Tíminn - 27.09.1961, Blaðsíða 3
ÍTKÍ M IJSrN,, migvikudaginn 27. sept. 1961.
< J /j'i c
) )
>?•?■; v
3']
40 lestir murtu úr
Þingvallavatni í ár
Hekla lagðist að bryggju í Reykjavik í gaermorgun með fána i hál'fa
stöng. Fuiltrúar Farmanna- og fiskimannasambandsins biðu með
fána á bryggjunni, og Lúðrasveit Reykjavíkur lék, er yfirmenn á
Heklu báru kistu Ásgeirs Sigurðssonar skipstjóra frá skipshlið að
bílnum, en farþegar í Noregsförinni skipuðu sér í hálfhring. Hér á
myndinni sést, er beir, sem kistuna báru, eru að láta hana inn í
bílinn. Næstir standa ættingjar og vandamenn Ásgeirs, ásamt konu
hans, er var með honum í þessari hinztu ferð hans, Bak við standa
fulltrúar sjómanna, en farþegar voru lengra til vinstri og sjást ekki
á myndinni. (Ljósm.: TÍMINN — GE).
Kárastöðum, Þingvallasveit,
í dag er þriðji dagurinn,|
sem murtan er veidd í net á
þessu ári. í gær var veiðin um
200 kg á bæ, sem veiðina'
stundar, en ætlunin er, að
dagsveiðin verði 250 kg á býli.'
f haust er gert ráð fyrir, að
veiddar verði 40 lestir af murt-
unni, og getur veiðitíminn orð-
ið fram undir miðjan október,
ef að vanda lætur.
Verksmiðjan Ora í Kópavogi,
sem Tryggvi Jónsson veitir for-
stoðu, sýður íþetta magn niður, en
reynt er að stilla magninu, sem
, veitt er, í hóf eftir sölumöguleik-
unum á markaðinum, sem er nær
einvörðungu vestanhafs. Mikil1
vinna er við niðursuðu murtunn-1
ar, og veiðin er sótt reglulega frá
verksmiðjunni til bænda við Þing-
vallavatn.
Veiðin minni en undanfarið
Veiðin í ár virðist vera heldur
minni en fjögur undanfarin ár,|
enda virðist hún vera einhverjuml
sveiflum háð. Veiðin er stunduð j
frá flestum bæjum, sem eiga land
að vatninu; og veiðistaðirnir,
munu vera einir 14 talsins. f gær'
var hvassviðri og ekki hægt að
vitja um netin alls staðar, en í!
fyrradag var veður hagstætt, sömu
leiðis í dag.
3 lestir frá hverjum bæ
Áætlað er að veiða um 3 tonn
á bæ á þessari „vertíð“. Nokkur
vinna er við að tína murtuna úr
netjunum, því að hún er öll ánetj-
uð. Mikill léttir er, að ekki þarf
að slægja hana líka, en það er
gert í verksmiðjunni. Aflinn er
um 100 murtur í 10 faðma af neti.
Hefur hver bær um 20—30 faðma
net úti. Möskvastærðin er þuml-
ungur eða 15/16 úr þumlungi.
Verðið á murtunni var 6,50 kr. á
kg í fyrra, en ekki er vitað, hve
hátt það verður í ár. Um 10 fisk-
ar fara í kg. — G.E.
íslandsmet í flánlngu?
212úrgærunniá
einum vinnudegi
OAS flaggaði aftur
í Alsír í gærmorgun
NTB—Algeirsborg, 26. sept. Flögguðu aftur í morgun
Leyniher hægrimanna í
Alsír, sem hefur forustuna í
baráttunni fyrir frönsku Alsír,
framdi 318 hermdarverk í
landinu tvær fyrstu vikurnar í
september. Sjö manns létu
lífið og 59 særðust að því, er
opinberlega var upplýst í Al-
geirsborg í dag. f dag hefur
verið rólegt í Algeirsborg, en
nokkur spenna eftir atburð-
ina í gær, þegar hópur manna|
reyndi að hindra lögregluna í
að fjarlægja fána OAS, sem
dreginn hafði verið að hún á!
opinberri byggingu í borginni.
Sex þeirra, sem létust þessar
tvær fyrstu vikur í september,
voru Arabar, en 44 hinna særðu
voru Arabar, 15 Evrópumenn. —
149 hermdarverk voru unnin í
Algeirsborg sjálfri og í 312 þess-
ara tilfella voru notaðar plast-
sprengjur.
Eins og áður segir kom til átaka
í gær milli lögreglunnar og mót-
mælamanna, sem reyndu að
hindra lögregluna í að fjarlægja
fána OAS af opinberri byggingu
í Algeirsborg. Fjöldi fólks safnað
ist saman fyrir framan aðal járn-
brautarstöðina og hrópaði Alsírj
franskt, og voru sendar þangað
öryggissveitir til að greiða úr um-
ferðarflækjunni. Þegar ekki tókst
að ryðja götuna, var mótmæla-
mönnum dreift með brunaslöng-.
Um þessar mundir stendur
sláturtíðin sem hæst hvar-
vetna um landið. í gærkvöldi
hafði blaðið spurnir af því, að
sett myndi hafa verið íslands-
met í fláningu einmitt þann
dag, 212 kindur á 8 og hálfrar
stundar vinnudegi.
Að loknum vinnudegi í gær
hringdi Óli Halldórsson fréttamað-
ur blaðsins á Þórshöfn, sem einnig
stjórnar sláturhúsi þar á staðnum,
til blaðsins og skýrði frá þessu af-
reki. Sagði hann, að Hermann Þor-
valdsson á Þórshöfn hefði frá fyrri
árum verið talinn eiga íslandsmet
í fláningu sauðfjár, 207 kindur á
dag. Þá um daginn hefði hann bætt
met sitt og farið upp í 212 kindur
á 8 og hálfum klukkutíma.
um. Tók það lögregluna fulla
klukkustund að dreifa hópnum. j
Um 30 manns voru handteknir,'
flest starfsfólk járnbrautanna. En!
í dögun í morgun blöktu OAS-flögg i
in á ný um borgina, þó að ekki!
kæmi til átaka.
Tveir Evrópumenn drepnir — !
pósthús sprengt í loft upp
Á mánudagskvöldið sprakk
sprengja í pósthúsi einu í Alsír.
Það er áttunda pósthúsið, sem
eyðilagt hefur verið á einni viku,
og eru þau nú 13 eftir í borginni.
Samtímis létu tveir Evrópumenn
lífið, þegar sprengju var varpað
inn í nýlenduvöruverzlun. í morg
un voru sex Gyðingaverzlanir eyði
lagðar með heimatilbúnum j
sprengjum, og höfðu kaupmönnun
um áður verið send hótunarbréf. j
Síðdegis skutu hermdarverkamenn
starfsmann við brezka sendiráðiðj
og Frakki særðist einnig af riffil-
skoti. i i
25 á klukkustund
Hermann er Þórshöfnungur og
alkunnur i sláturhús'um á Norð-
a’usturlandi. Hann er afburðamaður
að burðum og hvatleik og hefur
unnið við fláningu i ein 25 haust.
Hann er nú á fimmtugsaldri. Er
hann ótrúlega fljótur við fláning-
una. Tekur hann um 25 sauðskepn-
ur úr belgnum á hverri klukku-
stund, haldi hann jafnt áfram.
Hvern skrokk afgreiðir hann á lið-
ugum tveimur mínútum.
Blaðið gerði þá fyrirspurn til
sláturhússtjórans, hversu mikið
Hermann bæri úr bítum fyrir slík-
an vinnudag. Fengust þau svör, að
víst væru honum launuð afköstin.
Ekki ynni hann þó í ákvæðisvinnu,
heldur fengi ábót á tímakaupið.
Blaðið þiggur gjarna, að því séu
gefnar upplýsingar um afrek í dag-
legu starfi, eins og hér hefur verið
sagt frá, enda þótt ekki sé um það
að ræða, að meti Hermanns á Þórs-
höfn sé hnekkt.
56 milljónir dala
í frásögn af áætlunum um virkj-
un Jökulsár á Fjöllum í blaðinu í
gær, var rangt sagt frá kostnaðar-
áætlun þessara framkvæmda, sem
gerð var 1958 og var miðuð við þá-
verandj_yerðlag. Rétt er, að kostn-
aðurinn var á þessum tíma áætl-
aður 56 milljónir dollara eða tíföld
sú fjárhæð, sem nefnd var.
Fékk Madeiraferðina
Kunnugt er nú, hver hlutskarp-
astur varð í happdrætti Framsókn-
arflokksins, sem dregið var í 23.
þ. m. Aðalvinningurinn, ferð til
Madeira og Kanaríeyja fyrir tvo,
kom á nr. 8998. Eigandi miðans
reyndist vera Ingibjörg Runólfs-
Nr.100
í S.Þ.
NTB—New York, 26. sept.
Öryggisráðið samþykkti í dag
upptöku hins nýja Afríkuríkis
Sierra Leone í S.Þ., en annað
var uppi á teningnum, þegar
umsóknir Ytri-Mongólíu og
Mauretaníu voru teknar tii
umræðu.
Ráðið samþykkti að leyfa aðild
Sierra Leone án þess svo mikið
sem að hlusta á ræður þær, sem
Stóra-Bretland, Ceylon og Líbería
höfðu tilbúnar málinu til stuðn-
ings. Sierra Leone verður 100. ríki
Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn
fyrir hádegi í morgun endaði með
dagskrárdeilu út af umsóknum
Mauretaníu og Ytri-Mongólíu. So-
vézka sendinefndin krafðist þess,
að umsókn Ytri-Mongólíu yrði tek-
in fyrir á undan umsókn Mauret-
aníu.
Mauretanía sótti einnig um inn-
göngu í fyrra, en Sovétríkin beittu
neitunarvaldi gegn aðild ríkisins,
þar eð ráðið vildi ekki taka sam-
svarandi umsókn Ytri-Mongólíu til
umræðu.
I Stevenson, fulltrúi Bandaríkj-
anna, sagði í dag, að hann mundi
ekki beita sér gegn aðild Ytri-
Mongólíu, og fulltrúi Frakka, Ar-
mand Berard, kvaðst mundi styðja
umleitan Ytri-Mongólíu. Þess er
og vænzt, að Bretland geri slíkt
hið sama. Fr'éttaritarar álíta, að
miklar líkur séu til þess, að Kína
þjóðernissinna beiti neitunarvaldi
I gegn upptöku ríkisins í S. Þ. og
I kunni þetta að hafa víðtækar af-
j leiðingar fyrir þær umræður um
aðild Kína, sem eru á dagskrá alls
herjarþingsins. Umræðum um að-
ild ríkjanna tveggja var frestað
þar til seint í kvöld.
Dánarorsökin
var drukknun
í gærmorgun kom í Ijós, af
hverjum líkið var, sem fannst
fljótandi í höfninni. ÞaS er af
Olgeir Sigtryggssyni, sjómanni
frá Þórshöfn á Langanesi.
Hann var skipverji á vélbátn-
um Geir goSa.
Réttarkrufning leiddi í ljós, að
dánarorsökin var drukknun, og
áverkinn, sem var á höfði líksins,
stóð ekki í sambandi við dauða
mannsins.
Olgeir hafði verið á dansleik I.
Ingólfskaffi á sunnudagskvöldið,
ásamt bróður sínum. Fór Olgeir
þaðan klukkan hálftvö um nóttina
og var þá talsvert undir áhrifum
áfengis. Þetta er það síðasta, sem
vitað er um ferðir Olgeirs. Ef ein-
hver hefur orðið var við hann þá
um nóttina, er hann beðinn um að
láta rannsóknarlögregluna vita.
Olgeir var 39 ára gamall. Hann
var meðalmaður á hæð og dökk-
hærður. Kvöldið sem hann hvarf,
var hann klæddur dökkbláum föt-
um, hvítri skyrtu, Ijósköflóttu
bindi og svörtum skóm.
dóttir frú að Ytra-Laugalandi í
Eyjafirði. Hún er kona Jóns Ólafs-
sonar riijólkurbílstjóra þar. Ekki
er kunnugt. hvenær þau muni fara
skemmtiferðina.