra fyrst í síma 15564 eða 12942 og sæki þá í Framsóknarhúsið fyrir kl. 7 í kvöld. Það er áríðandi til, þess að vita hve margar bifreiðir þarf í ferðina o. fl. varðandi undir búning. Verið með á flesta helztu staði Borgarfjarðar í ódýrri ferð — og vafalaust skemmti legri og fræðandi ferð. Ferðanefndin. Sumar borgir hafa sinn sérstaka ilm. Þegar við minmimst þeirra, gerum við það með nefinu. Löngu eftir að /allt, sem við sáum og heyrðum í París, er horfið í tím- ans þoku, munum við eftir lykt- inni af neðanjarðarjárnbrautinni, frönsku sígarettunum og pelsunum frá Patou, Rochas og Dior. Sömu pelsarnir og sömu ilmvötnin hafa ekki sama ilm alls staðar.. Af Kairo er líka sérstakur ilm- ur. Heita eyðimerkurlyktin á Soli- man Pasha, lyktin af steiktum mat arolíum, lyktin af gangstéttunum. Lagos lyktar eins og stórt frum- skógaaldin, sem farið er að skemmast og London hefur sína óskilgreinanlegu dagblaðalykt. Ilmlaus En Kaupmannahöfn, við finn- um ekki ilm Kaupmannahafnar. Að sjálfsögðu er lykt í Kaup- mannahöfn, bakaríslykt, fjóluilm- ur, lyktin af norðanloftinu. En þetta er ekkert éinkennandi fyrir staðinn. i Við skulum fara eitt hráslaga- legt kvöld í Nýhöfnina — og þar kom það allt í einu — þurrailmur baranna. Áfengi, sviti, hárolía sjó- aranna, sem dansa — og ilmur hafsins. Nornaketill með súpu ó- j samrýmanlegra hluta. Fyrstu á- i hrif Nýhafnar. I Stórfurðulegt er, að geta þannig beygt fyrir horn á hinu virðulega og glæsilega Kóngsins Nýjatorgi 1 og detta beint í ruddalegan undra heim veitingastofa og krambúða. -Gatan liggur meðfram bryggjunni, þar sem fiskibátarnir eru, mávarn- ir og brattir stafnar húsanna. Það gj: póstkortasvipur á öllu. Neon j Á daginn er hér furðulega frið- | samlegt, þótt sjá megi ölteita menn klukkan hálftíu á morgnana, j þegar tattoveringarbúðirnir rúlla ;upp gluggatjöld sín. Á kvöldin er j aftur á móti allt sindrandi í neon- Ijósadýrð. Sömu- veitingakrárnar, ! ósýnilegar á daginn, verða eins og litskrúðugir hellar úr teikni- kvikmyndum, og þeir bera lokk- andi nöfn, Hong Kong, Texas, Safari. Hnífur í bakið? Nýhöfn er sögð hættuleg, en þrátt fyrir mikla leit, tókst mér ekki að finna einn einasta hnífa- slag eða eitt lemstrað lík. Þvert á móti, afbrotafjöldinn er lágur. Skýrslur sanna, að hér hafa ár- um saman ekki gerzt nein æsileg morð, frekar lítið er um ofbeldis- verk og áreiðanlega færri þjófn- aðir en í ýmsum öðrum hlutum bæjarins. Að sjálfsögðu má sjóar- inn (og Nýhöfn er enn fyrst og fremst heimili sjóarans), sem er nógu heimskur að veifa fé sínu, gera ráð fyrir að losna við það. áður en nóttin er úti. Samkvæmt lögregluskýrslum gerast slíkir þjófnaðir hér um bil 10—15 sinn- um á mánuði. Músíkrokur heyrast, þegar hurð- ir opnast og skella aftur — allt frá væmnu píanóspili yfir í óðan jazzsextett. Andrúmsloftið er blandið hæsi, en það er líka góð- látlegt og allir taka undir dönsku söngvana. Ekki upplituð Túristar eru ekkert sérstaklega 'Kramnaio a ls stfim og þokusúld með köflum, seglr veðurstofan, en hún lofar samt næstum 12 st. hlta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.