Tíminn - 27.09.1961, Blaðsíða 4
'4
TÍMINN, þriðiudaginn 26. september Í961.
: ■
XV'-"-:V=M
v
'VVííkV
em
Iéé I HH
itfll
Hálsvíð, tvíhneppt kápa úr þykku
efni — kragi hringskorinn og
mlAr_
Og nú er búið að þverskella mjóu tána — svona eru vetrarskórnii
Háu hælarnir líka farnir.
Jerseydrakt með
og hnappalista.
rúskinnskraga Möskvótt dragt, frakki síður, pils
niður fyrir hné.
VETRARTlZKAN
Eftir myndnm og frásognum,
sem nú berast af vetrartízkunni,
virðist sjaldan hafa verið auð-
veldara að finna snið, sem hæfa
öllum aldursskeiðum. Kápur eru
ýmist með útslætti að neðan og
á það einkum við um iéttari
kápur, eða þær eru nokkurn
veginn beinar eða dragast að-
eins að sér að neðan. Það eru
snið, sem klæða hvaða vöxt sem
er, hvort heldur konur eru há-
ar eða lágvaxnar, aðeins verða
þær lágvöxnu að gæta þess að
hafa ekki of mikla vídd undir
hönd, svo að þær sýnist ekki
viðlíka breiðar og þær eru há-
ar. Stórir hnappar eru í tízku
á kápum og margar eru þær
tvíhnepptar. Dragtimar með
hnésíðu jökkunum era enn
meira í tízku en nokkru sinni
fyrr og eru mjög skemmtilegar.
Dragtir með beinum jökkum
eða örlítið aðskornum eru mjög
í tízku og afar margar eru
skreyttar með böndum á börm-
um, háismáii og vösum. Þá hug-
mynd má einnig notfæra sér,
þegar verið er að breyta göml-
um flíkum. Rússkinn er líka
notað í kraga og bryddingar á
dragtit.
Pils eru einkum með þrennu
móti: Dálítið útsniðin í fjórum
dúkum, þröng eða plíseruð, svo
ið einnig þar má finna eitt-
hvað fyrir alla. Flest frönsku
tízkuhúsin og öll þau ítölsku
hafa lieldur síkkað pilsin, svo
að nú sér ekki lengur í hnjá-
koilana. ítalirnir eru meira að
segja sumir komnir með pilsin
vel niður á kálfa.
Og nú eru skórnir að verða
þverir fyrir tána, háir hælar
naumast nema á kvöldskóm.
Tízkuliturinn á sokkunum er
enn sá sami og fyrst sást í vor,
gulbrúnn og minnir mjög á sól-
brúnt hörund. Hattar úr loð-
skinni eru mjög víða.
Búið að þverskelia mjóu tána á
skónum - pilsin síkka
Hvernig lízt ykkur á svona stutt-
jakka og loðhúfu?
Vetrarkápa með loðkraga, hlýleg
og falleg flík og hæfir sérlega
vel miðaldra konu.